Helgarpósturinn - 23.02.1984, Síða 9

Helgarpósturinn - 23.02.1984, Síða 9
NOTAÐAN BÍL þessi skipti með því að borga kaupandanum tíu prósent á milli. Með rómaðar hugmyndir um ásigkomulag bílsins gengur selj- andinn að þessum viðskiptum. Viðskiptin eru undirrituð af kaup- andanum annarsvegar og bílasal- anum hinsvegar í umboði seljand- ans utan af landi. Með því móti getur bílasalinn hagað skiptunum þannig að báðir borgi tíu prósent á milli. Þar með græðir bílasalinn tíu prósent af söluverði beggja bíl- anna, plús tvisvar sinnum tvö pró- sent í umboðslaun. Nokkrum sinnum hafa bílasalar verið dæmdir fyrir auðgunarbrot af þessu tagi, þegar svo illa hefur tekist til að kaupandinn og selj- andinn hafa hist af tilviljun og far- ið að ræða bílaskipti sín og þrátta um þessi tíu prósent sem hvor borgaði á milli. Auóveldlega mætti halda áfram frásögnum af óheið- arlegum viðskiptaháttum á bíla- sölum, enda eru möguleikarnir óþrjótandi á þessu sviði svo sem fyrr segir. I endann á þessari upp- talningu má bæta því við að oft- lega gerast bílasalar óþolinmóðir eftir því að bílar seljist hjá sér og grípa þá til miður heiðarlegra upp- átækja, svo sem að fegra ásig- komulag söluvörunnar eða skrúfa niður kílómetramælinn til þess að gera hann eftirsóknarverðari, og um leið flýta fyrir sölulaununum í eigin vasa. Mjög auðvelt er fyrir vana menn að skrúfa niður keyrslumælinn, en það er gert með því að aftengja mælinn frá mælaborðinu og tengja hjólið í honum við borvél sem síðan sér um að snúa honum til baka. Til þessa ráðs er oftar gripið en áður vegna þess hve keyrsla notaðra bíla vegur þungt í útreikningi af- falla af vörunni. Hér á undan hafa verið tíundað- ir nokkrir vafasamir viðskipta- hættir sem ýmsir óvandaðir bíla- salar hafa lagt út í og hagnast á. Enn eru prettir sölumanna bíla- umboðanna ónefndir, en um þau viðskipti má segja að mjög óhag- kvæmt getur reynst að selja þeim notaða bíla vegna þess að umboð- in fylgja sjaldnast þeirri reglu um gangverð bifreiða sem bílasölurn- ar taka að jafnaði tillit til við verð- lagningu. Flest þau bílaumboð sem standa á annað borð í kaup- um og sölu notaðra bíla, greiða seljendum talsvert lægra verð fyr- ir bífana en gengur og gerist á hin- um almenna markaði, og er það jafnt haft eftir þeim sem reynt hafa viðskipti við umboðin og þeim sem gerst þekkja til bíla- brasksins. Umboðin virðast óspart nota sér þá aðstöðu viðskiptavina sinna að þeir eru með sölu notuðu bilanna sinna að afla sér fjár til kaupa á nýjustu bílagerðinni frá þeim. Þessvegna þurfa þeir fjár- muni fljótt og eru því auðveld bráð fyrir klóka sölumenn sem vilja gera góð kaup. Þessir notuðu bílar eru hinsvegar seldir undan- tekningalaust á gangverði út úr umboðunum aftur og mun gróði bílaumboðanna vera talsverður fyrir vikið. Atvinnumenn í bíla- braskinu eru einnig þekktir fyrir þessa gróðaleið, en þeir eru gjarn- ir á það að leita uppi bílaeigendur sem sakir fjárskorts þurfa að losna við bifreiðar hið skjótasta. Miöaö við það sem á undan hefur farið er við hæfi að enda þessa grein um bílaviðskipti á samtali sem HP átti við einn kunn- asta atvinnumanninn í bílabraski á árum áður. Það er Benedikt Ara- son sem nú rekur bílaleiguna AS. Milli áranna 1974 og 1980, á blómaskeiði brasksins á íslandi, lifði hann einvörðungu á kaupum og sölu notaðra bíla og segir sagan að hann hafi hagnast vel á þeim viðskiptum, eða flutt úr litilli ibúð á Kleppsveginum og hafið bygg- ingu fjögurhundruð fermetra ein- býlishúss á Arnarnesi með sund- laug í kjallaranum . . .! ,,Ég neita því ekki að ég hafði mjög gaman af þessum bransa. Ég hef alltaf verið skotinn í fallegum bílum og bísnessinn í kringum þá var — hvað skal segja — ákaflega spennandi." — Það hefur vafalítið mátt hafa vel upp úr þessum bransa? „Þetta var oft gloppótt, stund- um mjög góð þénusta og stundum talsvert tap.“ — Gerðirðu ekki oft kjarakaup? „Stundum jú, enda reyndi ég alltaf að stíla upp á staðgreiðslu í bílakaupunum og gat þannig feng- ið þá á lágu verði, stundum . . .“ — Hvað heldurðu að margir bílar hafi farið um þínar hendur á ári þegar best lét? „Ég man það hreinlega ekki, en þeir skiptu örugglega oft nokkr- um tugum.“ — Hvað mest á mánuði? ,,Ég vil ekkert vera að nefna þá tölu . . — Hversvegna ekki? „Hún er mitt prívat." — Hversvegna heldurðu að þú hafir fengið viðurnefnið Benni glæpur á þessum árum? — Ætli menn hafi ekki hrein- lega öfundað mig fyrir það hvað mér gekk vel í þessum bíssness, og því viljað koma óorði á mig. Hvað sem því líður er ábyggilegt að ég var alltaf hreinn og klár í mínum viðskiptum. Það fór aldrei neinn illa út úr þvi að skipta við mig.“ — En þetta var sem sagt allt gaman? ,,Já, og spennandi, stund- um . . NÝTT SÍMANÚMER f NÝjU HÚSNÆÐI Á NÝ)U ÁRI L <fö| * - ■' —■ ^ 687700 V»6fluttumokkurumset HHB f nýtt glæsilegt húsnæði, J/ e&a yfir portið láttu sjá |mr ÍLkAl Velkomin. NOACK FYRIR ALLA BÍLA OG TÆKI Sænsku bilalramleiöendurnir VOLVO. SAAB oq SCANIA nota NOACK ralgeyma vegna kosta þeirra. jfflmnausl: h.t Siöumula 7 9. Sirr.i 82722 MALLORKA einmitt það sem þig dreymir um? TILBOÐSVERÐ um páskana! 2 vikur, 18. apríl — 2. maí. Dæmi: 4 manna fjölskylda, hjón meö tvö börn, 5 og 10 ára Verð frá kr. 14.925.- Mallorka er vöknuö af vetrardvalanum líf og fjör, sólskin og sjör. Páskaferðin er tilvaliö tækifæri til aö taka forskot á sumarið, páskarnir eru einnig mjög heppilegur tími því aöeins fáir vinnudagar fara í fríiö, þú átt því mestallt sumarfríiö enn eftir. Komið og leitiö nánari upplýsinga. mdivm Ferðaskrifstofa, lönaöarhúsinu Hallveigarstíg 1. Símar 28388-28580. HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.