Helgarpósturinn - 23.02.1984, Side 13

Helgarpósturinn - 23.02.1984, Side 13
nafn Asmundur Stefánsson fæddur: 21.3.1945 i Reykjavík staða Forseti ASÍ heimili Njörvasund 38, R. heimilishagir: Kvæntur Guðrúnu Guðmundsdóttur, 2 börn bifreið: Datsun Cherry 79 áhugamál Les þegar tími gefst til mánaðarlaun 42.455 kr. m/eftirvinnu Aðstöðusamn in gar nir 1984 eftir Hallgrfm Thorsteinsson myndir Jim Smort Þad hefur væntanlega ekki farid framhjá neinum að nýr kjarasamn- ingur ASÍ og VSÍ var undirritadur á þriðjudaginn. Samningurinn gildir til 15. apríl 1985 ogfelur medal annars í sér 13% kauphækkun á næstu 10 mánuðum. Ríkisstjórnin lofar ad beita sér fyrir sérstök- um tilfærslum til ad rétta hlut hinna allra verst settu. Dagsbrún, með Guðmund J. Guðmundsson í broddi fylkingar, hefur klofið sig frá ASÍ í þessum samningum og unir þeim ekki. Asmundur Stefánsson, for- seti ASÍ er í yfirheyrslu í dag, þar sem hann er m.a. spurður út í þessa sérstöðu Dagsbrúnar. — AHt síöasta ár var hrópað hátt um nauðsyn þess að ná til baka þeirri miklu kjaraskerdingu sem samningsbannid hafdi í för með sér. Nú, þegar samning- urinn hefur verið gerður, er þessi kjara- skerðing negld niður, segja gagnrýn- endur samningsins. Hverju svarar þú? „Samningurinn felur t sér að kjaraskerð- ingin er stöðvuð. Sá kaupmáttur sern við stefnum að með þessurn samningi er sá kaupmáttur sem við bjuggum við á síðasta ársfjórðungi liðins árs. Við sækjum ekki langt fram á við, við lyftumst nokkuð frá því sem kaupmátturinn er nú í febrúar upp í það sem hann var á fjórða ársfjórðungi á sl. ári. Hann felur jafnframt í sér sérstaka hækkun á lágmarkstekjum, 15,5% á þeim tekjum sem lægstar eru, og auk þess höfum við fyr- irheit stjórnvalda um það að þau beiti sér fyrir þeim tillögum sem við lögðum fram um tilfærslur frá því opinbera til lágtekjufólks með framfærslubyrði." — Eru þessi fyrirheit stjórnvalda í hættu vegna stöðunnar gagnvart Dags- brún, þ.e. ef Dagsbrún fer af stað með aðgerðir, þá stefni það félag félagsmála- pakka ríkisstjórnarinnar « hættu? „Ég verð að treysta því að svo sé ekki. Það er ljóst að þessi félagsmálapakki er háður lagabreytingum að verulegu leyti og þess vegna þarf Alþingi að fjalla um hann. Eg hlýt að treysta því að ríkisstjórnin beiti sér fyrir samþykkt hans. Hún hefur það stóran meiri- hluta á Alþingi, að því hiýtur að mega treysta að hennar vilji fari fram." — Engu að síður hefur f ormaður Sjálf- stæðisflokksins allt að því hótað því að félagsmálapakkinn verði ekki ,;greidd- ur út“ nema öll félög innan ASI og þar með Dagsbrún haldi sig innan rainmans sem settur var með samningnum? „Formanni Sjálfstæðisflokksins, eins og forsætisráðherra, hlýtur að vera það full- ljóst, að af okkar hálfu eru þessar opinberu tilfærslur ein af grundvaliarforsendum þess að við mælum með samningnum. Ég hlýt því að treysta því að þessar tilfærslur íari fram." — Það hefur verið haft eftir þér að skynsamiegra hafi verið að gera þennan samning í stöðunni heldur en að stefna í átök. Hvers vegna hefðu aðgérðir iaunafóiks í stöðunni verið óskynsam- legar? „Ég er ekki að halda því fram að aðgerðir hefðu verið óskynsamlegar. Það er fullkom- in ástæða til að grípa til aðgerða og berja þar fram aðra niðurstöðu en þá sem við stönd- um frammi fyrir. Ég hef lagt áherslu á það að ég tel ekki að þessi niðurstaða sé skynsam- legt mat á réttlátri skiptingu þjóðartekna og hafi komið hiutföllum launafólks og atvinnu- rekenda í sanngjarnt horf. Ég hef hins vegar sagt að ég telji að þessi samningsniðurstaða sé skynsamlegt mat á þeirri samningsstöðu sem við höfum, þeirri aðstöðu sem við höf- um til að ganga til aðgerða." — En felst þá ekki í þessu að það sé óskynsamlegt ad fara út I aðgeröir? Að samningurinn sé betri kostur? „Við höfum metið stöðuna þannig núna, að þessir samningar séu betri kostur en að efna til átaka og þá lítum við ekki síst til þeirrar aðstöðu sem við sjáum við sjávarsíð- una vítt og breitt um landið, sem mörkuð er af misjöfnu atvinnuástandi, aflatakmörkun- um o.s.frv. og þessar aðstæður hljóta óhjá- kvæmilega að marka okkur bás. Verkalýðs- félögin úti um landið eiga erfitt með að beita sér í átökum núna." -— Ertu að segja að verkalýðsfélög úti á landi hafi staðið í vegi fyrir því að farið væri í aðgerðir? „Það eru engin ákveðin félög eða einstak- lingar sem standa í vegi fyrir því að farið sé í aðgerðir í aðstöðu sem þessari. Athugum aðeins hvernig þessi mál bar að. Við héldum fund með formönnum félaga í desember. Þar var rætt hvernig ætti að standa að mál- um. Ég hafði viðrað þær hugmyndir að verkalýðsfélögin tækju samningsgerðina til sín vegna þess að ég var þeirrar skoðunar að staða þeirra væri misjöfn og að sum þeirra gætu kannski farið fyrr af stað með aðgerðir en önnur. Ég var einnig þeirrar skoðunar að það væri líklegra til að vinna upp baráttu- stöðu að félögin sjálf færu með málin og fyndu þar með til þeirrar ábyrgðar sem samningaviðræðunum og samningsgerð- inni fylgir. Ég taldi líka að þar með væri kominn þrýstingur á hina ýmsu atvinnurek- endur sem standa að Vinnuveitendasam- bandinu þannig að þeir fyndu til ábyrgðar gagnvart því að samningur næðist. For- mannahópurinn taldi ráðlegra að ASI hefði forgöngu um samningaviðræðurnar." — Þannig aö þitt sjónarmid varð þarna undir? „Mitt sjónarmið varð þar undir, það er rétt, og viðræðum var haldið áfram á vett- vangi heildarsamtakanna í desember og jan- úar. Nú um miðjan febrúar þóttumst við vera búnir að greina hvert hægt væri að komast í samningi án átaka." — Var þetta ekki löngu vitað? Var ekki verið aö ræða samskonar samning og nú var undirritaður fyrir mánuði? Eftir hverju var beðið? „Það var beðið eftir samkomulagi. Það er ósköp einíalt mál. Það hafði verið rætt um atriðin í samningnum fram og til baka allan tímann en það höfðu engin tilboð gengið á milli, engar niðurstöður fengist fyrr en núna. —• Var verið að bíða eftir Dagsbrún, reyna að fá félagið með » þetta samflot? „Auðvitað skiptir það miklu máli að Dags- brún sé með, en ég held að staðan í því efni hafi kannski ekkert breyst á þessum tíma. Dagsbrún hefur ýmisskonar sérstöðu. Við sem fyrir viðræðunum stóðum þóttumst sjá hvert væri hægt að komast án aðgerða og ákváðum þess vegna að kalla saman for- mannafund aftur. Sá fundur var haldinn á sunnudaginn var. Þar lögðum við fyrir þá einföldu spurningu hvort væri réttara: Að halda áfram og stefna í samninga án átaka eða henda því frá okkur og undirbúa átök. Niðurstaða formannafundarins á sunnudag- inn var eindregið sú að freista samnings og það mat formannanna var augljóslega mat þeirra á aðstöðu sinni hver á sínum stað til þess að fara í aðgerðir og þá aðstöðu báru þeir saman við það sem þeir töldu sig geta fengið út úr þeim samningi sem var í sigti. Formennirnir koma úr ólíkum áttum og st'arfa fiestir úti á vinnustöðunum með sínu fólki. Afstaða þeirra á formannafundi mark- ast ekki af persónulegum óskum þeirra eða baráttugleði, heldur mati þeirra á því hvaða ávinning félagsmennirnir hafa af samnings-' gerðinni og hver afstaðan er til átaka á fé- lagssvæðinu." — Eindreginn vilji á formannafundin- um á sunnudaginn segir þú. Ekki var eindrægnin samt meiri en svo, að þegar samningurinn var óformlega borinn undir atkvæði, þá sat fjórðungur for- mannanna hjá og fimm voru á móti? „Ég held nú að það sé ekki rétt. Það var yf- irgnæfandi fjöldi sem greiddi samningnum atkvæði. Hvorki atkvæði né hjásetur voru taldar þannig að ég er ekki í aðstöðu til að fullyrða um neina ákveðna tölu í þessu sam- bandi en ég leyfi mér að fullyrða að því fari fjarri að fjórðungur hafi setið hjá.“ — Þú segir að þessir samningar end- urspegli ekki réttlátt mat á hlut launa- fólks í þjóðartekjunum. En er ekki verkalýðsbarátta rétti vettvangurinn til að rétta þennan hlut? „Að sjálfsögðu." — Hvers vegna hefur þessi hlutur ekki náð að réttast í undangengnum samningum nú um árabil? „Ég held nú að sú túlkun að allt sé að fara til hins verra í hverjum samningnum á fætur öðrum, sé ekki rétt söguleg lýsing. Miðað við þá söguskýringu hlýtur þetta að hafa verið geysigott í fyrndinni." — Ég á ekki við að þetta hafi versnað, heldur að ástandið hafi verið óbreytt. „Ég veit ekki heldur hvort þú hefur rétt fyrir þér í því. Það er óhætt að segja það, að síðan ég byrjaði í þessum málum 1974, hafa verið mjög miklar sveiflur í kjörum og bar- áttuaðstöðu. — Þannig að það v*rður betra að taka á einhvern tíma seiitwia? „Við hljótum aðsækjfi fram. Þetta eru ekki síðustu samningarnir 4 okkar vettvangi og auðvitað treystum vift því að þeir næstu verði betri.“ — Sá áhersla sem var lögð á tillögur ASÍ um tilfærslur til handa afmörkuðum hópum með mikla framfærslubyrði, minnkaði hún ekki pressuna á atvinnu- rekendur? „Ég held að þær tillögur hafi ekki í sjálfu sér úrslitaáhrif á pressuna gagnvart atvinnu- rekendum. Það sem gerir það að verkum að atvinnurekendur taka undir þessar tillögur er að þeim er ljóst að það er forsenda fyrir okkur til að geta mælt með samningum við það ástand sem við búum við í dag, að þessar tilfærslur nái fram að ganga." — Er þessi sérleið Dagsbrúnar núna ekki í samræmi við þína skoðun á því hvað hefði verið heppilegasta leiðin fyr- ir hvert og eitt félag í samningunum? „Hún er það ekki í aðstöðunni, eins og við búum við hana í dag. Ég held að fyrst að ákvörðun var tekin um það í desember að ASÍ skyldi hafa forgöngu um samningavið- ræðurnar, þá sé nær óhjákvæmilegt að halda sig við þau vinnubrögð. Ég held að það hefði ekki verið skynsamlegt í þessari aðstöðu að fara að stokka málin upp núna og vísa því út til félaganna án niðurstöðu. En við erum ekki með neitt samningsforræði yf- ir einstökum félögum. Dagsbrún hefur auð- vitað fulla og ótakmarkaða aðstöðu til að beita sér á þann hátt sem félagið kýs að gera."

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.