Helgarpósturinn - 23.02.1984, Side 17

Helgarpósturinn - 23.02.1984, Side 17
LISTAP Jón Óskar sýnir í austursal Kjarvalsstaöa F así skar myndir Hann heitir Jón Oskar og er ný- kominn frá Nýju Jórvík hvaöan hann var ad Ijúka þriggja ára myndlistarnámi frá School of Visual Arts. I farteskinu voru fjörutíu myndverk sem hann hefur nú hehgt upp í austursal Kjarvals- staða. Sýningin hefst um nónbil á laug- ardag, þetta eru málverk og ljós- myndir ,,og svona allt í bland sem hefur verið að hrærast í mér síð- ustu fjögur misseri. . .“ — Allt í bland segirðu? ,,Já, sumt af þessu er eingöngu ljósmyndir, annað bara málverk og loks er þarna slatti sem má kalla Ijósmál.. — Ljósmál? ,,Já, þú skilur, Ijósmyndir sem ég flenni upp og mála svo yfir." — Einmitt, en hver er fílingur- inn í þessu hjá þér? „Þetta eru mikið til menn, um- myndaðir menn og afskræmdir. Eg gef mér ákveönar forsendur í þeim sem ég ætla siðan áhorfend- um að vinna út frá." — Dregurðu upp dökka mynd af manninum? „Ekki dökka, miklu frekar sanna held ég, eins sanna og mér finnst hún vera. Umhverfi þessara manna í myndunum er mikið til fánar og allskonar forn symból úr sögunni sem við nútímafólkiö vitnum gjarnan til í vegsauka- skyni. Þrátt fyrir að við séum gjör- ólík forfeðrum okkar í háttum og lifnaði, þá lifum við engu að síður mjög verulega á fornri frægð þeirrá. Nútíminn og fortíðin togast mjög á í okkur, framtíðin hinsveg- ar ekki til umræðu. Það er þessi þjóðernishyggja sem er mitt við- fangsefni." — Þetta er þín fyrsta éinkasýn- ing, er gott að byrja ferilinn á Kjar- valsstöðum? ,,Ég er í austursalnum og mér finnst myndirnar mínar passa vel þar. Salurinn er jafn yfirþyrmandi og verkin mín." School of Visual Arts var nefnd- ur til sögunnar áðan. Þess má geta að Jón Oskar var einn af tólí nem- endum skólans á síðasta ári sem fengu sérstaka heiöursútskrift fyr- ir frammistöðu sína í skólanum en skóli þessi telur hátt í fjögurþús- und nemendur á ári. Jafnframt þeim heiðri hlotnuðust Jóni fyrstu verðlaun úr ákveðnum sjóði sem er starfræktur samhliða skóla- haldinu, þannig að það er um að gera að drífa sig á Kjarvalsstaði um helgina og spyrja sig hvers- vegna . . . - SER Toots Thielemans í viðtali: Hringi í konu mína oft á dag! Jean Baptiste Thielemans, kall- aðpr Toots, er Ijúfur maður — Ijúf- ur einsog tónlist hans. Hann er 62ja ára gamall og hættur aö flengjast um heiminn einsog áður. — Ég er sœmilega efnaður og þarf ekki að taka hvaða tilboði sem er. Eg vil vera sem mest hjá konunni. Hún er ung og yndisleg. Við höfum verið gift í þrjú ár. Eg var ekkjumaður þegar við kynnt- umst. Toots býr til skiptis í fæðingar- borg sinni, Brússel þar sem hann á íbúð, og í einbýlishúsi sínu á Long Island — það heitir Blusette einsog lagið sem hefur fært honum hvað mestar tekjur. Fyrir tveimur árum fékk hann heilablóðfall og lamað- ist vinstra megin, en hefur fengið máttinn að nýju einsog heyra mátti á tónleikunum í Garnla bíói þar sem hann fór meistarahönd- um um gítarinn. — Ég elska gítarinn minn og nýt þess að spila á hann. Það hefði verið mikið áfall fyrir mig ef ég hefði ekki getað leikið á hann að nýju. Þegar Toots flutti til Bandaríkj- anna þrítugur lék hann með breska píanistanum blinda George Shearing. — Ég hef aðeins einu sinni leikið með Shearing eftir að ég hætti í kvintetti hans ár'ið 1959. Kannski væri gaman að leika með honum aftur, og þó. Hann er svo íhalds- samur, leikur einsog hann gerði fyrir þrjátíu árum. Ég vil helst allt- af vera að reyna eitthvað nýtt. Þó Tools hafi lengstum búið í Belgíu og Bandaríkjunum, dvaldi hann um tíma í Svíþjóð. — Það var betra að spila í Sví- þjóð en Danmörku þó það væri skemmtilegra hjá döriskum. Krón- urnar sem borgaðar voru fyrir spilamennskuna voru jafnmargar í löndunum tveimur en sú sænska var mun verðmeiri. Á undanförnum árum hefur Toots leikið nokkuð með raf- bassasnillingnum Jaco Pastorius. — Jaco er skemmtilegur ná- ungi. Hugmyndaflugið geggjað en eftir Vernharð Linnet mynd Jim Smart skemmtilegt. Hann hringdi í mig um daginn til að biðja mig að leika með sér á tónleikum. „Fyrirgefðu hvað ég hringi seint," sagði hann, — „gleðilegt nýtt ár.“ Það hafa verið gefnar út tvær skífur þarsem ég leik með stórsveit Jacos: Word of Mouth. Þegar sú fyrri var næst- um tilbúin var John Lennon skot- inn í New York. Jaco hringdi í mig til Brússel og bað mig að fljúga til New York og hljóðrita með hon- um eitthvert Lennon-lag. Ég átti að fara að leika í Amsterdam svo ég sagði honum að í Hollandi væru líka til hljóðver. Hann tók næstu flugvél til Evrópu og við lékum tveir saman Blackbird. Það er gaman að vinna með Jaco. Aftur á móti er ég ekki hrifinn af að vinna fyrir Norman Granz. í hans heimi eru aðeins örfáar stjörnur og aðrir tónlistarmenn eiga að þjóna þeim. Lengi voru það Count Basie og Ella Fitzgerald en nú eru það Oscar Peterson og Joe Pass. Joe Pass er eini gítarleik- arinn sem Norman hleður undir. Hann myndi aldrei leyfa mér að leika á gítar á Pablo-skífu. „Haltu þig við munnhörpuna." Þess vegna hef ég ekki áhuga á að vinna fyrir Pablo — þar að auki er Oscar Peterson ekki draumaund- irieikarinn minn. Norman hefur mikla trú á Niels- Henning, aftur á móti skal ekki hlaðið undir Philip Catherine. Sjáðu t.d. dúóskífu þeirra fyrir Pablo. Hún nefnist The Viking og á framhlið er feikistór litmynd af Niels en bakhlið lítil svart-hvít af Philip. Auðvitað ættu þeir að vera saman á framhliðinni einsog er á dúóskífum Niels og Joe Pass. En þannig vinnur Norman. Að vísu má ýmislegt gott segja um Nor- man: Hann er hugsjónamaður, en hann kann svo sannarlega að mata krókinn. Undanfarið hef ég leikið mikið með Stephan Grappelli og mikið getur sá maður leikið fallega. Stundum tárast ég þegar viö leik- um saman einhverja ballöðuna. Ég spyr Toots um djassinn í Belgíu. — Við eigum marga mjög efni- lega unga djassleikara. Belgarnir þekktu af minni kynslóð eru dánir — René Thomas, Bobby Jaspar — Django fæddist í Belgíu og einn af bestu gítaristum okkar tíma er Belgi. Þar á ég að sjálfsögðu við Philip Catherine. En það er með hann einsog flesta okkar: Við leik- um fyrst og fremst erlendis. Ætli Philip leiki nema tíu sinnum á ári í Brússel. Ég lék ekki mikið í Belgíu hér á árum áður. Nú er ég orðinn vinsæll heima — hálfgerð- ur þjóðarsómi! Hvernig finnst manni sem van- ur er að leika með heimssniliing- um að koma til íslands og leika með innfæddum. — Þegar maður ferðast einn þá ' verður maður að gera sér grein fyrir að ryþmasveitirnar eru mis- jafnar og æfingatíminn yfirleitt nær enginn. Þess vegna skiptir það mestu máli að ná sem bestu sambandi við þá sem leika með manni á hverjum stað og taka tillit til getu þeirra og hæfni. Drengirnir sem léku með mér í Gamla bíói voru dálítið tauga- óstyrkir til að byrja með en mér fannst þetta takast vonum framar eftir hlé. Ég þekkti ekki marga ís- lendinga áðuren ég kom hingað. Hafði þó leikið með Pétri Östlund í Svíþjóð. Frábær trommuleikari. Annan íslending hitti ég í hljóð- veri í Los Angeles. Hann hafði gert samning við Warnerbræður og var dálítið góður með sig. Þótti líklega ekki mikið til gamals munnhörpuleikara koma. Ábyggilega vænsti drengur en ungir menn eru oft svona. Toots hlær ljúflega og reynir að rifja upp nafn hljómborðsleik- arans. — Jakob Magnússon? spyr ég og það reynist rétt. Þá kemur líka í ljós að Toots kannast við Vestur-íslendinginn og bassasnill- inginn Bob Magnusson. — Er hann af íslenskum ættum? Góður bassaleikari. Já, ég hef unn- ið mikið í hljóðverum og það er ekki alltaf skemmtilegt. Þarna er allt vaðandi í dópi. Kókaínið er vinsælast og enn er verið að bjóða mér í nös. Þegar ég afþakka er oft- ast sagt. — Æ, ég var alveg búinn að gleyma að þú notar ekkert svona. Ég hef aldrei notað dóp og ekki einusinni reykt tóbak. Aftur á móti finnst mérgott að fá eittglas af viskíi fyrir svefninn, en það verður að blanda miklu af vatni í það. Enn betra er þó að fá sér bolla af kamillutei. Það róar best taugarnar. Toots Thielemans er ungur enn þrátt fyrir árin 62 og heilablóðfall. Ætli það sé ekki konan og reglu- samt líferni sem þar vegur þyngst. — Ég hringi í hana oft á dag hvar sem ég er. Héðan held ég til Oslóar og lokatónleikarnir á þessu ferðalagi verða í París. Þar hitti ég hana og er strax farinn að hlakka til, segir Toots og brosir. Klukkan er tíu að kvöldi og Oslóarvélin fer í loftið klukkan sjö næsta morgun, svo það er eins gott fyrir munn- hörpusnillinginn makalausa að fara að sofa. — Maður verður að gera sitt besta á hverjum tónleikum! HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.