Helgarpósturinn - 23.02.1984, Page 19
KVIKMYNDIR
Vondir strákar í vondum heimi
eflir Ingólf Margeirsson og Sigmund Erni Rúnarsson
Regnboginn: Götustrákarnir (Bad Boys).
Bresk-bandarísk. Árgerd 1983.
Handrit: Richard Dilello.
Kvikmyndataka: Bruce Surtees.
Tónlist: Bill Conti.
Leikstjórn: Rick Rosenthal.
Aðalhlutverk: Sean Penn. Reni Santoni, Jim
Moody, Eric Gurry, Esai Morales o.fl.
Mick O'Brian (Sean Penn) er 16 ára götu-
strákur í Chicago sem lendir á betrunarhæli
fyrir unglinga í Illinois-fylki eftir götubar-
daga og manndráp. Þar ríkja ákveðnar leik-
reglur, eins konar .survival of the fittest", og
verður Mick þar fljótt ofan á eftir að hafa
lumbrað rösklega á tveimur fyrrum léns-
herrum hælisins. Klefaféiági Micks er gyð-
ingastrákur aö nafni Horowits (Eric Gurry)
sem hefur getið sér orð meðal drengjanna
sem greindur og fjölhæfur brallari. Foringi
götustráka, Paco Moreno (Esai Morales) að
nafni, sem á Mick grátt að gjalda, nauðgar
vinkonu hans og lendir inn á betrunarhæl-
inu. Mick, sem er vel á veg kominn með að
nema félagslega aðlögun undir handleiðslu
ráðgjafans Ramon Herrera (Reni Santoni),
þokast nú æ nær uppgjörinu við Paco. Allt
betrunarhælið bíður í spenningi eftir hvern-
ig einvígi þeirra muni Ijúka. Og ekki meira
um endalokin.
Götustrákar er fyrst og fremst spennu- og
glæpamynd þar sem viðfangsefnið er sótt í
veröld götudrengjanna. Það sem gerir þessa
mynd eftirminnilega er leikur piltanna og
hæfileiki þeirra (og leikstjórans) til að draga
upp skörp persónueinkenni hvers og eins.
Tæknilega er kvikmyndin mjög vel unnin.
Kvikmyndataka Bruce Surtees er aðdáunar-
verð á köflum, einkum í löngum, hreyfan-
legum tökum. Klippingin er einnig fagmann-
lega gerð og ætíð hárrétt, bæði í uppbygg-
ingu spennu og eins í fjöldasenum sem götu-
bardögum eða uppþoti í fangelsinu. Handrit-
ið er gott; það lýsir einfaldri sögu í heimi
götupilta án þess að gera persónurnar að
einhæfum verunt og megnar að draga fram
hina félagslegu þætti sem móta aðalpersón-
urnar. Sálarlífi þeirra Micks, Paco, Horowitz
og fleiri er lýst á nærfærinn en óvæminn
máta. Götustrákar er kannski ekkert lista-
verk en hún skilur eftir mynd af mannfólki
sem vert er að kynnast þrátt fyrir hrátt og oft
allblóðugt yfirborö. — IM
Hausar í sandinum
Austurbœjarbíó: SAHARA
Bandarísk. Árgerð 1983.
Framleiðendur: Menahem Golan og Yoram
Globus.
Tónlist: Ennio Morricone.
Leikstjóri: Andrew V. McLaglen.
Aðalhlutverk: Brooke Shields, Lambert Wil-
son, Horst Buchholz, John Mills o.fl.
Dale Gordon er ung og hress stúlka á hin-
um villta þriðja tug aldarinnar. Faðir hennar
er bílasmiður sem lokið hefur við nýjan af-
burðabíl — Gordon Packard — en lætur lífið
í reynsluakstri. Bandarískir auðjöfrar vilja
hins vegar að bifreiðin verði reynd við erfið-
ustu aðstæður áður en fjöldaframleiðsla
hefst. Sahari-rallið verður því fyrir valinu.
Kvenmönnum er meinuð þátttaka að keppn-
inni en ungfrú Dale, sem lætur sér fátt fyrir
brjósti brenna, klæðist jakkafötum, skellir á
sig hárkollu og dembir sér í ævintýrið. Fram
að þessu er hægt að fylgjast með myndinni
svona nokkurn veginn. Þetta er breiðtjalds-
mynd í Dolby og tilheyrandi en fátt verður
henni síðan til bjargar. Rallið hefst og eigin-
lega endar um leið, því frökeninni er rænt af
arabískum ættbálki og yggldir eyðimerkur-
svolar reyna að nauðga henni eða giftast tii
skiptis. Síðan er henni rænt af öðrum kyn-
flokki sandaraba og þeyst með hana í burtu
yfir hvítar hæðir en dökklitaður Sahara-
prins, sem er orðinn stjarfur af ást, eltir hana
uppi með heilan her með sér til að tortíma
ræningjunum. Þetta verður svolítið leiði-
gjarnt. Það versta er hve Brooke Shields er
vond leikkona; hún er ægilega sæt og svaka-
legt rassgat og allt það en maður sekkur nið-
ur í stólinn í hvert skipti sem hún segir eina
setningu eða tjáir sig í leik. Það hörmuleg-
asta er þó að horfa á hana í ástarsenum; atlot
hennar eru líkt og þegar stelpur klappa
hrossum og hún kyssir af jafnmikilli innlifun
og Frelsisstyttan í New York. Söguþráðurinn
er einkennileg blanda úr þrjúbíó-ævintýra-
mynd, kappakstursgamanmynd og ný-
lenduhetjumynd. Alla vega er þessi kokteill
vondur og hlægilegur á köflum. Ralláhuga-
menn geta líka alveg sleppt myndinni; það
er nær ekkert um akstur í henni, enda ung-
frú Shields á fullu að velkjast á purpura-
ábreiðum, sandbökkum eða klofvega á hest-
baki fyrir framan þeldökkan arabaslúbbert.
Meira að segja Morricone gamli, sem geröi
þrusumúsíkina við dollara-myndirnar, er
sokkinn í fen væmni- og slepjutónlistar. Þaö
er engu líkara en að framleiðendur myndar-
innar hafi veriö meö hausinn í sandinum all-
an tímann.
-1M
Notaleg fyndni
Nýja bíó:
Viktor/Viktoria.
Bandarísk. Árgerð 1982.
Handrit og leikstjórn: Blake Edwards.
Tónlist: Henri Mancini.
Aðalleikarar: Julie Andrews, Richard Prest-
on og James Garner.
Söguþráður þessarar myndar er snjölfog
skemmtiieg flétta sem ber öll merki skapara
síns; Blake Edwards, þess dæmalausa upp-
finningamanns á skophliðum tilverunnar.
Það er París milli heimsstríða og söngleikir
og velsæld að sjá við hverja götu. Og borgin
er hýr. Leiksviðin eru eftirsóttir vinnustaðir,
enda kjörin leið til frægðar og fjár, en svo
sem alltaf eiga ekki allir greiða leið þangað.
Þeirra á meðal er ung og rauðhærð söng-
kona með háa c-iö á hreinu. Eftir misheppn-
aðar tilraunir til að komast að hjá söngleikja-
húsum, bregður hún á það ráð að klæða sig
upp og snurfusa í karlmannslíki og sækja um
á skemmtistað sem hermikráka kvenlegra
tiltækja. Það heppnast, slær reyndar í gegm
en veldur um leið margvíslegum uppákom-
um sem verða að heilmiklu augnayndi i
meðförum Edwards.
Þetta er afar heilsteypt gleðimynd sem
rennur átakalaust en notalega i gegn.
Skemmtileg afþreying sem býr jafnframt yf-
ir þokka vandaöra vinnubragða. í leikstjórn
Edwards gætir oft frumleika, hressileika
sem er hnitmiöaöur og markviss alla mynd-
ina til enda. Myndatakan fögur að jafnaöi og
sumsstaðar óvenjuleg þar sem við á. Það er
mikið sungið og dansað, en það háttalag
skarast hvergi við aðra þætti myndarinnar,
gerir hana ekki afkáralega eða óþolandi
væmna sem oft vili bregða við í öðrum
Julie Andrews leik-
ur Viktor/Viktoríu,
skemmtilega rullu
sem hún leikur
skemmtilega vel.
bandarískum myndum af þessum toga.
Kannski það séu leikararnir sem bjarga því,
en hver og einn þeirra má heita minnisstæö-
ur og vel mótaður í rulluna. — SER
SÍGILD TÓNLIST
Barrokkókó
eftir Leif Þórarinsson
Jean-Pierre Jacquillat er kominn aftur að
stjórna Sinfóníuhljómsveitinni. Honum var
innilega fagnað á fimmtudaginn þegar hann
var mættur með prógramm eftir Bach, Moz-
art, Martin og Mússorgsky-Ravel, enda hefur
honum, á þessum 3-4 árum sem hann hefur
verið hér aðalstjórnandi, tekist að vinna sér
drjúgan hóp velunnara og aðdáenda. Að
vísu er ekki víst að allir hafi gert sér grein
fyrir að stjórnandi á borð við Jacquillat er
ekki á hverju strái og sjaldgæft að slíkur sé
á lausu fyrir jafn lítið og fátæklegt músík-
samfélag og okkar og ber okkur að sjálf-
sögðu að sýna þakklæti og virðingu meðan
hans nýtur við.
Nú er alls ekki svo að Jacquillat séu ekki
mislagðar hendur einsog flestum öðrum
guðsbörnum og hefur undirritaður oftar en
einu sinni fundið að einu og öðru hjá honum.
Sérstaklega þegar hann tekur til við þýska
rómantík, en Frakkar eru einsog allir vita
undarléga veikir fyrir henni þó þeir þykist
stundum uppyfir hana vaxnir og hafi allt á
hornum sér í sambandi við t.d. Brahms & Co.
En þarna var semsagt efnisskrá sem var vel
og vandlega sniðin fyrir næma skynjun hans
á fínleg blæbrigði í „barrokk og rokkókó" og
þeirri tegund nútímatónlistar sem einn bráð-
fyndinn fuglavinur kallar barrokkókó og á
þá helst við músík eftir Poulenc, Milhaud og
t.d. Frank Martin, jafnvel Hindemith.
Jean-Pierre hafði fengið til liðs við sig einn
ágætan baritón úr Ameríku, William Parker,
og söng sá aríu úr Jólaóratíu Bachs, „Gross-
er Herr“ af mikilli list og sömuleiðis „Rivol-
gete a lui, lo sugardo," sem Mozart „kasser-
aði" á sínum tíma úr Cosi fan tutte, enda nóg
af perlum þar fyrir því. Þessi stendur hins-
vegar prýðilega ein og sér. Yndislegt! Parker
söng einnig sex stórkostlega mónólóga úr
„Jedermann" Hoffmannsthals, eftir Frank
Martin og það var mögnuð og átakanleg við-
ureign söngvara og hljómsveitar við djúpt
og margslungið listaverk. Að vísu heyrði ég
ekki seinnihluta tónleikanna nema í útvarp-
inu á sunnudaginn, en útsendingar gufu-
radjósins eru orðnar svo góðar í seinni tíð að
þar er einskis að sakna a.m.k. liafi maður
hljómburð Háskólabíós í huga.
Síðasta stykkið fyrir hlé var Linzsinfónían
eftir Mozart (nr. 36 í C dúr) og þó Jacquillat
væri óvenjulega harðhentur á stundum (t.d.
var menuettinn í þyngra lagi, með hálfgerð-
um fallbyssubrag), þá var m.a. hægi þáttur-
inn leikinn af ekta Mozarttilfinningu, ljúfur
og leikandi og með sterkum sargarundirtón-
um, sem oft ér erfitt að hemja og tókst hér
svo unun var á að hlýða.
Ég hef hinsvegar aldrei kunnað að meta
„Myndir á sýningu" eftir Mússorgsky,
hvorki órigínalinn fyrir píanó né í hljóm-
sveitarbúningum Ravels, Stokowskys o. m.
fl. En Jean-Pierre Jacquillat virðist hafa
verulega gaman af að stjórna þessu og
hljómsveitin lét ekki sitt eftir liggja og flutti
flest af innlifun og kurteisri kátínu.
A næstu tónleikum Sinfóníunnar ætlar
Jacquillat svo að stjórna ,,Luciu“ Donnizettis
og það er svo sannarlega tilhlökkunarefni,
því hann er afburða óperudirigent, í það
minnsta í ítalska repertúarinu. Gaman væri
þó að heyra hann fara höndum um Massenet
og Gounod og kannski kemur að því von
bráðar: Hver veit?
HELGARPÓSTURINN 19