Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 23.02.1984, Qupperneq 23

Helgarpósturinn - 23.02.1984, Qupperneq 23
HRINGBORÐIÐ Erum við slæm af suddli? I dag skrifar Sigrtður Halldórsdóttir Tvö mál er alltaf hægt að skrifa um. Það eru þau mannréttinda- málin hundamálið og bjórmálið. Fyrir þessi fávitamál er Island frægt og hafi einhverntíma verið unnin hér frægðarverk þá eru þau steingleymd og grafin. Hver nennir að spurja okkur þessa dag- ana um Geysi.miðnætursóljs- lendingasögur,lopa? Enginn. Því heimurinn hefur ekki áhuga á aumingjum sem láta brjóta á sér þegjandi með skottið lafandi milli afturlappanna. Bjór og hundar eru ekki nema tákn fyrir landlægan aumingja- skap sem heimurinn fyrirlítur. Aumingjaskapurinn lýsir sér aug- ljósast í því að láta banna sér, láta segja sér. Það býr alltaf hræðsla, hugleysi, að baki því að láta banna sér. Hvernig getum við lát- ið einhverjar manneskjur útvald- ar,að þær halda, setja okkur lífs- reglur? Af hverju er alltaf verið að hafa vit fyrir okkur.fullorðnum al- menningi á Islandi? Er hægt að bjóða uppá það að einhverir kall- ar og kellingar ákveði fyrir aðra hvort þeir vilji bjórglas eða ekki? Getur einhver ákveðið fyrir mig hvort ég er fær um að eiga hund? Hvaða umboð hefur þetta hyski til þess að banna mér.eða þér? Það er sjálfsagt að hlýða réttlátum og nauðsynlegum lögum. En að láta brjálaðar öfgamanneskjur banna sér hitt og þetta á þessu örlitla broti af piánetunni.er niðurlægj- andi. Það er að iáta klikkaða grimmdarseggi ganga lausa með- al heilvita fólks. Víkjum að efninu.Sumum finnst þetta óttalega ómerkileg mál mið- að við margt. Sérstaklega vinstri- intellígénsíunni sem öll drekkur bjór og snobbar fyrir hreinrækt- uðum hundum bak við listrænar bómullargardínur. Hundar og bjór eru engri manneskju lífsnauð- syn. Einsog súrefni og málfrelsi. En hundar og bjór eru útbreidd- ustu og vingjarnlegustu gleðigjaf- ar manneskjunnar. Skrítið, þetta tvennt. Guð gaf okkur íslending- um ekki þá náðargjöf að geta skynjað smærri ánægjur tilver- unnar. Við greinum ekki muninn á heróíni og bjórglasi, hundaskít og hundi. Þessvegna er skítæðið skiijanlegt. Einu sinni hélt maður nokkur erindi um ferð sína til Parísar í út- varpinu. Erindið hét einhverju falsnafni, MÚlinrús eða Þér Signu- bakkar, svo maður settist spennt- ur við tækið að hlusta á þessa ævintýraför mannsins. En hann er ekki fyrr búinn að bjóða ,,kveldið“ en hann byrjar að tala um hunda- skit. Tölur um vigtuð tonn af hundaskít í hinum og þessum görðum, hvað hefði mælst mikið í júlí, hvað borgarstjórinn í París ætlaði að gera í málinu. Svo renn- ur hann auðvitað á hnakkann í hundaskít í glænýjum módel- skóm, það var bara beint útí tunnu með skóna takk fyrir! Ekkert um Eiffelturninn og kaffihúsin í því er- indi. Hvað var maðurinn að gera til Parísar? Burtséð frá saur- hræðslunni, er einhver önnur á- stæða fyrir hundabanni í Reykja- vík? Mfifi LÖCsOM SK£ÍMK Sió- M6fi BIÖOOM VUJUMf ifani „Já, sullaveikin." Einmitt, gengur hún mikið hjá ykkur? ,,Já, frekar." Sullaveikin já. Nú er allsstaðar búið að banna heimaslátrun nema ef vera kynni í Reykjavík. Sullur. Suddlur þarf tvo hýsla til að geta þrifist. Hund og rollu. Hundur get- ur ekki fengið í sig sull nema éta hrátt kjöt af sullaveikri kind. Það er þvi rökleysa að banna hunda í borg á þeirri forsendu að þeir gangi með sull. En samkvæmt þessu væri athugandi að banna hunda í sveitum því þar er víst töluvert um frjálsar rollur útí nátt- úrunni. Því einsog djúpir um- hverfissinnar myndu segja: „Það er mín persónulega skoðun og al- gjört prinsipmál að hundar eiga ekki heima í borgum, að mínu mati tel ég að þeir eigi að hlaupa um frjálsir í sveitinni, dýr eiga heima útí náttúrunni." Fyrir mitt leyti hef ég aldrei séð hund hlaup- andi einan útá víðavangi að fíla náttúruna. Afhverju sit ég hér með tvo hunda liggjandi við lapp- irnar á mér og alla þessa náttúru fyrir utan? Hundar eru þar sem húsbændurnir eru, annarsstaðar ekki. Afhverju? Veit það ekki. „Rök skipa engan sess í ást okkar á hundinum," sagði heimspeking- ur nokkur. „Maðurinn skapaði 'Canis íamiliaris. Ég er guð hunds- ins míris. Án mín drepst hann.” Ég hef verið að velta því fyrir mér afhverju ég á börn sem eru sjúklega hrædd við lögregluþjóna. Þau kasta upp af hræðslu ef þau sjá einn vörpulegan. Litlu krakk- arnir sem ég kenni ætla aldrei aft- ur í umferðarfræðslu hjá svo mik- ið sem lögreglukonu. Ég hef mikið reynt að komast að hvað veldur þessum óhugnaði og eftir margra vikna sálfræðikukl kom það upp- úr dúrnum. Það voru þrír vörpu- legir að murka lífið úr hálfvöxn- um hvolpi í myndaseríu í Dagblað- inu. Þar fauk þetta dýrmæta traust ungra íslendinga á lögregl- unni, sem svo lengi hefur verið í uppbyggingu. Börn sem þekkja hunda gera ekki mikinn grein- armun á sjálfum sér og seppa og þau vita ekkert sorglegra í bók eða bíómynd en sjá góðan hund dauðan. Þegar ráðherrann segist fyrr flytja úr landi en Iáta taka af sér tíkina, þá ætti maður að hugsa sig um tvisvar áður en maður hlær að svo barnslegum viðbrögðum. „Hundurinn á sérstæðan sess í líf> mannsins," segir maður að n-^ini Fernand Mery, læknir og 'ufræð- ingur. „Hundurinn er mér óþolandi ráðgáta. Afhverju get ég ekki út- skýrt: Hvad er hundur? Samt þekki ég hann svo vel, alltaf er hann við hlið mína, elskur og tryggur. En hann heldur áfram að vera mér ráðgáta. Hver er ábyrgð okkar gagnvart þessari loðnu skepnu, einu skepnunni í heimin- um sem getur ekki lifað án okkar mannanna? Geta vísindin ein- hverntíma gefið okkur langþráða afsökun fyrir að elska hund?" Þau eru haldbetri rökin með hundahaldi en gegn því. Sérstak- lega í svona leiðinlegum borgum einsog Reykjavík. Þeir sem eru í skítmælingunum fengju eitthvað að hugsa um, sullaveikisjúklingar ættu að tala við næstu heilsu- gæslustöð og hætta að slátra heima. Heimaslátrað sullafé er næstum jafn ógeðslegt og bjór. Vonandi fáum við svo að vera í friði fyrir afskiptasömum útlend- ingum, enda ekki búin að leggja svo lítið á okkur að auglýsa okkur sem fanatískar grámyglur sem elska börn einsog hundur kvalara sinn. Við skulum lofa hundinum að eiga síðasta orðið í tilvitnun úr The Dog eftir Fernand Mery: „Þegar hundurinn var skapaður sleikti hann hönd Guðs. Guð klappaði honum á hausinn og sagði: „Hvað viltu hundur?" Og hundurinn svaraði: „Skapari minn, lof mér að vera hjá þér í himnaríki. Ef ég mætti liggja á mottunni fyrir framan Hliðið...?", nú kemur til mála að # ■ mala Allt að helmingi ódýrara Þegar mála þarf stóra fleti innanhúss þá International verksmiðjurnar eru hinar er hagkvæmast að kaupa International stærstu sinnar tegundar í heiminum og málningu í 12 lítra dósum, þannig verður gæði að sama skapi í mjög háum gæða- hver lítri næstum helmingi ódýrari. Aðeins kr. 65.— líterinn flokki. DANÍEL ÞORSTEINSSON & CO HF Nýlendugötu 30 -101 Reykjavík • Símar: 25988 & 12879 HECGARPÖSTURINN 23 '

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.