Helgarpósturinn - 23.02.1984, Side 24

Helgarpósturinn - 23.02.1984, Side 24
ERU FLEIRI MEÐ eftir Hallgrim Thorsteinsson myndir Jim Smart Þaö uantar eina tölu upp á ad madur klári eina línu eda tvœr, klári fyrstur allra tölurnar á hornunum eda allar tölurnar í reitnum. Suei mér þá efég er ekki far- inn aö suitna í lófunum af spenningi. Og suo smellur allt saman í lokatölunni — hin hárfína kerník lukk- unnar kemur meö lausnina á silfurfati í upplestri bing- óstjórans. Og þá er rétti tíminn til aö öskra ,,BINGÓ!“ Ekki fyrir mig samt. Þaö uar annar sem fékk bingó, einhuer kona úti ísal. Síðasta talan mín brosir uppöru- andi til mín upp ár bingóbókinni: kannski í nœstu um- ferö. . . „Fleiri meö bingó?“ spyr bingóstjórinn og þegar svo reynist ekki vera fer aöstoöarmaöur hans meö út- tektarmiöa upp á 2.500 krónur til konunnar úti í sal. Ég ákveö aö tala uiö hana á eftir. Bingóstjórinn tekur aftur til uiö aö þylja upp tölurn- ar sem birtast huer af annarri á bingóuélinni hjá hon- um af hreinni tiluiljun. Eftir nokkrar tölur er aftur öskraö ,,BINGÓ!“ úti ísal. Slembilukkan skáskýst líka framhjá mér í þetta skiptið og framhjá hinum 228sem eru mœttir í kjallara Templarahallarinnar, IOGT- húsinu uiö Eiríksgötu, þetta fimmtudagskuöld. Ég hélt alltaf aö það væru bara miðaldra konur og eldri sem kæmu á bingó. Ekki aldeilis. Þarna var samankominn þver- skurður íslensku þjóðarinnar. Að vísu bar mest á konum í þessum þverskurði og margar þeirra voru iíklega komnar yfir fimmtugt en karlþeningurinn átti líka sína full- trúa á þessu templarabingói og yngsta kynslóðin lét ekki heldur sitt eftir liggja. „Hingað kemur alls konar fólk,“ segir Asa Jörgensen, sem hvað lengst hefur séð um bingóin fyrir templarana. „Þetta er fólk á öllum aldri og úr öllum stéttum,það er, alltaf mikið um það að eldra fólk komi hingað til að hitta annað fólk en hér eru líka oft heilu fjöl- skyldurnar, hérna blandast aid- urshóparnir mjög vel.“ * Inýlegri Helgarpóstsgrein kom fram að íslenska þjóð- in er lotteríssjúk. Hún selur sjálfri sér 13 happdrættis- 24 HELGARPÓSTURINN miða á hvert mannsbarn á ári og stendur víða í biðröðum til að komast í Rauðakrosskassana. Knattspyrnuáhugamenn fjár- magna stóran hluta íþróttastarfs- ins með því að geta upp á úrsiitum í ensku knattspyrnunni og bingó- fólkið fjármagnar templarana, ýmis félagasamtök og Sigmar Pét- ursson, veitingamann í Sigtúni. Meira um hann síðar. I Reykjavik er hægt að fara á bingó sex sinnum í viku, stundum oftar. í kjallara Tempiarahallar- innar er haldið bingó tvisvar í viku, á mánudags- og fimmtudags- kvöldum. Reykjavíkurdeild Stór- stúku íslands rekur það. Templ- arar reka einnig bingó í Tónabæ tvisvar í viku, á miðvikudags- og sunnudagskvöldum. Þar er það sjálf Stórstúka Islands sem sér um fjörið. Svo er haldið bingó tvo daga í viku í Sigtúni, á þriðjudags- kvöldum og laugardagseftirmið- dögum. Vinningar í þessum bingó- um eru frá 25-35.000 kr.í hvert skipti. Upphæðin skiptist eftir fjölda umferða og milli manna ef fleiri en einn vinna í einstökum umferðum. Hæsti vinningur í Templarahöllinni er nú 9000 krónur, 15.000 krónur í Tónabæ og 12.000 krónur í Sigtúni. Svo eru alltaf öðru hverju haldin stór- bingó á vegum ýmissa félaga- samtaka og fyrirtækja. Ferðaskrif- stofurnar eru t.d. með bingó á kynningarkvöldum sínum og bjóða þá utanlandsferðir í verö- laun. Ekki er óalgengt að bílar séu í verðlaun á stórbingóum félaga- samtaka, eða þá ýmisskonar heimilistæki. Bingó er einfalt spil, hreinasti barnaleikur fyrir þá sem kunna að telja upp að hundrað. Það þarf ekkert að hugsa — bara fylgjast með, merkja við tölurnar, 7, 9, 13, o.s.frv. og treysta því svo að heppnin, sem vonandi er með manni, sjái fyrir því að „réttu" töl- urnar verði lesnar upp sem fyrst. Eg var varla sestur þegar bingó- stjórinn byrjaði að lesa upp töl- urnar í kjallara Templarahallar- innar. „Við spilum eina línu í sama reitinn eða hornin, vinningur er vöruúttekt fyrir 700 krónur og fyrsta talan er 37 . . .37 . . .“ Fólkið í salnum grúfir sig yfir bingóbæklingana sína og merkir við 37. Flestir eru með rauða túss- penna og setja kross, strik eða hring á töluna. Þessir bingóbækl- ingar eru enskir og aðeins notaðir á bingóum í Templarahöllinni. Annars staðar eru notuð bingó- spjöld. „77 .. .77... “ segir bingó- stjórinn. Ása Jörgensen situr á móti mér við borðið og merkir í þrjá bæklinga. Hver bæklingur kostar 150 krónur. Flestir kaupa einn eða tvo, margir eru með þrjá og einstaka maður með allt upp í sex-átta stykki. Ég er að spyrja um hitt og þetta varðandi þennan fjör- uga fjölskylduleik inn á milli taln- anna sem glymja í hátalarakerf- inu: Hvað eru margir á þessu bingói? „Svona 230 manns. Þú lentir á góðu bingói. . .“ „72 . . .72 . ..“ „ . . .ertu búinn að merkja 72? Sjáðu, hver tugur er í lóðréttri röð niður blaðið, sko, 10, 20. . .“ „6 . . .“ þrumar bingóstjórinn. ”6 . . .“ „Sex er þá í fyrstu lóðréttu röð- inni, þarna já," segir Ása og lóðsar mig, nýgræðinginn, um fyrstu síð- una í bingóbæklingnum. „Það er aldrei talað saman meðan þetta er,“ segir hún. „Það er bara talað saman í hléum." Og þetta er satt hjá henni. Ég verð að hafa mig all- an við með einn bækling. Hvernig gengur þeim sem eru með fjóra og fimm? Fólk grúfir sig yfir borðin og spennan magnast eftir því sem fleiri tölur eru lesnar upp. Nú á ég þrjár tölur eftir í lárétta línu. Þá kallar hjáróma rödd úti í sal: „Bingó" og vonir manna bresta allt í kringum mig. Salurinn, sem var frosinn fastur af spennu, þiðnar skyndilega og í kiiðnum, sem magnast á augabragði, má heyra muldur eins og: „andskot- ans“ eða „djöfull, mig vantaði bara 40.“ etta er auðvitað leyndarmálið bakvið vinsældir bingósins. Mann vantar alltaf svo lít- ið upp á að fá bingó — maður er alltaf næstum því búinn að vinna. Svo er tekið til við aðra umferð af 19 þetta kvöld. Ég passa mig á því að missa ekki af tölu, það gæti kostað mig hundruð, ef ekki þús- undir króna! Ása fær bingó á miðspjaldið sitt í næstu umferð. Vinnur 700 króii- ur. 51, það var lausnartalan. „Ég átti eftir 51, en ég var ekkert að bíða eftir henni. Það þýðir ekkert að bíða eftir tölunum. Þegar mað- u.r bíður eftir þeim, þá koma þær ekki. Þær koma frekar ef maður bíður ekki,“ segir hún. Hún ætlast til að ég trúi henni. Ég er skeptísk- ur á þessa speki, en hvað veit ég? Hvenær verður maður heppinn? Svarið felst líklega í orðtakinu vel kunna: það er aldrei að vita. Sam- kvæmt því sem Ása segir er ekk- ert betra að bíða og vona, jafnvel verra. Og hún talar af áratuga- langri reynslu af bingóspili. Hún fræðir mig örlítið meira um leyndardóma heppninnar. „Sumir eru heppnari en aðrir. Fá hvern vinninginn á fætur öðrum. En það er eins og þetta komi í tímabilum hjá þeim. Stundum fá þeir ekkert, stundum marga vinninga sama kvöldið. Hún segir mér frá hafn- firsku konunni sem hefur oft feng- ið aðalvinninga í bingóum og einu sinni hæsta vinninginn í happ- drættinu líka. Þessari konu er ekk- ert gefið um að tala um heppni sína. „Þetta er svona svipað og í lífinu almennt," segir templari, sem ég hitti á ganginum í hléinu. „Sumir fá alla vinningana, aðrir ekki neitt. Heppnin loðir við sumt fólk, ógæfan eltir aðra. Það skiptast á skin og skúrir í þessu eins og öðru.“ — Færðu oft vinning? spyr ég konuna sem vann 2.200 krónur í síðustu umferð fyrir hlé. Hún er á sextugsaldri, góðleg kona. „Já stundum." — Hvað hefurðu unnið mest? „Ég hef unnið videótæki og tvær utanlandsferðir." — Og hvert fórstu? „Ég fór til Majorka, en svo á ég ennþá inni Parísarferð úr Sam- vinnuferðabingói á Hótel Sögu. Ég vann Majorkaferðina í Sigtúni á Útsýnarbingói. — Hvenær ætlarðu til Parísar? „Ég veit það nú ekki.“ — Hvað finnst þér skemmtileg ast við bingóið, er það vinnings- vonin? „Mér finnst bara gaman að þessu. Mér finnst maður slappa af. Þetta er jafngóð afslöppun og að horfa á góða mynd í sjónvarpinu. Ég kom ein núna en ég kem líka oft með vinum mínum. En ég er ekkert að draga þá með mér, þeir fá kannski ekki neitt og leiðist bara.“ — Það er lítið talað saman á bingói? „Já, þess vegna slappar maður svo vel af.“ * hléinu spjallar fólkið þó saman. En mjög margir halda áfram að spila og þar kennir ýmissa grasa. Það er spilað bridds, vist, á einu borð- inu eru eldri hjón að leik með eld- spýtustokk á borðbrúninni og á

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.