Helgarpósturinn - 22.03.1984, Page 3
Enn um
einangrun
☆Grein Helgarpóstsins um
; gæsluvarðhald sem birtist í
; síðasta tölublaði vakti mikla
’ athygli, ekki síst vegn opin-
i skárra lýsinga þeirra Einars
; Bollasonar og Magnúsar
; Leópoldssonar á sálrænum
; áhrifum einangrunar í
; varðhaldi. Gæslgvarðhald
; hefurmjögveriðtilumræðuá
; hinum Norðurlöndunum upp
; á síðkastið, deilt hefur verið
; um réttmæti þess og beitingu
i þar, sem mun þó vera vægari
; en tiðkast hérlendis. í téðri
; grein HP var vitnað í
i niðurstöðurdanskrar
i könnunarááhrifum
i einangrunargæsluvarð-
i haldsfanga sem gerð var þar
i nýlega. Ekki gafst rúm til að
; birta nema helstu atriðin þar
i að lútandi, en hér verður
; gerð bót á og greint frá þeim
; áhrifum sem flestir í úrtaki
; könnunarinnar máttu þola:
1. Strax á fyrstu dögum
; einangrunarinnar minnkar
; hæfileikinn til að einbeita sér
; mjög verulega. Til dæmis
; verður ógerlegt að halda sig
! að lestri.
2. Erfitt verður um svefn,
; og þegar um einhvern svefn
er aö ræða viil hann verða
óreglulegur og/eða
draumfarir slæmar.
3. Forvitnin um framgang
sakamálsins verður óbæri-
leg og sú spurning hversu
lengi einangrunin vari gerist
æ áleitnari og kvalafyllri.
4. Matarlystin minnkar
mjög ellegar hverfur alveg
um tíma.
5. Skjálfti í höndum og
svitaköst eru tíð.
6. Minnisleysisferað
gæta, atburðir úr liðinni tíð
falla í gleymsku.
7. Dómgreind minnkar
verulega, enda skýr hugsun ;
erfið.
8. Oftlega finnst mönnum ;
höfuðið vera að springa. Að ;
; geta ekki hugsað skýrt jafn- ;
; framt því að fá aldrei að tjá
; sig við aðra svo nokkru nemi, ;
; kallar á efasemdir um eigið
; geðslag.
9. Árásargirni gerir vart við ;
; sig, menn berja í veggi og
; reyna sumir að meiða sig
; með einhverju móti, en með ;
; því er freistað að komast um ;
; stund úr prísundinni á
; spítala. ... ........... j
1Ö. Menn fara að skipta
snarlegaumskapánþessþó ;
að gera sér grein fyrir því,
enda engin svörun til staðar ;
átilfinningalega líðan.
11. Eftir mánuð í einangrun
fer fólk að verða tilbúið
; til að gera hvað sem er til að
; sleppa úreinangruninni,
! jafnvel játa á sig brot sem
; það hefur þó aldrei framið.
12. Sjálfstraustið hverfur.
13. Alls konar hugmyndir
; um dómarann og vonsku
; hans fara að gera vart við
;; sig.
14. Einnig alls konar hug-
S myndirumsjálfansig, jafnvel
;j að maður eigi allt hið versta
;j skilið.
15. Eftir þriggja mánaða
j; einangrun ersljóleikinn
jj orðinnslíkuraðeiginörlög
;j skipta engu máli lengur.
16. Eftiraðúreinangruner
j; komiðerafaralgengtað
j; einangrunarfangarfái svo-
j; nefnt ,,feed-back“,
| einangrunartíminn í öllum
jj sínum ömurleika leiti stíft á
jj hugsanir þeirra, í tíma og
j;j ótíma, það sem eftir er.*
Seljið ekki
ofan
af ykkur
eignaskipti
eru
öruggari!
LEITARÞJONUSTA
ÁN ALLRA SKULDBINDINGA
AF ÞINNI HÁLFU.
Símar 38877, 687520 og 39424
OPIÐ: mánud. — föstud. kl. 9—18.
Um helgina kl:13—17.
Ertu endanlega að gefast
upp á bransanum?
„Nei, ekki endanlega. Að vísu var ég að loka hljóm-
plötuversluninni minni, en ég verð engu að síður með
hljómplötuútgáfu í gangi. Það hefur aldrei hvarflað að
mér að segja skilið við útgáfu, þó svo óneitanlega hafi
hallað undan fæti í þessari grein á síðustu árum.“
- Fer ekki að verða vonlaust að standa í hljóm-
plötuútgáfu á íslandi?
„Ég vil ekki taka svo djúpt í árinni. En það er mikið rétt,
að hljómplötuútgáfa er í mikilli lægð hjá öllum sem sinna
þessum geira hérlendis. En það á sínar skýringar."
- Hvaða skýringar?
„Fyrst og fremst breyttir þjóðfélagshættir. Fólk nýtir
orðið frítíma sinn á annan máta en að hlusta á hljómplöt-
ur.“
- Hafa SG-hljómplötur í bígerð einhverjar breyt-
ingar á útgáfustarfseminni með þessum breyttu
þjóðfélagsháttum?
„Nei, ég er nú búinn að standa í þessari útgáfu í tuttugu
ár og fer varla að gera stórvægilegar breytingar á starf-
seminni úr þessu. Eg býst ekki viö öðru en þetta verði allt
með sama hætti hjá mér eftirleiðis sem hingað til. Það
verður bara að reyna á það hvað selst og hvað ekki, og
eftir því einu verða menn að haga útgáfunni."
- Er þá orðið vonlaust að breyta nokkru svo hljóm-
platan vinni sér aftur sama sess og hún var í áður?
„Ég held það sé alveg útilokað að ætla sér að lyfta
henni upp á gamla stallinn. Hljómplötusala er minni en
áður og það eru alls engin teikn á lofti um að einhverjar
breytingar verði þar til batnaðar. Þó verður að vona að
góðar og vandaðar plötur seljist vel áfram eins og þær
hafa gert hingað til. Þar kemur hinsvegar á móti að
útgefnir titlar á íslenskum hljómplötum hafa verið svo
gríðarlega margir á síðustu árum að næsta vonlaust
hefur verið að ná upp góðri sölu á einum titli. Það segir
sig raunar sjálft þegar haft er í huga að liðlega hundrað
nýir titlar bætast í hóp íslenskra hljómplatna á ári, en
markaðurinn þolir aftur á móti ekki meira en þrjátíu.‘‘
- Þú varst fremstur í flokki íslenskra dansiball-
spilara á árum áður. Saknarðu ekkert stöðu lifandi
tónlistar í landinu frá þeim árum?
„Ég sæki ekkert skemmtistaði þannig að þessi lægð í
flutningi lifandi tónlistar hefur haft mjög óveruleg áhrif á
mig.“
- En þú finnur væntanlega til með bransanum?
„Auðvitað er mér mjög hlýtt til íslenskra hljóðfæraleik-
ara, enda var ég formaður þeirra í rúmlega áratug. Hins-
vegar er enginn kominn til með að ákveða það að kann-
ski hundrað manns eigi að lifa af því að leika fyrir dansi.
Þar verður einfaldlega að taka mið af breyttum lífshátt-
um íslendinga."
- í síðasta tölublaði HP kom fram sú hugmynd í
útvarpsgagnrýni blaðsins að þú yrðir fenginn til að
skrá sögu íslenskrar dægurtónlistar frá upphafi,
vegna þekkingar þinnar á efninu. Værirðu til í þenn-
an starfa Svavar?
„Já, svo sannarlega, ef einhver útgefandi finnst sem á
peninga.“
Hljómplötuverslunin sem SG-hljómplötur ráku til nokkurra
ára í Ármúla var að leggja upp laupana. Eiganda firmans,
Svavar Gests, þarf ekki að kynna, svo þekktur er hann af
hljómsveitarstjórn sinni forðum daga og útvarpsþáttum hin
síðari ár.
HELGARPÓSTURINN 3