Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 22.03.1984, Qupperneq 6

Helgarpósturinn - 22.03.1984, Qupperneq 6
INNLEND YFIRSYN • Mikill mótvindur en innanlandsflugi haldið áfram og leiguflug milli Bandaríkjanna og Mið-Afríku í bígerð. FriSar ríkið Örninn? Arnarflug á í miklum erfiðleikum um þessar mundir. Að hluta til er hér um að ræða tímabundinn vanda í rekstri.einkum í innanlandsflugi. Undirrót hremmingcinna er þó að finna í pólitísku spillingcirmáli er forsvarsmenn Arncirflugs voru ginntir af framámönnum í Frainsóknarflokknum til að kaupa ísccirgo gegn loforðum um hlunn- indi og flugleyfi á flugleiðum. Snúum okkur fyrst að rekstrarvandanum. Dómsdagur innanlandsflugsins hefur verið yfirvofandi á undanfömum vikum. Starfsfólki í innanlandsflugi var sagt upp fyrir áramót og tapreksturinn fyrir 1982 og ’83 er gífurlegur. Aðalstjóm Amarflugs kemur saman n.k. þriðjudag og tekur end- anlega ákvörðun um málið. Scimkvæmt heimildum HP benda allcir líkur til þess að innanlandsfluginu verði haldið áfram og rekstur þess endurskipulagður. Sýnt er fram á að leggi Arnarflug niður inncinlcinds- flugið muni Flugleiðir ekki taka við rútum félagsins og þjónusta í flugsamgöngumái- um við landsbyggðina stórminnka. Leiguflugið erlendis hefur gengið brös- uglega. Arnarflug hélt úti leiguflugi í Lýbíu en Scimningurinn rann út um síðustu mán- aðamót og verður að öllum líkindum ekki endurnýjaður. Arncirflug á enn inni miklar upphæðir eftir Lýbíuævintýrið og óvíst er hvenær endanlegt uppgjör Iiggur fyrir. Fundur um þessi mál verður hcildinn í Lýbíu n.k. mánudag. Þá hefur Amarflug flogið fyrir leigutaka í Nígeríu sem einnig hefur staðið í vanskilum við félagið. Þessa dagana stend- ur cargovél Amarflugs föst í Nígeríu vegna vangoldinna skulda leigutakans. Amarflug lét stöðva vélina fyrr í vikunni, sendi starfs- fólkið heim en fjögurra manna áhöfn vélar- innar er enn í landinu. Agnar Friðriksson, framkvæmdastjóri Arnarflugs, staðfesti þessa frétt HP í morg- un en sagði að lausn þessarar deilu væri í sjónmáli. Að sögn Agnars Friðrikssonar hef- ur Arnarflug áætlanir um leiguflug annars staðar í heiminum og nefndi í því sambandi að í bígerð væri samningur við erlenda leigutaka um flugflutninga milli Bandaríkj- anna og ríkis í Mið-Afríku. Áætlunarflug Amarflugs til Amsterdam hefur gengið þokkalega hvað farþegafjölda varðcir en lág fargjöld hafa torveldað rekst- urinn. Haukur Bjömsson, stjómarformaður Arnarflugs, segir við HP að útlitið sé gott hvað varðar flug til Amsterdam; um 50% aukning hafi verið í jcinúcirmánuði og febrú- ar í ár. Nú er búið að semja við Samvinnu- ferðir-Landsýn um eina ferð í viku til Amst- erdam. Verðið er mjög lágt og enn óvíst hvort þetta flug muni skila hagnaði eða tapi. Ógöngur Arnarflugs hófust fyrir nokkrum ámm. Þá var starfrækt hérlendis flugfélag sem hét íscargo. Eigendumir vom fram- sóknarmenn sem áttu nokkra skúra á Reykjavíkurflugveili, eina illseljanlega flug- vél af Electra-gerð og talsvert af varahlut- um. Félagið skuldaði umtalsverðar fjár- hæðir í lánastofnunum, einkum í Útvegs- bankanum, og gjcddþrot virtist óumflýjcin- legt. Um sama leyti vom ungir menn að reyna að auka umsvif og rekstur Amarflugs hf. Þeir keyptu íscargo fyrir tilstuðlan ráða- manna í Frcimsóknarflokknum og fengu m.a. út á kaupin flugleyfi á flugleiðinni milli Islands og Hollands. Verðið fyrir íscargo var fjarri öllu raunhæfu mati og tapið á endur- sölu Electra-vélarinnar var tilfinnaniegt. Fyrri eigendur íscargo sluppu fyrir hom og Utvegsbankinn einnig. Málið kom fyrir Al- þingi þar sem fulltrúar allra flokka, nema Frcunsókncirflokksins, viðurkenndu að þarna væri pólítískt spillingarmál á ferð- inni. íscargokaupin reyndust Amarflugs- mönnum afdrifarík; aukin greiðslubyrði varð þeim ofviða og eignimcir illseljanlegar. eftir Ingólf Margeirsson Ofan á þessar hremmingar bætast tíma- bundnir erfiðleikctr í rekstri, einkum í inn- anlandsflugi. Að öllu Sctmanlögðu neyðist félagið nú til að taka rekstrarlán að upphæð 1.5 milljónir dollara eða u.þ.b. sömu upp- hæð og félagið tapaði á endursölu Electra- vélarinncir. Til rekstrarlánsins þarf Amar- flug ríkisábyrgð. Ríkisstjómin er búin að samþykkja frumvarpið um ríkisábyrgð sem nú liggur í efri deild. Stjómarflokkamir styðja fmmvctrpið en stjómarcindstaðan er andvíg því, einkum Alþýðuflokkurinn og Bandalag jafnaðctrmanna, eins og sjón- varpsáhorfendur sáu best í aðför Stefáns Benediktssoncir að Albert Guðmundssyni í sjónvcirpinu s.l. þriðjudag. Matthías Bjama- son samgönguráðherra segir við HP að Sjálfstæðisflokkurinn styðji frumvarpið og að hann persónulega voni að Amarflug fái ríkisábyrgð fyrir rekstrarláninu: „En verði slík ábyrgð veitt, er hún vitanlega háð ákveðnum skilyrðum - sem felast m.a. í að Arnarflug verður að setja greiðslutrygg- ingu.“ Ákveðin lög gilda um ríkisábyrgðar- sjóð. Varðandi tryggingu eða veð Arnar- flugs fyrir ríkisábyrgð kemur ýmislegt til. Eignir félagsins em í stórum dráttum 4 vél- ar, húsnæðið að Lágmúla 7, eignir á Reykja- víkurflugvelli og varahlutabirgðir. Verði flugvélamar settar að veði er það spuming hvort bráðabirgðamatið eigi að miðast við staðgreiðsluverð eða leigukaupsverð, sem reyndar er eðlilegra. Verðið er einnig miðað við húftryggingarverð flugvéla sem þarf ekki að vera sama og raunverð vélanna. Veðið gæti því orðið flókið dæmi fyrir Am- arflugsmenn. Að öllum líkindum næst ríkis- ábyrgðin, og þar með rekstrarlánið, en þá vakna spurningar um pilsfaldakapítalisma og hina dýrkeyptu pólitísku spillingu sem fólst í íscargokaupunum og kom Amarflugi í verstu ógöngurnar. ERLEND YFIRSYN Frakklandsforseti leitar ótrauður áfram að lausn Thatcher ónýtir viðleitni Mitterrands til sátta í EBE Síðan Frakkar tóku við formennsku í stofnunum Efnahagsbandalags Evrópu um síðustu áramót.hefur Francois Mitterrcind heimsótt stjómir allra hinna bandalags- landanna níu. Frakklandsforseti hefur sett sér að leysa kreppuna sem ríkir í málum bandalagsins á því misseri sem hann situr í forsæti á fundum æðstu mcinna aðildcir- ríkja. Lengi vel hefur verið ljóst, að Efnahags- bandalagið stefndi í fjárhagslegar ógöngur að öllu óbreyttu. Ástæðan er fyrst og fremst, að það heldur uppi óseljanlegri of- framleiðslu hjá bændum íbandalagsríkjum. Þeim em greiddar fúlgur fjár fyrir að fram- leiða mjólkurmat, vín og komvöm, sem hvergi er unnt að koma í verð sem nálgast framleiðslukostnað. Dregist hefur úr hömlu að leiðrétta gjald- þrota landbúnaðarstefnu, vegna þess hve atkvæði sveitafólks ráða miklu um úrslit í kosningum, sérstaklega í Frcikklandi og Vestur-ÞýskcJandi. Afleiðingin er að nú blasir gjaldþrot við Efnahagsbandalaginu sjálfu. Sé ekki að gert, verða sjóðir þess þurrausnir í ágúst í sumar. Því nær sem dregur þeirri dagsetningu, þeim mun ljósari hefur stjómum Efnahags- bandalagsríkja orðið alvara málsins. Frönsk milliganga síðustu mánuði um að greiða götu málamiðlunar í ágreiningsefn- um kom því á réttum tíma. Deilumálum hefur smátt og smátt fækkað, og þar kom á fundi ráðherra bandalagsríkja um síðustu helgi, að samkomulag náðist um ráðstafan- •ir tii að létta þyngsta baggann á fjárhag þess með því að takmarka framleiðslu á mjólk. Langstærsti hlutinn cif útgjöldum Efna- hagsbandalagsins til landbúnaðarmála hef- ur runnið til að standa straum af vaxandi mjólkurhafi og hækkandi smjörfjalli. Hefur hvað eftir annað verið gripið til þess úrræð- is til að grynna á óseljanlegum umfram- birgðum smjörs að selja það viðbitslausum Rússum fyrir slikk. Ráðherrar Efnahagsbandalagsríkja urðu á fundi sínum í Brussel sammála um að setja kvóta á mjólkurframleiðslu, þannig að bótaskyld framleiðsla minnki um sjö millj- ónir lítra fyrsta árið. Þar með lækka útgjöld úr sjóðum bandalagsins að því marki að hætta á gjaldþroti er úr sögunni. En þegcir til fundcir æðstu manna banda- lagsríkja kom, varð samkomulag ráðherra- fundarins að engu. Margaret Thatcher, for- sætisráðherra Bretlands, beitti neitunar- Vcildi til að hindra framgang Scimþykktar- innar um mjólkurkvóta, svo og fullgildingu allra annarra ákvcirðana um lagfæringcir á starfsháttum og sparnað í útgjöldum bandcdagsins. Ástæðcin er að hún fékk ekki framgengt til fullnustu kröfu sinni um lækk- un á greiðslum Bretlands í sjóði bandalags- ins um þrjá fjórðu hluta. Þegar Bretland gekk í Efnahagsbandalag Evrópu eftir dúk og disk, var torveldasta urlausnarefnið að finna leið til að heimila Bretum að halda uppi hefðbundnum kaup- um sínum á matvælum frá samveldislönd- um. Niðurstaðan varð, að þeir skyldu greiða í sjóði bandalagsins fjárhæð sem nemur því sem matvæli frá samveldislöndum eru ódýrari en samskonar afurðir frá löndum Efncihagsbandalagsins. Heildarframlög bandalagsríkja í sameig- inlega sjóði eru gerð upp árlega eftir reglum sem taka mið af þjóðartekjum í landi hverju. Á undanfömum árum hefur sam- dráttur í þjóðarbúskap Bretlands verið mikiil, og endurgreiðsla til Breta á of- greiddu framlagi til F.fnaliagsbandalagsins verið árvisst deiluefni. Breskar stjómir hafa lagt kapp á að fá lækkun á greiðslum til bandalagsins í eitt skipti fyrir öll. Fyrir fund æðstu manna í Bmssel var krafa bresku stjórnarinnar um lækkun sem nemur þrem fjórðu, en hin bandalagsríkin buðu helm- ings lækkun. í umræðum á fundinum bar Mitterrand forseti fram málamiðlunartillögu um lækkun á heildargreiðslu Bretlands um 60%, en Thatcher forsætisráðherra hafnaði henni og stöðvaði framgang annarra mála, sem samkomulag var um. Fundurinn í Bmssel leystist því upp án árangurs og EBE er í sömu ógöngum og fyrr. Munurinn á 60% lækkun gjalda, sem Mitterrand bauð, og 75% sem Thatcher krefst, er fjórir milljarðar króna. Hér er því ekki bitist um stóra fjárhæð á mælikvarða breskra ríkisútgjalda. En Thatcher veit að heima í Bretlandi er vinsælt að standa uppi í hárinu á meginlandsþjóðum í EBE, og hún hefur mikla þörf á að hressa við dvínandi vinsældir sínar meðcd breskra kjósenda. Við það bætist, að á öðrum degi eftir lok fundarins í Bmssel hélt Mitterrand til Banda ríkjanna að ræða við Reagan forseta í ncdni eftir Magnús T orfa Ólafsson EBE. Frakklandsforseti væri í sterkri stöðu í þeim viðræðum, hefði hann komið af árang- ursríkum EBE-fundi, þar sem bandalagið hefði losnað úr fjárhagsvandræðum og pólitískri kreppu. Thatcher á ekki gott með að unna sósíalistanum á forsetastóli Frakk- lands slíks fréima og stjómmálasigurs. Eftir að Thatcher ónýtti fundinn í Brussel, var Mitterrand mildur í máli og ræddi um að halda ótrauður áfrcun leit að lausn á veinda- málum EBE fyrir næsta fund æðstu manna bandalagsríkja í júní. Aðrir vom grimmari. Papandreu, forsætisráðherra Grikklands, kvað öll önnur EBE-ríki myndu fagna brott- för BretJands úr bandalaginu. Craxi, for- sætisráðherra Ítalíu, kvað bresku stjómina bera alla ábyrgð á, hversu komið væri fyrir EBE, og hún yrði nú að taka afleiðingunum. Fyrstu eftirköstin af framkomu Thatcher í Brussel em þau, að fulltrúar Frakklands og Ítalíu á Evrópuþinginu beita sér fyrir að stöðva endurgreiðslu til Bretlcinds á 450 milljónum sterlingspunda af uppgjöri þess við EBE fyrir síðasta ár. Þetta hefur orðið til þess að breska stjómin yfirvegar að hefna með því að taka fyrir frekari framlög sín til EBE meðan endurgreiðslan dregst. Hvetur Verkamannaflokkurinn Thatcher óspart til slíkra aðgerða, því fomsta hans vill Bret- land brott úr EBE. Stöðvun greiðsla til EBE er skýlaust brot á reglum bandalagsins og myndi fella á Bretland dóm fyrir samningsrof og fjársekt- ir eftir því. Væri þá hafin atburðarás, sem enginn fær séð fyrir endcinn á. Er því að vonum, að Thatcher hyggst taka sér og stjórn sinni umhugsunarírest fram í næstu viku. Það flækir málið enn frekar, að í júní í sumar fara fram í bandalagslöndum í annað sinn beinar kosningar til þings F.BE. Þær em hvarvetna prófsteinn á fylgi stjómmála- flokka.Þótt Mitterrandsé greinilega allur af vilja gerður til að jafna deiluna sem upp er komin meðan stjóm hans fer með for- mennsku fyrir EBE, er óhugsandi að hann geri nokkuð sem yrði vatn á myllu stjómar- andstöðuflokkanna frönsku íkosningunum í sumar. Svigrúmið til málamiðlunar er því ekki ýkja mikið. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.