Helgarpósturinn - 22.03.1984, Síða 8
Þú ert Vestmanneyingur í húð og
hár?
Ætli megi ekki segja það. Ég
fæddist hér 24. september 1961.
Foreldrar mínir eru Margrét Karls-
dóttir sem er ættuð frá Húsavík og
Friðþór Guðlaugsson vélvirki,
hann er Vestmanneyingur. Ég er
næstyngstur af fjórum systkinum
og var látinn heita í höfuðið á afa
mínum Guðlaugi Halldórssyni.
Hann var þekktur karl á sinni tíð,
fékkst við útgerð og ýmislegt fleira.
Ég hef oft verið kallaður í misgrip-
um Laugi Hall eins og hsuin var
nefndur og ég kann bara ekkert illa
við það.
Ekki gaf
peyinn sig
Þú ólst upp á Brekastignum.
Huernig gekk lífið fyrir sig í þá
daga?
Ætli það hafi ekki verið svipað
og gengur og gerist enn þctnn dag í
dag. Þó hef ég grun um að oft hafi
nágrönnunum verið heitt í hamsi
yfir peyjanum. Ég man til dæmis
vel eftir atviki sem snerti einn ná-
grannann, ágætiskarl sem nú er
látinn fyrir nokkrum árum.Við vor-
um tvö leiksystkin að leika okkur
samcui einn góðviðrisdag, sátum á
vegg og vorum í rólegheitum að
horfa á karlinn. Hann var að dunda
við að blanda saman grcisfræi og
áburði held ég. Karlinn var mein-
stríðinn á köflum og við vissum
ekki fyrri til en við fengum yf:r okk-
ur fræ og áburð í bland og brá
náttúrlega við. Karlinn bctra hló að
þessu og hefur ábyggilega verið
búinn að gleyma öllu á stundinni,
þvf hann fór þessu næst inn í skúr
sem hann átti þama á lóðinni. En
við vorum ekkert á því að gleyma
þessu. Við læddum okkur í hnig-
una, tókum hvort um sig væna
hnefafylli og læddumst svo að
skúrdyrunum. Þar sat karlinn inni
á stólkolli og var eitthvað að dútla.
Hann tók ekkert eftir okkur og vissi
ekki fyrri til en við létum áburðinn
vaða í hausinn á honum. Og þá tók
hann heldur en ekki viðbragð. Upp
rauk hann og á eftir okkur. Við tók-
um til fótanna og hvort heim til sín.
En karlinn elti mig. Þau sátu í eld-
húsinu heima, mamma og Stebbi
bróðir, og vissu ekki hvaðan á þau
stóð veðrið þegar ég geystist inn
eins og stormsveipur og karlinn á
hælunum á mér. Ég létti ekki
sprettinum fyrr en inni í herberg-
inu mínu. Þannig hagaði til að rúm-
ið sneri gafli að dyrunum og nú
hafði ég engin umsvif, heldur lagð-
ist niður, settí herðcimar í rúmgcifl-
inn og fæturna í hurðina og beið.
Og ég þurfti ekki að biða lengi.
Karlinn var ákveðinn í að láta mig
fá verðuga ráðningu, jafnvel þótt
hann yrði að sækja mig inn að
rúmgafli. En það var sama hvemig
hann hamaðist á hurðinni, ekki gaf
peyinn sig og það endaði með því
að hann hvarf á braut, ennþá æfur
af bræði og æpti um leið og hann
fór út, að það ættí að setja allar
kerlingar í hverfinu í steininn, það
væri ekkert uppeldi á þessum
krökkum hjá j)eim. Ekki varð ég þó
var við að hann erfði þetta eða
annað við okkur, enda var þetta
mesti ágætiskarl svona allajafna.
Alltaf gengið
frekar vel í
skóla
Þín skólaár. Huernig uarstu sem
námsmaður?
Ég held ég hafi bara verið þokka-
legur. Mér hefur alltaf gengið
8 HELGARPÓSTURINN
Guðlaugur fær fjölskyldu sína í heimsókn á sjúkrahúsið í Eyjum, foreldra og Sigurhönnu systur.
svona frekar vel í skóla. Ég kláraði
skylduna og svo tók ég Iðnskólann
á eitthvað hálfum vetri held ég. Ég
lærði svo málmiðn, hef sennilega
haft áhugann á jáminu frá pabba
og nú er svo komið að ég á aðeins
eftir að taka lokaprófið til að teljast
fuilgildur plötusmiður. Ætli maður
reyni ekki að drífa það af þegar
maður sleppur af spítalanum.
Hef alltaf verið
eyðsluseggur
Nú dreifst þú þig á sjóinn og hef-
ur stundað sjó um alllangt skeið.
Huað kom til að maður sem uar
langt kominn í iðnnámi fór að
stunda sjó og settist meira að segja
á skólabekk í Stýrimannaskólan-
um einn uetur?
Ja, það er nú það. Ætli það hafi
ekki verið svona mest af nýjunga-
girni. Þetta var nú svona frekar
sögulegt. Ég stakk af úr iðnnáminu
vorið 1979 og skellti mér á sjó með
Hallgrími heitnum Garðarssyni á
Sæþóri Árna. Svo líkaði mér bara
það vel á sjónum að ég var sam-
fleytt við þetta í tvö ár og rúmlega
það. Þá datt mér í hug að það gætí
verið gaman að prófa Stýrimanna-
skólann, lét slag standa og lauk I.
stigi þaðan. Þá var nóg komið af
námi í bili, ég bara held ég hcifi ekki
nennt að taka meira í bili. Svo var
nú líka það að maður var orðinn
hálfauraJítill, ég hef alltaf verið
eyðsluseggur. En ég sé ekki eftir
tímanum sem hefur farið í skóla-
náim, síður en svo. Á síðasta ári
ákvað ég svo að drífa í að Ijúka
iðnnáminu og eins og ég sagði, þá
vantar ekki nema herslumuninn á
að það sé búið. Ég ætlaði bara að
taka eina vertíð áður. En það fór nú
eins og það fór.
Leiðinlegast í
söng og
kristnum
fræðum
Þú ert kominn í hóp fræknustu
sundkappa sögunnar. Það þarf
uarla að spyrja að þuí huort sund
hafi uerið ein afþínum uppáhalds-
greinum í skóla?
Jú, ég hafði alltaf gaman af sundi
og stundaði það vel á skólaárun-
um. En síðustu ár hef ég sáralítið
stundað það. Ég er eiginlega sjálfur
mest undrandi af öllum að mér
skyldi takast að synda alla þessa
vegalengd. Annars hafði ég hvað
mest gaman af handavinnu cif
námsgreinunum en leiðinlegustu
greinarnar þóttu mér söngur og
kristin fræði. Þær greinar áttu ekki
við svona gæja eins og maður var.
Þú minnist á kristin frœði. Hefur
þú uerið trúaður?
Sem krakki átti ég mína bama-
trú, þótt ég getí ekki sagt að ég hafi
mikið pælt í trúmálum. Og hin síð-
ari ár hefur það sennilega verið
heldur í niðrandi merkingu ef mað-
ur hefur eitthvað talað um trú
manna. En slysið gjörbreyttí þessu
viðhorfi. Ég talaði til Guðs og þó ég
hafi ekki fundið fyrir því þá held ég
að einhver hafi haldið í höndina á
mér þennan tíma. Ég veit ekki al-
veg hvernig á að útskýra þetta en
eitthvað var það. Það skemmdi
allavega ekki fyrir að leita aðstoðar
hans. Þá má segja að ég hafi öðlast
nýjan skilning á þessum málum
við þennan atburð.
Ég var á
þröskuldinum
Maður hugsar öðruvísi eftir
þetta um dauðann. Ég var á þrö-
skuldinum og hallaðist yfir í hina
áttina. Það væri undariegt ef mað-
ur yrði ekki fyrir áhrifum af slíku.
Hér áður fyrr, á öld áraskip-
anna, þótti það alllangtsótt að róa
suðuráLedd, huaðþá að nokkrum
dytti í hug að synda þá leið. Gerðir
þú þérgrein fyrirþuí í upphafihuí-
lík óhemjuuegalengd þetta er?
Nei, sjálfsagt ekki. Þetta var mun
lengri leið en ég hafði ætlað. Þó sá
ég þetta hvað best í sjónvarps-
þættinum þegar flugvélin flaug yfir
leiðina, ég hélt það ætlaði aldrei að
enda.
Heldurðu að þú farir aftur á sjó-
inn eftir þetta?
Ég er ákveðinn í að prófa það.
Meira að segja búinn að tryggja
mér að komast á net með kunn-
ingja mínum þegar ég er orðinn
sæmilega rólfær. Maður verður að
aðgæta hvort einhver óhugur eða
hræðsla situr í manni eftír þetta.
Það gæti svo sem verið. En það
gæti líka lagast. Annars hef ég alltaf
kunnað betur við mig á sjó en í
landi, þetta er svo allt öðru vísi
vinna, unnið í skorpum og ekki
cúltaf verið að líta á klukkuna. Svo
er kannski frí í nokkra daga og þá
er hægt að sleppa fram af sér beisl-
inu. Ég er nú ekki kunnugur öllum
veiðarfærum en mér líkaði ákaf-
lega vel við nótaveiðar og eins er
gaman að vera á netum með góðu
liði.
Eru einhuerjir afreksmenn í þín-
um œttum á suiði sunds eða ann-
arra íþrótta, eitthuað sem þú gœtir
hafa fengið í arf?
Ekki það ég veit um. Ég hef held-
ur aldrei verið neinn íþróttamaður,
hef stundum verið í fótbolta svona
að gamni mínu með félögunum.
Það er nú hálfgerður villimanna-
fótbolti. Og þessar hefðbundnu
íþróttír okkar í Eyjum svo sem
sprang, sig og fjallaklifur,hef ég að
mestu látið eiga sig. Ég hef stöku
sinnum slátrað einum og einum
lunda, annað er það nú ekki. Eina
íþróttin sem ég get sagt að ég hafi
stundað er það að maður hefur
stundum farið í sjómann á böllum
og þá held ég að ég hafi yfirleitt
tapað. Enda vill maður nú verða
hálfmáttlaus svona stundum á
böllum, þú kannast við það. En það
er þetta með sundið. Við vorum í
fyrrasumar nokkrir félagar saman
að gera okkur glaðcui dag, fengum
okkur gúmmítuðru, sigldum út á
Vík og stigum í land í Ystaklettí,
ekki langt frá Klettshelli. Það er
þarna móbergshilla, nokkuð stór,
og við sátum á henni og létum okk-
ur líða vel. Þá fékk ég allt í einu þá
flugu í höfuðið að gaman væri að
synda yfir Víkina og fara á land
hinum megin á nýja hrauninu. Úr
þessu varð þó ekkert, enda töldu
félagar mínir mér trú um að ég
myndi aldrei hafa það, ég gæfist
upp á miðri leið. Þó eru þetta lík-
lega ekki nema þrjú tíl fjögur
hundruð metrar. Þeir hafa ekkert
minnst á þessa fyrirætlun mína né
sín orð upp á síðkastíð.
Það er nú kannski að bera í
bakkafullan lœkinn að spyrja þig
um minnisstœða atburði úr lífinu,
en huað er þér eftirminnilegast að
þessum nýliðna atburði slepptum?
Það er sjálfagt eldgosið sem
verður manni minnisstæðast. Því
gleymir maður aldrei. Ég var 11 ára
þá. Við bjuggum í Reykjavík og
Kópavogi og ég var í skóla bæði í
Melaskólanum og í Kópavogi. Mér
fannst það alveg hræðilega leiðin-
legur tími. Mikið afskaplega var ég
ánægður þegar við fluttum aftur
heim 1974.
Áhugamál 1,2
og 3: Mótorhjól
Huað gerir þú í þínum fristund-
um?
Mitt áhugamál númer eitt, tvö og
þrjú er allt sem viðkemur mótor-
hjólum. Ég hef verið haldinn þeirri
dellu alveg frá því ég man eftir mér.
Ég á sjálfur hjól og eyði miklum
tíma í það ásamt félögum mínum.
Við höfum tvisvar fcirið tíl útlanda
gagngert tíl að fylgjast með keppni
á vélhjólum, í bæði skiptín á eyj-
unni Mön. Það voru alveg dýrðlegar
ferðir, sérstaklega sú í fyrra.
Þið hafið ekki árœtt að taka þátt
í keppni þar?
Nei, ertu frá þér. Þetta eru stór-
karlar sem þarna leiða saman
hesta sína, þeir bestu í heimi. Mað-
ur lét sér nægja að horfa á þá, kíktí
svo bara í bjórinn á milli. Það eru
góðir menn að heimsækja, Tjall-
arnir.
Ég get varia sagt að ég eigi mér
önnur áhugamál, ég er ekki mikill
bókamaður, alla vega líka mér ekki
langar sögur. Mínar uppáhalds-
bókmenntir eru Ástríkur og Sven
Hazel. Annars er ég mikill bíómað-
ur, nánast fastagestur í bíóinu hér
á sýningum. Aftur á mótí hef ég
aldrei verið mikið gefinn fyrirsjón-
varpsgláp eða vídeó og útí á sjó hef
ég aldrei horft mikið á vídeó.
Neitaði að
kjósa
Pœlirðu í stjórnmálum?
Nei ekkert, alls ekkert, hreint
ekki neitt. Ég er svo laus við allt
sem snertir pólitík að í síðustu
kosningum neitaði ég að kjósa.
Það kom til af því að ég fékk ekld að
fara með félaga mínum inn í klef-
ann til að kjósa. Við vorum búnir
að ákveða það vinimir að kjósa
saman. Svo var það náttúríega
bannað og þá tilkynnti ég að ég
væri hættur við. Það hafa sjálfsagt
einhverjir hneykslast þá.
Ég kann ekki
við fýlupoka
Huað kanntu best uið og uerst
uið í fari manna?
Ég vil að menn séu skapgóðir og
glaðlegir, það held ég að ég metí
hvað mest. Þá segir það sig eigin-
lega sjálft að ég kann ekki við fýlu-
poka og þá sem hafa allt á homum
sér. Svo er mér meinilla við allt
baknag. Menn eiga að koma hreint
fram með hlutína.
Nú ert þú ungur maður og ólof-
aður og orðinn landsfrœgur í
þokkabót. Erlendis er það algengt
að slíkir menn fá giftingartilboð í
hrönnum. Hefur þú fengið eitthuað
slíkt?
Nei, ekki ennþá og það verður
vonandi bið á því. Ég er ekkert á
þeim buxunum sem stendur. Ætli
það sé ekki rétt að maður reyni að
stíga í lappimar áður en farið verð-
ur að hugsa um slíka hlutí.
Huað er þér efst huga eftir að
hafa upplifað það kraftauerk að
komast lífs afúrþessu slysi?
Það síðasta sem við ræddum
saman skipsfélagamir sem kom-
umst á kjöl, rétt áður en leiðir
skildi. Það var um sjálfvirkan
sleppibúnað fyrir björgunarbáta.
Slílair búnaður um borð hefði get-
að breytt miklu. Ég vil beina því tíl
útgerðarmanna hvar sem er á
Iandinu að þeir kappkostí að búa
skip sín slíkum tækjum. Það er svo
að enginn veit fyriríram hver verð-
ur næst fyrir slysi og það er því
miður þannig að menn fara ekki að
pæla í hlutun'im fyrr en stundin er
runnin upp. Þá er það venjulega of
seint.
Og með þeim orðum kveðjum
við Guðlaug Friðþórsson, manninn
sem framkvæmdi hið ómögulega,
manninn sem afsannaði allar
kenningar lækna og vísindamanna
um það hvert þrek líkamans væri
og hve lengi hægt væri að lifa í
öldum Atlantshafsins. Og það var
ekki aðeins skrokkurinn á Guð-
laugi sem stóðst þessa þrekprófun,
honum tókst einnig það sem marg-
ir telja enn meira þrekvirki, að
halda sálarró sinni og jafnaðargeði
rétt eins og það sé daglegt brauð
að synda austan af Ledd og til
lands. Slíkt myndu fáir eftír leika.