Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 22.03.1984, Qupperneq 20

Helgarpósturinn - 22.03.1984, Qupperneq 20
JAZZ Rætur blúsins Það leikur enginn vafi á því að blúsinn nýtur mikilla vinsælda á íslandi. Það sannar best aðsóknin að tónleikum The Mississippi Delta Blues Band, sem er eina blúsbandið er sótt hefur okkur heim til þessa. Von er að úr rætist því þann 1. apríl mun The San Francisco Blues Band leika í Sigtúni. Blús- inn er nú á dagskrá á Rás 2 í þáttum Jónatans Garðarssonar og vonandi verður áframhald þar á. Ég man ekki eftir blúsi í Ríkisfjölmiðlunum síðan Ríkharður Öm Pálsson var með blúsþætti fyrir margt löngu. 1 þessum pistli og nokkrum til viðbótar ætla ég að kynna þær blússk/fur er fá má í hljómplötuverslunum hér og byrja á skífu- röð frá Storyville er nefnist: Blue Roots. Þetta eru tuttugu einföld albúm og eitt tvö- falt. Upptökurnar eru flestar gerðar á ámn- um 1950-70 og upphaflega gefncir út á Story- ville og Chess. Það er Fálkinn er flytur plöt- ur þessar inn. Giue Me The Blues nefnist tvöfalda albúmið og hefur að geyma 26 blúsa með nær jafnmörgum blúsmeisturum. Fyrri skíf- an er helguð söngvumm og gítaristum en sú seinni píanistum sem syngja flestir líka. Á fyrri skífunni má finna tvo þekktustu meistara hinnar þjóðlegu bandarísku negratónlistar: HuddieLeadbetter er nefnd- ur var Leadbelly og Big Bill Broonsy. Þeir eiga líka sínar einkaskífur í röðinni. Blús- rætur númer 1, er með hljóðritunum Lead- bellys frá 1939-43 og skífa númer 4 með hljóðritunum Big Bills frá 1956 gerðum í Kaupmanncihöfn. Leadbelly er sönghefð hins ameríska negra holdi klædd og Big Bill blúsinn í listrænum hæðum. Sumum fannst Big Bill að vísu of fágaður á síðari hluta ferils síns en afhverju ekki kammerblús eins og kammerdjass? Big Bill er Modem Jazz Qucirtett blúsins. Big Bill var fæddur í Mississippi og það em flestir er lag eiga á fyrri skífunni: Big Joe Williams með níu- strengja gítcirinn, hcinn á sína einkaskífu númer 3 með upptökum frá 1963-72, Smoky Babe, Auery Brady, Jimmy Brewer, Bert Logan, BÍg Joe Henry Miller og þeir ágætu félagar Arthur ,,Big Boy" Spires og Johnny Young mandólínleikari. Charlie Edwards er frá Louisiana einsog Leadbelly, Doug Quattlebaum frá Suður-Karólínu og Arthur Weston frá St. Louis. Þetta er hinn ágætasti þverskurður cif nýrri hljóðritunum með hefðbundnum suðurríkjablús. Seinni skífa tvöfalda albúmsins er stútfull af píanóleik. Barrellhúsapíanistar og búggí- menn. Sumir fmmstæðir, aðrir ekki, og skii- in milli þeirra og djasspíanista óljós oft á tíðum. Einn aí meisturum búggsins er hér að finna: Jimmy Yance. Yance Special var tekið upp í Chicago árið 1950, en Yance lést 1951. Blúsa sína skreytti hann spænskum litum og af honum lærði Maden Lux Lewis mikið. Sá ágæti píanisti Speckled Red leikur hér Cow Cow Blues eftir einn af frumherjum búggans, Cow Cow Davenport. Bróðir Speckled Red, Piano Red, er enn í fullu fjöri og heyrst hefur að hann komi til íslands með vorskipunum. Þeir bræður em albínó- ar og því hefur rauðsnafnið fest við þá. Rooseuelt Sykes, Henry Brown, Sunm’- land Slim og Willie Mabone eiga þama sitt lagið hver. Þeir þrír fyrstnefndu djassaðir en Mabone rýþmablúsmaður, enda gull- plötumaður. Evrópusetcimir Champion Jack Dupree og Memphis Slim eiga þama tvö lög hvor og Slim það þriðja í félagi við munnhörpumeistarann Sonny Boy Wilam- son //. Þá er aðeins ógetið Otis Spann, eins fremsta blúspíanista af yngri kynslóðinni (fæddur 1931). Hann er þekktastur úr hljómsveit Muddy Waters. Það var mikill skaði er hann lést fyrir aldur frcim árið 1970. Fimm þessara pilta eiga einkaalbúm í skífu- röðinni. Roosevelt Sykes númer 7 með upp- tökum frá 1966.'Champion Jack Dupree númer 8 með upptökum frá 1962-63. Otis Spann númer 9 með upptökum frá 1963. Sonny Boy Williamson númer 10 með upp- tökum frá 1963 og Willie Mabon númer 16 með upptökum frá 1952-60. Þá eru ótaldar 12 skífur. Númer 2 er með söngvaranum og gítarleikaranum John Henry Barbee, upptökur gerðar í Kaup- mannahöfn 1964. Númer 5 eru upptökur frá 1963 með söngvaranum og gítciristanum Lonnie Johnson, sem eitt sinn sveiflaði sem best í böndum Louis Armstrongs og Duke Ellingtons. Númer 6 er með hinni radd- sterku Sippie Wallace tekin upp í Kaup- mannahöfn 1966. Númer 11 eru upptökur frá 1965-66 með áhrifamesta blúsmeistara eftirstríðsáranna Muddy Waters. Númer 12 er með bassaleikaranum og söngvaranum Willie Dixon, sem samið hefur mcirga bestu blúsa síðari tíma. Númer 13 er með John Lee Hooker, sem best hefur blandað hið gamla hinu nýja í blúsnum. Númer 14 er með Howling Wolf, söngvaranum og munn- hörpuleikaranum tjáningarríka. Númer 15 er með höfuðmunnhörpuleikara hins yngri blúss, Little Walter. Númer 17 með gítar- istanum og söngvaranum Jimmy Rodgers. Númer 18 með þeim pólitíska J.B. Lenoir. Númer 19 með gítaristanum og söngvaran- um LowellFulson og númer 20 með píanist- anum Eddie Boyd sem söng Five Long Years á sínum tíma. Það er margt gott að finna í safni þessu og fyrir þá sem lítið sem ekkert eiga af blús er tvöfalda albúmið kærkomið. POPP A hljómleikum Þar sem heimsóknir erlendra hljóm- sveita hingað til lands eru heldur fátíðar er oft á tíðum eina leiðin til að gera sér grein fyrir hvernig þær hljóma á tónleikum, að hlýða á tónleikaupptökur með þeim, eða „live“ plötur eins og þær eru gjarnan nefnd- ar. Sumar slíkar plötur er raunar ekkert að marka, þar sem stundum hefur verið bætt inn á upptökuna í stúdíói hljóðfærum eða söng, auk þess sem þær eru snyrtar svo mjög að nánast enginn munur verður á þeim og stúdíóupptökum. Hér á eftir verður fjallað um þrjár „live“ plötur sem komið hafa út að undanförnu og þær virðast, sem betur fer, gefa rétta mynd af tónleikum þeirra flytjenda sem þar eiga hlut að máli. Van Morrison -Live at The Grand Opera House Belfast Van Morrison er ef af fiestum sem vit hafa á talinn vera besti hvíti soulsöngvarinn sem uppi hefur verið. Hann vakti fyrst athygli þegcir hann var í hljómsveitinni Them um miðjan sjöunda áratuginn. Vinsældir hans sjálfs voru að mestu bundnar við Bandarík- in um 1967 og fram yfir 1970. Um miðjan áttunda áratuginn var hann í einhverri lægð en á allra síðustu árum hefur hann náð sér vel á strik aftur en nú eru vinsældir hans meiri í Bretlandi. Fyrir svo sem einu ári tilkynnti Morrison að hemn hygðist taka sér frí frá tónlistariðk- un í að minnsta kosti þrjú ár, frá og með miðju ári 1983. í fyrra var hann búinn að stytta fríið niður í eitt ár en svo að hljóm- plötukaupendur gleymdu honum ekki á meðan hefur útgáfufyrirtæki hans nú sent á markað hljómleikaplötu. Er plata þessi tek- in upp í Belfast, fæðingarborg Morrisons, fyrir réttu ári. Morrison var þá á hljómleikaferðalagi um Bretlandseyjar með hljómsveit sinni og hlaut hann sérlega góðar viðtökur hvar sem hann kom, auk þess sem gagnrýnendur hældu honum á hvert reipi. Raunar er ekk- ert nýtt að honum sé vel tekið á hljómleik- um, því hljómsveit hans er ávallt skipuð úrvals fólki. Það má líka benda á, að fyrir svo sem tíu árum sendi hann frá sér hljóm- leikaplötu sem heitir Its Too Late To Stop Now, og er hún hreint út sagt frábær og áreiðanlega í flokki betri slíkra platna sem út hafa komið. Nýja platan er einnig stórgóð. Hún inni- heldur aðallega lög af tveimur síðustu stúdíóskífum Morrisons og þá einkum af Beautiful Vision, sem kom út árið 1982 oger eitthvað það besta sem frá kappanum hefur komið í mörg ár. Annars heyrist það vel á nýju plötunni að Morrison hefur síður en svo fcirið aftur í lagasmíðum þó að hcinn hafi verið að um tuttugu ára skeið. Eins og endranær er hljómsveitin þétt og góð. Hún gerir jfmsa netta hluti og eins eru lögin ekki alveg jafn niðurnegld og á stúdíó- skífunum. Þetta er annars ekkert smáband, því auk Morrisons eru í þvi tíu manns. Það er erfitt að nefna einhverja hluti öðr- um betri, því hljómsveitin leikur sem mjög -sterk heild. Það er eitt atriði sem er áber- andi gott og það er hlutur blásturshljóðfær- anna, en einnig setja gítarar og þó einkum hljómborð skemmtilegan svip á tóniistina. Um Morrision sjálkin er það svo að segja að ekki er unnt að greina nein ellimörk á honum sem söngvara og hann er enn í fremstu röð. Ekki veit ég vel hversu vinsæll Van Morri- son er hér á landi. Ég veit þó að hann á sér hér mjög trygga aðdáendur sem eflaust f jár- festa í eintaki af plötu þessari. Ég vil hins vegar benda þeim á sem ekki þekkja til hans og vilja hlusta á þægilega tónlist að það jafnast fátt á við góðan Vcin Morrison. Dire Straits - Alchemist Dire Straits hafa ekki verið ýkja stórtækir í hljómplötuútgáfu frá því þeir sendu frá sér sína fyrstu stóru plötu árið 1978. Á þeim tíma sem liðinn er síðan hafa þeir nefnilega ekki komið frá sér nema þremur slíkum til viðbótar, auk LP plötu sem þeir sendu frá sér í fyrra. Eitthvað virðast þeir eiga erfitt með að gera nýja stúdíóplötu, því nú eru þeir greinilega að vinna sér tíma með útgáfu hljómleikaplötu. Alchemist heitir plata þessi, eða plötur öllu heldur, því þetta er tveggja platna cúbúm, svo sem mjög hefur verið í tísku þegar um „live“ plötur hefur verið að ræða, nú seinni árin. Hefur þessi aðferð mælst mjög misjafnlega fyrir og margir þykjast sjá að hljómsveitir hafi lifað sitt fegursta þegar gripið er til þess að gefa út plötur sem þessar. Við verðum bara að vona að sú sé ekki raunin með Dire Straits. Það eru bæði góðir hlutir og slæmir sem hægt er að segja um plötur þessar. í fyrsta lagi á ekki að vera um neinar yfirtökur að ræða á þeim, þannig að þær gefa góða mynda af því hvemig Dire Straits eru á tón- leikum. Lagavalið er nokkuð gott, þar sem stærstur hluti laganna er af þeirra bestu plötu Making Movies. Það verður heldur ekki fram hjá því litið að Dire Straits er ansans ári þétt og góð hljómsveit, þar sem gítarleikur Mark Knopfler er í hásæti lengst af. Þeir hafa líka náð sér í skemmtilegan hljómborðsleikara og ekki má gleyma því að nú er í hljómsveitinni einhver besti trommuleikari sem völ er á. Hann heitir Terry Williams og lék áður með Love Scuip- ture, Man og Rockpile. Ég held nú að á heildina litið séu kostir plötunnar fleiri en gallamir en þó að ég sé að mörgu leyti ánægður með hana (þær) þá er samt eitthvað að. Hvað er að, er hins vegar ekki eins gott að henda reiður á. Það er þó ljóst að þetta tveggja platna hljóm- leikaalbúma fyrirkomulag er orðið heldur þreytt. Ég held að fólk hlusti ekki á slíkar plötur aftur og aftur. Aftur á móti em lög hljómsveitarinnar orðin svo löng að erfitt væri að gera hljómleikum þeirra einhver eftir Gunnlaug Sigfússon skil á einni plötu. Ég segi alla vega fyrir mitt leyti að frekar mun ég í framtíðinni setja einhverja stúdíóplötu þeirra á fóninn í stað þessarar. Sjálfsagt verður þó plötum þessum tekið tveim höndum af miklum aðdáendum hljómsveitarinnar, og ég er ekki einn þeirra, en ég sé ekki í fljótu bragði að hún eigi mikið erindi til annarra. Þetta er sem sagt á heildina litið ágætt en það er samt sem áður eitthvað sem ég felli mig ekki við. Aswad - LiveAnd Direct Hljómsveitin Aswad er alltaf talin í hópi enskra reggaesveita því að meðlimir henn- ar em allir aldir upp í Englandi, þótt þeir séu flestir fæddir á Jamaica Einhverra hluta vegna er eins og hljómsveit þessi hafi aldrei náð þeim frama sem hún ætti skilið að ná. Má vera að ein af frumorsökum þess sé að þeir em sífellt að skipta um útgáfufyrirtæki en það getur hafa leitt til þess að þeira hafa ekki fengið næga auglýsingu. Nú fyrir skömmu sendu þeir frá sér hljómleikaplötu sem tekin var upp á Nott- ing Hill karnivalinu í fyrra. Óhætt er að segja að af þeim þremur plötum sem fjallað er um í þessari grein, sé þessi sú sem gefi réttasta mynd af hljómleikum viðkomandi aðila. Stemmningin kemst eins vel til skila og hægt er að ímynda sér að hún geri við þess- ar aðstæður. Kynningar fylgja með og áheyrendur taka greinilega vel við tónlist- inni. Tónlist Aswad er hressileg reggaetónlist og hljómsveitin sjálf er mjög góð. Laglínur eru sterkar og taka sumar þeirra sér ból- festu í huga manns. Það er greinilegt að reggaetónlist virðist nú vera að rétta úr kútnum upp á síðkastið, eftir nokkra deyfð undanfarin ár. Það hafa nú á skömmum tíma komið út góðar plötur með Biack Uhuru, Gregory Isaacs, Linton Kwesi Johnson og þessi Áswad-plata er í svipuðum gæðaflokki. 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.