Helgarpósturinn - 22.03.1984, Side 25
ugasti stuðningur stjómvaida er sá
að hin opinbera innkaupastefna sé
í lagi, að það sér verslað við okk-
ur,“ segir Leifur Steinn.
,JVleginlínan er sú, að öll tilboð
eru skoðuð mjög ítarlega," segir
Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Inn-
kaupastofnunar ríkisins, „en það
liggur ekki fyrir nein skilgreining á
því hvað telja beri íslenska fram-
leiðslu í þessum efnum."
„Við erum að leita að tölvubún-
aði, vélbúnaði og hugbúnaði sem
virkar,“ segir Jóhann P. Malmquist,
deildarverkfræðingur hjá Fjárlaga
og hagsýslustofnun. Hann hefur nú
um árabil stjómað heildarverkefni
um tölvuvæðingu stofnana og fyr-
irtækja hjá ríkinu, og mótað stefnu
ríkisins í kaupum á einkatölvum í
Scimvinnu við þessa aðila. Lykilat-
riði í þessari stefnumótun er
ákvörðun um að velja a.m.k. 100
tölvur með tvenns konar vinnslu-
getu. 1 stóra útboðinu, sem opnað
verður hjá Innkaupastofnun í lok
þessa mánaðar, er anncirs vegar
beðið um litla einkatölvu með al-
gengustu vinnslugetu fyrir ýmis af-
mörkuð verkefni og hins vegar
stærri tölvu og fullkomnciri sem
geta tengst, eða „talað við“ algeng-
ustu móðurtölvur sem fyrir em í
ríkiskerfinu, svo sem hjá Skýrslu-
vélum ríkisins og Reykjavíkur-
borgar, Rafmcignsveitum ríkisins,
Vegagerðinni og fleiri stofnunum.
í útboðinu er faríð fram á að stærri
tölvurnar byggi áihinum óopinbera
IBM-PC staðli, sem sífellt fleiri
tölvuframleiðendur hcifa einmitt
tekið mið af. Lögð er áhersla á að
hugbúnaður tölvíinna pcissi fyrir
þessa tegund tölva, IBM PC einka-
tölvuna, eða eftirlíkingar henncir
sem eru orðnar fjölmcirgcir, og þar
á meðal er hin íslenska Atlantis.
„Þótt farið sé fram á þennan staðal
er ekki verið að útiloka nema örfáa
seljendur, og það er viðurkennd
staðreynd að flestir framleiðendur
eru nú famir að framleiða hugbún-
að í þessum staðli," segir Jóhann
Malmquist.
Hvað næst verðið langt niður
með útboðum af þessu tagi? Um
það er erfitt að slá neinu föstu en
gera má ráð fyrir að þegar margar
tölvur eru keyptar í einu geti verð-
ið farið niður í 60% af útsöluverði.
Hagkvæmni slíkra innkaupa virðist
því ótvíræð. Gert er ráð fyrir að
komið verði á fót sérstakri ráð-
gjafaþjónustu ríkisstofnana og
kennslu á vél- og hugbúnað þeirra
tölva sem ríkið kaupir. Þar sem
kaup á hugbúnaði og þjálfun
starfsfólks er oft ekki minni kostn-
aðarliður í tölvukaupum en kaupin
á sjálfri vélinni, er reiknað með enn
frekari hagkvæmni með þessu fyr-
irkomulagi, heldur en ef hver ríkis-
stofnun keypti tölvu upp á sitt ein-
dæmi.
Tölvuseljendur keppast nú við
að semja tilboð sín fyrir Innkaupa-
stofnun. ,,Samkeppnin er mjög
hörð. Það tíðkast undirboð og bak-
tjaldamakk í þessum bransa," segir
tölvuráðgjafi sem þekkir vel til
þessara mála. ,Atlcintis-menn hcifa
t.d. talað við alla ráðherrana.“ Hann
segir dæmi þess að fjársterk fyrir-
tæki eins og IBM lækki sig um
helming til að ná viðskiptum af
þessu tagi til sín. Talsmenn IBM
neita þessuog segjcist háðir mjög
ákveðnum verðlínum frá IBM er-
lendis sem ekki sé hægt að hrófla
við. „Eina svigrúmið sem við höf-
um í verðlagningu er okkar álcign-
ing,“ segir Erling Ásgeirsson, „og
menn reyna að fara eins langt nið-
ur og þeir geta. En menn geta líka
yfirkeyrt sig á því ef þeir gæta ekki
að sér. Ef verðið er pressað öf mik-
ið niður getur það komið niður á
þjónustu. Það er landlæg hugsun
hér að hægt sé að fá hugbúnað
með tölvunum fyrir nánast ekki
neitt. Það er hins vegar eðii góðs
hugbúnaðar að hann kostar pen-
inga.“
„Hér á landi hefur, til skamms
tíma að minnsta kosti, gilt .sinnum
tveir reglan “ svokcdlaða í álagn-
ingu á tölvubúnaði og -þjónustu,"
segir einn heimildarmanna HP,
tölvuráðgjafi. „Þessi regla hefur
einfaldlega gengið út á 100%
álagningu , verðið er tvöfald-
að. Eftir að tollur og söluskattur
fóru af tölvunum á þessu ári hefur
þetta þó verið að breytast. Nú geta
menn borið saman verðið hér og
verð sem birtist í erlendum tölvu-
blöðum. Markaðurinn er að breyt-
ast.“
Fáir vildu spá því hver myndi fá
ríkistölvuviðskiptin. Margir veðj-
uðu á IBM og DEC-Digital tölvum-
ar en margir nefndu einnig að At-
lantis ætti góða möguleika á að
minnsta kosti hluta viðskiptanna.
Ýmsar aðrar tegundir voru jafn-
frcunt nefndar; Wang, Apple,
Kienzle o.fl. Digital tölvur eru nú
þegar talsvert algengar hjá ríkis-
fyrirtækjum, t.d. í orkugeiranum,
en sterklega er veðjað á tölvuna
sem sett hefur standardinn í einka-
tölvum síðustu misserin: IBM-PC.
Ýmsum þykir súrt í broti að IBM-
risinn yfirtaki einkatölvumarkað-
inn en aðrir yppa öxlum og segja
eins og einn viðmælandi HP: ,JJim-
inninn er blár. IBM selur tölvur.
Maður breytir hvomgu."