Helgarpósturinn - 22.03.1984, Síða 28

Helgarpósturinn - 22.03.1984, Síða 28
umsóknar feit staða í heilbrigðis- geiranum, þar sem er starf for- stjóra Borgarspítalans. Haukur Benediktsson lætur senn af þessu starfi fyrir aldurs sakir. Trúlega verða margir til að sækja um en líklegur eftirmaður Hauks þykir núverandi aðstoðarforstjóri, Jó- hannes Pálmason... | burðarliðnum mun nú vera samkomulag milli Alþýðusam- bands fslands og Vinnuveitenda- sambands íslcinds um afnám svo- kallaðra unglingataxta sem mjög hafa verið umdeildir að undan- förnu. Heyrir HP að ekki síst þyki ASÍ/VSÍ fengur í því að ná slíku samkomulagi hið fyrsta til að stela heiðrinum af afnámi unglingataxt- anna frá verkamannafélaginu Dagsbrún, en formaður þess, Guð- mundur J. Guðmundsson, hefur undanfarið unnið kappsamlega að því að fá sína viðsemjendur til að fallast á þá kröfu. Væri Guðmundi og félögum þannig launað lambið gráa fyrir að fella heildarsamning- ana á sínum tíma... JT A þessu ári mun losna staða lögreglustjórans í Reykjavík. Sig- urjón Sigurðsson fer þá á eftir- laun. Þetta þykir eftirsókncirverð staða, en HP heyrir að Friðjón Þórðarson, alþingismaður og fyrrum dómsmálaráðherra, þyki líklegur til að hreppa hana. Hafi jafnvel orðið óformlegt samkomu- íag um slíkt þegar slagurinn stóð um bankastjórastöðuna í Búnað- arbankanum... herra þeirra framsóknarmanna mun á næstunni þurfa að gera upp á milli umsækjenda um fleiri emb- ætti en lögreglustjórastöðuna. Þar ber trúlega hæst stöðu ráðuneytis- stjóra í hans eigin ráðuneyti. Bald- ur Möller hættir á miðju ári eftir langt starf og eru nú nefndir a.m.k. þrír kandídatar í stöðu hans. Þeir eru: Ólafur Waiter Stefánsson, skrifstofustjóri ráðuneytisins, Böðvar Bragason sýslumaður og Kristján Torfason, bæjarfógeti í Vestmannaeyjum. Allt munu þetta vera vænlegir kandídatar, hver á sínum forsendum, - Ólafur Walter sem næstráðandi í ráðuneytinu um hríð, Böðvar sem framsóknar- maður og Kristján sem venslamað- ur dómsmálaráðherra, og vafa- laust hinn mætcisti maður að auki... A útvarpsráðsfundi s.l. þriðjudag tilkynnti Emil Björns- son, fréttastjóri sjónvarps, að fréttastofan myndi innan tíðar senda frá sér skriflega greinargerð sem stefndi að því að taka upp fréttir og dagskrárþætti sem sýndir yrðu á fimmtudagskvöldum. Mið- að yrði við að fimmtudagskvöldin kæmust í gagnið sem sjónvcirps- kvöld á næsta ári. Útvarpsráðs- menn tóku það vel í tillöguna að lagt var til að fjármálastjóri út- varps gerði ráð fyrir fimmtudags- kvöldum í fjárhagsáætlun Ríkisút- varpsins fyrir 1985... A ITTl fundi Háskólaráðs 15da msu-s sl. var tekin til umfjölluncir býsna óvenjuleg umsókn frá ein- um kennara Háskólcins. Umrædd umsókn kom frá Nirði P. Njarð- vík, rithöfundi og dósent í íslensk- um bókmenntum. Aðdragandi þessa máls er sá að í nóvember í fyrra sendi Njörður deildarforseta Heimspekideildar, Höskuldi Þrá- inssyni, bréf þar sem hann fór þess á leit að skáldverk hans yrðu metin sem ígildi rainnsókna og teldust þar með uppfylla hluta af rannsókneirskyldu hans sem há- skólakennara. Deildarforseti sendi bréfið snimmendis frá sér til Bók- menntastofnunar Háskólcins og óskaði þess að hún gæfi umsögn sína. Nokkru síðar kom bréf til deildarforseta með undirskrift Vé- steins Ólasonar dósents og var þar mælt með því að orðið yrði við óskum Njarðar. Þá þótti Svein- birni Rafnssyni prófessor, sem þá gegndi stöðu deildarforseta, sér vera nokkur vandi á höndum og fór þess á leit við Njörð að hann drægi umsókn sína til baka. Njörður tók engan veginn í það og mun hafa sagt að hér væri um samvisku- spurningu að ræða fyrir sig. Málið var síðan tekið fyrir í deildarráði og var þcir samþykkt að vísa því til Háskólaráðs, sem lögum sam- kvæmt ákveður kennsluskyldu há- skólcikenncira. Þcir mun umsókn Njarðar hafa Vcikið litla hrifningu á fundinum 15da mars og var sam- þykkt að fresta málinu þangað til fengin væri umsögn Félags há- skólakennara, sem mun væntcmleg á næstunni. Almennt mun háskóla- mönnum þykja þessi umleitan Njarðar heldur kyndug og hafa menn, þ.á m. Halldór Guðjóns- son kennslustjóri, talið að lítil ástæða sé til að leggja bókmennta- störf að jöfnu við vísindalegar rannsóknir, enda sé þetta ábyggi- lega hvorki í fyrsta né síðasta sinn sem háskólakennari fæst við skáldskap í frítíma sínum ellegar rannsókneirtíma... ^^rmlegar viðræður eru nú hafnar milli Hins íslenska kenn- araféiags, þar sem framhalds- skólakennarar eru í meirihluta, og Kennarasambands íslands, þar sem grunnskólakennarar eru í meirihluta, um Scimeiningu þess- ara tveggja hagsmunafélaga kenn- ara í landinu. Mikil óánægja ríkir meðcil kennara vegna kjcircimála, enda sé afleiðingin sú að atgervis- flótti sé kominn í stéttina. Til marks um þetta er sú staðreynd að byrjunarlaun manns með kennara- próf úr Kennaraháskólanum eru undir 15,000 krónum. Sameining- arviðræðurncir núna eru ma. af- leiðing þessarar óánægju og gæti Scimeining leitt til úrsagncir félag- anna úr BSRB og Bandalagi há- skólamanna. Ákveðnar tillögur um þetta mál á að leggja fyrir þing beggja félaga í byrjun júní... c C^^igrún Hjálmtýsdóttir, sem velflestir íslendingar þekkja betur undir nafninu Diddú frá því hún var í fremstu röð dægurlaga- og djasssöngkvenna Icindsins, hefur undmfarin ár verið í klassísku söngnámi í London í einum helsta skóla þar á því sviði, The Guildhall School of Music and Drama. Hann er til húsa í Barbicanmenningar- miðstöðinni. Og nú er Diddú farin að uppskera árangur erfiðis síns við námið. HP hefur borist umsögn úr breska stórblaðinu The Daily Telegraph frá 8. mars, þcir sem gagnrýnandinn Allan Blyth fjallar um uppfærslu skólaóperunnar undir stjórn Vilheim Tausky á Jónsmessunæturdraumi eftir Benjamin Britten. Þar fór Sigrún með eitt aðalhlutverkið, Puck, og fær afbragðs dóma; sögð vera einn helsti senuþjófur sýningarinncir... c C^jóræningavídeó er stundað víðcir en á sumum vídeóleigunum. Hvergi er það trúlega iðkað jafn blygðunarlaust og í hinum ólög- legu myndbandakerfum sem enn eru staríandi víða um höfuðborg- ina og úti á landi. Þannig veit Helg- arpósturinn um tvær frægæ bandarískar þáttakeðjur, Shogun eftir sögu James Clavell og Winds of War eftir sögu Herman Wouk, sem gengið hafa í þessum kerfum, - a.m.k. sú fyrrnefnda stolin úr skoska sjónvcirpinu. Vitað er að ís- lenska sjónvarpið hefur haft áhuga á þessum þáttum, en ekki getað keypt þá vegna þess hve dýrir þeir eru... I Fyrir alla aðdáendur Ómars Ragnarssonar: Hinir vinsælu þættir Ómars, Stiklur, fcira ciftur af stað bráðlega... inar Karl Haraldsson, rit- stjóri Þjóðviljans, heldur í apríl- byrjun til Nicaragua í boði þriggja aðila; ferðaskrifstofu í Nicaragua, Progressive Tours í Bretlandi og norrænnar samstöðunefndar Sandinista. í förinni verða um 15 manns, mest blaðamenn og þing- menn frá ölium Norðurlöndum. Verður Einar Kcirl fyrsti íslenski blaðamaðurinn á vígvöllinn í Nic- aragua og væntanlega fá lesendur Þjóðviljans að deila upplifelsinu með honum á síðum blaðsins við heimkomuna í lok apríl... RAFMAGNS Hentuqt tæki sem kemur aó qóóum notum ef laga þarf létta máltíö í skyndi._______________________ Þú grillar, ristar, gratinerar á fljótan og þægilegan hátt. Frábært fyrir ostabrauö. KR. 220V-7Í0W ffffibúftin Grensásveqi 5 Sími: 84016 28 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.