Helgarpósturinn - 19.07.1984, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 19.07.1984, Blaðsíða 2
Dr. Jóhann Helgason jarðfræðingur: ELSTU JARÐLÖG AUSTURLANDS ERU 13.000.000 ÁRAGÖMUL Fjcillgarðar Austf jarða sem ná frá Vopnafirði í norðri til Homafjarðar í suðri eiga það sameiginlegt frá jarðfræðilegu sjónarmiði að teljast til elstu jarðmyndana íslands og eru hliðstæða mikils hluta Vest- f jarða. Langalgengasta berg hraun- laganna á þessum slóðum er blá- grýti (basalt) sem við síendurtekin eldgos hefur hlaðist upp og í tím- anna rás myndað þykkan jarðlaga- stafla. Engin eldvirkni á sér nú stað á Austfjörðum en samkvæmt land- rekskenningunni hefur þetta svæði rekið til austurs frá hinu virka gosbelti. Á hinn bóginn eiga Kröflueldar eða Mývatnseldar síð- ari, sem hófust 1975, upptök sín í gosbeltinu. Ofan sjávarmáls mynda jarðlög á Austfjörðum víða 800 - 1200 metra há fjöll, sem að- skilin eru af djúpum dölum og fjörðum en jöklar siðustu ísaldar skópu þetta landslag með graftól- um sínum. Mestur þessara fjarða er Reyðarfjörður en inní hann að norðanverðu gengur Eskif jörður. Elstu jarðlög á Austurlandi em við Gerpi, skammt fyrir norðan mynni Reyðarfjarðar, og er aldur þeirra talinn um 13 milljónir ára. Jarðlögum í Reyðarfirði hallar til vesturs og á það reyndar við um alla Austfirði. Vanalega er halli jarðlaga um 8° við sjávarmál en 2° efst í fjöllum. Jarðíagahallinn er vestlægur þar eð Austfirði ,/ak“ frá gosbeltinu til austurs og um leið lögðust sífellt ný hraunlög ofaná þau yngstu, sem næst gosbeltínu voru. Við farg jarðlaga sem þannig hlóðust upp, tóku Austfirðir að síga inn til gosbeltisins og er það skýringin á hinum vestlæga halla. Mjög víða á Austf jörðum finnast svonefndir geislasteinar í blágrýt- inu, þótt Teigarhom við Bemfjörð sé þekktasti fundarstaður slíkra kristalla hér á landi. Sem fyrr segir er blágrýti lcingalgengasta berg- gerðin á Austfjörðum en aðrar teg- undir finnast einnig, svo sem líparít. Sú berggerð er bundin við fornar útkulnaðar eldstöðvar, sem virkar vom í um eina milljón ára, og nefnasí þær megineldstöðvar til aðgreiningar frá eldvörpum, sem aðeins gjósa einu sinni. Upp- hleðsla jarðlagastaflans í Reyðar- firði stóð yfir í um 6 milljónir ára (fyrir 13 til 16 milljón árum) og er talið að þrjár slíkar eldstöðv- ar séu á svæðinu þótt leifar þeirra séu nú mismunandi miklar. Sú ysta og elsta (um 13 m.á.) á aðalupptök sín við Barðsnes í Norðfirði en er talin teygja sig til suðurs og koma fram í klettinum Skrúð fyrir mynni fjarðarins. Að öðm leyti er þessi eldstöð að öllu leyti rofin niður fyrir sjávarmál. Þá er önnur megin- eldstöð (11 m.á.) fyrir miðjum Reyðarfirði og oftast kennd við htmn. Ömefni innan þessarar eld- stöðvar bera stundum vitni um lit- skrúðugar berggerðir, t.d. Rauða- fell sunnan megin í firðinum, sem er myndað úr líparíti. Nesið á milli Eskifjarðar og innri Reyðarfjarðar nefnist Hólmanes. Þama standa uppi áberandi og fal- leg innskot úr blágrýti, sem troðist hafa inní linar bergmyndanir á meðan Reyðarfjarðareldstöðin var enn virk. Ysta innskotið á nesinu nefnist Borgir og er það réttnefni, en aðeins vestar standa nokkur innskot í þyrpingu uppúr sjó. Lög- un þeirra minnir á hvalbök og má vera að samkvæmt náttúmnafna- kenningunni svonefndu sé hér að finna skýringu á nafngift f jarðarins. Þá er einnig líparít austan við Borgir í Hólmanesi. Nokkm utan við Eskifjörð hjá Helgustöðum er fræg silfúrbergsnáma, sem nu er friðlýst. Áður fyrr var náman nýtt þar eð silfurberg getur skautað ljós og var frá náttúmnnar hendi um hreint efni að ræða úr þessari námu. Þriðja og yngsta eldstöðin í Reyðarfirði kemur fram hátt í fjöll- um innst í firðinum, t.d. í Áreyjardal, en kjami þessarar eldstöðvar mun vera í fjöllunum Skúmhetti, Kistu- fjalli og Sandfelli. Eldstöð þessi er um 7-8 milljón ára gömul og er kennd við Þingmúla á Skriðdal. Víða í Reyðarfirði em áberandi lóðréttar bergmyndanir en þetta em svonefndir berggangar sem skotist hafa inní jarðlagastaflann. Þeireru oftast 2-3 m þykkiren geta þó verið mun þykkciri. Talað er um gangasveimi þar sem óvenjumarg- ir gangar koma fyrir. Telja menn nú að berggangar myndist við kviku- hlaup líkt því sem gerst hefur við Kröflueldstöðina. Tveir slíkir gangasveimar koma fyrir í Reyðar- firði og hafa báðir norðlæga stefnu. Eystri gangasveimurinn iiggur frá Hafranesi áleiðis að Vatt- amesi og gengur yfir fjörðinn. í flæðarmálinu standa berggangar stundum uppi þar eð þeir em harðari en hraunlögin umhverfis, sem brimið hefur rofið niður. Hinn gangasveimurinn er inncirlega í Reyðarfirði og kemur vel fram í Grænafelli en þjóðvegurinn ofan af Fagradal til Reyðarfjarðar liggur þama um. Sunnan megin við Grænafell hjá bænum Áreyjum stóð yfir djúpbomn sumarið 1978. Dýpi hoiunnar er 1920 m en bomn- in var nýjung að því leyti að tekinn var kjami úr holunni. Að þessari djúpbomn stóðu sex lönd: ísland, Bretland, Bandaríkin, Þýskaland, Kanada og Danmörk. Tilgangur bomnarinnar af hálfu íslands var að kanna möguleika á nýtingu jarðhita á Austfjörðum. Úr þessari borholu streyma nú um 15 sek- úndulítrar af 42° C heitu vatni. Árangur bomnarinnar með tilliti til jarðhitanýtingar er lakari en vonir stóðu til. Miklar rannsóknir standa yfir á kjama borholunnar auk þess sem yfirborðsrannsóknum er ekki lokið. Ljóst er þó að niðurstöður bomnarinnar varpa veigamiklu ljósi á gerð jarðskorpunnar undir Islandi og auka um leið þekkingu manna á landreki. Þótt rannsókn- um vegna djúpbomnar sé enn ekki lokið þykir sýnt að Reyðarfjörður muni áður en lcuigt um líður verða best þekkta svæðið á Austurlandi í jarðfræðilegu tilliti. Kaupfélag Austur-Skaftfellinga býður ferðafólk velkomið í þjónustustöðvar sínar á fegurstu áningarstöðum landsins Þjonustumiðstöðina l Skaftaf zlli'. Verslun - Veitingar - Bensín, olíur o.fl. Fagurholsmyri: Alhlida verslun - Bensín, olíur o.fl. Nesjum: AUiIiða verslun - Bensín, olíur o.fl. Verið velkomin í Austur-Skaftafellssýslu Kaupfélag Austur-Skaftfellinga Höfn - SkaftafeUi - Fagurhólsmýri - Nesjum 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.