Helgarpósturinn - 19.07.1984, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 19.07.1984, Blaðsíða 16
FREE STYLE FORJvlSKUM L'OREAL ♦ SKÚM íhárið? Já — nýja lagningarskúmið frá L'ORÉAL og hárgreiðslan verður leikur einn. Þjórsárdalur: ÞAR SEM GAUKUR BJÓ Á STÖNG Leirubakki Landssveit, Rang. Sími: 99-5591 Gistiaðsíaða: Farfuglaheimili (Youth Hostel) 17 rúm, heitt og kalt vatn, eldhús fyrir gesti. Kæliskápur. Tjaldstæði og góðar gönguleiðir. Veiðileyfi fást í vötnum sunnan Tungnaár, kostakjör, mörg vötn í sama leyfinu. Einnig fást veiðileyfi i Ytri-Rangá. ESSO bensínstöð og söluskáli. CflR-<REMTflL SERVICE Nýbýlavegur 32 200 Kópavogur Tel: 45477 S.H. Bílaleigan býður upp á ein hagkvæmustu kjör sem bjóðast í dag. Sækjum og sendum. Svo er virkjanaframkvæmdum landsmanna fyrir að þakka að allra sæmilegustu vegir liggja nú frá Suðurlandi og langt inn í landið. Þannig nær vegur aiit inn að Þóris- vatni, eina 90 kflómetra upp á land- ið, og í framhaldi af honum hin vinsæla Sprengiscindsleið í Bárðar- daleða Eyjafjarðardali. Á Þjórsárdalsleið er fljótlega komið að Gaukshöfða, sem kennd- ur er við Gauk á Stöng, þann er ljóð Þórarins Eldjáms fjallar um, en Gaukur þessi mun oft hafa farið bæja„villt“ í kvennamálum sínum. Nú á dögum höfðar nafnið líklega mest til bjórkrárinnar við Tryggva- götu í Reykjavík. Bein Gauks sál- uga fundust þarna í höfðanum á síðustu öld svo og spjótsoddur. En það eru fleiri en Gaukur sem hafa búið yfir miklu afli. Þjórsá er umsetin virkjunum, sem gefa okk- ur mikið af því rafafli, sem lands- menn telja sjálfsagðan hlut í dag. Komið er fyrst að Búrfelli en endað við Sigöldu þar sem Tungnaá er virkjuð. Þar skammt frá er Hraun- eyjafoss og hefur hann nú verið virkjaður, en hann er í Tungnaá einnig. Spurning er hvort Þórisvatn er ekki að verða stærsta stöðuvatn landsins. Alla vega er það vatns- mest allra vatna, þegar mest er í því. En hér hafa mennimir komið til skjcflanna. Afrennsli vatnsins vair Þórisós en hcuin var fyrir áratug eða svo stíflaður og nýtt afrennsli gert í Tungnaá til að fá vatnið í vinnu fyrir Sigölduvirkjun. Á Þjórsárdalsvegi má sjá Heklu gömlu skarta sínu fegursta, en þetta fjall er ömgglega heims- þekktast fjcflla okkar. Ef ganga skal á fjallið, þá er það auðveldast að norðan og norðvestan. En í öllum bænum farið vel búin til slíkrar far- ar. Á þessari leið, sk£unmt frá Búr- fellsvirkjun, stendur Landnáms- bærinn eða Þjóðveldisbærinn undir Sámsstaðamúla. Þetta er sögulegt safn, sem reist var fyrir ærinn pening í tilefni 1100 ára af- mælis byggðar á landi hér. Mun bærinn oftast opinn fyrir ferða- menn og er vel þess virði að fá heimsókn. Þjórsárdalur er austastur dala Árnessýslu og er fyrir löngu kom- inn í eyði, líklega hefur það gerst á 12. öld í Heklugosi. Hafa fundist í dalnum minjar um 20 eyðibæi. Dcflurinn er friðaður frá því fyrir hálfri öld og hefur tekist að græða hann nokkrum skógi. Ferðamenn kunna vel að meta náttúmna í dalnum og þangað liggur alla jafna mikill straumur tjaldferðafólks. VILTU SKOÐA VIRKJUN EÐA STÓRIÐJUVER? Margur ferðamaðurinn ber aug- um stóriðjuver eins og hið mikla álver í Straumsvík, eða þá raforku- verin okkar. Margir þeirra hafa lengi átt þá ósk að fá að skyggnast um innan dyra í þessum mann- virkjum. Og þetta er reyndar mögulegt. „Við höfum tekið á móti skipulögðum hópum margsinnis", sagði Bjami ingimarsson í ÍSAL. Það er Hans Jetzek umsýslustjóri fyrirtækisins sem sér um heim- sóknir fólks í álverið. Ekki er unnt að taka á móti einstökum ferða- mönnum, aðeins hópum manna. Blaðið getur bætt því við að þarna er vel tekið á móti gestum, eins konar íslensk-svissnesk gestrisni hvorki meira né minna. Fólk er látið hafa hlífðarfatnað, hjálma óg gleraugu, og nú er um að gera að hafa styrka fætur, því fyrir- tækið er engin smásmíð og skoð- unarferðin er löng, klukkutíma göngutúr. En sannarlega er það mikið ævintýri að skoða fyrir þá sem aldrei hafa augum litið stór- iðjuver sem þetta. Fróðleg ferð, sem fólk gleymir ekki. Raforkuverin Á ferðalögum um Þjórsárdal og nágrenni gefurað Iíta virkjanir.auk hins fagra landslags dalsins. Satt að segja hefur ekki verið fundið að þessum virkjunum, þær virðast hreint ekki spilla fyrir náttúrufeg- urðinni. VirkjEUiimcir eru reyndar sérstaklega falleg mannvirki og þrifnaður og snyrtimennska er greinilega í hávegum höfð inncui- dyra sem utan. Örlygur ÞórðEUson hjá Lcuids- virkjun saigði að talsvert væri um ferðir í því skyni að skoða virkjanir og virkjcuicflreunkvæmdir. Áhugi fólks væri ótvíræður. Örlygur sagði að reynt væri eftir föngum að taka á móti fólki sem vildi en nauð- synlegt væri að hafa fyrirvara á, hringja í Landsvirkjun og tilkynna komu sína áður. Best er að hópar komi til skoðunar, en að jafnaði er tilgangslaust fyrir fólk sem er á ferðinni að koma og banka upp á fyrirvcUcflaust. í þeim tilfellum er ekki hægt að tryggja aðgang og leiðsögn. Þrjár virkjcuiir eru á Þjórsár- svæðinu, Búrfellsstöð neðst og um 40 km þar fyrir oíeui em Sigöldu- og Hrauneyjafossvirkjun. Þjórsá og Tungnaá eru ásamt þverám sínum þau fallvatna lEuidsins, sem mesta orku leysa úr Iæðingi í dag, enda tiEfla ámar verið nýttar vel á und- anförnum ámm, eins og ferðamað- urinn mun geta séð með eigin aug- um, ef hEum heimsækir eitthvert orkuveranna. í Soginu em þrjár virkjanir, öllu minni í sniðum. Efst jjeirra er yngsta stöðin, Steingrímsstöð við Úlfljótsvatn reist á ámnum 1957- 1960. Aðeins neðcU í ánni er Ljósa- fossstöðin sem er þeirra elst, byggðáámnum 1935-1937, ogloks írafossstöð skammt þar fýrir neð- an. AIIeu em þesscU þrjár virkjcuiir langtum afkaslaminni en Þjórsár- og Tungnaárvirkjanir. Þannig framleiðir írafossstöðin 48 mega- wött. Landsvirkjun hefur látið út- búa mjög fróðiega bæklinga um hverja virkjun fyrir sig. Eflaust get- ur ferðafólk fengið slíka bæklinga þegar það heimsækir rcflorkuverin,. eða þá hjá skrifstofu Landsvirkjun- ar. P 16 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.