Helgarpósturinn - 19.07.1984, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 19.07.1984, Blaðsíða 17
Hvolsvöllur: HVERNIG VÆRI AÐ SKELLA SÉR Á BALL? Á leiðinni frá Skógum að Hvols- velli er upplagt að koma við í Selja- Vcillcdaug og skola af sér rykið eftir akstur um rykuga vegi. Skemmtileg sundlaug í kvos norðan við Selja- velli. Margir hafa gaman af að skoða búskapinn og þá er ekki úr vegi að líta til Þovaldseyrar, 'en Þorvcddur bóndi breytti bænum Svaðbæli, hinu mesta eymdarkoti, í höfuðból á öldinni sem leið. Þá er ekið fram hjá bænum Steinum undir Eyjafjöllum, en sá bær mun fyrirmynd Laxness að Hlíðum und- ir Steinahlíð í sögunni Paradísar- heimt. Steinar bóndi er hinsvegar Eiríkur frá Brúnum, en hans bær stóð nokkru vestar undir Eyjafjöll- um. Skammt frá þjóðvegi 1 er Para- díscirhellir, en þar hafðist útlciginn Hjalti Magnússon við, en hann var ástmaður Önnu frá Stóru-Borg, sem margir kannast við úr sögu Jóns Trausta. Hellinn geta ferða- menn fundið neðst í hömrunum vestan við Fit. Merkir hellar eru líka nokkru vestar, að Seljalandi. Einn þeirra, Kverkhellir, var notað- ur sem þinghús. Þama er hægt að finna villirós, og eflaust hefur hún blómstrað vel í sumarblíðunni. Seljalandsfoss er þama á næstu grösum, einn hæsti foss landsins og hægt að ganga undir hann. Hvolsvöllur er skemmtilegt þorp með mcirgvíslegri þjónustu við ferðamenn. Séu menn á ferð- inni á laugardagskvöldi, þá er vís- ast ball í félagsheimilinu, og það em böll sem menn muna eftir. Sveitaball á Suðurlandi í einhverju félagsheimilinu er alveg sjálfsagð- ur hlutur. Um að gera að tjalda í göngufæri og skella sér í skrallið.... Vegfarendur um Hrútafjörð Við bjóðum fjölbreyttar veitingar í rúmgóðum húsakynnum. Opið alla daga frá kl. 8 til 23.30. Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður, einnig útbúum við gómsæta og girnilega nestispakka. 1 ferðamannaverslun okkar höfum við ávallt allar nauðsynlegar ferða- og Ijósmyndavörur. Stærri ferðahópar og þeir sem vilja notfæra sér gistiaðstöðu okkar eru beðnir að panta með fyrirvara. Ákjósanlegur áfangi hvort sem þér eruð á leið norður eða að norðan. STAÐARSKÁLI, HRÚT AFIRÐI Góðar fréttir fyrir þig Hveragerði: HINN SANNKALL- AÐI BLÓMABÆR „Hér er alltaf líf og fjör“, sagði Aas Groenweg garðyrkjumeistari og verslunarstjóri í Eden í Hvera- gerði. Það er staðreynd að Bragi í Eden hefur gert meira fyrir ferða- mennskuna í þessum blómanna bæ en nokkur annar. Fólk talar um að skreppa í Eden, þegar það held- ur af stað í Hveragerði. Eden hefur nú tekið stórfelldum stakkaskiptum, stækkað og batnað á alla lund. Þarna er sannarlega fjömgt mannlíf við bestu aðstæð- ur, því innandyra er alltaf sumaryl- ur í hlýlegu umhverfi. Hveragerði er líka skemmtilegur bær heim að sækja. Þangað kemur fólk til að synda í hinni skemmti- legu útisundlaug, fara að Giýtu og bíða þar eftir gosi, sem oftast verð- ur innan stundar, eða heimsækja einn hinna mörgu garðyrkjumeist- ara staðarins, Eden eða aðra. Og svo em það veitingamar í Eden, og málverkasýningarnar þar. A fimmtudagskvöldum er alltaf skemmtiprógramm, tískusýningar og þess háttar, sem dregur marga að Eden. Ný akstursleiö aö Eden Nú liggur þangaö beinn og breiöur vegur frá þjóðveginum EDEN HVERAGERÐI sími 99-4199 VERIÐ VELKOMIN í NÝJA HÓTELIÐ OKKAR Eins og tveggja manna herbergi. í veitingasal er boðið upp á Ijúffengan og heimilislegan mat í hádegi og á kvöldin. Einnig grillrétti við allra hæfi. Fullkominn staður til að dvelja á ef þér eruð á leiðinni um Austfirði. HÓTEL í. Sími (97)5770 vi/ BLAFELL Breiðdalsvík HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.