Helgarpósturinn - 19.07.1984, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 19.07.1984, Blaðsíða 7
Seyðisfjörður: LITRÍKIR FERÐALANGAR MEÐ FERJUNNI Ferð niður á Seyðisfjörð er sann- arlega nokkurra bensínlítra virði. Margur leggur leið sína þangað með stefnuria á eina útibú ÁTVR á geysistóru svæði, ætlar kannski að fá sér rauðvín með steikinni, sem borða á í Atlavík! En Fjarðarheiðin heillar marga, útsýnið og failegu fossamir, Systrafossar og Gufufoss. Og þegar komð er niður í dalinn gerist sum- arveðrið oft heitt og gott, því þama er sannkallaður „pottur“, svo skjólgott er fyrir flestum veðrum. Seyðisfjörður er skemmtilegur kaupstaður. F1 jótlega f innur fólk að þama andar af gamalli norskri hefð í húsagerðarlist, sem hingað flutt- ist fyrir atbeina Otto Wathne fyrr á öldinni. Hér em heilar húsaþyrp- ingar norskra húsa sem vom inn- flutt. Viðhald þeirra flestra hefur verið mjög gott. Af er sá bragur, sem hér ríkti þegar síldinni var landað á Seyðis- firði meira en á öðrum stöðum á landinu. Bragurinn er allur frið- sældarlegur og rólegur, nema þá helst á fimmtudögum þegar Norr- öna kemur með ferðafólkið. í síð- ustu viku komu 700 ferðamenn með skipinu. ,J>að var eins og hellt væri úr málningarfötum yfir bæ- inn“, sagði einn íbúanna, „það verður allt svo litríkt, þegar ferða- mennimir hellast yfir bæinn. Það lifnar yfir öllu.“ Það hendir marga, sem til Seyð- isfjarðar koma, að lengja dvölina. Þama er ágætis aðstaða í Haföld- unni, gömlum verbúðum, sem Þóra Guðmundsdóttir hefur breytt í góðan gististað, og ekki er verðið á gistingu fráhrindandi, 240 krónur á manninn og ekki nema 180 krón- ur ef menn em félagar í Farfuglum. Þá er gamla hótelið búið að opna að nýju, Hótel Snæfell, sem Pétur Jónsson smiður innréttaði að nýju og rekur nú. Þóra Guðmundsdóttir teiknaði innréttingar. „Við erum hér í samvinnu, ekki samkeppni," sagði Þóra, þegar við ræddum við hana. Þóra er annars við nám í húsagerðarlist í Árósum í Danmörku og er að ljúka við nám sitt. Kvaðst hún vonast til að geta haldið áfram að reka gistiheimiiið sitt, þegar námi lyki. Seyðisfjörður: SKOTIST ÁTRILLU í LOÐMUNDARFJÖRÐ Auk þess að skoða Seyðisfjörð og næsta nágrenni er rétt að benda á ótal margar gönguleiðir, sem ferðamálafólk staðarins mun benda fólki á. Þar á staðnum er líka hægt að renna fyrir fisk frá einhverri af mörgum bryggjum þessa dæmi- gerða fiskimcinnabæjar. Hægt er að fá þorsk, silung eða einhvem flat- fisk á öngulinn og þcirf enga sérlega heppni til, það bítur á hjá flestum sem reyna. Þá er heldur ekki úr vegi að kanna hvort trillukarlamir hafa ekki tök á að skutla fólki yfir í Loð- mundarfjörð. í Loðmundarfirði býr enginn lengur, og Sigurður hrepp- stjóri, sem lengi vel var eini íbúi dalsins, er nú látinn. í Stakkahlíð er nú boðið upp á gistingu í svefn- pokum á lágu verði. Náttúmlífið í Loðmundarfirði er einstakt og mun töfra margan ferðcimanninn. Hótelfólkið á Seyðisfirði mun áreiðanlega liðka fyrir þessum ferðamöguleika, og trillukarlamir eru áreiðanlega sanngjamir á prís- ana, ef við þekkjum þá rétt. Neskaupstaður: EKHD UM HÆSTA FJALLVEG LANDSINS Margur ferðamaðurinn álítur að leiðin frá Eskifirði um Oddsskcirð yfir til Neskaupstaðar, stærsta kaup- staðar Austfjarða, sé torfarin og hættuleg. Þetta er hinn mesti mis- skilningur. Leiðin er hin prýðileg- asta, ekki hvað síst á sumrin. Oddsskarð er í 705 metra hæð yfir sjávarmáli og hæsti fjallvegur landsins. Útsýn þaðan á góðviðris- dögum er alveg sérstök. Leiðin er ekki nema 25 kílómetra löng og ekið er í gegnum vegargöng, sem liggja í 632 metra hæð. Verstu far- artálmar gömlu leiðarinnar vom sniðnir af með göngunum, sem opnuð vom 1967. Neskaupstaður er hinn myndar- legasti bær. Svo farið sé út í pólitík- ina, þá hefur sósíalisminn ráðið áratugum saman í Neskaupstað, meðan Alli ríki handan Svartafjalls var allur í einkaframtakinu. En hvað um það. Neskaupstaður er enn einn dæmigerður fiskimanna- bær og hefur sín séreinkenni eins og menn munu skjótt finna. Ágætt hótel, Egilsbúð, er í Nes- kaupstað, góð sundlaug, og tjald- stæði í fólkvanginum austan við bæinn. Ertu á leið til EYJA? Viö skipuleggjum allar feröir til Eyja. Útvegum fyrsta flokks gistingu eða svefn- pokapláss, og allt þar á milli. Skipuleggjum skoðunarferðir, bátsferðir, fundi, ráðstefnur, vörusýningar eða listviðburði. Öll ferðaþjónusta á einum stað. - Öryggi fyrir ánægjulegri dvöl - r FERÐASKRIFSTOFA VESTM ANN AEYJ A P Símar 98-2800 & 98-2850 Telex 2259 TRAVEY is ALEX farskrárkerfi FLUGLEIÐA Vesturvegur 10, Vestmannaeyjum Pósthólf 260 900 Vestmannaeyjar HÓTEL TANGI VOPNAFIRÐI Tjaldstæði - Almenn ferðamannaþjónusta - Sundlaug í Selárdal Gisting - Matsala - Bátsferðir- Sjóstangaveiði - Handfæri - Silungsveiðileyfi í Hofsá - Hestaleiga -Golfvöllur HÓTEL TANGI HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.