Helgarpósturinn - 19.07.1984, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 19.07.1984, Blaðsíða 12
Þórsmörk: FERÐIST ÞANGAÐ MEÐ VÖNU FÓLKI Þórsmörkin er án efa sá ferða- mannastaður á lcindinu sem dreg- ur hvað flesta til sín. Hinsvegar er rétt að benda á að þangað ættu menn ekki að fara á eigin farar- tækjum, en Ieggja allt sitt í hendur vönum mönnum. Ferðalag í Þórs- mörk heppast best með sérleyfis- höfum á BSÍ í Reykjavík, og ekki er verra að kaupa sér miða hjá Útivist eða Ferðafélagi íslauids. Og talandi umþessi tvö ágætu ferðafélög, þá eru þau með á boð- stófum geysifjölbreyttar ferðir um land allt, stuttar og langar, og verð- ið er hagstætt að svo miklu leyti sem hægt er að tala um hagstætt verð hér á landi. Þórsmörk er einstaklega veður- sæl gróðurvin, merkilegt hve gróð- ursælt getur orðið í skjóli jöklanna eins og þarna í skjóli Mýrdalsjök- uls. Náttúran er fjölskrúðug og gjöful ferðamanninum. Hér skipt- ast á fjallstindar, hcimrcigil, dafir, skógur og ár. Tveir skálar eru í Þórsmörk, Ferðafélagsskálinn í Langadal og skáli Austurleiðar h.f. í HúsadaJ. Minjar um mannabyggð eru í Þórsmörkinni. Mörkin er friðuð og á reyndar 60 ára friðunarafmæli í ár. Skógrækt ríkisins á miklar þcikkir skildar fyr- ir, því ella hefði Mörkin án efa orð- ið eyðingu að bráð. Vert er að benda ferðaíólki á að ganga um Þórsmörk ekki síður en aðra staði, með hinni mestu virð- ingu, ganga snyrtilega um að fara varlega með eld. Einnig skal bent á að Krossá getur verið viðsjárverð- ur farartálmi og ekki nema á færi vönustu manna að cika yfir hana. Því miður hefur glannaskapur kostað mannslíf þama, en það á að vera algjör óþarfi að efla í tvísýnu. Ef þið finnið gullkistu Þrasta: GERIÐ FJÁRMÁLARÁÐHERRA Eftir akstur um Eldhraun og Mýrdcilssand er komið til Víkur í Mýrdcil. Þeir í Vík hafa verið að vakna blessunarlega í ferðcimálun- um, enda hefur Mýrdcdurinn upp á margt óvenjulegt að bjöða. Núna alveg nýlega var opnuð þjónustumiðstöðin Víkursel, gist- ing í smáhýsum, sem áreiðaniega mun freista margra. Ekki er það verra að húsunum hefur verið komið fyrir í sérkennilegu Iands- lagi í nánd við fuglalífið í klettum VIÐVART og fjörum og í nánd við þjónustu- miðstöðina Víkurskála. I næsta nágrenni eru margir skoðunarstaðir og nægir þar að benda á Kötlutanga, syðsta odda landsins, Hjörleifshöfða, Dyrhóla- ey. Allir drangar og sker út af Dyr- hólaey eru friðlýst svæði af Nátt- úruverndarráði. Áður fyrr var þetta svæði talið syðsta landssvæði landsins, en nú er það semsé Kötlutangi, sem talinn er skarta þessari upphefð. Áfram er haldið að Skógum, og þar er Skógafoss, sem sjálfsagt er að skoða. Hann er 60 metra hár og af mörgum talinn „best hannaði foss landsins" eins og einn sér- fróður maður tjáði okkur (hann er reyndar húsagerðarmeistari). Skóg- aráin á upptök sín í Fimmvörðu- hálsi. Sagt er að Þrasi Iandnáms- maður (sbr. sagnorðið þrasa) hafi falið gullkistu sína undir fossinum. Finni einhver ferðalangur kistu á þessum slóðum er honum bent á að gera fjármálaráðherra viðvart! Vestmannaeyjar: HUNDRAÐ ÞÚSUND FERÐAMENN Á ÁRI Þeir í Vestmcinnaeyjum geta með nokkurri vissu talið ferða- mennina, sem til þeirra koma. Annað hvort koma þeir með Flug- leiðum, — nú eða þá Herjólfi. Hægt er að reikna út með nokkurri ná- kvæmni hversu margir farþegar eru Eyjaskeggjar, og afgangurinn eru ferðamenn og gestir í Eyjum. Og í Eyjum er svo sannarlega gott að dvelja. Á þessum stað er jafnvel samkeppni um ferðamenn- ina. Nýstofnuð er öflug ferðaskrif- stofa sem þegar hefur eignað sér drjúgan hlut, og Páfl Helgason gamalgróinn í ferðamcinnaþjón- ustunni, heldur áfram einn á báti. Vestmcinnaeyjar eru 15 hamra- eyjar, snarbrattar í sjó fram, allar til orðnar eftir neðansjávareldgos. Þær elstu eru raunar ungar jarð- fræðilega séð, eða 10 þúsund ára gamlar. Yngst er Surtsey, rétt lið- lega tvítug að aldri. 12 HELGARPÓSTURINN. Varla þarf að fara mörgum orð- um um eldgosasögu Vestmanna- eyja síðcrn. Þar varð eldgos í byggð fyrir 11 árum og þriðjungur hús- anna í bænum varð eídi, ösku og gjalli að bráð. Afleiðingar gossins eru sýnileg- ar ferðamönnum í dag, enda nauð- synlegt að vcu-ðveita eitthvað af því sem þetta heimsfræga gos leiddi af sér fyrir íbúana. En fleira er að sjá í Eyjum. Þarna er fuglalíf fjölskrúðugra en víðast hvar annars staðar, lundabyggðin er eins og heimsborg yfir að líta. í skoðunarferð með leiðsögu- manni um Heimaey mun sagan spretta fram í nánast hverju spori, þar með talið Tyrkjaránið 1627. Þá er sigling umhverfis Eyjamar ein- hver hin ágætasta skemmtun og eftirminnileg, ekki síst þegcir blásið er í trompettinn í „bláa hellinum" þeirra Eyjamanna, sem mun vera enn fegurri en sá sem ítalir státa af á Kaprí. í bænum sjálfum er margt að skoða, m.a. byggðasafnið í Safna- húsi bæjarins og hið merka sæ- dýrascdn Friðriks Jessen. í byggða- safninu er kanóna frá tímum Tyrkjaránsins, og þar eru 34 verk eftir meistara Jóhannes Kjarval. Matstaðir eru ágætir í Eyjum og nýbyggt hótel. Sjoppur og skyndibitastaðir eru margir, ein- hver ferðalangur sem var þar ný- lega sagðist hafa hætt að telja þá, þegar hann var kominn í tólf... Núna í ágústbyrjun er þjóðhátíð Vestmannaeyja, og þarf varla að minna á hana. Þangað flykkist fólk hvcuvetna cd landinu, enda er sú hátíð alltaf jafn mikið ævinfýri.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.