Helgarpósturinn - 19.07.1984, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 19.07.1984, Blaðsíða 9
Skrúður, hin dulúðuga ey: JÖTUNNINN GALDRAÐITIL SÍN HINAFRÍÐU PRESTSDÓTTUR Þegcir ekið er frá Reyðarfirði yfir í Fáskrúðsfjörð er komið að Kol- freyjustað, prestsetri héraðs'ns, og út á Vattarnesið. Þar blasir við eyj- an Skrúður, fagur og sérkennilegur hamragnúpur, sem rís hátt úr sae úti fyrir Reyðarfirði og Fáskrúðs- firði. í Skrúði er hellir mikill og í hon- um vatn. Nær hellir þessi langt inn í bjargið. Ekki er vfða hægt að lenda báti við Skrúð, en sagt er að sjómenn fyrri tíma hafi hleypt þar á Iand í illviðrum. Því miður er fátt um skoðunarferðir í eyna, en vissulega myndu ferðamenn hafa gaman af heimsókn þangað og er ferðcimálcimönnum eystra bent á þennan möguleika. Sama er að segja um Papey, þangað ættu endilega að komast á ferðir með ferðamannina, en tilboð um slíkt mun ekki vera til. Að sjálfsögðu fylgja Skrúði ýms- ar gamíar munnmælasögur cif jötni einum miklum, sem kallaður var Skrúðsbóndinn og bjó í hellinum. Sögðust sjómenn hafa farið inn í hellinn djúpt og komið þar að jám- grindum, sem lágu yfir hellinn þveran. Þar fyrir innan vom híbýli bóndans, sem sagður var hollvætt- ur sjómanna og annarra, sem vildu honum vel. Skrúðsbónda leiddist einlífið þegcu- frctm í sótti og segja gamlar sögur að hann hafi galdrað til sín prestsdótturina frá Hólmi í Reyð- arfirði, sem Vcir ung og fríð stúlka. Er ekki annað vitað en að samfarir þeirra hafi verið góðar og áttu þau eina stúlku bama, fríða mjög og ólíka hinum tröllvaxna föður. Er það hald sumra að hollvættir þess- ar búi enn í Skrúði, en ekki skal neitt fullyrt um það. Stöðvarfjörður: EINSTÖK STEINASÖFN Og áfram ökum við, og nú fram- hjá Hafnamesi, en þar var áður mikil verstöð, ein þeirra sem nú eru í eyði, og atlt þar til komið er að Stöðvarfirði. Gömlu nöfnin á aust- firsku kaupstöðunum virðast ekki eiga upp á pallborðið hjá fólki, því í raun heitir staðurinn Kirkjuból. Á Stöðvarfirði er útvegurinn alls ráðandi eins og viðast á Austfjörð- um. Þæna á staðnum er og að finna steinasöfn, sem vert er að fá að skoða. Fólk á götunni mun auð- veldlega geta bent á réttu staðina. Steinasöfnin, t.d. hjá henni Petru, em listilega upp sett í húsa- görðum og virkiiega eftirminnileg. Það er annars ekki lítill fjársjóður, sem Austfirðingar eiga í fjöllum sínum, enda hafa útlendingar látið greipar sópa í steinaríkinu, látið slípa steinana, eins og margir Austfirðingar gera reyndar líka. Væri ekki möguleiki á að nýta þetta sem smáiðnað í laiídi hér? Inn af firðinum er stutt dalverpi, grösugt og víða kjcirri vaxið. Breiðdalsvík: NÝTT OG GOTT HÓTEL Skammt fyrir innan Breiðdals- vík, sem er stutt frá Fáskrúðsfirði, tengist ferðamaðurinn loks hring- veginum að nýju, enda þótt sú staðreynd breyti í raun litlu á ferðcúaginu. Á leiðinni til Breiðdalsvíkur er Kambanes, nestáin sunnan Stöðv- arfjarðar, en þar gerðist það í seinni heimsstyrjöldinni að þýsk flugvél gerði árás á staðinn, og reyndar einnig á Breiðdalsvík. Slík- ar heimsóknir vom fátíðar á þess- um ámm, þeim mun meira um njósnaflug þýsku flugvélanna. í Breiðdalsvík er nú komið nýtt og gott hótel, Hótel Bláfell. 11 Vörumarkaður BH Hveragerði. Opið frá 9-22 alla daga vikunnar. Matvörur í miklu úrvali. Bensín, olíur og bifreiðavörur. Ferðavörur - grillkol og m.fl. Verið velkomin. Vörumarkaður Si Breiðumörk 21 Hveragerði, s: 4655 i. Veitiaga og ferðamannaverslun Opið daglega frá 9.30 - 23.30 í tilefni af eins árs afmæli Ársels bjóðum við nú upp á stórglæsi- cS legan SALATBAR til viðbótar ' við rétt dagsins í hádegi og á kvöldin. Fjölbreyttur sérréttaseðill. Kaffihlaðborð á sunnudögum. Ferðamannaverslun Allar nauðsynjar í ferðalagið. Mjólkurvörur, matvörur, hreinlætisvörur. Ávextir, tímarit, dagblöð, sælgæti, öl, ís, pylsur o.fl. Touristaverslun Minjagripir, póstkort, vegakort, ferðahand- bækur, listmunir og íslenskar prjónavörur. VORUHUS KA Selfossi HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.