Helgarpósturinn - 16.08.1984, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 16.08.1984, Blaðsíða 6
INNLEND YFIRSYN eftir Óla Tynes „Það er æðislega plottað núna,“ sagði einn þeirra sjálfstæðismanna sem Helgarpóstur- inn ræddi við til að reyna að fá einhverja hugmynd um stöðu og fyrirætlanir Sjálf- stæðisflokksins í ríkisstjórninni. Þingflokkur og flokksráð Sjálfstæðisflokksins sátu á fund- um í gær til að undirbúa viðræðurnar við framsóknarmenn um verkefnalista ríkis- stjórnarinnar og sjálfsagt hefur eitthvað verið minnst á hvort Þorsteinn Pálsson taki sæti í stjórninni. Helstu línur að viðræðum við Framsókn- arflokkinn hafa þegar verið lagðar. Það gerði Þorsteinn þegar hann flutti sína frægu ræðu í Varðarferðinni á Þingvöllum í júlí. Þar nefndi hann fimm atriði sem taka þyrfti ákvörðun um í viðræðunum við Framsókn- arflokkinn. Þessi fimm atriði voru í stórum dráttum: 1) Gengi verði áfram haldið stöð- ugu. 2) Bannið við vísitölutengingu launa verði framlengt. 3) Framleiðni í hefðbundn- um atvinnugreinum verði aukin og breytt verðmyndunarkerfi búvöru. 4) Fjármagni verði beint inn á nýjar brautir í atvinnuupp- byggingu, m.a. með breytingum á kerfinu. Jafnframt lögð áhersla á nýja samninga um orkufrekan iðnað og virkjun fallvatna. 5) Ríkisútgjöld verði ekki aukin. Ekki er búist við að stórágreiningur. verði um þessi atriði nema hvað varðar landbún- aðinn og ýmsar kerfisbreytingar. En þar má líka búast við töluverðri hörku. „Málefnalega er ekki svo langt á milli flokkanna nema í landbúnaðarmálum og hvað snertir SÍS,“ sagði annar sjálfstæðis- maður sem HP tálaði við. „Hvað snertir landbúnaðinn er ekki ljóst hve sjálfstæðis- menn ætla að ganga fram af mikilli hörku. Þeir eiga líka í vandræðum með framsókn- armennina í Sjálfstæðisflokknum, menn eins og Pálma á Akri sem vill sem minnstar breyt- ingar og eyðir tíma sínum í að skrifast á við Reykjavíkurbréf Moggans um landbúnaðar- pólitíkina. Það má allavega búast við að framsóknarmenn standi nokkuð fastir fyrir og þá er spurning hvort sjálfstæðismenn • Helst búist viö átökum um SIS og landbúnadinn í viörœd- um stjórnarflokkanna Mikid ,,p!ottaö“ sækja þetta af slíkri hörku að valdi stjórnar- slitum." SÍS er líka viðkvæmnismál fyrir framsókn- armenn og það líður varla svo dagur að Morgunblaðið hnýti ekki eitthvað í sam- steypuna. Talið er fullvíst að þegar hann talaði um kerfisbreytingar hafi Þorsteinn meðal annars verið að ræða um rekstrar- fyrirkomulag samvinnuhreyfingarinnar. „Það var dálítið ýjað að þessu á síðasta landsfundi," sagði einn sjálfstæðismann- anna. „Þar var til dæmis lögð til frjáls starf- semi verktaka á Keflavíkurflugvelli. Verktakar þar hafa verið ein af lífæðum Sambandsins. Árið 1982 var hagnaðurinn einar fimmtíu milljónir svo að Sambandið hirðir þar stórar tekjur." Það má telja frekar ólíklegt að Framsókn vilji gefa eftir marga slíka pósta. „Ef sjálfstæðismenn brydda upp á þessu verður auðvitað að ræða málið,“ sagði einn framsóknarmannanna sem rætt var við. „Það er hinsvegar alveg ljóst að Framsókn- arflokkurinn mun aldrei fallast á að Sam- vinnuhreyfingin verði skorin niður við trog. Það verður að hafa í huga að framsóknar- menn líta ekki á Sambandið sem stórgróða- fyrirtæki eða auðhring heldur hugsjón. Mönnum hafa sviðið skrif Morgunblaðsins um Sambandið og yfirleitt finnst mörgum framsóknarmönnum að Mogginn sé lítið óvægnari í stjórnarandstöðu en Þjóðviljinn." „Ég á ekki von á að það verði svo harðar deilur útaf nokkru máli að til stjórnarslita korni," sagði annar framsóknarmaður. Báðir flokkarnir telja svo mikilvægt að geta haldið áfram aðgerðunum í efnahagsmálum, sem þeir eru í grundvallaratriðum sammála um, að það má mikið á ganga til að annarhvor þeirra segi sig úr stjórninni." Undanfarnar vikur og mánuði hafa menn mikið velt því fyrir sér hvort Þorsteinn taki sæti í ríkisstjórninni og Þjóðviljinn hefur skemmt sér við að stinga upp á hinum og þessum ráðherrum sem gætu staðið upp fyrir honum. Viðmælendur HP úr röðum sjálfstæðis- manna voru sammála um að litlar líkur væru á að einhver viki úr sæti fyrir honum. „Ég hef að vísu heyrt að Matthías Bjarnason hafi verið að íhuga að draga sig í hlé og láta Þor-. steini eftir sitt sæti,“ sagði einn þeirra. „En eftir að Friðrik Sophusson flutti sína frægu ræðu hafi það verið úr sögunni vegna þess að Matthías hafi ekki viljað láta menn halda að verið væri að ýta honum burt.“ Þá hefur verið nefndur sá möguleiki að ríkiksstjórnin verði stokkuð upp, án kosn- inga, og Þorsteinn yrði forsætisráðherra og veldi sér svo sína menn. Ekki er víst að fram- sóknarmönnum þætti það góður kostur og ýmsir þeirra sjálfstæðismanna sem rætt var við voru ekki yfir sig hrifnir heldur, þótt á öðrum forsendum væri. „Ég held að þessi ríkisstjórn ætti að starfa óbreytt út kjörtímabilið," sagði einn þeirra. „Það er vafasamt að Þorsteinn hefði nokkuð upp úr því að koma inn í miðri vertíð. Þar að auki er hægt að pressa framsóknarmenn meira í samningum ef þeir eiga á hættu að missa forsætisráðuneytið." Sjálfstæðismennirnir voru sammála um að staða Þorsteins innan flokksins væri alveg bærilega sterk, þótt hann gegndi ekki ráð- herraembætti, og að hann ætti ekki í nein- um erfiðleikum með að „stjórna" sínum ráðherrum þótt hann stæði hvorki jafnfætis þeim að metorðum né aldri." „Það er bara ekkert inni í dæminu hjá Þor- steini að fara í ríkisstjórn og það hefur hann sagt," segir einn af þingflokksmönnum Sjáif- stæðisflokksins." Ef hann ætlaði inn þá færi hann inn. Þetta apparat sem heitir Sjálfstæð- isflokkur er þannig gert að formaðurinn fær það sem hann vill. Það er engin sérstök ástæða fyrir hann að fara inní ríkisstjórnina núna því samkomulagið við ráðherrana er gott. Ef einhver brotalöm væri á því gegndi kannski öðru máli. En Þorsteinn er bakhjarl í öllum verkum og ákvörðunum flokksins og hann munar ekkert um að bíða eftir næstu kosningum." ERLEND YFIRSYN Frá því lýðræðisstjórn tók við völdum í Ar- gentínu fyrir rúmum átta mánuðum, eftir óstjórn og harðstjórn herforingja í næstum áratug, hefur eitt meginverkefni Raúls Alfon- síns forseta og ráðherra hans verið að leit- astvið aðná tökum á skuldabagganum sem herforingjarnir bundu argentínsku þjóðinni á valdaferli sínum. Erlendar skuldir Argen- tínu slaga hátt í 45 milljarða Bandaríkjadoll- ara, þær eru flestar við einkabanka, einkum bandaríska, og vaxtakjör öllu þyngri en hjá öðrum stórskuldugum löndum. Á mótum ársfjórðunga, bæði í vor og á mið- ju sumri, hefur að nafninu til verið komist hjá meiriháttar vanskilum á skuldum Argentínu með bráðabirgðaráðstöfunum af hálfu lánar- drottna. Viðleitni Bernardo Grinspun, efna- hagsmálaráðherra landsins, til að komast að Scunkomulagi til frambúðar um lengingu lána og vægari lánskjör að öðru leyti hefur eng- an árangur borið. Meginástæðan er að stjórn Argentínu vill ekki sæta þeim kostum sem framkvæmdastjórn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins hyggst setja henni um stefnu í efnahagsmálum. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn krefst þess að argentínska stjórnin taki upp stranga aðhalds- og samdráttarstefnu. Stjórn Alfonsíns hafn- ar því að láta segja sér svo fyrir verkum. Hef- ur forsetinn hvað eftir annað lýst yfir, að hann muni ekki gera neinar þær ráðstafanir að kröfu lánardrottna Argentínu, sem hann telji bæði óréttlátar og til þess fallnar að grafa undan innanlandsfriði og tefla þar með í hættu nýendurreistu lýðræði. í gær gerðist það svo, að fulltrúar 300 banka ákváðu á fundi í New York að neita Argentínu um 125 milljóna dollara lán til að koma eldri lánum í skil. Var þessi ákvörðun rökstudd með því, að ekki hefði enn tekist' samkomulag um ráðstafanir í argentínskum fjármálum og efnahagsmálum milli stjórnar landsins og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Greiniiegt er af þessari afstöðu, að stór- bankarnir hyggjast láta sverfa til stáls í átök- unum við Argentínu áður en kemur til aðalfunda gjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabank- ans í næsta mánuði. Á þeim fundum mun á það reyna, hvort ofan á verður sú afstaða lánardrottna, að fjárhagssjónarmið og tækni- eftir Magnús Torfa Ólafsson Alfonsín forseti hafnar kröfum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins Lánardrottnar hyggjast sýna Argentínustjórn í tvo heimana legar reglur fjármálastofnana skuli ráða með- ferð stórskuldanna sem hlaðist hafa upp hjá ríkjum þriðja heimsins, eða hvort tillit skuli tekið til þess sjónarmiðs skuldaranna, að um sé að ræða jöfnum höndum pólitískt og fjárhagslegt vandamál, sem taka verði á frá báðum þeim hliðum í senn. Strax í gær sýndi sigað skuldavandinn er ekki einskorðaður við Rómönsku Ameríku, þótt þar séu fjárhæðirnar mestar. Stjórn Zam- bíu í sunnanverðri Afríku lýsti þá yfir, að rík- ið gæti ekki lengur staðið í skilum með greiðslur af skuldum sem nema hálfum fimm- ta milljarði dollara. Er þó búið að ganga frá tiltölulega háu láni Alþjóða gjaldeyrissjóðsins til Zambíu, auk þess sem bankar hafa samið við stjórnvöld þar um linuð greiðslukjör og ýmis ríki heitið aukinni efnahagsaðstoð. Skuldir ríkja Rómönsku Ameríku við lána- stofnanir í Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu eru taldar nema 350 milljörðum dollara. í júní komu ráðherrar og fjármálastjórar ellefu þessara ríkja, sem svara eiga fyrir 315 millj- arða af skuldahrúgunni, saman til ráðstefnu íCartagenaí Kólumbíu.Fyrir þann fund létu sumir skuldaeigenda í Ijós grunsemdir um, að verið væri að undirbúa samtök stórskuld- ugra ríkja um að hóta lánardrottnum greiðslu- falli, sem setja myndi fjármálakerfi hins vestræna heims gersamlega úr skorðum, ef ekki væri orðið við kröfum um skuldaaf- skriftir og vaxtalækkun. Cartagenayfirlýsing skuldugu ríkjanna ýjaði ekki að slíkum örþrifaráðum. Þess í stað var boðaður tillöguflutningur um meðferð skuldamála, bæði á sviði alþjóðastofnana og í skiptum þrónunarlanda og iðnríkja. Sett- ar voru fram viðmiðanir, sem ríki Róm- önsku Ameríku munu í sameiningu leitast við að fá viðurkenndar við að greiða úr skuldaflækjunni. Þar er sumpart um að ræða breytt lánskjör, sér í lagi aðrar vaxtaviðmiðanir en þá há- vexti sem greiðsluhallinn á ríkissjóði Banda- ríkjanna hefur haft í för með sér fyrir dollaralán á breytilegum vöxtum. Engu minni áhersla er lögð á að viðskiptakjör og fríverslun sé í því horfi.að skuldugu ríkjun- um sé unnt að afla sér með viðunandi móti tekna til að standa straum af skuldum. Loks er krafist umbóta á starfi og breytinga á regl- um Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þannig að hon- um sé gert að taka í skilmálum sínum fyrir fyrirgreiðslu við skuldug ríki tillit til þarfa þeirra á að auka framleiðslu og halda uppi atvinnu. Þessi krafa er samhljóða meginsjónarmiði Alfonsíns Argentínuforseta og ráðherra hans í togstreitunni við framkvædastjórn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Ákveðið var í Cartagena að koma upp skrifstofu fyrir samstarf að því að fylgja eftir yfirlýsingunni, sem þar var gef- in út. Skrifstofunni var valinn staður í Bue- nos Aires, höfuðborg Argentínu, og þar koma ráðherrar aðildarríkja saman á ný til að ráða ráðum sínum fyrir aðalfundi Alþjóða bankans og gjaldeyrissjóðsins. Ákvörðun fulltrúa bankanna 300 um að neita Argentínu um fyrirgreiðslu, sem er mun smærri í sniðum en fyrri tilhliðranir, er fyrst og fremst tilraun til að knýja Alfonsín for- seta til að sætta sig við skilmála Alþjóða gjaldeyrissjóðsins fyrir aðalfundina í næsta mánuði. Væru samtök ríkjanna sem saman komu í Cartagena þar með að verulegu leyti sígruð fyrirfram. Argentínustjórn er ekki líkleg til að beygja sig fyrir slíkri hótun. Vera má að Aregntínumenn verði nú að greiða innflutn- ing út í hönd, en það ætti ekki að vera þeim ofviða næsta mánuðinn, þar sem lifnað hef- ur yfir útflutningi landbúnaðarafurða þeirra. Álfonsín hefur beitt sér fyrir viðræðum rík- isstjórnar, verkalýðsfélaga og atvinnurek- enda um hversu langt sé unnt að ganga til að mæta kröfum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, en þó án þess að valda efnahagskreppu í land- inu, en henni gaeti hæglega fylgt nýtt upp- lausnartímabil. Áður hafði forsetinn náð samkomulagi við peronista, helsta flokk stjórnarandstöðunnar, um samvinnu á þingi í þágu efnahagslegrar og fjárhagslegrar end- urreisnar. Stjórn Alfonsíns stendur nú í miðju réttar- farslegu uppgjöri á ógnarstjórn hersins og af- brotum hryðjuverkahópa. Lítið má útaf béra, til að allt fari þar úr böndurn. Annars vegar er herinn, hins vegar aðstandendur þúsunda manna, sem murkað var úr lífið í pyndingaklefum. Efnahagskreppa að kröfu lánardrottna, sem voru hinir liprustu við herforingjastjórn- irnar meðan þær sátu að völdum, væri dauð- adómur yfir stjórn Alfonsíns. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.