Helgarpósturinn - 16.08.1984, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 16.08.1984, Blaðsíða 18
KVIKMYNDIR Margþœtt meistaraverk eftir Ingólf Margeirsson REGNBOGINN: Fanny og Alexander Sænsk. Árgerð 1983. Myndataka: Sven Nykvist. Tónlist: Daniel Bell, B. Britten. Schumann. List- ræn stjórn: Anna Asp. Leikbúningar: Marik Vos. Sýningartími: 188 mínútur. Aðalhlutverk: Ewa Fröling, Jarl Kulle, Allan Edwall, Jan Malmsjö, Harriet Anderson, Erland Josephson, Gunn Wállgren, Pernilla Allwin, Bertil Guve, Börje Ahlstedt og m. fl. Framleiðandi: Jörn Donner (Cinematograph, Svenska Filminstitutet, sænska sjónvarpið TV 1 /Gaumont (Parisl/Personafilm, Tobis Filmkunst). Handrit og leikstjórn: Ingmar Bergman. Ingmar Bergman segir m.a. í grein um kvikmyndasköpun sem hann skrifaði í franska kvikmyndaritið Cahiers du Cinema árið 1956: „Amma mín bjó í gamalli íbúð í Uppsölum. Ég var vanur að skríða undir matarborðið, og þaðan hlýddi ég á raddir sólargeislanna sem stafaði inn um háa glugg- ana. Sólargeislarnir mjökuðust stöðugt, bjöllur dómkirkjunnar glumdu, geislarnir þokuðust áfram og hreyfing þeirra varð lík- ust hljóðb" Byrjunaratriði Fanny og Alexander gæti verið kvikmyndað eftir þessari tilvitnun í tæplega 30 ára gamla greinina; þannig hefst króníka Bergmans um Ekdahl-fjölskylduna í Uppsölum. Arið er 1907, það er aðfanga- dagskvöld og einn af öðrum eru fjölskyldu- meðlimirnir kynntir í makalausum, hárnákvæmum atriðum. Helena Ekdahl (Gunn Wállgren), ættarhöfuð og fyrrum leikkona, hlý og vís, synir hennar Gustav Adolf (Jarl Kulle) kvennabósi, veitingahúseigandi og lífskúnstner og Oscar (Allan Edwall) , leikhússtjóri og faðir barnanna Fanny (Pernilla Allwin) og Alexander (Bertil Guve). Að ógleymdum þriðja bróðurnum, Carl (Börje Ahlstedt), prófessor, alkóhólista og undirmálsmanni. Konur þeirra bræðra eru allar eftirminnilegar; fremst stendur Emilie (Ewa Fröling) en saga hennar og barnanna verð- ur að söguþræði myndarinnar sem spinnur sig út úr fjölskyldusögunni. Oscar, maður Emilie,gefur upp andann eftir hjartaslag við æfingar á Hamlet. Þegar við jarðarförina kemur biskupinn, Edvard Vergérus (Jan Malmsjö) sér í mjúkinn hjá hinni ungu ekkju og hún játast honum skömmu síðar, illa á sig komin í raunum sínum. Við fylgjum síðan Emilie og börnum hennar Fanny og Alex- ander í hinu nýja umhverfi á prestssetrinu þar sem strangleiki, tilfinningakuldi og ótti sitja í fyrirrúmi. Emilie sér eftir glappaskot- inu að kvænast klerkinum og leitar ásjár hjá móður sinni. Hún fær gamlan vin fjölskyld- unnar, gyðinginn ísak (Erland Josephson) til að ná Fanny og Alexander með brögðum frá prestssetrinu. Systkinin dvelja um stundar- sakir í fornminjaverslun ísaks, presturinn brennur inni á setrinu og aftur sameinast Ekdahl-fjölskyldan. Tvöföld skírnarveisla er haldin; Emilie hefur fætt dóttur prestsins, og ein vinnukonan átt barn með hinum lífskáta Gustav Adolf sem heldur stórkostlega ræðu í lokin um lífsgleði hinnar jarðbundnu tiiveru. Þetta er þráðurinn í hnotskurn en allt ósagt um myndina. Ingmar Bergman hefur lýst því yfir að Fanny og Alexander sé sín síðasta mynd. Hvort sem sú er ástæðan eður ei, hefur hann með þessari mynd, sem er að áliti undirritaðs hans besta, reist bautastein um eigið líf og list, en jafnframt ort óð til allra þeirra sem hann á sköpun sína að þakka, samferðamanna jafnt sem listamanna sem hvað mest hafa haft áhrif á hann. Eins og fram kom í upphafi þessarar grein- ar notar Bergman brot úr æsku sinni í nat- úralískri frásögn um Ekdahl-fjölskylduna. Sagan er séð með augum barnsins, eins konar afturhvarf Bergmans til einfaldleik- ans, hugmyndaflugsins og draumsins. Um miðja mynd, við dauða Oscars, föður barn- anna, brýtur Bergman upp hina natúralísku sögu og vefur yfirnáttúrulegum, táknrænum senum inn í atburðarásina. Það er áhorfand- ans að ákvarða, hvort þarna sé symbólík á ferðinni eða hugarflug Alexanders, fantasía barnsins. Því meir sem tengsl frásagnarinn- ar við veruleikann gliðna, þeim mun draum- kenndari verður atburðarásin og Bergman frjálsari við að koma hugsunum sínum til skila. í lokasenunni situr Helena gamla Ekdahl með nýútkomið leikrit Strindbergs „Draum- leik“ í höndunum og les: „Allt getur gerst. Tími og rúm fyrirfinnast ekki. Á glitrandi bakgrunni veruleikans breiðir hugmynda- flugið úr sér og vefur ný form!“ Tilvitnun í Strindberg er engin tilviljun. Kvikmyndin er að stórum hluta til lofsöngur Bergmans til Strindbergs og Draumleiksins. (Undarleg til- viljun að Ett Drömspel var frumsýnt í Sven- ska Teatern 1907, sama ár og Fanny og Alexander gerist.) Ef maður tæki stórt upp í sig, mætti segja að allar helstu myndir Berg- mans væru byggðar á Draumleik Strindbergs; niðurstigningu dóttur Indra til jarðarinnar og ferðalagi hennar meðal mannanna. Þegar Strindberg hafði horft á lokaæfinguna á leikriti sínu Föðurnum í Kaupmannahöfn, skrifaði hann til vinar síns: „Mér finnst ég ganga í svefni; líkt og líf og skáldskapur renni saman. Ég veit ekki hvort Faðirinn er ljóð eða hvort líf mitt hefur verið það...“ Á líkan hátt setur Bergman fram boðskap sinn sem draumleik, en þrátt fyrir allt á raunsærri og fjölbreyttari hátt en í mörgum fyrri myndum sínum. Því Fanny og Alexander er undarleg blanda af erótískum gamanleik, natúralísku drama, symbólísku raunsæi (í ætt við Tsekóv, sérstaklega senurnar í sum- arhúsi Ekdahl-ættarinnar) og sorgarleik. Þessi blanda reynir stundum á þolinmæði áhorfandans og er á köflum hreint Bergman- lexíkon; þarna má finna atriði úr flestum fyrri myndum Bergmans; lífsgleðina og eró- tíkina úr Brosi sumarnœturinnar (1955), dauðann og tímann úr Sjöunda innsiglinu (1956), uppreisn æskunnar í Sumarid med Móníku (1953), súrrealismann úr Smultron- stallet (þýðingu vantar) (1958) og lífsblekk- inguna úr Andlitinu (1959). Ingmar Bergman ritaði eitt sinn að hann liti fyrst og fremst á sig sem töframann, vegna þess að kvikmyndatæknin byggðist á blekkingu; með því að renna filmu gegnum sýningarvél væri augað blekkt og sæi hreyf- ingu. Hann hefur ennfremur oft lýst fyrstu skuggamyndavélinni sem hann fékk sem drengur, laterna magica, sem gekk fyrir steinolíu og með litlum strompi (Alexander á eina slíka í myndinni); þegar í æsku birtust þessir galdrar honum. í Fanny og Alexander er fjallað um mann- lífið sem blekkingu og draum, sem og í mörgum fyrri myndum Bergmans. Berg- man, líkt og Strindberg, lætur best að kljást við lífsgátuna í formi draumsins og hins yfir- náttúrulega. „Ég skrifa best þegar ég er haldinn ofskynjunum," ritaði Strindberg vini sínum, norska rithöfundinum Jonas Lie 1884. • En maðurinn getur ekki leyst lífsgátuna; hann getur aldrei fundið fullgildar sannanir fyrir tilvist Guðs eða öðlast tryggingu fýrir framhaldslífi. Gagnvart lífsgátunni stendur maðurinn sem barn, líkt og Alexander í mynd Bergmans. Öll heimspekileg atriði í Fanny og Alexander eru séð með augum barnsins. „Þegar maðurinn getur ekki út- skýrt veruleikann, tryllist hann af reiði," segir Aron, sonur ísaks, við Alexander. Full- orðna fólkið í myndinni leitar heldur ekki svara við eilífðarspurningunni; það lifir og hrærist í daglegu amstri og lætur hverjum degi nægja sína þjáningu. í ræðu sinni til leikhúsfólksins segir Oscar leikhússtjóri að hinn litli heimur leikhússins eigi að endur- spegla stóra heiminn fyrir utan. Bróðir hans Gustav Adolf segir í skírnarræðu sinni að veröldin eigi að vera auðskiijanleg og að við eigum ekki að kryfja gátur tilverunnar. Hin dásamlega mynd Bergmans, sem reyndar er ótæmandi brunnur visku og skemmtunar, er gerð af einstakri fag- mennsku. Kvikmyndataka Sven Nykvist er örugg, nákvæm og missir aldrei tökin á efn- inu. Hin listræna umgjörð Anna Asp er full- komin, maður sýpur hreinlega hveljur af hrifningu þegar inn á stórmannleg heimili Ekdahl-fjöískyldunnar kemur og skelfur af hrolli á geldu, köldu prestssetrinu. Litirnir eru líka mikilvægir í þessari mynd; takið eft- ir því hvernig litir búninganna spila alltaf með eða á móti umhverfinu! Fanny og Alexander er listrænt stórvirki. Ef hún verður síðasta kvikmynd Bergmans þá er hún stórkostleg kveðja eins stærsta leikstjóra heims á þessari öld. Fanny og Alexander er allt í senn: Stórfengleg fjöl- skyldusaga, hlaðin lífsgleði, erótík, íróníu, sorg og einsemd. Hún gefur tregablandna innsýn í æskuheim Bergmans og er persónu- legur óður hans til áhrifavalda í listinni, sér- staklega Strindbergs. Ennfemur er Fanny og Alexander djúptæk meðhöndlun á tiivist mannsins og glímu hans við lífsgátuna, og lit- ríkur lofsöngur til lífsins. Það er sárgrætilegt til þess að hugsa að þegar jafn mikilfenglegt kvikmyndaverk berst um síðir til landsins þá skuli forráða- menn Regnbogans sýna þessu listaverki (og áhorfendum) jafn mikla lítilsvirðingu og raun ber vitni. Kópían er stórskemmd á köfl- um, sérstaklega hljóðbandið, textarnir eru danskir (og oft ónákvæmir) og prógrammið grátleg della. En þrátt fyrir þessa vankanta hvet ég alla til að sjá þetta verk Bergmans sem ber ægishjálm yfir allar aðrar kvik- myndir sem ganga í kvikmyndahúsum borg- arinnar. JAZZ Meistari Miles og gestur frá Austurríki eftir Vernharö Linnet \ Á mánudagskvöldið kemur mun ágætur austurrískur djasspíanisti, Peter Ponger, halda einleikstónleika í Norræna húsinu þar- sem hann leikur eigin verk og djassstand- arda ss. Giant Steps eftir John Coltrane. Peter fæddist árið 1950 í Vín og lauk þar námi frá Jazz-Konservatorium der Stadt Wien árið 1974. Framhaldsnám stundaði hann svo við Juilliard School of Music í New York á árunum 1980—82. Áðuren hann hélt til Bandaríkjanna hafði hann m.a. leikið með Doldingers Passports og saxafón- snillingnum Dave Liebman (sem lék um tíma með meistara Miles), Steve Grossmann og Leo Wright, einnig flautuleikaranum Jeremy Steig. Eftir að hafa lokið námi gaf hann út hljómplötu með eigin verkum þarsem hann lék einn: Until TheSky (WEA A 24-0021-1). Þar skiptist á rómantísk impressjónísk fegurð og sterkur rýþmi í verkum einsog titillaginu og Africa, sem hann mun ábyggilega leika á þessum tónleikum. Spuninn er Peter Ponger mikils virði og hann hefur unun af að leika gott bíbopp. Það hafa margir ágætir evrópskir djasspíanistar haldið einleikstónleika í Norræna húsinu, ss. sá norski Ketil Bjornstad, hinn sænski Per-Henrik Wallin og nú í sumar píanósnillingurinn franski Martial Solal. Veri Peter Ponger velkominn í þennan hóp og vonandi láta þeir sig ekki vanta er unna góðum píanóleik. Miles Davis: Decoy (CBS 25951). Dreifing: Steinar hf. Sumum er sáu tónleika Miles Davis frá Montmartre í Kaupmannahöfn í sjónuarpinu okkar í sumar fannst lítið til koma og héldu helst að meistarinn væri búinn að vera. Svo er þó sannarlega ekki og sannar nýja skífan hans Decoy það. Þarna í Höfn sumarið 1982 var hann sjúkur maður. Síðasta skífa hans á undan þessari Star People (CBS 25395) var ein besta skífa hans í rúman áratug en Decoy slær henni við og er þar einna mestur hlutur gítarleikarans John Scofields, sem nú hefur endanlega tekið sæti Mike Sterns. Bill Evans saxafónleikari er aðeins í tveimur ópusum, annars blæs Branford Marshalis í sópraninn. Evans er nú hættur með Davis og hefur Bob Berg tekið sæti hans, en hann þekkja margir fyrir harðan blástur með Kenny Drew og John McNeil. Það má skipta skífu þessari í tvö horn. Á fyrri hliðinni er hún léttfönkuð og þar ræður nokkru frændinn illræmdi frá fyrstu skífu Miles Davis eftir endurkomuna: The Man with The Horn (CBS 84708). Sá heitir Robert Irwing III og semur bæði og leikur á ýmis raf- tæki. Seinni hliðin er öll þyngri og betri og þar er samvinna Davis og gítarleikarans John Scofields náin. Upphafsverkið er samnefnt skífunni: Decoy og er samið og útsett af Irving og á Davis þar góðan dempaðan sóló; stðan tekur við örstutt boppfrasering eftir Davis og Irw- ing: Robot415 — ætli Davis beri ekki ábyrgð á boppinu og Irwing fönkinu. Code M.D. er eftir Irwing og blæs Davis þar sterkan opinn sóló. Síðunni lýkur á verki Davis: Freaky Deaky, þarsem Davis þenur hljóðgervil yfir göngubassa rafkynslóðarinnar. Heldur litlaust. Strax og skífunni er snúið við er annað uppá teningnum. Tvö verk eru frá tónleik- um í Montreal og er Bill Evans þar á sópran- inn. Þau heita What It Is og That’s What Happened og eru skrifuð af Davis og Sco- field. Þarna er krafturinn mikill — samspuni á stundum og allir sólóar markvissir. Lopinn er ekki teygður í hið óendanlega einsog stundum áður. Davis blæs meiraðsegja tóna- raðir einsog á Antibes skífunni frægu. Á milli þessara tveggja verka má finna það verk er lengst er og best á skífunni: That's Right eftir Davis og Scofield og útsett af Gil Evans í samvinnu við Davis. Það er seiðandi blústilfinning í ópusnum og Davis fer á kost- um í urgandi einleik, sömuleiðis er tónn Sco- fields urgandi en Branford Marshalis er andstæða þeirra — mjúkur og tær á sópraninn. MiIIi einleikskaflanna eru stutt Evans skrif einsog þau gerast best. Eitt besta verk er Davis hefur hljóðritað síðan Get Up With It kom út. Það kom ekki mikið af þessari skífu til landsins, en vonandi verður haldið áfram að flytja hana inn, því enginn Davisgeggjari má láta hana vanta í safnið. 18 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.