Helgarpósturinn - 16.08.1984, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 16.08.1984, Blaðsíða 12
YFIRHEYRSLA nafn: Páll Sigurösson fæddur: 9. nóv. 1925 heimilishagir: Kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur; 5 börn HEIMILI: Stigahlíð 89 staða: Ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu bifreið: Subaru árg. '83 MÁNAÐARLAUN: 51.000 áhugamáL: Þjóðmál og alþjóðaheilbrigðismál Tillögurnar eftir Ómor Friðriksson myndir: Kristjón ingi Tillögur áfengistnálanefndar um sérstakt átak í áfengismálum sem kunngerðar voru fjöiiniðlum si. mánudag hafa vakiö feikilega athygli. Markmiðið er að draga úr heildarneyslu áfengis en mörgum finnst þær nær eingöngu bjóða bönn og þrenging- ar ýmisskonar. Hér er aðeins um áfangatillögur að ræða og mun nefndin halda áfram starfi við mótun heildartillagna um þessi mál. Páll Sigurðsson ráðuneytis- stjóri er formaður nefndarinnar og hann svarar fyrir sig í yfírheyrslu HP í dag. — Hver var aðdragandinn að störfum þessarar nefndar? „Wngsályktunin sem var upphaf þessa alls var samþykkt ‘81 en svo var ekkert gert í málinu fyrr en seint á árinu ‘82 er ríkisstjórn- in tók þetta mál upp og ákvað að skipa nefndina og gerði sérstaka samþykkt um áfengismál. Hún varð alls 19 manna með starfsmanni, var skipuð í maí ‘83 og fékk það hfutverk að gera bráðabirgðatillögur á fyrstu starfsmánuðum sínum sem hægt væri að hrinda í framkvæmd strax. Tillögur hennar um átak í áfengismálum voru svo sendar heilbrigðisráðherra í nóv- ember ‘83. Aðrar tillögur um átak í vímu- efnamálum voru sendar ráðherra í febrúar á þessu ári. Hvorutveggja tillögurnar hafa ver- ið sendar ríkisstjórninni en ég veit ekki hvortþær hafa verið ræddar þar, ekkert hef- ur verið framkvæmt af þeim enn.“ — Voru fyrirmæli nefndarinnar skýr? „Já. Þau voru mjög skýr.“ — Af hverju komu tillögurnar ekki fyrir sjónir almennings fyrr en nú? „Nefndin taldi að ríkisstjórnin myndi fjalla um þær og kynna. Þegar sýnt þótti í vor að lítið yrði gert með þær fór nefndin þess á leit við heilbrigðisráðherra að fá að kynna tillög- urnar á blaðamannafundi. Hann féllst svo núna á að það yrði gert. Ég held að það hafi ýtt undir þetta að eitt dagblaðanna birti til- íögur eignaðar nefndinni sem voru ekki til- lögur nefndarinnar heldur vinnuplögg sem verið höfðu í gangi í nefndinni." — Hefurðu hugmynd um af hverju ráð- herrar hafa ekkert aðhafst? „Ætii það sé ekki einsog alltaf gerist í sam- bandi við áfengismál að menn eru mjög áhugasamir um að flytja allskonar stefnuyf- irlýsingar en þegar til framkvæmda kemur þá næst ekki samkomulag um hvernig standa beri að þeim.“ — Áfengismál hafa gjarna verið mikil tilfinningamál. Var ekki erfitt að stýra svona stórri nefnd? „Tillögurnar eru unnar af nefndinni í heild. En hún skipti sér líka niður í þrjá vinnuhópa sem hver fékk sitt ákveðna verksvið varðandi nánari útfærslu. Ég get ekki sagt að það hafi verið erfitt að stjórna nefndinni þó að á stórum fundum vilji oft margir tala og tjá sig um máiin, en við höfum líka haft mjög góðan starfsmann sem undir- bjó fundina vel og aflaði gagna, og fleiri hafa raunar komið nálægt því. Svo lagði ég ríka áhersiu á að þingsályktunin yrði höfð að leiðarljósi. Það var ekki verið að óska eftir skoðunum nefndarmanna á áfengismáium almennt, heldur hvernig best mætti fram- kvæma þingsályktunina og aðalmálið í henni er að draga úr heildarneysiu áfengis, hvort sem mönnum iíkar það eða ekki.“ — Mörgum þykja tillögurnar nánast einskorðaðar við bönn og þrengingar af öllu tagi. Er það í beinu framhaldi af þessari þingsályktun? „Gert var ráð fyrir að þessar bráðabirgða- tillögur yrðu framkvæmanlegar innan nú- verandi lagaramma svo ekki þyrfti að breyta neinum lögum og tefja málið með löngum deilum sem slíkt gæti valdið í þingi. Jafnframt bentum við á ýmislegt sem við- gengst í trássi við gildandi iög, svo sem í sambandi við bjórinn, og fjölmiðlar hafa slegið upp. Nefndin hefur ekki tekið neina afstöðu til þess hvort skynsamlegt sé að selja bjór á íslandi. Hún á eftir að marka tillögur varðandi bjórinn því hér er einungis bent á að giidandi lagaákvæði banni bjórsölu og að það sé verið að brjóta lög með því að selja hann.“ — Var mikill ágreiningur í nefndinni um þessi mál öll? „Nei. Það gekk betur að koma þessum til- lögum saman en ég átti von á. Það byggðist kannski á því að gengið var út frá ákveðnum forsendum um hvað við ættum að gera.“ — Takmarkaður aðgangur að áfengi, fremur en nú er, gæti þýtt stórfellt tap fyrir ríkissjóð. Er ekki vita vonlaust að leggja slíkar tillögur fyrir ráðamenn? „Markmið einkasölu er bæði að ráða því hvernig fólk nær í áfengi og að ráða því hverjir það eru sem hagnast á áfengissölu. Það hafa ríkt hömlur á að hægt sé að nálgast áfengi vegna þess að menn telja að það dragi úr neyslunni. Og þetta má staðfesta með samanburði við önnur lönd. Ríkið hefur tek- ið þessa stefnu og við höfum ekki neinar aðr- ar tillögur en að gera þetta svona og beita aðferðinni af meiri krafti.“ — Þið ieggið til að umboðsmannakerf- ið verði lagt niður? „Já. Um það urðu töluverðar umræður og við öfluðum uppiýsinga um fjölda umboðs- manna, hver hefði hvaða umboð og þess háttar, en það gekk ákafiega erfiðlega að afla þessara upplýsinga því Áfengisverslunin var tregaðgefa þær upp.Við fengum þó að vita hversu mikið þetta væri umfangs, en þó fengum við ekkert að vita hver umboðslaun- in væru. ÁTVR hefur engar upplýsingar um það." — Komu þær upplýsingar sem þið þó fenguð að einhverju leyti á óvart? „Kannski helst hversu margir hafa umboð og hvað stærstu umboðin fiytja gífurlega mik- ið inn. Hvað þetta er mikið fjárhagslegt mál fyrir stærstu umboðin. Og þarna erum við að berjast við mikinn risa í áróðri þar sem eru áfengisframleiðendurnir sem eyða miklu meira fé í áróðurinn en við höfum nokkurn kost á að setja í upplýsingar á móti. Við teij- um líka að skilgreina þurfi hvað sé auglýs- ing á áfengi því að umboðsmenn auglýsa áfengi þótt það sé lögbrot. Hafa áróður í frammi á ýmsan hátt. Þetta hefur verið látið óátaiið, en þetta eru auglýsingar að okkar dómi." — Nú eru miklir hagsmunir þeirra í húfi. Urðuð þið á einhvern hátt varir við þaö af þeirra hálfu í störfum nefndarinnar? „Nei. Ekki nema það að ég tel nú að einka- sala ríkisins hefði átt að vera liprari í upplýs- ingagjöf. Skýringin getur legið í því að við báðum um upplýsingar sem þeir höfðu ekki á reiðum höndum og þurftu að vinna úr.“ — Fengu neytendasjónarmið aðgang að störfum nefndarinnar? „Hvert er sjónarmið neytenda? Það er allt- af spurning, og þar sem okkur er uppálagt að gera tillögur sem minnka neyslu áfengis þá er það ekki gert eins og einhver ákveðinn hópur vill, heldur eins og lýðræðislega kjörnir fulltrúar telja að þjóðin vilji að staðið sé að málum. í undirnefndunum hefur verið leitað upp- lýsinga frá mjög mörgum aðilum sem komu sjónarmiðum sínum á framfæri og við kom- umst þannig að ýmsu varðandi þessi mál m.a. að vínveitingahúsin telja ástæðu til að hafa meiri álagningu á gosdrykkjum en þekkist á annarri vöru, þrátt fyrir áfengissöl- una.Þeireru með yfir 400% álagningu á gos- drykkjum, variega áætlað. Sennilega er það meira. Þannig' virðist áfengissalan ekki nægileg til að standa undir rekstri svo að við spyrjum: Er þarna verið að leggja svona mikið á þessa drykki til þess að menn kaupi áfengi? Er þetta hluti af þeim áróðri sem um- boðsmennirnir hafa í frammi við veitinga- menn; í sumum tilfelium er gosdrykkurinn dýrari en t.d. létt vín. Þeir hafa frjálsa álagn- ingu á öðrum drykknum en bundna á hinum.“ — Margra sjónarmiða var leitað en samt virðast þessar tillögur ærið einlit- ar. Höft og bönn... „Já. Það er rétt, og tillögurnar hafa ekki tekið mið af þeim upplýsingum sem leitað var, ennþá. Ég geri ráð fyrir því að þegar far- ið verður að móta heildartillögur þá verði farið í þessa þætti og tekið tillit til fleiri sjón- armiða. Við höfum eingöngu sagt sem svo, að með því að gera það sem við leggjum nú tii, þá teijum við að hægt sé að draga úr áfengisneyslu." — Nú er áfengisverd fremur hátt hér á landi.Sýnir þad ekki gagnsleysi þess ad hækka verð til að draga úr neyslu? „Samanburður við nágrannalöndin sýnir að áfengið er sennilega ódýrara hér hiut- fallslega miðað við matvöru. Og eins hefur áfengi hér ekki hækkað í samræmi við iauna- eða verðlagsbreytingar. Ríkið virðist hafa miðað hækkanir víð það að þær séu ekki meiri en svo að fólk haldi áfram að kaupa áfengi þannig að þarna kemur óskap- legur tvískinnungur fram.“ — Hefurðu sjálfur trú á að starf svona nefndar og tillögur af þessu tagi geti unnið á áfengisböli íslendinga? „Ef hægt er að minnka áfengisdrykkjuna þá held ég að það minnki böl áfengisins, en ég heid að það sé enginn áhugi hjá aimenn- ingi eða stjórnmálamöhnum á því að gera ráðstafanir. sem duga. Almenningur lætur sig þessi mál furðu litlu skipta en vill senni- lega auka allt freisi í áfengismálum á sama hátt og í öðrum málum. Hætta einkasölu á áfengi og gera sölu þess frjálsa. Minni hópur er á móti þessu, en sennilega hafa stjórn- málamenn ekki áhuga á neinum aðgerðum vegna þess að þeir finna ekki nægan þrýst- ing til þess frá almenningi. — Koma þá ykkar tillögur ekki beint í flasið á almenningi? „Það verður fróðlegt að sjá hver viðbrögð- in verða. Ef þau verða neikvæð þá styður það þessa skoðun mína. Það virðist vera skoðun, sérstakiega yngra fólks, að gjör- breyta eigi um stefnu í áfengismálum og gera þelía nokkurn veginn frjálst." — Heldurdu ad einhver þessara til- lagna komist i framkvæmd í náinni framtíð? „Út frá þeirri reynsiu að þessar tillögur eru að verða ársgamlar og það hefur enn ekkert verið gert tii framkvæmda, þá held ég ekki að þær verði framkvæmdar, en nefndin mun samt halda áfram starfi og semja heild- artiilögur um framtíðarfyrirkomulag áfeng- ismála." -— Ad lokum. Er hár kostnaður kring- um störf nefndarinnar? „Það var samþykkt 500 þús. króna fjár- veiting í árslok ‘82 en við vitum ekki endan- lega hver kostnaðurinn verður. Hingað til hefur hún verið notuð tilað greiða laun starfs manns en nefndarlaun annarra eru ákveð- in af þóknunarnefnd. Fundir eru ætíð haldnir utan dagvinnutíma þeirra."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.