Helgarpósturinn - 16.08.1984, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 16.08.1984, Blaðsíða 16
FREE STYLE FORMSKIJM lOreal SKÚM íhárið? Já — nýja lagningarskúmið frá L'ORÉAL! og hárgreiðslan verður leikur einn. Rafmagnsveitur ríkisins óska að ráða: A. Skrifstofumann (símavörð) í Reykjavík í hálft starf. B. Skrifstofumann á skrifstofur Rafmagnsveitnanna í Borgarnesi hálft starf. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf sendist starfsmannastjóra. Rafmagnsveitur ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík. Trélistar VEGG- GOLF- og LOFTLISTAR Eigum fyrirliggjandi yfir 40 gerðir af listum úr furu, eik og ramin. Harðviðarval h.f. Skemmuvegi 40. Sími 74111. SÝNINGAR Alþýðubankinn Ráöhústorgi 5 Menningarsamtök Norðlendinga kynna verk örlygs Kristfinnssonar í Alþýðubankan- um á Akureyri. Verkin sem eru til sýnis eru 11 olíumálverk, máluð á árunum 1983 — 84. örlygur lauk námi við Myndlista- og hand- íðaskólann 1973 og hefur síðan haldið nokkrar einkasýningar. Sýningin stendur út ágústmánuð. Eden Hveragerði í Eden stendur yfir málverkasýning Magnús- ar E. Magnússonar. Myndirnar (28 alls) eru landslagsmyndir og eru málaðar með pastel- litum. Sýningin stendur fram á sunnudagskvöld. Félagsheimili ölfusinga Hveragerði Ólafur Th. Ólafsson myndlistamaður opnaði um síðustu helgi málverkasýningu í félags- heimilinu. Þar sýnir hann 40 myndir, unnar með blandaðri tækni og olíulitum. Sýningin er 5. einkasýning Ólafs en auk þess hefur hann tekið þátt í samsýningum. Sýningunni lýkur á sunnudaginn og verður opin kl. 14—22 um helgina. Gallerí Borg Pósthússtræti 9 I gær, miðvikudaginn 15. ágúst, opnaði gall- erfið sýningu hússins á verkum fjögurra ís- lenskra myndlistarmanna. Á sýningunni eru tússteikningar og rauðkrítarmyndir (6) eftir Alfreð Flóka, vatnslitamyndir eftir Jóhannes Geir (7), nýjar litkrítarmyndir eftir Sigurð ör- lygsson (13) og svartkrítarmyndir eftir Snorra Svein Friðriksson (9). Áætlað er að sýningin standi í um eina viku og er hún opin daglega kl. 10—18 nema um helgar kl. 14—18. Býsna lekker kokteill þetta. Gallerí Djúpið Hafnarstræti 15 Dagur Sigurðarson heldur málverkasýn- ingu í Djúpinu. Myndirnar eru 17 talsins, mál- aðar með akrýllitum. Þær eru flestar unnar á árunum 1983 — 84. Sýningin er opin á venju- legum opnunartíma Hornsins og stendur út ágústmánuð. Héraðsbókasafn Mosfells- sveitar Markholti 2 í bókasafninu er nú til sýnis myndvefnaður eftir Elísabetu Haröardóttur sem er búsett á Selfossi. Myndirnar eru 15 talsins en sýning- in stendur til 14. sept. n.k. og er opin á virk- um dögum kl. 13—20. Elísabet hefur tekið þátt í þremur samsýningum en þetta er fyrsta einkasýning hennar. Kjarvalsstaðir við Miklatún Á Kjarvalsstöðum standa yfir tvær myndlist- arsýningar. í Vestursal sýna níu myndlistar- konur verk sín; skúlptúra úr leir og járni, málverk í olíu og akrýl auk teikninga. Þær eru: Ásta Ríkharðsdóttir, Björg örvar, Erla Þórarinsdóttir, Guðný Björk Richard, Harpa Björnsdóttir, Jóhanna Kristín Yngvadóttir, Ragna Steinunn Ingvadóttir, Sóley Eiríks- dóttir og Steinunn Þórarinsdóttir. í austur- salnum, Kjarvalssal, er sýning á grafíkverkum og teikningum fimm myndlistarmanna, þeirra Aðalheiðar Valgeirsdóttur, Hildigunnar Gunnarsdóttur, Láru Gunnarsdóttur, Sigurbjörns Jónssonar og Svölu Jónsdóttur. Sýningunum lýkur þann 26. ágúst n.k. og eru opnar daglega kl. 14-22. Leikskálar Vík í Mýrdal Ragna Björg myndlistarmaður opnaði um síðustu helgi sýningu á verkum sínum, olíu- og vatnslitamyndum úr Skaftafellssýslum. Sýningin er opin um helgina kl. 14—22 en henni lýkur á sunnudag. Listamiðstöðin hf. Lækjartorgi Um síðustu helgi opnaði Ólafur Sveinsson myndlistarmaður sýningu í Gallerí Lækjar- torgi. Á sýningunni sem er sú fjórða í röðinni, eru eingöngu blýantsteikningar og eru þær til sölu. Sýningunni lýkur á sunnudaginn og er hún opin um helgina kl. 14—18. Listasafn íslands við Suðurgötu í Listasafninu er sýning á verkum fimm danskra myndlistarmanna en þeir eru list- málararnir Egil Jacobsen, Ejler Bille, Carl- Henning Pedersen og myndhöggvarinn Robert Jacobsen. Á sýningunni eru alls 89 verk, flest unnin í olíu, en einnig eru þar skúlptúrar, lágmyndir í tré og járn auk grafík- mynda. Verkin eru unnin á tímabilinu frá 1938— 84. Listasafn íslands er um þessar mundir aldargamalt, stofnað í K.höfn af Birni Bjarnasyni og voru það danskir listamenn sem lögðu fram drýgstan hluta af stofngjöf þess. Þótti safninu því vel við hæfi að sýna verk eftir danska listamenn á þessum tíma- mótum. Sýningin stendur til 2. sept. og er opin daglega kl. 13:30—18. Mokka Skólavörðustíg 3a Guðmundur Hinriksson sýnir á Mokka um 20 myndir, unnar með vatns- og vaxlitum (blönduð tækni). Sýningunni lýkur 20. ágúst nk. Norræna húsið Laugardaginn 18. ágúst kl. 16 verður opnuð sýning á grafíkmyndum eftir norska mynd- listarmanninn Herman Hebler. Myndirnar eru 38 talsins, flestar unnar í silkiþrykk. Hebler var aðalhvatamaður að alþjóðlega Bienalnum sem haldinn er í Fredrikstad ann- að hvert ár. Sýningin er opin daglega kl. 14—18 og stendur til 2. sept. n.k. Skíðaskálinn Hveradölum Bjarni Jónsson listmálari sýnir verk sín í Skíðaskálanum í Hveradölum. Mátulegur skreppitúr fyrir höfuðborgarbúa út úr bæjar-' rykinu! Á sýningunni eru teikningar, vatns- litamyndir og olíumálverk. Sýningin er opin daglega um óákv. tíma. Þrastalundur Árnessýslu í Þrastalundi við Sog sýnir Valtýr Pétursson 20 litlar myndir, málaðar með olíulitum. Sýn- ingin stendur a.m.k. fram yfir helgi. Þrasta- lundur er opinn daglega kl. 10—22. TÓNLIST Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut Kamarorghestar efna til tvennra tónleika um helgina og verða það bara þessi tvö skipti. Fyrri tónleikarnir verða annað kvöld, föstu- dag, en hinir seinni á laugardagskvöld. Tón- leikarnir standa kl. 22—03. Norræna húsið Jastónleikar verða haldnir í Norræna húsinu á sunnudaginn og hefjast þeir kl. 16. Að þeim standa tríóið Reynir Sigurðsson á víbrafón, Sigurður Flosason á saxafón og Tómas R. Einarsson sem leikur á kontrabassa. Norræna húsið Austurríski jasspíanóleikarinn Peter Ponger heldur tónleika í Norræna húsinu n.k. mánu- dagskvöld. Á dagskránni verða hans eigin verk. Peter nam bæði klassfskan og jass- píanóleik í Vínarborg. Hann nam einnig tón- smíðar í New York þar sem hann er búsettur og starfar með ýmsum þekktum númerum, s.s. Alphonse Mouzon, Klaus Doldinger, Jeff Berlin, Trilok Gurtu, Steve Grossmann o.fl. Á sfðasta ári kom út fyrsta sólóplata hans undir titlinum „Untill the Sky". Tónleik- arnir hefjast kl. 20:30. BÍÓIN ☆ ☆ ☆ ☆ framúrskarandi ☆ ☆ ☆ ágæt ☆ ☆ góð ☆ þolanleg O léleg Austurbæjarbíó Ég fer f frfið (National Lampoon's Vacation) ☆ Sýnd í sal 1, kl. 5, 7, 9 og 11. Breakdance ☆ Aðalhlutverk: Lucinde Dickey, Shabba-Doo, Boogaloo Shrimp o.fl. Sýnd í sal 2, kl. 5 og 7. 10 ☆ Endursýnd gamanmynd með kynbombunni Bo Derekog Dudley Moore. Takið með ykk- ur þrívíddargleraugun. Endursýnd í sal 2, kl. 9 og 11. Bíóhöllin Allt ð fullu (Private Popsicle) Bandarísk. Leikstjóri: Boaz Davidson. Aðal- hlutverk: Jonatan Segall, Zachi Noy Yftach Katzur. Gamanmynd sem frumsýnd verður í sal 1 á föstudag, kl. 5, 7, 9 og 11. í kröppum leik (The Naked Face) ☆ Bandarísk. Árgerð 1984. Handrit: Bryan Forbes, eftir skáldsögu Sidney Sheldon. Að- alhlutverk: Roger Moore, Rod Steiger, Elliott Gould, Art Carney. Sýndísal 2, kl. 5, 7,9 og 11. Hrafninn flýgur ☆☆☆ Eftir Hrafn Gunnlaugsson. Árgerð 1984. Leikendur: Edda Björgvinsdóttir, Egill Ólafs son, Helgi Skúlason, Jakob Þór Einarsson, Flosi Ólafsson o.fl. Endursýnd í sal 3, kl. 5, 7.05 og 9, Skólaklíkan (Class of 1984) Aðalhlutverk: Perry King, Roddy McDovell. Endursýnd f sal 3, kl. 11:05. Hetjur Kellys (Kelly's Heroes) ☆☆ Bandarísk frá MGM. Leikstjóri: Brian G. Hutton. Aðalhlutverk: Clint Eastwood, Telly Savalas, Donald Sutherland, Dan Rickles. Stríðsmynd f léttum dúr. Sýnd í sal 4, kl. 5 og 10.15. Einu sinni var í Ameríku, s.hl. (Once upon a time in America, 2) ☆☆ Ítölsk-bandarísk. Árgerð 1984. Handrit: Sergio Leone, Leonardo Benevenuti o.fl. Leikstjóri: Sergio Leone. Aðalhlutverk: Robert DeNiro, James Woods, Elisabeth McGovern, Tuesday Weld. Sýnd í sal 4, kl. 7.40 Háskólabíó Break Street Spriklkjarnorkubomban fallin á Háskólabíó. Hún samanstendur af The Magnificent Force, New York City Breakers, The Rock Steady Crew. Leikstjóri: Stan Lathan. Tón- list: Harry Belafonte og Arthur Baker. Ekki af verri sortinni. Sýnd fyrir háttatíma unglinganna, kl. 5 og 7. Local Hero Bresk. Árg. '83. Leikstjóri og höfundur hand- rits: Bill Forsyth. Tónlist: Mark Knopfler. Aðalhlutverk: Burt Lancaster, Peter Riegert. Því miður kunnum við ekki frekari deili á myndinni en vera kann að umsögn verði birt síðar um hetjuna Burt Lancaster. Frumsýnd í dag, fimmtudag, kl. 9 og 11. Laugarásbíó Glugginn á bakhliðinni (Rear Window) ☆☆☆ Bandarfsk. Árgerð '54. Leikstjóri og fram- leiðandi: Alfred Hitchcock. Kvikmyndun: Robert Burks. Tónlist: Franz Waxman. Aðal- hlutverk: James Stewart, Grace Kelly. Þessi mynd er dæmalaust frábær þriller segja þeir sem vita sínu viti. Fjallar um Ijós- myndara sem fótbrotnar og hefur fátt betra að gera en að hvessa arnfrá augu f gegnum sjónauka út um glugga sinn. . .og verður vitni að morði. Morðinginn verður þess áskynja og hyggst koma Ijósmyndaranum fyrir kattarnef. Og svo, og svo, og svo fylgj- umst við spennt með framvindu mála... Sýnd kl. 5, 7:30 og 10. Nýja bíó Rithöfundur eða hvað? (Author! Author!) Bandarísk. Árg. 1982. Frá Twentieth Cent- ury. Fox. Leikstjóri: Arthur Hiller (Love Story). Framleiðandi: Irwin Winkler. Handrit: Israel Horovitz. Tónlist: Dave Grusin. Kvik- myndastjóri: Victor J. Kemper. Aðalhlut- verk: Al Pacino, Dyan Cannon, Tuesday Weld, Alan King o.fl. Fjallar um rithöfund hvers verk er veriö að færa upp í leikhúsi þar sem hann má til með að vera öðru hvoru. Á sama tíma er svo lagt á þennan vesaling að sinna fimm börnum meðan konan heldur framhjá. Er nema von að amerískur fiðringur fari um manninn? Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Útlaginn ☆☆☆ Leikstjóri: Ágúst Guðmundsson. íslenskt tal. Enskur texti. Sýnd á föstudag kl. 7. Regnboginn Fanny og Alexander ☆☆☆☆ Sjá umsögn í Listapósti. Sýnd í A-sal kl. 5 og 9. Times Square Tónlistarmynd. Framleiðandi Robert Steg- wood (Grease, Saturday Night Fever). Snýst um ævintýri tveggja ungmeyja í stórborginni New York. Endursýnd í sal A, kl. 3. The Cannonbali Run Amerísk. Aðalhlutverk: Roger Moore, Burt Reynolds, Dom de Luise, Dean Martin, Jack Elam o.fl. Gamanmynd. Endursýnd f sal B, kl. 3:05, 5:05, 7:05, 9:05 og 11:05. 48 stundir (48 Hrs.) ☆☆☆ Sýnd í C-sal, kl. 3.10, 5.10, 7.10 og 11.10 í eldlínunni (Under Fire) ☆☆☆ Bandarísk. Árg. 1983. Handrit: Ron Shelton, Clayton Frohman. Leikstjóri: Roger Spottis- woode. Aðalhlutverk: Nick Nolte, Gene Hackman, Joanna Cassidy, Jean-Louis Trin- tignant, Ed Harris. Sýnd í C-sal, kl. 9. Hasarsumar Gamanmynd með Karen Stephen og Micha- el Zelniker. Endursýnd í sal D, kl. 3:15, 5:15, 7:15 og 9:15. Ziggy Stardust David Bowie sjarmerar í þessari mynd tón- leikagesti í Hammersmith Odeon í London sem hlýddu á söng hans í júlí 1973. Sorglegt að myndin skyldi ekki hafa fengið aö vera lengur í A-salnum, því nú er búið að færa hana yfir í E-sal. Sýnd kl. 3, 5, 9 og 11. Atómstöin ☆☆☆ ísl. Árg. '84. Leikstjóri: Þorsteinn Jónsson. Byggð á samnefndri skáldsögu Halldórs Laxness. Aðalhlutv.: Gunnar Eyjólfsson, Tinna Gunnlaugsdóttir. Þeir sem ekki áttu þess kost að sjá þessa glæsilegu mynd í vor sem leið ættu að drífa í því sem fyrst. Endursýnd í sal E, kl. 7. Stjörnubíó Maður, kona, barn Sýnd í B-sal, kl. 5 og 9. Monty Python og rugluðu riddararnir (Monty Python and the Holy Grail) Leikstjóri: Terry Jones og Terry Gilliam. í þessari mynd skopast Monty Python klíkan að Artúri konungi og riddurum hans. Aðal- hlutverk: Monty Python hópurinn. Endursýnd kl. 5 og 7. Einn gegn öllum (Against All Odds) ☆☆☆ Bandarísk. Árgerð 1983. Leikstjóri: Taylor Hackford. Aðalhlutverk: Jeff Bridges, Rach- el Ward, James Woods, Ales Karras, Ric- hard Widmark, Jane Greer. Sýnd í A-sal, kl. 5, 7.30 og 10 og í B-sal, kl. 11. Auk þess sýnd á laugardag og sunnudag (A-salur), kl. 14.45. Educating Rita ☆☆☆ Sýnd [ B-sal, kl. 7. 16 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.