Helgarpósturinn - 16.08.1984, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 16.08.1984, Blaðsíða 14
eftir Ómar Friðriksson mynd: Kristján Ingi Það er hið ágætasta bókasafn á heimili Tryggva Emilssonar. Má þar líta margar öndvegisbækur íslenskra alþýðuskálda og rithöfunda, og þær bera vott þeim mikla bókmenntaáhuga og fróðleiksþorsta íslenskra alþýðu- manna fyrrum sem ekki áttu þess nokkurn kost að ganga menntaveginn sökum fátæktar en þurftu þess í stað að strita í erfiðri verkamannavinnu til að brauðfæða sig og sína. Margir þeirra einnig fórnfúsir liðsmenn í verka- lýðsbaráttunni sem með starfi sínu lögðu grunninn að framförum og bættu lífi alþýðunnar og unnu marga áfangasigrana í réttindasókn fjöldans. Það gafst að vonum lítill tími til bóklestrar en þó var margur óskólagenginn verkamaðurinn víðlesnari en gengur meðal jafnvel velmenntaðra manna í dag. Tryggvi var þar með í för og hefur hann lýst því í Rétti, fyrir fáum árum, hversu mikil uppörvun og leiðsögn Alþýðubókin, Halldórs Laxness, var þeim félögum í stéttabaráttunni á Akureyri fyrir um hálfri öld „Við komumst að þeirri niðurstöðu félagarnir sem lásum saman bækur sem gildi höfðu í stríðinu við auðvaldið, að samkvæmt bókstaf og anda Al- þýðubókarinnar þá vorum við ekki einungis að berjast fyrir daglegu brauði og einhverri matarögn til morgundagsins, baráttan stóð um menningar- og siðferðilegt líf þjóðarinnar, reisn okkar varð að meiri við lestur þessarar bókar, athafnir og þokki baráttunnar var þjóðarnauðsyn, uppreisn alþýð- unnar stefndi að þjóðarreisn,“ segir þar. Uppi á vegg hangir mynd af Akureyri gamla tímans með áletruninni: „Tryggvi Emilsson með kveðju frá Verkamannafélagi Akureyrar- kaupstaðar 1947.“ Hún minnir á þátttöku hans í verkalýðsbaráttunni fyrir norðan um áratuga- skeið, — þegar kreppan hrjáði og atvinnuleysi og fátækt þrengdi að með hungurvofuna á hæl- unum. Þá efldust samtök verkafólks og sóttu fram til bættra kjara. Myndin er tákn um þakk- læti baráttufélaganna fyrir framlag Tryggva í því starfi öllu en hún lýsir einnig tímamótum í lífi hans. Þegar hann, ásamt sínum nánustu, flyt- ur búferlum til Reykjavíkur þetta sama ár. Þar starfaði hann hjá Hitaveitu Reykjavíkur næstu tuttugu árin, hélt áfram starfi í samtökum verka- fólks, flokksstarfi sósíalista og mörgu öðru. Um sjötugsaldurinn bilar heilsan en þessi starfsami verkamaður leggur ekki árar í bát heldur tekur til við að lýsa þessu æviskeiði öllu í miklu ritverki sem komið hefur út í þremur bindum fyrir fáum árum og vakti mikla eftir- tekt. Það spannar mikla umbrotatíma, — frá fá- tæku fólki dreifbýlisins á fyrri hluta aldarinnar Að fara rétt með Nú er tölva meðal innanstokksmuna á heimili Tryggva. „Já. Dóttursonur minn er með þetta,“ segir hann hýrlega. Hann er ekki laus við stolt þegar hann segir mér frá háskólanámi dóttur- sona sinna. „Skólaganga unga fólksins var alltaf meðal höfuðbaráttumála verkalýðshreyfingar- innar og það hefur mikið áunnist þar.“ Og hann fer að ræða um bókvitið: „Einu sinni fyrir margt löngu kom ég á bæ þar sem fólk var að spjalla um bækur og bóndinn segir að líklega gildi nú gamla máltækið að bókvitið verði ekki í askana borið. Eldri kona sem þarna var, var á annarri skoðun og sagði — ég veit nú ekki betur en að þessir tveir menn hérna, presturinn og sýslu- maðurinn, hafi borið bókvitið sitt í askana, — og hún taldi að það kæmust nú ekki aðrir betur af„ einmitt fyrir bókvitið. Ég hef oft hugsað um þetta síðan. Þetta voru í raun og veru einu mennirnir sem blöktu," segir Tryggvi hlæjandi. Hann er orðinn hálfníræður en er samt enn ið- inn við ritstörfin. Segist ætíð vakna klukkan sjö Þegar Tryggvi veiktist um sjötugsaldurinn og hætti verkamannsvinnunni hjá Hitaveitunni lauk einnig afskiptum hans af félagsstarfsemi. Það var fyrir ráð læknis, en hann var m.a. um árabil í stjórn Dagsbrúnar og ritari á þingum Al- þýðusambands Islands, svo eitthvað sé nefnt. Þá tóku ritstörfin við m.a. „til að hafa eitthvað fyrir stafni í ellinni," segir hann og brosir. — Voru margir sem hvöttu þig til þess? „Ekki get ég nú beint sagt það. Og þó, Kristinn E. Andrésson hjá Máli og menningu var reyndar hvatamaður að því að ég færi að skrifa en það var þó ekki ástæðan heldur fyrst og fremst það að ég gat ekki tekið upp fyrri iðju.“ — Komu viðtökurnar þér á óvart? „Já, þær urðu langt umfram það sem ég bjóst við, náttúrlega. Ég vissi jafnvel ekki hvort þær yrðu gefnar út. Þá var Kristinn fallinn frá og komnir nýir menn og þeir tóku þessum bókum svo vel. Ég var vanur skriftum alla tíð. Var ritari í svo mörgum félögum en hafði þó ekki skrifað bæk- ur. Frá því ég var krakki hef ég alltaf verið að fást við ljóðagerð og átti alltaf fremur létt með að koma saman vísum og á það kannski enn,“ segir hann ofurlítið kíminn. „Ég á feiknamikið safn af þessu en það var atlt ort við vinnuna og ég hafði aldrei tíma til að hreinskrifa ljóðin. Að vísu gaf ég út tvær Ijóðabækur fyrir orð Kristins nokkru áður en ég hóf að skrifa æviminn- ingarnar." Kommúnismi og trú „Það hringdi í mig allskonar fólk, fjöldi manna, blátt áfram útaf þessum bókum. Þetta var auðvitað geysileg hvöt. Ég þurfti að skrifa bækurnar dálítið ört og kannski flýta mér of mikið því útgefendur töldu að ekki væri gott að liði of langt á milli þeirra. Svo hef ég gert nokkuð af því að lesa upp úr bókunum. Sérstaklega hérna í skólum fyrir börn og raunar úti á landi líka. 1. desember las ég líka eitt sinn fyrir stúdenta við Háskólann úr mínum bókum. Það þótti mér ákaflega vænt um, því þetta var ungt fólk.“ — Heldurðu að þær geti gert unga fólkinu gagn? „Nú skal ég ekki um segja, en samt er ég að vona það,“ segir hanr. og býst við að mörgum þeirra kunni að þykja lýsingarnar ærið ótrúleg- ar miðað við lifnaðarhættina í dag. Hann hefur margt að segja mér og oft koma afkomendurnir upp í því spjalii. Hann heldur þarna var gerð, dálítið hart til þess að vita að kirkjan væri yfirleitt á móti okkur. En allt breyttist þetta svo síðar, eins og þú getur nærri." — Hefurðu þá alltaf verið trúaður? „Ekki á sama hátt og þá var. Ef ég ætti að segja eitthvað um trúna þá furðar mig oft á því þegar ég heyri hálærða guðspekinga vera að segja að Guð hafi sagt eitt og annað. Guð, sem mennirnir bjuggu sjálfir til, en það er svo aftur annað mál að það er einmitt þessi trú sem er eitt mesta sköpunarverk mannsandans. Til hvers hún var gerð, bæði himnaríki og helvíti. Þetta var auðvitað allt gert í ákveðnum tilgangi." Hann segist einu sinni hafa lent í sóknarnefnd í Bústaðasókninni. Verið settur þar inn en hafi þó aldrei átt þar heima. Hafði allt aðrar skoðan- ir en þetta strangtrúaða fólk sem hann starfaði með þar og átti litla leið með því en þó hafi hann oft átt leið með svoleiðis fólki á öðrum vett- vangi, og þá berast böndin að bindindismálun- um sem hann lét sig miklu skipta alla tíð með virkri þátttöku í bindindishreyfingunni. Réttindi brotin „Ég hef alltaf verið bindindismaður og ég get sagt þér það að ég er nú kominn þetta á níræðis- aldurinn en ég hef aldrei smakkað neinn vín- anda og aldrei notað tóbak. Ég get kannski sagt eins og hún Hallbera gamla í bókinni Sjálfstætt fólk, — ég hef aldrei þurft tóbak, — það var eng- in þörf. Bjórmálið? — Ég hef alltaf verið á móti bjór," segir Tryggvi og heldur áfram að segja mér frá því þegar bjórmál var eitt sinn fyrir þinginu en Tryggvi bár það upp á fjölmennum fundi í Dags- brún að samþykkt yrði tillaga sem lýsti and- stöðu Dagsbrúnarmanna við því að fá bjór inn í landið. Allir fundarmenn greiddu tillögu hans atkvæði sitt. „Ég er ekki með banni," segir hann. „Það er ekki hægt að hafa bann við þessu því íslending- ar eru orðnir svo nálægir umheiminum. Ég held að vinna í skólum hafi mest gildi,“ heldur hann áfram. Hann var lengi í stjórn Landssambands- ins gegn áfengisbölinu og efast ekki um árangur af bindindisstarfseminni. Þar kynntist hann mörgu ágætisfólki, þó ekki féllu skoðanir alltaf saman í pólitíkinni. „Ég veit aldrei hvernig á mig var litið vegna þess. Kannski svolítið öðrum augum. Ég býst alveg við því.“ Hann kímir svo- lítið, en þetta áhugamál sameinaði um mjög langt skeið. Á mótunarskeiði verkalýðssamtakanna voru til stéttabaráttunnar á Akureyri og síðar af verk- föllum, flokksstarfi o.fl. að lokinni nýsköpun at- vinnuveganna undir miðbik aldarinnar, fram á seinni tíma tæknivæðingar og breyttra siða. Þá eru margir sigrar unnir í átt til jafnréttis og betra lífs, en Tryggvi lýsir fleiru; samtíðarmönnum og hversdagslífi, náttúru og skáldskap, með ein- lægum og vönduðum hætti. Það er ekki ætlunin með spjalli okkar að rifja mikið upp af þessari sögu, enda flest rakið í bók- unum, „þótt margt hafi orðið útundan," einsog hann segir sjálfur, — heldur ræða ofurlítið sam- an um einstök mál og hugðarefni í nútíð og þá- tíð. Það er ailtaf lærdómsríkt að hlýða á frásagnir og skoðanir reynsluríkra manna sem áttu þátt í umbyltingum lífsháttanna, — sem vel á minnst eru ekki svo ýkja fjarri í tímans rás þó svo það vilji oft gleymast. Undir bókarlok þriðja bindis segir Tryggvi: „Það er gott til þess að hugsa í lok langrar göngu að hafa átt þess kost að velta völum úr leið þar sem gatan var grýttust og hafa verið þátttakandi í samtökum verkamanna þegar vegir til nýs tíma voru ruddir og björgum bylt." á morgnana og skrifa fram eftir degi eða fást við annað því viðkomandi. „Já, ég fór að fást við ættfræðina og er að skrifa bók um ættir foreldra minna. Lífssögu þeirra og ættmenna langt aftur í aldir. Sjómenn og sauðabændur heitir hún.“ — Ertu langt kominn? spyr ég. „Ég er það nú, ef maður er nokkurn tíma bú- inn með svoleiðis bók,“ svarar hann og kveðst hafa unnið að þessu á þriðja ár. Það megi kannski líta á þetta sem viðbót við ævisöguna. „Það er mikil vinna að rekja þessar ættir og ég hef orðið að lesa fjöida bóka til að þreifa mig áfram. Ég sit löngum á Þjóðskjalasafninu því þar eru kirkjubækurnar sem eru helstu heimildirn- ar til að fara eftir. Ef ég finn eitthvert mannsnafn lít ég ævinlega í kirkjubækurnar til að sannfæra mig um að rétt sé með farið." Það liggur mikil vinna að baki þessu verki Tryggva því hann leitar langt aftur í aldir við ættartölurakninguna og segist svo skrifa hverja blaðsíðu upp allt að fjórum sinnum til að hafa framsetninguna nú sem besta og ber við van- kunnáttu. Eg hneigist nú fremur til að álíta það bera merki um þá vandvirkni sem honum er svo eiginleg. góðu sambandi við þá og langafabörnin eru orð- in fjölmörg. „Ég hef ætíð búið með góðu fólki og yfirleitt kynnst góðu fólki," segir hann. Um tvítugsaldurinn veiktist Tryggvi af berkl- um, þá giftur Steinunni Guðr. Jónsdóttur sem nú er látin, og kominn með börn, en sá sjúkdómur hrjáði hann lengi. Fram að því hafði hann stund- að búskap en flyst brátt til Akureyrar og kynnist verkalýðshreyfingu og sósíalisma. 1930 gengur hann strax í Kommúnistaflokkinn en iöngu fyrr hafði hann þó heyrt um rússnesku byltinguna og gert upp hug sinn. „Þetta bjó strax í mér sem barni. Ég var alinn upp í svo mikilli fátækt og þessvegna varð þetta eins og sjálfgerður hlutur að ganga í Kommúnistafiokkinn, síðan Sósíal- istaflokkinn við stofnun hans og loks Alþýðu- bandalagið. Það breytast svo mikið tímarnir að það varð að skipta um nafn og aðferðir." Hann hlær við. Ég spyr hann hvort trúin geti hafa haft áhrif á þá afstöðu sem hann tók þegar hann heyrði fyrst af uppreisn bolsévíkanna gegn keisaran- um í Rússlandi. Réttlætiskennd kristninnar. „Já, ég er ekki í nokkrum vafa um það og mér fannst nú stundum, eftir þá miklu byltingu sem bindindismálin ætíð nátengd starfi þeirra, segir hann mér. Þátttakendurnir voru bindindismenn og lög hreyfingarinnar sniðin eftir lögum bind- indishreyfingarinnar á þessum árum. Og hann hefur frá fjölmörgu að greina varð- andi starfsemi verkalýðshreyfingarinnar í fyrri tíð, og hefur ekki nokkrar efasemdir uppi um geysileg áhrif baráttu hennar á bætt kjör allrar alþýðu manna. Ég spyr hvort honum finnist ungt fólk í dag hafa nægan skilning á því hvaða baráttu og fórnfýsi það kostaði fyrrum að öðlast þau kjör og réttindi sem við búum við í dag. „Ég held það líti mjög mikið á þetta bara sem sjálfsagðan hlut í dag. Það finn ég oft af því að tala við margt ungt fólk, og það stundum sem ætti hvað best að vita. Það spyr í undrun hvort það þurfi einhverja baráttu fyrir þessu sem því finnst svo sjálfsagður hlutur. En að sjálfsögðu má þeirri baráttu aldrei linna." Og nú færist meiri alvöruþungi í orð Tryggva.,, Það er hægt að tæta þetta allt af okkur aftur ef hægri öflin í landinu ná ennþá sterkari tökum. Það er vilji fyrir því þegar og þeir hafa látið það óspart í ljósi, sumir. Margt af því sem hefur áunnist er í hættu. Við sjáum það í aðgerðum ríkisstjórnar-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.