Helgarpósturinn - 16.08.1984, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 16.08.1984, Blaðsíða 19
MYNDBOND Herra leiksins Á flestöllum videóleigum er biðlistinn langur þegar spurt er eftir Master of the Game (Herra leiksins). Hin langa fjölskyldu- saga afþreyingarhöfundarins Sidney Sheld- on (The other side of midnight, The Naked Face og m.fl.) inniheldur einnig allt sem met- söluformúla býður upp á; valdabaráttu, spennu, auðæfi, ástir, hatur og morð, öllu pakkað inn í makalausa fjölskyldukróníku sem teygir sig yfir þrjá ættliði í eina öld. Master of the Game er þriggja spólu pakki og hver spóla rúmir tveir tímar. Hér er á ferðinni nýleg bandarísk sjónvarpskvikmynd sem þeir John Nation og Paul Yurick hafa skrif- að eftir sögu Sheldons. Þættirnir þrír heita James McGregor, Kate Blackwetl og Eoe og Alexandra. (Mönnum er bent á að sjá þætt- ina í þessari röð.) Við skulum ekki brjóta mikið heilann um rétthafa myndbandanna af Master of the Game en við getum aðeins fullyrt að þættina er hægt að fá á flestum leigum þessa dagana. 'James McGregor segir frá samnefndum Skota, sem kemur ungur að árum til Höfða- borgar í S-Afríku árið 1883. McGregor (lan Charleson, m.a. Chariots of Fire) kemur sér til þorpsins Klipdrift þar sem demantsæðið er í fulíum gangi. Hann lendir í klónum á trú- uðum hollenskum braskara Solomon að nafni (Donald Pleasence) sem rúir hann inn að skinni og reynir að myrða eftir á. En Mc- Gregor er bjargað frá hrægömmunum af negranum Banda (Johnny Sekka) og í sam- einingu komast þeir yfir mikinn demantsauð áður en leiðir þeirra skilur; James McGregor leggur grunninn að heimsveldi sínu en Banda notar demanta sína til að byggja upp andóf þeldökkra gegn kúgun hvíta manns- ins í S-Afríku. (Þeirri baráttu er ekki lokið ennþá eins og menn vita.) McGregor snýr Vídeópopp Þrátt fyrir að varla sé nokkurstaðar á jarð- arkringlunni að finna fleiri vídeótæki, sé miðað við höfðatölu, en hér á íslandi, er það nú svo að fram að þessu hafa þeir sem flutt hafa inn áteknar vídeóspólur ekki sett þær á almennan markað. Víða erlendis er þó hægt að kaupa sér kvikmyndir í búðum og er t.d. verð á slíkum spólum nú komið piður í um það bil 20 pund í Englandi. Með videóvæðingunni hafa líka aukist möguleikar ýmissa hljómlistarmanna á að koma tónlist sinni á framfæri, ekki einungis í tónum, heldur og á myndmáli. Hafa popp- tónlistarmenn notfært sér þennan nýja miðil í auknum mæli og í Bretlandi er slíkt efni með því vinsælla, sem hægt er að fá keypt á vídeóspólum. Lítið hefur verið um að efni sem þetta væri að finna hér á vídeóleigum til þessa og það er þá ánægjulegt til þess að vita að Fálkinn hefur hafið innflutning á efni með popphljómsveitum. Eg fékk að hafa heim með mér um verslun- armannahelgina nokkrar slíkar spólur til þess að kynna mér hvers eðlis efni þeirra væri. Hér var um að ræða myndir með ABC, Big Country, The Jam, Siouxie & the Ban- shees og Dexy’s Midnight Runners. The Jam — Snap The Jam sendu í fyrra frá sér tvöfalt plötu- albúm með bestu og vinsælustu lögum sín- um og kölluðu það Snap. Um svipað leyti var sett á markað vídeóspóla, þar sem er að finna um það bil helming þeirra laga sém voru á plötunum, eða nánar tiltekið 15 lög. Er hér um að ræða myndir sem spanna all- an feril hljómsveitarinnar og er byrjað á In The City en nýjasta lagið er The Bitterest Pill. Þetta eru myndir sem eru svipaðar því sem við íslendingar eigum að venjast úr Skonrokki, þar sem hljómsveitin kemur fram og ,,mæmar“eftir áður uppteknum lög- um. Það þarf þó ekki að vera leiðinlegt að horfa á slíkt og víst er að Jömmurunum tekst aftur til Klipdrift og þá getur Solomon farið að biðja fyrir sér. Efni þáttanna skal ekki rakið hér í smáatriðum en McGregor barnar og giftist síðan dóttur Solomons, Margréti (Cherie Lunghi). Dóttir þeirra verður síðan aðaluppistaða þáttar númer tvö, Kate Black- well. Sá þáttur spannar árin frá fyrri heims- styrjöld til upphafs sjötta áratugarins og fjallar um hvernig Kate byggir auðhringinn áfram og festir hann í sessi. I þeirri baráttu er ekk- ert heilagt, hún fórnar jafnvel listaframa og geðheilsu sonarins Tony (Harry Hamlin) í því skyni að gera hann að arftaka. En áður en Tony gengur af göflunum verður hann pabbi tvíburastúlkna, Eve og Alexandra, sem eru burðarstoðir þriðja þáttar og þriðja ættliðar. Þær eru eins og sól og skuggi, Alex- andra blíð og jákvæð, Eve með snák í hjarta stað. Þessi þáttur gerist á sjötta áratugnum og til dagsins í dag og þar er heldur betur gripið til óhefðbundinna vopna í baráttunni um McGregor-auðinn sem liggur í fjölskyldu fyrirtækinu Kruger Brent. Þáttaröðin endar þar sem hún hófst; í stórafmæli öldungsins Kate Blackweil; allir eru nú orðnir hrjáðir og bugaðir eftir valdastríðið, fjölskyldumeðlim- ir annað hvort geðbilaðir, afskræmdir í and- liti eftir fólskulegar lýtalækningar eða niðurbrotnir á líkama og sál. En áfram skal haldið. Gamla Kate á eina von eftir, dóttursoninn Robert sem er undrabarn á tónlistarsviðinu. Og myndin endar við fjölskylduborðið, þar sem Kate lofar að styðja hann og segist elska, en við sem höfum þraukað í rúma sex tíma fyrir framan vídeóið vitum, að hann er eini hugsanlegi erfinginn að auðæfunum og Kate mun gera allt sem í hennar valdi stendur (og það er ekkert lítið) til að brjóta niður tónlistaráhugann og gera Robert að flaki í viðleitninni við að dubba hann upp í for- stjóra. vel upp í eftiröpuninni. Satt að segja skemmti ég mér ágætlega við að horfa á spólu þessa, enda löngum verið fremur veik- ur fyrir Jam. Það vakti hins vegar athygli mína hversu litla vinnu Paul Weller og Co. virtust leggja í þetta. Sviðsetning er yfirleitt fremur einföld og lítið um að reynt væri að gefa myndunum aukið líf með myndeffekt- um til dæmis. Það kann að vera að ástæðan fyrir þessu sé að elstu myndirnar eru frá 1977 og síðan hafa þessir hlutir þróast ótrú- lega hratt og það er einnig þannig að eftir því sem myndir þessar færast nær okkur í tímanum er meira lagt í vinnu þeirra. ABC — Mantrap Þessi spóla hafði nokkra sérstöðu af þess- um fimm, vegna þess að ABC eru í mynd þessari að reyna að búa til sögu í kringum lögin sín. Eins konar njósna- eða sakamála- sögu og heldur er það nú daufur þriller sem úr verður. Lögin eru vegna þessa fremur fá og í raun stendur þessi mynd hvorki sem tónlist- armynd né spennumynd. Auk þess sem ber- lega kemur í Ijós að Martin Fry (söngvari ABC), sem fer með aðalhlutverkið.er heldur lélegur leikari. Stærsti kostur þessarar myndar er að tónlistin hefur verið tekin aft- ur upp og í þetta skipti að mestu á hljómleik- um en til að fá þau til að falla inn í söguna hafa þau víða verið bútuð í sundur eða þá að nauðsynlegt hefur þótt að koma inn töluðum texta til þess að fólk tapaði ekki efnisþræð- inum, sem raunar er svo barnalegur að ég ætla mér ekki að rekja hann hér. Eg gat sem sé með sæmilegu móti horft á þessa mynd einu sinni og þá tónlistarinnar vegna en ég er hræddur um að ég nennti ekki að setja hana aftur á tækið. Dexy’s Midnight Runners — The Bridge Þessi mynd er tekin á hljómleikum með Kewin Rowland og hljómsveit hans 10. októ- ber 1982 í Shaftesbury Theatre í London en á þeim tíma ferðuðust Dexy’s um Bretland og héldu tónleika sem þeir kölluðu The Bridge. Þótti ferð þessi sérlega vel heppnuð, þó svo einhverjir fyndu að þvi að þeir væru of vel æfðir fyrirfram og var þá ekki átt við tónlistina einvörðungu heldur og sviðsfram- komuna. En mynd þessi er sem sé fimmtíu mínútna útdráttur úr þessu prógrammi og víst er að það er greinilegt að þetta er allt vel æft, en það kemur síður en svo í veg fyrir að það sé hin besta skemmtun að horfa á mynd- ina. Tónlistin, sem að mestu er upprunalega af Too Rye Aye plötunni, er sérlega lífleg og er flutningur hennar allur í hæsta gæða- flokki og það verður að segjast eins og er að mér þótti þetta langsamlega skemmtilegasta myndin af þessum fimm. Siouxie & the Banshees — Nocturne Siouxie & the Banshees er svo sem kunn- ugt er ein af þeim hljómsveitum sem komu fram með pönk-bylgjunni í kringum 1977 eða 78 en þessar hljómsveitir áttu það allar sameiginlegt að rísa upp og gefa frat í hina svokölluðu „dinósaura” í poppinu, það er hljómsveitir eins og Y es, Pink Floyd, Genesis ofl., sem aðeins skemmtu áheyrendum sín- um í stórum hljómleikasölum, jafnframt því sem þær tóku sér mikinn tíma í stúdíóum til þess að gera plötur sínar. Banshees er nán- ast eina hljómsveitin sem eftir lifir af ’77- hljómsveitunum og það er nú svo komið fyr- ir þeim að þau taka sér orðið mikinn tíma til að gera plötur, fara nær aldrei í hljómleika- ferðir en koma þó stöku sinnum fram í stór- um hljómleikahöllum. Þau eru sem sé farin að gera hlutina á nákvæmlega sama hátt og hljómsveitirnar sem þau risu gegn hafa gert. Það þótti þó taka steininn úr þegar þau Master of the Game er að öllu jöfnu prýðis- góð afþreyingarmynd. Það er einkum röð frábærra leikara auk glæsilegrar og trúverð- ugrar umgjarðar sem gerir þættina eftir- minnilega. Góð og hreyfanleg myndataka og afbragðsbúningar (Raymond Hughes) styrkja þessa trílógíu ennfremur. Myndin gerist um heim allan og mikið lagt í að end- urskapa tíma og rúm. Helstu veikleikar þáttanna er sagan sjálf, sem hefst á sann- ferðugan hátt (fyrsti þáttur er áberandi best- ur) en leiðist út í ótrúverðuga atburði. Síðasta spólan sem segir frá þeim tvíburasystrum er í rauninni yfirgengileg, þar er „plottið” orðið svo djöfullegt og atburðirnir svo svakalegir á köflum að manni finnst þeir fullýktir og ósennilegir jafnvel þótt um bandaríska yfirstéttarfjöl- skyldu sé að ræða. Engu að síður er hér um góða skemmtun að ræða og skemmtilegri afþreyingu eru engar skorður veruleikans settar. Ennfrem- ur er gamcin að þessum formúlumyndum þar sem sálrænir veikleikar og styrkur fjöl- skyldumeðlima endurspeglast í nokkrum ættliðum og yfir öllu drottnar frumskógalög- málið: Hinn sterkasti lifir eða eins og Kate Blackwell orðar það: „Lífið er eins og leikur og það eina sem gildir er að vera Herra Leiksins.” Stjörnugjöf: kvarðinn 0—4 Master of the Game (VTC): ☆☆☆James McGregor ☆☆ Kate Blackwell ☆ Eve og Alexandra eftir Gunnlaug Sigfússon héldu á síðastliðnu hausti tónleika í Royal Albert Hall í London, því varla er hægt að hugsa sér nokkurt tónleikahús i Bretlandi sem er jafn íhaldssamt og það, eða stjómend- ur þess öllu heldur. Fyrir síðustu jól sendi hljómsveitin svo frá sér tveggja platna hljómleika albúm með upptökum frá þessum konsertum.jafnframt því sem þá kom einnig út vídeóspóla sem tekin var upp við sama tækifæri. Nú mætti sjálfsagt af því sem ég hef sagt hér að ofan álykta að ég sé þessu öllu ósamþykkur en það er þó ekki, því ég hef bæði gaman af plötunum og ekki síður myndinni. Það er bara til að sýna fram á hvernig farið getur fyrir málstaðnum þegar peningar eru annars vegar að ég tala um þetta á þennan hátt. Þrátt fyrir allt hafa Siouxie & the Banshees haldið sínu striki í tónlistarflutningi og eru þau vissulega meðal athyglisverðari hljóm- sveita í dag, svo sem hefur verið frá því að þeirra fyrsta plata kom út árið 1978. En spól- an er sem sé vel þess virði fyrir Banshees-að- dáendur að fjárfest sé í henni. Big Country — Live Þessi mynd með skosku hljómsveitinni Big Country er tekin á tónleikum í Glasgow á síð- asta gamlárskvöldi, svo það má því segja að þeir séu á heimavelli enda er stemningin mikil. Eg get hins vegar ekki talist mikill Big Country-aðdáandi og satt að segja olli hljóm- sveitin mér nokkrum vonbrigðum. Það er að segja hljómsveitin sem heild, en víst er að Stuart Adamson, gítarleikarinn með sekkja- píputóninn, fer víða á kostum en hann er auk þess söngvari hljómsveitarinnar og virð- ist í einu og öllu aðalmaður hennar. Þó svo að mynd þessi hafi lagst heldur illa í mig er ég . viss um að þeir fjölmörgu Big Country-aðdá- endur sem eru hér á landi hafi mjög garnan af henni, þetta er jú ósvikin hljómleika- mynd. HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.