Helgarpósturinn - 16.08.1984, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 16.08.1984, Blaðsíða 17
ÓSTURINN „Eins og skipti- klefi á baöströnd“ # Skálinn sem Island fékk til umráda fyrir sýningu Kristjáns Davíössonar á Feneyjabiennalnum var ekki með þeim glœsilegustu á svœðinu „Hinn frægi sýningarskáli sem Alvar Alto teiknaði." Sýning Kristjáns Davíðssonar listmáiara vakti athygli á Fen- eyjabiennalnum, sem er ein stærsta og merkasta listsýning sem haldin er í heiminum í dag. Það kom ekki sérlega á óvart. Hins- vegar kom „hinn frægi sýningarskáli sem teiknaður var af Alvar Aito,“ dálítið á óvart. Danska blaðið Information sagði: „Islandsk farvelyrik í en hytte“ og það eru orð að sönnu. Einn þeirra sem skoðuðu sýninguna var Eyjólfur Einarsson listmálari sem kom þar með fleira fólki. „Okkur brá nú bara þegar við komum á staðinn. Við vorum búin að heyra um þennan sýningar- skála s.em Alvar Alto hefði teikn- að og bjuggumst því við hinu besta. Þegar við svo komum þang- að og sáum dýrðina vorum við ekki viss um að við værum á rétt- um stað. Við vorum í fríi þarna og höfðum verið dálítið á baðströnd- um og fannst þetta dálítið Iíkt þessum skúrum sem fólk skiptir um föt í á ströndinni. Hann var meira að segja eins á litinn. Ef hann yrði fluttur hingað gæti þetta orðið ágætur pylsuskáli í Hrútafirði. Að innan var skálinn svo klædd- ur brúnum striga eins og þeim sem var á Kjarvalsstöðum áður en var málað þar, og sem var kvartað sem mest yfir. Lýsingin var líka mjög slæm. Það voru að vísu ein- hverjir ljórar uppi í loftinu en trén skyggðu alveg á þá. Aðal lýsingin var frá nokkrum lömpum sem héngu í snúrum niður í mittishæð. Ég heid varla að geti verið að sýn- ingarnefndin hafi séð þessi ósköp áður en ákveðið var að taka skálanum. Ég get heldur ekki séð að þetta hafi verið í neinni alfaraleið, klemmt þarna inni í rjóðrinu og það var ósköp subbulegt í kring. Samanborið við hina skálana var þetta óskaplega slæmt. Það er auðvitað ekki hægt að miða við það besta hjá stórþjóðunum sem hafa verið með sýningar þarna í áratugi, en þetta var einum of mikið. Suður-Ameríkuríkin voru til dæmis mörg saman í einum löng- um skála sem var stúkaður niður í deildir. Þetta var svona einsog mekkanóbygging og mjög ódýrt, en fyllilega frambærilegt. Ofan á allt saman var svo mikill raki þarna að myndirnar slöknuðu í römmunum. Mér finnst að ef verið er að taka þátt í svona sýningum, sem vissulega er mikill heiður, þá eigi að reyna að standa sómasam- lega að þessu.“ Fékk rafmagns- blásara Kristján Davíðsson hló við þeg- ar hann heyrði að skálinn hefði ekki þótt burðugur: „Já ég hef nú heyrt þetta. Þegar við Gunnar Kvaran komum þarna að fyrst virkaði þetta dálitið svona á okkur. Það eru þessar miklu hallir þarna allt í kring og eitt svona lítið hús þar inn á milli virk- ar dálítið skrýtið. En húsið er í sjálfu sér ágætt fyr- ir eins manns sýningu og það er ágætlega staðsett. Það rigndi þarna í einn og hálfan dag og það var dálítið vandamál því myndirn- ar slöknuðu, en ég fékk rafmagns- blásara til að hjálpa upp á sakirnar. Það áttu nú fleiri við það vandamál að stríða skildist mér. Þessi hús eru geymd umhirðulítið í tvö ár, á milli sýninga, og í svona loftslagi má alltaf búast við ein- hverjum raka. Húsið hefði mátt vera stærra en þetta er fallegur arkitektúr og það var gott að hafa fengið þetta hús.“ Tilvonandi góövinir á sýningu á grafík- myndum Friörik Brekkan hefur veg og vanda af sýningunni. • Hugmyndir eru uppi um að tslenskir listamenn og uiss hópur ítalskra listamanna skiptist á vinnustöðum. Um 70 myndir eftir ítalina verða á sýningu í Gallerí Listamiðstöðinni t september Um sjötíu grafíkmyndir eftir 14 ítalska listamenn verða á yfirlits- sýningu í Gallerí Listamiðstöð- inni frá 8.—16. september nœstkornandi. Þetta kann að vera forsmekkur að kynnum okkar af þessum listamönnum, því hugmyndir eru uppi um að þeir skipti á vinnustöðum við íslenska listamenn. ítalirnir myndu þá koma hingað til ís- lands að mála í vinnustofum ís- lenskra listamanna en íslendingarnir fara til Mílanó. Myndirnar á þessari sýningu eru úr einkasafni Friðriks Brekk- an, sem hefur kynnst höfundum þeirra og mun hafa milligöngu um vinnustaðaskiptin. „Upphafið að þessu má rekja aftur til ársins 1977 þegar ég var leiðsögumaður nokkurra ítala sem voru við laxveiðar í Grimsá í Borgarfirði," sagði Friðrik. „Einn þessara ítala var Gio- vanni Leom Bianchi, sem er mjög vel þekktur í sínu heimalandi. Ein- hverntíma bar á góma hve lítið væri til af minjagripum sem lax- veiðimenn gætu haft með sér frá íslandi og það varð úr að Giovanni kom aftur til íslands og teiknaði þá myndir af ýmsum veiðistöðum í Grímsá. Það voru svo gefnar út tólf grafíkmyndir í möppu, sem var mjög vel tekið. Þessi mappa vakti töluverða at- hygli og varð meðal annars til þess að Kanadastjórn fékk Gio- vanni til Kanada til að vinna sams- konar verk. Giovanni er ákafur náttúruunnandi og náttúruvernd- armaður og ýms verka hans bera keim af því. Hann er í sterkum hópi 74 myndlistarmanna sem hafa höfuðstöðvar í Mílanó og reka t.d. saman galleri og fjárfest- ingarfélag, því þetta er stöndugur hópur. Nú, ég fór og heimsótti þá 1978 og hélt þá meðal annars fyrirlest- ur um ísland og þá kom upp hug- myndin um að skiptast á vinnustöðum. Þessir fjórtán sem eiga verk á sýningunni sem hér verður haldin eru kjéu-ni þeirra sem reiðubúnir eru að eiga nánari samskipti við ísland og íslenska listamenn. Það er alveg opið hvað vinnustaðaskiptin yrðu í langan tíma, það færi náttúrlega eftir aðstæðum hjá hverjum og einum. Ég mun hafa milligöngu, því það þarf töluvert að samræma í svona skiptum, t.d. í sambandi við hús- næði, eftir fjölskyldustærð, og þar frameftir götunum. Myndirnar sem verða á sýning- unni eru allar unnar með nýrri tækni sem er sérlega skemmtileg og falleg. Þetta er kallað Reliefo- grafia og felur m.a. í sér upphleyp- ingu myndanna." — Þær munu allar til sölu. „Já, þær eru allar til sölu og á töluvert lægra verði en þær fengj- ust fyrir á Ítalíu. Verðið er auðvit- að misjafnt eftir myndum og sumt eru heilar seríur sem þeir hafa jafnvel allir unnið saman að. Flest- ar myndirnar eru eftir Giovanni og þar á meðal stórskemmtilegar seríur úr umhverfisstafrófinu hans. Ég minntist á það áðan að hann er mikill umhverfisverndarmaður og hann hefur búið sér til sérstakt umhverfisstafróf þar sem meðal annars höfuðskepnurnar hafa sín tákn. Þessi tákn fléttar hann svo gjarnan inn í myndir sínar og segir með þeim sögu. Mig hefur lengi dreymt um að halda þessa sýn- ingu og er ánægður með að sá draumur skuli nú orðinn að veru- leika. En ekki minna spennandi verður að sjá árangurinn af því þegar íslenskir og ítalskir lista- menn skipta um bústaði og fara að vinna hver í annars umhverfi." Norrœna húsid sunnudag: „Yngri djasslög“ segir Tómas Einars- son bassaleikari sem er nýkominn úr námi hjá kennara 0rsted- Pedersen „Ég er kominn heim til að spila djass. Ég var í námi í Kaupmanna- höfn í eitt ár fyrst og fremst til að reka endahnút á klassíska bassa- menntun mína,“ sagði Tómas Ein- arsson bassaleikari í samtali við HP. „Ég var hjá góðum dönskum bassakennara sem er mjög viður- kenndur. Hann kenndi meðal annars Nils Henning 0rsted-Ped- ersen bassaleikara. Nú, svo er meiri eftirspurn eftir kontrabassa- leikurum á íslandi en i Kaup- mannahöfn svo ég gerði ráð fyrir að fá meira að gera hér.“ Tómas kveðst ekki ætla að leggja meiri stund á klassískt kontrabassanám heldur snúa sér að því að spila djass. „Djasshluti námsins í kontrabassaleik og impróvisasjónin lærist ekki nema með því að spila nógu mikla djass- músík," segir hann. „Sá hluti er að mestu leyti eftir í mínu námi. Ég hef ekki lært nema hluta af því sem þeir læra sem stefna að því að spila í sinfóníuhljómsveit. Vegna þess að ég stefni ekki að því að spila klassíska tónlist. Ég tók því bara undirstöðu hennar í náminu til að geta betur spilað djassinn síðar. En eins og ég segi lærist hann bara í praksís og það líða því örugglega nokkur ár áður en veruleg reynsla er fengin á því sviði." Tómas heldur konsert í Nor- ræna húsinu næstkomandi sunnu- dag ásamt félögum sínum þeim Sigurði Flosasyni og Reyni Sig- urðssyni hljóðfæraleikurum. „Konsertinn helgast af því að Sig- urður Flosason saxafónleikari er að fara til Bandaríkjanna í næstu viku eftir stutt sumarfrí. Við höf- um því verið að æfa upp pró- gramm eftir að ég kom heim ásamt Reyni Sigurðssyni. Við er- um að prófa að spila lög sem við höfum ekki spilað áður en langar til að spila yngri djasslög, og það er hið beina tilefni konsertsins. Á konsertinum spilum við lög eftir ýmsa fræga djasskompónista; Mingus, Carla Bley, Herbie Han- cock, Cedar Walton, Mike Gibbs og Nils Henhing 0rsted-Pedersen, svo einhverjir séu nefndir." — Geta íslendingar búist við að í þér leynist nýr 0rsted-Pedersen? „Það að hafa sama kennara og einhver segir ekki nema örlítið brot af heildinni vegna þess að djassinn er umfram allt praksís. Það er því engin hætta á því á næstunni. Eigum við ekki að segja að ég fái svona tuttugu ár til að gera tilraun?" segir Tómas Einars- son. 10 vinsælustu vídeó- myndirnar í Bretlandi HEITI MYNDAR LEIKSTJÓRI ÁRGERÐ EINKUNNA- GJÖF HP Mest 4 stjörnur 1. An officer and a gentleman Taylor Hackford 1981 ★ ★ 2. Never say never again Irvin Kershner 1983 ★ 3. Porky's II Bob Clark 1983 ★ 4. Superman III Richard Lester 1983 ★ ★ 5. Raiders of the lost Ark Steven Spielberg 1981 ★★★ 6. Christine John Carpenter 1984 ★ ★ 7. Airplane II Ken Finkleman 1982 ★ ★ 8. First blood Ted Kotcheff 1982 ★★ 9. Amityville III Richard Fleischer 1984 ★ 10. Staying alive Sylvester Stallone 1983 ★ -GHS HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.