Helgarpósturinn - 16.08.1984, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 16.08.1984, Blaðsíða 7
Viðskipti með myndbönd hér á landi hafa smám saman verið að færast í eðlilegt horf eftir langt umbrotaskeið. Enn er þó allróstu- samt á íslenskum myndbanda- markaði, og sem fyrr eru það myndbandaleigurnar og Samtök rétthafa myndbanda sem takast á. Samtök rétthafa myndbanda á íslandi (SRM) hafa eins og kunnugt er gengið hart fram í því að hreinsa íslenska myndbanda- markaðinn af ólöglegum spólum, myndböndum sem höfundarrétt- ur hefur ekki verið greiddur af. Með nýju höfundarréttarlögun- um, sem Alþingi samþykkti í vet- ur, var SRM gert hægara um vik við að framkvæma þetta ætlunar- verk sitt. Hinir brotlegu fá nú á sig lögreglurannsókn og opinbera kæru en áður þurftu rétthafar að höfða sín mál sjálfir. Veislulok „Nýju lögin gefa okkur mikla von um að menn láti sér skiljast að nú er veislan búin,“ segir Frid- bert Pálsson, forstjóri Háskóla- bíós, formaður SRM. „Nú sjá menn væntanlega að þeir verða að afla sér réttinda fyrir þeim myndum sem þeir eru með til dreifingar." Veislan, sem Friðbert Pálsson talar um, hefur falist í eftirfarandi innkaupaháttum myndbandaleig- anna: Þær kaupa erlendis kvik- myndir á myndböndum sem að- eins eru ætlaðar til einkanota kaupandans, ekki til útleigu. Þess- ar myndir kaupa leigurnar á um 1500 krónur hverja og fjölfalda þær svo eftir þörfum. Þetta hefur þótt gefa góðan arð en er bara óvart kolólöglegt. Löglega leiðin er ekki næstum því jafn ábatasöm. Hún felst í því að afla sér einkaréttar á íslenskri dreifingu tiltekinna kvikmynda á myndböndum og um hann þarf að semja við framleiðendur, eða er- lenda dreifingaraðila viðkomandi mynda. Þeir sem afla sér einka- réttar á dreifingu myndanna hér- lendis eru í rauninni heildsalar. Þeir kaupa eitt eintak („master") af tiltekinni mynd, fjölfalda hana hér heima, pakka henni inn og setja á hana íslenskan texta, og selja síðan eintök af henni á myndbandaleigurnar, neytenda- markaðinn. Þá er verðið á hverri spólu líka komið upp í 3000—5000 krónur. Myndbandaheildsalar hér á landi munu nú vera talsvert á ann- an tug talsins, þar á meðal eru stærstu kvikmyndahúsin í Reykja- vík, Fálkinn hf„ Steinar hf„ Hamrasel, Videómyndin, Videó Leó, svo og nokkrir einstaklingar og einstakar myndbandaleigur. Þeim kvikmyndatitlum á mynd- böndum hér á landi sem ekki hef- ur verið samið um dreifingarrétt- inn á fer nú óðum fækkandi, en að sögn Gunnars Guðmundsson- ar, framkvæmdastjóra og lög- fræðings SRM, eru enn þó nokkur brögð að því að myndbandaleigur fjölfaldi myndir sem enginn inn- lendur aðili hefur keypt dreifing- arréttinn að. Gunnar segir að SRM hafi látið þessi tilvik að mestu af- skiptalaus eftir að nýju lögin tóku gildi, en þess í stað einbeitt sér að grófustu brotunum. Rannsóknar- lögreglan kannar nú fyrsta málið af því tagi og hefur m.a. hneppt þrjá menn sem tengjast því í gæsluvarðhald. Hér er um að ræða kæru um fjölföldun og föls- un. Mynd, sem kvikmyndahúsið Regnboginn gat sýnt fram á að það hefði dreifingarréttinn að, hafði verið pakkað inn í samskon- ar umbúðir og frá Regnboganum, og miði Kvikmyndaeftirlitsins á spólunum hafði jafnframt verið falsaður, að því er virðist. Hatrammar deilur „Svona starfsemi á auðvitað ekki að þekkjast, það er skömm að þessu," segir Ingimundur Jónsson, eigandi Videóspólunn- ar sf. og formaður nýstofnaðra Samtaka íslenskra myndbanda- leiga. „Við verðum að komast út úr þessum frumskógi, sem þessi viðskipti hafa verið í,“ segir hann. Þar með er ekki sagt að eigend- ur videóleiga vilji stíga skrefið til fulls og vera aðeins með myndir sem innlendir heildsalar hafa dreifingarréttinn á. Margir þeirra vilja áfram vera með þær myndir í friði „sem enginn veit hver á rétt- inn að og enginn skiptir sér af hér uppi á litla Islandi," eins og einn leigueigandi komast að orði við Helgarpóstinn. í augum margra félagsmanna í Samtökum ís- lenskra myndbandaleiga er SRM ennþá óvinurinn. Samtök rétthafa myndbanda hafa komið í veg fyrir að leigurnar hafi getað farið sínu fram í einu og öllu. Hatrammastar urðu deilur þessara aðila líklega í fyrravetur, þegar SRM stóð fyrir Samtökum rétthafa myndbanda hefur tekist aö draga verulega úr ólöglegri myndbandadreifingu hér á landi. Sumir eigendur myndbandaleiga hugsa nú varaformanni samtakanna Friðbert Pálssyni, forstjóra Háskólabíós þegj- andi þörfina. Þeir saka hann meðal ann- ars um aö notfæra sér forstjórastöðuna hjá Háskólabíói til aö hygla bróður sín- um, en þeir bræöur eiga í sameiningu myndbandaheildsöluna Videó Leó. „Þessar ásakanir eiga sér engan stað í veruleikanum. Þessir menn eru að reyna að rakka mig niður." Friðbert Pálsson. Sjá næstu síðu

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.