Helgarpósturinn - 16.08.1984, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 16.08.1984, Blaðsíða 23
HRINGBORÐIÐ Þá var.. . i dag skrifar Jónas Jónasson — Ja hjarna, sagdi kunningi minn frá því forðum. Hann var allt í einu mættur í blómabeðið fyrir utan eldhúsgluggann og byrjaður að reyta arfa. — Hvað ertu að gera þarna í blómabeðinu, kaliaði ég út um gluggann. — Hvurslags. . .tautaði hann niðrí moldina. — Ert það þú annars, spurði ég. Hann hafði ekki rakað sig í nokkra daga og þegar það gerist, minnir hann mig á einhverja gamla sjó- ræningjamynd. — Fólk eins og þú á ekki að hafa garð, fólk eins og þú á að búa á malbiki. Sjáðu garðinn þinn! — Hvað ertu að gera norður, spurði ég, svona til að tala mig frá arfanum. — Ég ætlaði ekki að fara svona langt norður, sagði hann. Ég skrapp í Hvalfjarðarbotn að kaupa mér ódýrt bensín en fannst svo ekki taka því að eiga það á tanknum svo ég ók áfram að sjá hvort þú átt jafn fallega flugu í Ijósakrónunni hjá þér á Akureyri og þú átt fyrir sunnan. — Ég á enga ljósakrónu, sagði ég og var næstum búinn að gleypa fiskiflugu sem kom á hraðflugi inn. — Nú, sagði hann. Þá ætla ég að hreinsa til í beðinu og fara svo. — Viltu kaffi? — Áttu koníak? — Viltu kaffi? — Það var rétt hjá þér. Eyða umræðuefninu. Svo öslaði hann út úr beðinu, þurrkaði fingur á buxunum og gekk í bæinn og fór úr skónum. — Af hverju ertu að fara úr skónum? — Hér fyrir norðan fara allir úr skónum. Húsálfurinn þinn er á sokkaleistunum. — Þú ert ekki skyggn. — Af hverju áttu ekki ljósa- krónu, spurði hann og gáði upp í loft. — Hér ganga menn fyrir innra ljósi. — Má setjast í þennan sófa, sagði hann um leið og hann lagð- ist endilangur. — Það má iiggja á honum. — Eru þorpsbúar alltaf jafn ljúf- ir? Færðu enn bréf frá löggunni ef þú parkerar eins og hálfviti? Hlátur kunningja míns er ekkert tii að hljóðrita. —• Hættu þessum hlátri. Þú hlærð eins og hvalur með barka- bólgu. Kunningi minn lokaði munnin- um og small í tönnum og hláturinn kafnaði í kokinu. Mörgum kaffibollum síðar byrj- aði hann að tala um kántríhátíð og karnival og hló óskaplega. — Varst þú á kántrígríninu? — Nei, ég á ekki hest. Og þetta var ekkert grín. Þeim var alvara. — Áttu ekki leikfangabyssu frá því í gamla daga? — Nei, ég er friðarsinni. — Kommúnisti sumsé! — Ef þú vilt. — Öll blöð full af bulli og viðtöl- um við þennan Roy Roger. Líka sjónvarpið. Gemmér meira kaffi. — Ef þú heldur áfram að þamba svona kaffið, verð ég að hella á aftur. — Manstu þegar við vorum tíu ára? — Já og nei. — Vorum í bófahasar öll kvöld nema á föstudaginn langa. — Ég var Roy Roger. — Auðvitað! Gamia frekjan. Manstu hvort það komu andlausir blaðamenn að taka viðtöl við okk- ur, kúrekahetjurnar úr West Side? — Þeir komu ekki. Enda höfð- um við ekki kálfa til að hengja í hjólhestaslöngum. — Þeir höfðu ekki káifana held- ur í Kántríbæ. Svo þögðum við hálfan vindil kunningja míns. Hugir okkar voru staddir í Vesturbænum í Reykja- vík þegar bófahasar var í hverjum garði bak við Ásvallagötuna-Ljós- vallagötuna og Brávallagötuna og húseigendur höfðu áhyggjur af trjánum. Tarsan var aldrei vinsæll í Vesturbænum. — Þetta er rosagott kaffi. Er þetta úr kaupfélaginu? — Nei. — Ég var að velta því fyrir mér meðan ég ók norður með stopp- um, af hverju kaffið sem er selt við þjóðveginn á íslandi er svona gasalega vont. Það þarf séní til að búa til svo jafnvont kaffi kringum landið. Þeir hljóta að hafa með sér samtök, þeir sem eiga kaffikönnu við veginn. Ensk vinkona mín sem heimsótti landið þegar það tók tvo daga að drauja sér norður, sagði mér að hún hefði aldrei síð- an sagt kallinum sínum að fara til andskotans. Ef hún væri verulega reið honum, segðu hún honum að fá sér íslenskt kaffi! Sólin utan úr garðinum var að æfa ballett á veggnum fyrir ofan hausinn á kunningja mínum. — Af hverju ætli hann rigni allt- af á útiskemmtunum nú til dags, spurði hann. — Skýin eru lauslátari nú. — Manstu bændahátíðina á Laugum forðum? Það var hátíð. — Við komum á hestum yfir Hvítafellið og skiptum um föt í hesthúsinu. — Þá gengu strákar með hár- net. Það trúir mér enginn þegar ég segi ungum þetta. — Ef ég man rétt varstu orðinn sköllóttur í 12 ára bekk. — Þvílík hátíð. Þá var talað um guð og moldina og síðan farið í kaffi og kleinur. — Þá var dansað við nikku- hljóma og nikkarinn spilaði allt kvöldið og alla nóttina og settist aldrei niður. — Þá var ekki slegist, menn föðmuðust og slógu hvern annan á bak og sögðu elsku vinur. — Þá var rómantíkin í hjartanu og menn gengu kringum tjörnina og urðu tunglsjúkir. — Þá var riðið heim á hvítum hestum og músíkin var í hófun- um. . . — . . .asskoti er að hlusta á þig. Við erum að eldast. Þegar ménn eldast verða allar ferðir betri forð- um. — Meira að segja kaffið var drekkandi við íslenska þjóðveg- inn. — Þá var solskin á hverjum degi á útihátíð. — Þá hét Roy Roger Gústi í Hruna. . . — . . .og Trigger hét bara Fálki og var góður sláttuhestur. — Þá sungu fuglar í Þegjanda- dal. . . — . . .þá var. Við þögðum báðir og svo dó í vindlinum hans. Við erum komin í eina sæng VERIÐ VELKOMIN í BÓKAVERSLUN SNÆBJARNAR AÐ HAFNARSTRÆTI 4. Snffbj örnJonss on£ [b.h.f Hafnarstræti4, sími 14281 Bókaverslun Snæbjarnar er nú flutt á einn staö, í gjörbreytt og rúmbetra húsnæöi aö Hafnarstræti 4. í hinni nýju verslun veröur einungis boðið upp á enskar og íslenskar bækur, auk fjölbrevtts úrvals kennslugagna á spólum og myndböndum. Bókaverslun Snæbjarnar var stofnuö 1927. Það var yfirlýst stefna Snæ- bjarnar Jónssonaraö hafaeinungis vandaöar bækurá boöstólum, og mun hin nýja verslun starfa í anda stofnanda síns. í hver mánaðarlok veröur kynning á völdum bókum, sem boönar veröa á sérstöku kynningarverði. HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.