Helgarpósturinn - 30.08.1984, Qupperneq 3
legar skoðanir og aðstæður
hafa ýtt okkur báðum til hliðar í
Sjálfstæðisflokknum. En að
hann ráði eitthvað yfir þessu
blaði er eins mikil firra og að
segja að ég ráði yfir ríkisstjórn-
inni. Ég hef haft á því áhuga í
mörg ár að gefa út blað og
gerði meðal annars tilboð í ykk-
ar ágæta Helgarpóst, sem ekki
gekk upp. Ég hef ákveðnar
skoðanir og vil koma þeim á
framfæri og vinna þeim fylgi."
— Verður þetta gríðarlegt
hægri blað?
„Nei, það verður það ekki.
Blaðið verður ekkert hrætt við
að einstaklingar græði peninga
vegna þess að því fleiri sem
gera það þeim mun betri verð-
ur þjóðarhagur. Það verður líka
tekið á samhjálpinni sem víða
er komin út í öfgar og fleira
verður tekið fyrir sem einhverjir
vilja kannski flokka undir harða
hægri stefnu. En það verður
ekkert í blaðinu sem ekki er
hægt að flokka undir góða
mannúðarstefnu."
— Hvaða stefna verður tekin
„Ekki neitt málgagn fyrir Alberty/
★Nýtt vikublað hefur göngu
sína 7. september næstkom-
andi og mun að öllum líkindum
bera nafnið ísafold. Ekki eru
allir sáttir við það og í athugun
er hvort Árvakur hf., sem gefur
út Morgunblaðið, krefjist lög-
banns á þeirri forsendu að út-
gefendur eigi ekki rétt á þessu
nafni. Nýja blaðið verður í dag-
blaðsbroti og ritstjóri verður
Ásgeir Hannes Eiríksson versl-
unarmaður.
— Hverskonar blað verður
þetta, Ásgeir?
„Það má segja að efnið verði
þrískipt. Númer eitt er allskonar
almennt efni fyrir fjölskylduna,
þýtt og frumsamið, skemmti-
efni og fróðleikur. í öðru lagi
höfum við mjög ákveðnar
skoðanir á þjóðmálum og þær
verða kynntar þarna. Loks
verður blaðið einskonar skatta-
lögregla almennings á ríkinu.
Fjármálaráðherra er að ráða 24
nýjar skattalöggur til þess að
líta eftir okkur og þá er vel við
hæfi að við höfum einhvern til
að kíkja í kassann hjá honum."
— Nú er því einmitt haldið
fram að þetta blað verði sér-
stakt málgagn Alberts.
„Það er tóm vitleysa. Við
Albert eigum margar sameigin-
í t.d. landbúnaðar-, sjávarút-
vegs- og utanríkismálum?
„Hvað landbúnað snertir vilj-
um við draga verulega úr sam-
þjöppun valds á hendur fárra
aðila og milliliða. Bændur þurfa
að vera í beinni tengslum við
neytendur. I sjávarútvegsmál-
um á hiklaust að láta menn fara
á hausinn ef þeir geta ekki rek-
ið sitt hallalaust, það er ekki
hægt að reka lengur þessa
byggðastefnu í sjávarútvegi.
Hvað snertir utanríkis- og
öryggismál þá þarf að endur-
nýja varnarsamninginn og
breyta honum í mörgum atrið-
um. Það þarf að ganga þannig
frá málum að Island sé ekki
bara einhver varðstöð fyrir
Bandaríkin."A
BUCHTAL
Gólf — Veggflísar
V e stnr-þýsk:
gæðavara
ú.ti sem inni
á viðráðanlegru
verði.
Komið ogr skoðið
eitt mesta úrval
landsins af
flísum
í sýningarsal
oickar.
Sjón er sögu
ríkari
Staðgreiðsluafsláttur
eða afborgunarskilmálar.
BUCHTAL
FEGURÐ — GÆÐI—EMDHSTG
OPIÐ:
mánudaga — fimrntudaga kl. 8—18,föstudaga kl. 8—19,laugardaga kl. 9—12.
I BYCGlNGflVOBUR
(
HRINGBRAUT
Byggingavörur
Gólfteppadeild
Simar:
28-600
28-603
Timburdeild .............
Málningarvörur og verkfæri
Flísar og hreinlætistæki ..
28-604
28-605
28-430
)
Ertu háfleyg?
Jannetta Christian:
„Ekkert sérstaklega, nema þegar mér er skotið úr fall-
byssu."
— Hvað er snotur stúlka eins og þú að gera í svona
atvinnugrein?
„Ætli það sé ekki í og með ævintýraþrá. Þetta verður jú að
kallast óvenjulegt starf og það eru ekki allir sem er fýrað tvisvar
á dag."
— Hvað kom til að þú fórst út í þetta?
„Ég hafði verið að vinna í leikhúsi en missti þá vinnu. Ég sá
auglýst eftir mannlegri fallbyssukúlu og ákvað bara að fara og
sækja um."
— Hefurðu fengist við aðrar svipaðar kúnstir?
„Ekkert beinlínis svipað þessu. En í leikhúsinu varð ég oft að
leika ýmsar kúnstir, fara kollhnísa og heljarstökk á steingólfi og
þar frameftir götunum. Þannig að ég hef oft gert ýmislegt sem
áhætta hefur falist í."
— Hvaða skilyrði þurfa menn að uppfylla til að fá
svona starf?
„Þeir þurfa að hafa stáltaugar, vera í góðri þjálfun og ekki
alltof vel gefnir."
— Ertu óróleg áður en þér er skotið?
„Nei, nei. Hinsvegar er ég alltaf dauðhrædd. Ég er svo
hrædd að það þýðir ekkert að reyna að tala við mig. Á eftir líður
mér hinsvegar dásamlega. Mér finnst eins og ég sé sloppin
úr miklum háska."
— Voru margir umsækjendur um starfið?
„Já, fjölmargir. Sem segir nokkuð um greindarvísitölu
heimsbyggðarinnar. Ég veit ekki hvort ég hefði haft kjark í
þetta ef ég hefði ekki þurft að keppa við svona marga. En ég
þurfti virkilega á vinnu að halda og því var ekki um annað að
ræða en bíta á jaxlinn og láta sig hafa það."
— Hvað er þér skotið langt?
„Vegalengdin er á bilinu 100 til 150 fet."
— Hvernig líður þér á leiðinni?
„Mér finnst ég vera hátt uppi."
— Hefurðu einhverntíma lent fyrir utan netið?
„Nei, ekki ennþá. Hinsvegar munaði ekki miklu í kvöld. Ég
lenti illa og festi fótinn í netinu þannig að ég er haltrandi núna."
— Veistu til þess að kollegar þínir f greininni hafi orð-
ið fyrir slysum?
„Ég veit ekki um neinn sem hefur lent fyrir utan netið. Hins-
vegar veit ég að það hafa orðið slys. Þau verða oftast með
þeim hætti að menn hendast upp af netinu og útfyrir það og
þá geta orðið nokkur meiðsli. Ég veit um einn sem hentist út-
fyrir netið og lenti á einum hælnum sem notaður er til að halda
því uppi. Það var Ijótt slys."
— En þér hefur ekki dottið í hug að hætta?
„Nei, þetta er nú einusinni mitt starf. Auðvitað hugsa ég um
hætturnar í hvert einasta skipti sem mér er skotið upp og ég
er hrædd um að eitthvað komi fyrir. En það þýðir ekki að láta
svoleiðis á sig fá. Ég held áfram meðan taugarnar eru ekki verri
en þær eru núna."
— Er þetta dálítið gaman?
„Er ekki alltaf dálítið gaman að því sem er mikið spennandi?
Það er gríðarlega spennandi að vita hvort maður sleppur lifandi
og ómeiddur frá hverju skoti. Þetta er stöðug spenna og það
má því kannski segja líka að þetta sé stöðugt gaman."
Gestir á Heimilissýningunni í Laugardalshöll fylgjast mjög spennt-
ir með því þegar „mannlegu fallbyssukúlunni" Jannettu Christian
er skotið háft íloft upp. Við spjölluðum við þessa djörfu ungu konu.
HELGARPÓSTURINN