Helgarpósturinn - 30.08.1984, Blaðsíða 16
JAZZ
Jassbylgjan
Keith Jarrett:
Standards, vol.l. (ECN 1255)
Dreifing: Gramm.
Pá er nýja skífan hans Keith Jarretts komin
til landsins og er mikil unun að bregða henni
á fóninn. Einsog nafnið ber með sér er efnis-
skráin hefðbundin, amerísk sönglög sem
djassmönnum eru kær og er gaman að
heyra píanómeistarann glíma við þekktar
hljómaraðir eftir áralanga einleikskonserta,
þarsem spunnið hefur verið tímunum saman
og sveiflast milli rómantísks impressjónisma
og rýþmískra blústilfinninga. Jarrett er nú
að undirbúa sig fyrir að flytja klassíska
píanókonserta, ma. Mozart, en samfara
djassinum hefur hann oft glímt við nútíma-
tónskáld, ss. Bartok og Stravinsky
Jarrett er innhverfur píanisti og hefur lært
mikið af Bill Evans; tríóið á þessari skifu,
Jarrett, Gary Pecock bassaleikari og Jack
deJohnette trommari, minna í mörgu á Ev-
ans tríóið með LaFarao og Motian, ekki síst
í ballöðum einsog lt Never Entered My Mind
og Meaning of The Blues. Hann er harðari í
The Masqurade Is Over og All The Things
You Are, en besta verkið er túlkun þeirra fé-
laga á verki Billy Holliday: God Bless The
Child — þar er gospelrýþminn ráðandi og í
stundarfjórðung fremja þremenningarnir
rýþmískan galdur sem of lengi hefur verið
fjarri í verkum Jarretts. Seinni skífan frá
þessum sessjón er nýkomin út, en mikið má
hún vera góð ef hún jafnast á við þessa. Að
mínu viti er þetta besta skífa Jarretts í ára-
raðir. Gagnrýnandi down beat gaf skífunni
hálfa fimmtu stjörnu. Það sem dró hana nið-
Ponger 2 & 3
í síðasta blaði var getið um einleikstón-
leika austurríska píanistans Peter Pongers. Á
laugardaginn var lék hann á Kjarvalsstöðum
ásamt Stefáni S. Stefánssyni, saxafónleikara,
Birni Thoroddsen, gítarista, Tómasi R. Ein-
arssyni, bassaleikara, og Pétri Grétarssyni,
trommara. Þetta voru hinir ánægjulegustu
tónleikar þó hljómur sé slæmur í málverka-
salnum. Pétur varð að kitla settið með burst-
um tilað yfirgnæfa ekki félaga sína. Tónlistin
var hefðbundinn nútímadjass og margt
ágætlega gert, ss. sístreymi Pongers í Giant
Steps og tenórblástur Stefáns í Herbie Han-
cock ópus. Stefán er í sífelldri framför sem
einleikari og nýtur sín mun betur með sveiflu-
rýþma en bræðingsrýþma Gammanna —
ólíkt Birni Thoroddsen. Helsti veikleiki
Pongers í hefðbundnari djass er hversu létt
sólóar hans renna, styrkur nær alltaf svipað-
ur, ásláttur jafn og tilbreytingalítill — það
þarf stundum að kýla!
Á sunnudagskvöld lék Ponger ásamt Ás-
keli Mássyni í Norræna húsinu. Þar var
margt fallega gert, grípandi línur og bongó-
galdur, en það hefði mátt kveikja eldinn —
láta gamminn geysa. Þetta var fágaður
stofuspuni og all ólíkt því þegar þeir John
Tchicai og Áskell leiddu saman hesta sína í
Djúpinu og allt sauð og kraumaði í rýþmísk-
um galdri.
En það var gaman að kynnast Peter Pong-
er og hann hressti uppá djasslíf okkar á sker-
inu.
Trommumeistarinn Cyrille
í kvöld verður mikið um dýrðir í Norræna
ur var ýlfrandi söngl píanistans. Jafn gott að
þessi gagnrýnandi verði ekki látinn fjalla um
skífur þarsem jarm Hamptons eða baul
Garners heyrist! Djassgeggjurum finnst slíkt
aðeins krydd í tónaveröld sveiflunnar.
Andrew Cyrille frá Haiti með herlega trommuskífu.
iftir Vernharð Linnet
húsinu. Þar mun einn af helstu trommuleik-
urum djassins sitja umkringdur trommum
allskonar og slagverkstólum og leika einn af
lífsins lyst.
Andrew Cyrille er ættaður frá Haiti en
margir frábærir slagverksmeistarar eiga
ættir að rekja til Karabísku eyjanna. Hann
fæddist í New York árið 1940 og fór ungur að
leika á trommur. Hann lék ma. með Mary
Lou Williams og Walt Dickerson áðuren
hann komst í kynni við píanistann Cecil
Taylor. Þau kynni urðu afdrifarík og lék
hann lengi í hljómsveit píanistans. Taylor er
einn af frumherjum hins frjálsa djass og var
fyrir löngu farinn að leika slíka tónlist áður-
en Ornette Coleman kom til sögunnar. Cyr-
ille er afburða hugmyndaríkur trommari og
grunntaktinn hefur hann alltaf á hreinu.
Blue Note skífur Taylors: Unit Structures og-
Conquistador, þarsem Cyrille slær tromm-
urnar eru löngu orðnar klassískar í djassin-
um.
Cyrille hefur jarðsamband — hann þekkir
djassinn í öllum sínum margbreytileik og
hefur ma. hljóðritað með Coleman Hawkins
og Cörlu Bley. Hann var í fyrri Frelsissveit
Charlie Hadens og hann hefur leikið mikið
með Muhal Richard Abrams.
Einleiksskífur hefur hann gefið út og nú
nýlega eina herlega trommuskífu þarsem
hann er í félagsskap Kenny Clarke, Don
Moye og Miltford Graves.
Forfeður Cyrille dýrkuðu voodoogaldur
með trommum sínum, en Cyrille fær okkur
til að skynja rýþmann á nýjan hátt og því
verður mikið ævintýri að hlusta á hann í
Norrœna húsinu í kvöld.
POPP
Glœst tré
David Silvian — Brilliant Trees
Það varð ljóst fljótlega eftir að hljómsveit-
in Japan hafði sent frá sér hina ágætu plötu
Tin Drum í nóvember 1981, að ekki var allt
með felldu í herbúðum hennar. í viðtölum
við meðlimi hljómsveitarinnar kom fram að
það var ekki einungis svo að David Silvian
söngvari og bassaleikarinn Mick Karn töluð-
ust ekki við, heldur voru þeir orðnir svarnir
óvinir. Aðalástæða þess mun hafa verið sú
að Silvian rændi kvenmanni frá Karn og
kunni sá síðarnefndi söngvaranum litlar
þakkir fyrir það og þar með sprakk samstarf-
ið, einmitt um það leyti sem hljómsveitin
virtist vera að ná verulegri fótfestu.
Lítið hefur farið fyrir David Silvian síðan
þetta var, þar til nú fyrir skömmu að hann
sendi frá sér sína fyrstu sólóplötu, sem ber
heitið Brilliant Trees. Engin önnur plata sem
út hefur komið á þessu ári hefur komið mér
jafn mikið á óvart. Ekki bara vegna þess að
ég átti ekki von á jafn góðri plötu frá Silvian
og raun ber vitni, heldur einnig vegna þess
að tónlist hans er gífurlega fersk og spenn-
andi á þessum tímum andleysis og stöðnun-
ar.
Á Brilliant Trees nýtur Silvian aðstoðar
einvala liðs hljóðfæraleikara, sem koma
sinn úr hverri áttinni en skapa engu að síður
góða heild. Auk Silvians sjálfs, er leikur á
hin ýmsu hljóðfæri, kemur Holger Czukay
einna mest við sögu, en hann er einkum
þekktur fyrir að hafa hér áður fyrr verið
meðlimur hljómsveitarinnar Can, en upp á
síðkastið hefur hann sent frá sér plötur í eig-
in nafni. Þess má geta að Czukay nam á sín-
um tíma tónlistarfræði í skóla hins þekkta
nútímatónskálds Karlheinz Stockhausen. Nú
þá kemur Steve Jansen, fyrrum trommuleik-
ari Japan einnig þó nokkuð við sögu á piötu
þessari.
Auk þeirra þriggja eru það einir tíu hljóð-
færaleikarar sem leggja Silvian lið. Ber þar
helsta að telja Riuichi Sakamoto, sem lék
með Yellow Magic Orchestra og ef ég man
rétt þá samdi hann tónlistina við kvikmynd-
ina Merry Christmas Mr. Lawrence. Þá leik-
ur trompetleikarinn Jon Hassell í tveimur
lögum en hann er einkum þekktur fyrir sam-
starf sitt og Brian Eno. Hassell var í skóla
Stockhausen á sama tíma og Czukay, en þeir
hafa aldrei leikið saman á hljómplötu áður
og raunar valið sér fremur ólíkar leiðir á tón-
listarbrautinni. Annar frægur blásari sem
kemur við sögu á Brilliant Trees er flugel-
hornleikarinn Kenny Wheeler, sem lítið eða
ekkert hefur komið við sögu popptónlistar
fram að þessu en er kunnur í jazzheiminum;
stjórnar m.a. hljómsveit sem hefur haft fasta
þætti í BBC. Auk þess hefur hann leikið inn
á fjölda hljómplatna en einna kunnust þeirra
er líklega Gnu High, sem hann sendi frá sér
fyrir tæpum áratug. Auk þessara eru svo gít-
arleikararnir Phil Palmer og Ronny Drayton
og bassaleikararnir Wayne Braithwaite og
Danny Thompson og eitthvað væri hægt að
hafa þessa upptalningu lengri. í stuttu máli
skila allir þeir sem koma við sögu sínu hlut-
verki með prýði og er hvergi veikan punkt
að finna í hljóðfæraleiknum.
Öll eru lögin á Brilliant Treesrólegog seið-
andi, utan það fyrsta, sem heitir Pullin'
Punches. Þetta er fremur kraftmikið lag með
fönkuðum bassa og trommuleik en annar
hljóðfæraleikur svífur yfir í fremur óræðum
stíl. Þá setur skemmtilegur, frjáls blástur
Czukay á franskt horn skemmtilegan svip á
lagið!
Næsta lag er The Ink In The.Well, sem hef-
ur nú einnig verið gefið út á lítilli plötu. Þetta
er frémur jazzað lag, þar sem notast er við
trommur, kontrabassa og órafmagnaða gít-
ara, en þar má einnig heyra góðan leik
Kenny Wheeler á flugelhorn. Nostalgia heit-
ir þriðja lagið og það er rólegt og seiðandi.
Mest ber á svífandi hljómborðsleik og tærum
og skemmtilegum rafgítar og í lok lagsins
kemur svo Wheeler aftur við sögu í fallegu
sólói.
Síðasta lagið á fyrri hliðinni heitir svo Red
Guitar, en það var gefið út á smáskífu fyrri
hluta sumars. Er það eitt af léttari lögum
plötunnar og gætir þar nokkuð áhrifa hinnar
svokölluðu popp-jazzlínu. Skemmtilegan
svip á þetta lag setur píanósóló, sem minnir
svolítið á það sem Mike Garson tók hér í
Aladin Sane fyrir rúmum tíu árum.
Seinni hliðin er heldur seinteknari en sú
fyrri en við endurtekna hlustun venst hún
vel og er síður en svo verri en sú fyrri.
í fyrsta laginu, Weathered Wall, verður
nokkuð vart áhrifa frá austurlenskri, eða
öllu heldur kínverskri tónlist. Að vísu er þessi
áhrif víðar að finna í tónlist Silvians en hann
tengir þau vel við önnur þannig að þau
verða ekki tilgerðarleg og heildarmyndin
því góð. í Weathered Wall og titillaginu
Brilliant Trees ber nokkuð á trompetleik Jon
Hassells, sem þó líkist varla nokkrum
trompetleik.
Þá er þess loks að geta að Silvian hefur
aldrei sungið betur en nú og þó manni detti
stundum Brian Ferry í hug þegar hlustað er
á hann, þá gerir það ekkert til. Þetta er allt
of góð plata til þess að láta slíka smámuni
fara í taugarnar á sér. Brilliant Trees er
nefnilega hreint út sagt „brilííant" plata.
24 HELGARPÓSTURINN