Helgarpósturinn - 30.08.1984, Qupperneq 20

Helgarpósturinn - 30.08.1984, Qupperneq 20
Helgarpósturinn velur 10 bestog 10 •„Islenskt kvenfólk er vel klætt en hefur þó heldur hrakað í klæðaburði. Rosknar konur klæðast yfirleitt mjög smekklega en hinar yngri hugsa ekki mikið um fatnað." •„Konur eiga að hugsa vel um útlit sitt, sér og öðrum til ánægju. Smekklega og vel klædd kona klæðist ekki endilega því dýrasta og fínasta, heldur er litaval hennar og stíll í samræmi við persónuleika hennar. Hún er snyrtileg og ber sig vel, platar augað ef með þarf og „eltir ekki Siggu í næsta húsi“.“ •„Ósmekklega og illa klædd kona hugsar: „Ég er ÉG, án fata“. Hún klæðir sig ekki í samræmi við tilefnið og kann ekki að velja saman liti, — gleymir mikilvægum aukahlutum svo sem tösku, hatti, hárinu og naglalakki. Ósmekklegar konur er oftast að finna meðal mennta- og listakvenna. Jafnlyndar og skaplausar konur geta átt einn morgunslopp, það nægir þeim“. •Ummælin hér að ofan eru höfð eftir áhugafólki um fatnað sem Helgarpósturinn fékk til að raða þekktum, íslenskum konum á lista yfir tíu best og tíu verst klæddu konurnar í dag. ÞÆR 10 BEST KLÆDDU Rúna Guðmundsdóttir • kaupmaður. O Vigdís Finnbogadóttir * Forseti íslands. ÓBrynja Nordquist • sýningarstúlka. mW Marta Biarnadóttir “ • kaupmaður. Vala Thoroddsen. Salóme Þorkelsdóttir '• alþingismaður. Dóra Einarsdóttir búningahönnuður. j Fanný Jónmundsdóttir • kaupmaður. f£ Bóra Sigurjónsdóttir kaupmaður. Sigurborg Sigurjónsdóttir • gjaldkeri. eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Eftirtaldar konur skipa Iista tíu best klæddu kvenna á Islandi ídag: 1. Rúna Guðmundsdóttir kaupmaður. „Hún klæðist dýrt og af mikilli kostgæfni og þekkir sinn stíl. Hún klæðist smekklega og er ávallt vel til- höfð. Klæðnaðurinn er smekk- lega samansettur, aðeins föt sem hún ber vel. Hann er mjög skemmtilegur. Hún er alltaf „elegant" og ber af í klæðnaði af konum á hennar aldri. Rúna Guðmundsdóttir sést aldrei öðru vísi en vel og smekklega klædd“. 2. Vigdís Finnbogadóttir, for- seti íslands. „Að sjálfsögðu myndir: Jim Smart og fleiri lendir hún ofarlega á listanum. Vigdísi heppnast vel í fatavali, reyndar svo vel að maður snýr sér við á götu þó svo ætla mætti að hún fengi hjálp við valið. Það hefur orðið stökk- breyting frá leikhússtjóraföt- unum; pilsi og blússu. Fataval hennar og litasamsetning eru til fyrirmyndar. Hún hefur viss- an „elegans" en er alveg eins og íslenska sauðkindin; alltaf fallega klædd en það vantar kímni í fatnað hennar, svolít- inn persónuleika". 3. Vala Thoroddsen. „Vala er fallega klædd við hvaða að- stæður sem er, jafnvel í sundi. Hún klæðist fötum sem hæfa hennar aldri og eru í samræmi við stað og stund. Fatavalið er einstakt, það gerir hana huggulega og dömulega. Klass- inn leynir sér ekki“. 4. Salóme Þorkelsdóttir al- þingismaður. „Hún hefur fág- aðan smekk sem er í samræmi við stöðu hennar og mann- gerð, hún tekur mikið tillit til aðstæðna í vali sínu. Litaval er til sóma. Hún er falleg og glæsi- leg kona“. 5. Bára Sigurjónsdóttir kaup- maður. „Bára hefur þann „glamour style" sem mjög fáar konur geta borið án þess að of- hlaða sig. Hún klæðist mjög smekklega. Hún er klassi". 5. Brynja Nordquist sýning- arstúlka. „Brynja er alltaf mjög lekker. Hún er vel klædd og samkvæmt nýjustu tísku sem er ekki verra. Brynja held- ur sér vel og fylgist vel með á þessu sviði. Þó er einn Ijóður á ráði hennar; hana vantar hug- myndaauðgi í fataval sitt“. 7. Marta Bjarnadóttir kaup- maður. „Hún heldur sér vel, er ungleg og frískleg. Marta er ekki eins fínt klædd og þær konur sem þegar hafa verið taldar, hún er „sport-týpa“. Eina konan sem sést „smart- sportý" og setur það skemmti- lega fram, þó svo hún hverfi stundum í því sem hún klæð- ist“. 8. Dóra Einarsdóttir búninga- hönnuður. „Dóra er hér átt- unda best klædda konan en telst um leið sú fimmta verst klædda, smekkur manna er mismunandi. Dóra er skemmtilega og eftirtektar- verð til fara. Hún hefur sinn stíl, hann er yfirborðskenndur en í samræmi við persónuleika hennar. Hún er toppurinn og botninn, frjálsleg og nýjunga- gjörn í klæðnaði". 9. Fanný Jónmundsdóttir kaupmaður. „Fanný klæðir sig alltaf vel af ungri konu að vera“. 10. Sigurborg Sigurjónsdóttir gjaldkeri. „Hún er mjög frísk- leg í klæðaburði og alltaf vel . tilhöfð. Hún er smekklega klædd kona og það er alltaf gaman að sjá hana því hún er vel klædd frá toppi til táar“. 28 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.