Helgarpósturinn - 08.11.1984, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 08.11.1984, Blaðsíða 4
DEMOKRATAR í RUSLI Þriðjudagskvöld í New York. Eng- in spenna, því úrslitin voru löngu bókuð fyrirfram. Gamli maðurinn, íþróttafréttaritarinn, leikarinn og sölumaðurinn fyrir General Electric fór létt með það. Elsti maður sem setið hefur í forsetastóli hérlendis gjörsigraði andstæðing sinn. Hann kuðlaði honum saman eins og tyggjóbréfi og verður forseti fjögur ár í viðbót, til 1988. ★★★ t „Four more years", var kosninga- siagorð Ronaids Winstons Reagans og varaforsetans George Bush. Þeir stóðu aldeilis við það loforð, félag- arnir. Úti á bar við Great Jones Street, neðarlega á Manhattan, nánar til- tekið í austurhluta Greenwich Vill- age, voru fastagestirnir, ungt fólk, 25 til 30 ára, og sumir með krakka, strax farnir að velta fyrir sér fram- tíðinni, næstu fjórum árum. ,,1’m scared,” sagði 27 ára gamall lista- maður sem ég hitti framan við sjón- varpsskerm á bar. ,,Ég var hrædd- ur þegar hann var kosinn 1980 og kannski er ég ennþá hræddari núna.“ Við vorum að horfa á ABC-frétt- irnar, klukkan að verða hálf sjö. Sjálft kosningasjónvarp stöðvarinn- ar var að hefjast. Eitt það fyrsta sem birtist á skerminum var kort af Bandaríkjunum þar sem fjögur ríki á austurströndinni höfðu verið lituð blá — Reagan hafði unnið þau og var strax kominn með 18 kjörmenn af þeim 270 sem til þarf. Þarna strax 1 Vt klst. áður en kjörstöðunum var lokað, varð ljóst hvert stefndi. Ron- ald Reagan var að vinna stórsigur yfir Mondale. Þetta var greinilega mesta burst í forsetakosningum síð- an 1972 þegar Richard Nixon gjör- sigraði George McGovern. Um 59% kjósenda völdu Reagan, 41% kusu Mondale og Ferraro. Sigur Reagans var þó enn stærri að því leyti að hann vann 525 kjör- menn (fyrir að sigra kosningarnar í hverju ríki fær frambjóðandi alla kjörmenn viðkomandi ríkis) og við þurfum að leita allt aftur til 1936 til að finna jafnglæsilegan sigur. Þá vann demókrati, Franklyn Roose- velt; þá eins og nú vann andstæð- ingurinn aðeins tvö ríki. Mondale vann sem kunnugt er aðeins tvö ríki núna: District of Colombia (höfuð- borgina Washington þar sem 86% kusu hann en aðeins 13% Reagan) og heimaríki sitt, Minnesota, þar sem hann þó rétt svo marði sigur. Fastagest.jrnir á Great Jones Café störðu^jwjJiBÍ^ötír pfaní bjórglösin. Bjórinn.^jf<;prðinn flatur og gos- laus. Um iuíi; útiá leytið var farið að tala ur, ið allt annað en kosn- Eg ;.bfiir Manhattaneyju, norðúr áf j$á: 05 53. götu, uppá Hilt- on- og SfíCrú !<> 1 )4iót el. þar sem fylg- ismennc'úc.'i?ibjóðendanna voru að byrja áð í,„'.dá koSrtingapartíin sín. Klukkán át.ta, þegar kjörstaðir voru aimenrst' að loka á austur- ströndinni, átti demókratapartíið að hefjast t Grand Ballroom á þriðju hæð Hiltonhótelsins. Salurinn sem hefur álíka gólfrúm og Laugardals- höllin var nánast tómur. Þarna var danshljómsveit. Fyrsta lagið sem hún spilaði var „Clouds of Trag- edy“, Sorgarský... Smám saman fylltist salurinn af 4 HELGARPÓSTURINN i . WmímimMi k iWkim m mm . 'M &ÍÉi mmm HP fylgist með viðbrögðum kosningaúrslitanna hjá almenningi og í flokksstöðvum repúblikana og demókrata demókrötum frá New York. Mon- dale og Ferraro-barmmerki voru seld við innganginn. Fáir keyptu þau, enda kostuðu þau allt uppí þrjá dollara. Með þeim fyrstu sem mættu þarna var Barry Commoner, frægur talsmaður demókrata og prófessor. Hann bauð sig fram í for- setakosningunum 1980, þegar eng- inn trúði á Jimmy Carter og Reag- anskeiðið upphófst. „Þessar kosningar snerust um yf- irborðsmennsku, ekkert annað," sagði Commoner mér. „Reagan er einfaldlega miklu betri í þannig slag. Það sem vantaði í baráttu demókratanna var að fletta ofan af Reagan, og skorti hans á lausnum á vandamálum sem þessi stjórn hans stendur frammi fyrir. Hann slapp við að svara ýmsum óþægilegum spurningum og hann vann á því,“ sagði Commoner. ★★★ Enginn dansaði í danssal Hilton- hótelsins þetta kvöld. Andlitin lýstu vonbrigðum, þreytu og vonleysi. Flestir sem þarna voru, höfðu á einn eða annan hátt tekið beinan þátt í kosningabaráttu Mondales og Ger- aldine Ferraro. Ferraro á heima í Forest Hills, ríku úthverfi í Queens í New York og það var ekki til að bæta andrúmsloftið í salnum að ná- grannar hennar höfðu flestir kosið Reagan. Á kjörstað Ferraro kusu 89 Reagan en aðeins 70 atkvæði lentu hennar megin og Mondales, og þar af greiddi fjölskylda varaforseta- frambjóðandans 5. Fram eftir kvöldi hafði Geraldine Ferraro setið í svítunni sinni uppá 44. hæð Hiltonhótelsins og horft á þrjú sjónvarpstæki, sjónvarpsstöðv- arnar ABC, CBS og MBC. Hún hafði tapað. Það var ljóst. En samt: Það að Mondale skyldi velja hana sem varaforsetaframbjóðanda var eins konar sigur. „Konum hafa verið opnaðar dyr í bandarískum stjórn- málum, og þessum dyrum verður aldrei lokað héðan í frá,“ hafði hún margoft sagt í baráttunni. Hún tók lyftuna niður á 3. hæð til fólksins upp úr klukkan ellefu. „Gerry! Gerry!" hrópaði liðið. 25 sjónvarpsmyndavélar fóru í gang og sviðið baðaðist í hvítri birtu amerísku fjölmiðlamaskínunnar. „Thank you,“ byrjaði hún og öll Ameríka sá hana í beinni útsend- ingu. „Thank you.“ Engin tár. Hún stóð keik á sviðinu í rauðu draktinni sinni, þeirri sömu og ég sá hana í í Chicago fyrir viku, kona ekki ósvip- uð Vigdísi. „Framboð mitt færir heim sann- inn um það að dagar misréttisins gagnvart konum eru taldir. Banda- rískar konur verða aldrei aftur ann- ars flokks borgarar," sagði Ferraro við gífurleg fagnaðarlæti. Konur voru í meirihluta í salnum og hér og þar mátti sjá tár blika á hvarmi und- ir ræðunni. „Ég er sannfærð um að við gerðum allt sem við gátum til að vinna þessar kosningar." Skömmu síðar viðurkenndi Walter Mondale sig sigraðan í ræðu frá Minnesota. Salurinn fylgdist með fjórum stór- um sjónvarpsskermum. Tvær sjón- varpsstöðvar hættu útsendingum í miðri ræðunni til að koma að aug- lýsingum og þetta var rétt áður en Mondale sagði: „í kvöld verður mér hugsað til hinna fátæku, hinna at- vinnulausu, aldraðra, fatlaðra, hinna sorgbitnu. Þetta fólk hefur aldrei þurft jafn mikið á okkur að halda og nú. .Mondale sagðist sáttur við sjálfan sig, vitandi það að hann hefði gert sitt besta. Honum er ekki spáð bjartri framtíð í stjórnmál- um þar í landi en samt sagði hann að baráttunni væri hvergi nærri lokið. „Við berjumst áfrarn," sagði hann. Allt brast hjá demókrötum á kosningadaginn. Iðnríkin í NA- hluta landsins kusu öll Reagan, þrátt fyrir öflugan stuðning verka- lýðsfélaga. Allir aldurshópar tóku Reagan fram yfir Mondale; þannig kusu 62% fólks frá aldrinum 18 til 24 ára forsetann. Öruggir fylgis- menn demókrata, fólk af skandin- avísku bergi brotið, brást einnig og kaus Reagan. Og þrátt fyrir Ferraro kusu mun fleiri konur Reagan en Mondale; 56% á móti 44%. Einu hóparnir sem kusu Mondale frekar, voru blökkumenn og gyðingar, rik- asti sérhópurinn í New York. 89% svartra kusu Mondale, samkvæmt könnunum á kjörstað á þriðjudag. Þeir sem kusu Reagan gerðu það aðallega vegna þess að þeir töldu hann sterkari leiðtoga og líklegan til að leiða þjóðina til enn meiri vel- megunar. Auglýsingar Reagans fyr- ir kjördag, höfðuðu einkum til ungra, hvítra, velmegandi, krist- inna og ánægðra kjósenda og þessi lýsing á hinum dæmigerða Reagan- kjósanda endurspeglaðist í könnun- um á kjördag. Þetta var einmitt fólk- ið sem kaus Reagan. Því hefur liðið vel síðustu fjögur ár og það fagnaði endurkjörinu í Imperial Ballroom á Sheratonhótelinu þetta kvöld, ein- ungis 300 metra frá höfuðstöðvum demókrata. Það dansaði og söng. Þar glitraði ekki á eitt einasta tár. Þar glóðu hins vegar gull og gim- steinar sem fólkið bar. „Fólk vill ekki lengur úreltar lausnir demókrata. Það treystir þeim ekki,“ sagði mér þrítugur lög- fræðingur þarna, kona, sem alltaf hefur kosið demókrata þar til nú. „Fólk vill sterkan leiðtoga. Það vill Ronald Reagan. Fátæka fólkið líka.“ Og þetta er rétt hjá henni; að- eins þeir allra fátækustu, öreigar þessa lands, kusu Mondale frekar en Reagan. Mér er sagt að fólk norður í Har- lem hafi hlegið að úrslitunum; kald- hæðnasta fólk í heimi, bandarískir blökkumenn. ★★★ Kosninganóttin skartaði fullu tungli þegar ég yfirgaf Sheratonhót- elið og repúblikana. Þá voru þeir að syngja „Happy days are here again. .Ég fékk mér leigubíl á 55. stræti, það hafði kólnað í lofti, þeir voru að spá fyrstu frostunum næstu daga. Leigubílstjórinn tjáði mér að margir félagar hans á stöðinni hefðu kosið Reagan. Hann líka. „Heldurðu að ég sé einhver helvítis asni? Heldurðu að ég fari að kjósa kommúnista og konu til að stjórna þessu landi? Hvaðan ert þú eigin- lega?“ spurði hann. (Sjá nánar um bandaríska forsetakjörið í Erlendri yfirsýn bls. 6).

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.