Helgarpósturinn - 08.11.1984, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 08.11.1984, Blaðsíða 7
NÆRMYND Hallbiörn Hjartarson eftir Sigmund ErnÍ Rúnarsson teikning Ingólfur Margeirsson Á síðustu árum hefur Hallbjörn Hjartarson getið sér orð fyrir sérkennilegt inn- legg í menningarsögu okkar. Hann hefur staðfœrt kúrekasöngva vesturheims og komið þeim á framfœri á þremur hljómplötum. Petta framlag Hallbjarnar til ís- lensks afþreyingariðnaðar hefur vakið töluverða undrun en þó sýnu meiri furðu, enda þykir sviðsframkoma hans ekki benda tilþess að tœplega fimmtugur verslun- armaður af Skagaströnd haldi á málum. Saga Hallbjarnar fram til þess að hann öðlaðist landsfrœgð er fáum kunn. íþessari Nœrmynd afmanninum verður lífsfer- ill hans rakinn all ítarlega. Og meira til. Við hefjum frásögnina snemmsumars á miðjum fjórða áratugnum. Hallbjörn Jóhann Hjartar- son er fæddur undir tví- buramerkinu þegar fimm dagar voru af júní árið 1935, sonur hjónanna Ástu Þórunnar Sveins- dóttur frá bænum Ketu á Skaga og Hjartar Jónasar Klemenssonar frá Kurfu á Skaga. Hann var vatni ausinn í Skagastrandarkirkju og hlaut nafn sitt af ljósmóðurinni sem tók á móti honum, manni hennar og hjúkrunarkonu Blönduósspítala þar sem hann hafði fæðst. Þetta á sína skýringu: Móðir Hallbjarnar veiktist hastar- lega fáum dögum fyrir fæðingu barnsins og sóttist henni fæðingin mjög erfiðlega af þeim sökum. Þegar barnið var loks komið úr móðurkviði sýndi það ekki lífs- mark og var álitið dáið. Það var vafið líni og borið fram í líkhúsið á sjúkrahúsinu. Eftir svolitla stund átti hjúkrunarkona spítalans er- indi fram í líkhúsið. Henni varð lit- ið á barnið fyrir tilviljun og sá þá ekki betur en það hreyfðist lítil- lega í kuldanum. Hún greip það í skyndi og hljóp fram á fæðingar- deild þar sem skvett var á það ís- köldu vatni. Við það tók barnið kipp og náði sér síðan að fullu á fá- um dögum. Auðvelt er að ímynda sér að þessum snáða hafi verið ætlað eitthvað í framtíðinni, fyrst það var fyrir svo mikla tilviljun að honum var bjargað á fyrsta degi. Hallbjörn Hjartarson er yngstur sextán systkina sem Ásta móðir hans ól á átján árum. Faðir hans var lengstum að heiman þar sem hann sótti atvinnu sína til sjós. Erf- itt er að lýsa þeirri fátækt sem drengurinn bjó við í æsku, en kannski fyrstu heimili hans lýsi því best. Skömmu eftir fæðingu hans fluttist átján manna fjölskyld- an í risíbúð í húsi Hótels Viðvíkur á Skagaströnd sem svo var nefnt og hefur nú verið rifið. Ibúðin var öll undir súð, eitt herbergi auk eld- húss. Nokkrum árum síðar fluttist fjölskyldan í húsið Bráðræði í þorpinu. Þar var mun rýmra, þrjú herbergi utan eldhúss. Enn liðu nokkur ár, þangað til Sveinn smið- ur, bróður Ástu Þórunnar, fluttist til Skagastrandar og varð það meðal hans fyrstu verka á staðn- um að byggja hæð ofan á Bráð- ræði. Við það fengust þrjú ný og rúmgóð svefnherbergi í viðbót við hin sem fyrir voru á neðri hæð- inni. Þar með þurftu ekki nema þrír að vera saman í herbergi hjá þessari átján manna fjölskyldu! Hallbjörn gekk í barnaskóla þorpsins eins og önnur börn þegar hann hafði náð til þess aldri. Hann undi sér ekki vel innan þeirra veggja, enda leið hann fyrir þann skort sem einkenndi heimilishald- ið á Bráðræði. Á meðan jafnaldrar hans fengu glænýja strigaskó að hlaupa í að vori, mátti Hallbjörn sætta sig við að ganga í bættum skinnskóm af eldri bræðrum sín- um. Á meðan jafnaldrar hans fengu nýjustu skólatöskur frá út- löndum að hausti, gafst honum ekki önnur leið en mæta með heimasaumuðu skólatöskuna frá misserinu áður. Af þessum sökum mátti Hallbjörn sæta mikilli stríðni frá bekkjarfélögum sínum, oft grimmilegri, sem varð þess vald- andi að hann dróst mikið inn í eig- in skel og lék sér á tíðum einn fjarri strákapörum jafnaldra sinna. Kristján Hjartarson, bróðir Hallbjarnar og núverandi orgelíeikari kirkjunnar á Skagaströnd segir að það hafi komið fljótt í ljós að Hallbjörn myndi fara sínár eigin leiðir. „Hann varð undrafljótt mjög sjálf- stæður og lét ekki aðra hafa áhrif á það sem hann ætlaði sér.“ Kristj- án minnist þess til dæmis að bróð- ir hans valdi sér fremur sauma en smíðar í skólanum, og var það vitaskuld tilefni frekari stríðni af hálfu bekkjarfélaga hans. Þetta með saumana átti að vísu sína for- sögu. Þannig var að Hallbjörn eignaðist fljótt sér eldri vin, sem var Björg Jónsdóttir umboðsmað- ur Pósts og síma á Skagaströnd, og varð hún einskonar önnur mamma drengsins þegar fram í sótti. Björg var mikil saumakona og varð þess fljótt vör að pattinn sem sat langdvölum við hlið henn- ar hafði mikinn áhuga á þessu föndri hennar. Hún tók sig því til og kenndi stráksa alla leyndar- dóma saumciskaparins og ekki nóg með það, heldur líka að hekla og vefa. Eftir það sátu þau saman að föndrinu. Heima á Bráðræði varð þess líka vart að hugur Hallbjarn- ar stóð meira til kvennaverka en karlaverka. Strákurinn undi sér best í eldhúsinu hjá móður sinni. Kristján Hjartarson segir: „Á með- an aðrir strákar á hans aldri voru kannski úti að gera at, stóð Hall- björn heima í eldhúsi við mat- reiðslutilraunir, eða það sem hann hafði langsamlega mest gaman af að gera, skreyta tertur." Unnur Einarsdóttir, hús- freyja á bænum Neðri- Mýrum í Engihlíðar hreppi skammt frá Blönduósi, þar sem Hallbjörn var í sveit í fimm sumur frá níu ára aldri, minnist einnig áhuga stráksins á kvenna- verkum: „Það Var strax ljóst að hann var mun hneigðari fyrir föndur allskonar en að elta skepn- urnar úti á túni. Hann undi sér best við að hræra sósur og búa til mat. Til þess var fljótt tekið hvað hann hafði fínlegar hreyfingar. Hann var ekki sterkbyggður, en hinsvegar alltaf mjög penn og líka kómískur. Hann hafði góða gáfu að geta hermt eftir fólki og var jafnan helsti skemmtikrafturinn okkar á kvöldin. Og svo var það söngurinn hjá honum," heldur Unnur áfram og er greinilegt að hún man eftir Hallbirni eins og hann hefði verið í sveit hjá henni síðasta sumar: „Hann hafði mikla og sterka rödd sem strákur. Mér finnst hann hins- vegar syngja allt öðruvísi núna en hann gerði hér áður fyrr. Mér finnst hann hafa skipt yfir í stíl sem passar honum ekki. Hann er orðinn væmnari. En altént er hann andskoti músíkalskur, strák- urinn.“ Indriði Indriðason, jafnaldri Hallbjarnar frá Skagaströnd og nú vörubílstjóri í Kópa- vogi, var í sveit á næsta bæ við Neðri-Mýrar samtíða Hallbirni: „Hallbjörn hafði mjög sérstaka rödd og að því er mér fannst skemmtilega. Honum lét tónninn ansi hátt, og ég man að maður heyrði alltaf yfir á næsta bæ þegar Hallbjörn var að syngja einn úti á túni. Þetta glumdi í allri sveitinni.“ Indriði og Hallbjörn hittust iðu- lega milli bæja á þessum árum: „Eg minnist þess,“ segir Indriði, „hvað Hallbjörn var geysilega góður við allar skepnur. Hann hafði sérstakt lag á að hæna þær að sér. Ég man til dæmis eftir einni rjúpu, sem Hallbjörn reyndi að nálgast í heilan dag, áður en hann gat klappað henni þar sem hún lá á eggjum. Og þá fannst honum til- efni til að syngja lag fyrir hana.“ Hallbirni gekk illa í barna- skólanum heima á Skaga- strönd, enda segir hann sjálfur að sakir stríðninnar sem fyrr var getið, hafi hann aldrei þorað að upplýsa kennara sína hvort hann skildi hlutina sem þeir voru að útskýra eða hvort hann gerði það alls ekki. En það var aft- ur á móti fljótt ljóst að hann hafði hæfileika á öðru sviði. Músíkinni. Hann var líka kominn af mjög músíkölsku fólki. Faðir hans var vinsæll harmónikkuleikari í hér- aðinu og móðirin mikil söngkona þau fáu skipti sem hún gat gefið sér tíma frá hversdagsverkunum. Það var til orgel á Bráðræði, og átta ára gömlum var Hallbirni komið í tónlistarkennslu, fyrst heima í þorpinu en síðar á Blöndu- ósi hjá Þorsteini frá Gili í Svartár- dal. En Hallbjörn var feiminn og svindlaði mikið í þessum tímum, að minnsta kosti hvað varðar nótnanámið. Hjónin heima á Bráðræði gáfust þó ekki upp, þau höfðu dottið niður á þá hugmynd að gera strákinn að orgelleikara kirkjunnar í þorpinu, enda hafði mann til þess starfa lengi vantað í plássið. Árið 1955 steig Hallbjörn upp í rútuna til Reykjavíkur, með það loforð upp á vasann frá for- eldrum sínum að nema organ- kúnstina til fullnustu. En enn svindlaði strákurinn. Hann innrit- aði sig í Tónlistarskóla Reykjavík- ur til píanónáms. Meðal fyrstu kennara hans þar var Jón Nordal tónskáld og núverandi skólastjóri þeirrar stofnunar: „Þetta var myndarlegur ungur strákur sem bankaði upp hjá mér í fyrsta tím- ann, þó dálítið sérkennilegur í töktum og ég hafði gaman af hon- um sem slíkum. Hann skar sig líka dálítið úr mínum nemendahópi að því leyti hvað hann var orðinn gamall þegar hann hóf þetta nám sitt, og svo líka hvað hann var feiminn við að sýna hvað í honum bjó. Hann var vitaskuld algjört náttúrubarn í spilamennsku sinni og bjó yfir, ja, hvað skal segja, góðum meðal-hæfileikum," segir Jón. að var skömmu eftir að Hallbjörn byrjaði í þessu námi í Tónlistarskólá HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.