Helgarpósturinn - 08.11.1984, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 08.11.1984, Blaðsíða 19
Guörúnu Gísladóttur býöst eitt aöalhlutverka í FÓRNINNI, nýrri kvikmynd hins heimsfrœga leikstjóra Tarkovsky: „Eins og í ævintýri“ Gudrúrt Gísladóttir mun leika eitt aöalhlutverkiö í nýrri kvikmynd sovéska leikstjórans Andrei Tar- kovsky sem nú býr á Italíu. Kvik- myndin ber nafnið FÓRNIN og er framleidd af Sœnsku kvikmynda- stofnuninni. Kerstin Eriksdotter, að- stoðarleikstjóri Tarkovsky staðfesti þessa frétt við HP í morgun, og sagði að gengið yrði frá fjárhagsáœtlun myndarinnar í nœstu viku og samn- ingurinn þá undirritaður við Guð- rúnu. Leikhlutverkin verða aðeins átta og hefur Tarkovsky ákveðið tvo aðra leikara auk Guðrúnar, Svíana Erland Josephsson ogAllan Edwall, bœði alþjóðleg nöfn. „Ég þori varla að hugsa um þetta, geymi bara þetta verkefni einhvers staðar í hliðarherbergi hugans," sagði Guðrún Gísladóttir er HP ræddi við hana í morgun. „Þetta er eins og ævintýri. Tarkovsky er geysilega merkilegur maður og ég get ekki hugsað mér stórkostlegri mann að vinna með.“ Aðdragandi þessa máls er sá, að í sumar var Lárus Ýmir Óskarsson staddur í Svíþjóð og átti viðræður við Kerstin Eriksdotter, aðstoðar- leikstjóra Tarkovsky. Aðstoðarleik- stjórinn tjáði Lárusi að Tarkovsky væri að leita að leikkonu í umrædda mynd og útskýrði hlutverkið fyrir Lárusi, og spurði hvort einhver ís- lensk leikkona kæmi ti! greina. Lár- us benti þá á Guðrúnu Gísladóttur og var hún beðin um að senda ljós- myndir af sér til Svíþjóðar. Tarkov- sky leist svo vel á ljósmyndirnar að hann bað Guðrúnu að koma til Stokkhólms til viðtals. Fór hún utan í septembermánuði. Árangurinn varð sá að í vikunni var Guðrún ráð- in í hlutverkið með fyrirvara um samþykkt fjárhagsáætlunar sem Kerstin Eriksdotter segir við HP að sé nær formsatriði. Að sögn aðstoð- arleikstjórans leikur Guðrún eins konar nútímanorn sem með yfir- náttúrulegum kröftum snýr öllu til betri vegar. Guðrún segir við HP að vegna verkfalls hafi hún enn ekki fengið endanlegt handrit í pósti en búist við því á næstu dögum. Ef allt fer samkvæmt áætlun hefjast tök- urnar á FÓRNINNI í maímánuði á næsta ári. Tarkovsky er nú staddur í London þar sem hann ræðir við breska leikara um þátttöku i mynd- inni. Þá er einnig búist við að leikar- ar komi frá öðrum löndum. Tarkov- sky hefur áður rætt við heimsstjörn- ur sem Jeromy Irons, Jill Clay- borough og Hanna Schygulla en þeir leikarar hafa ekki haft tök á að leika í þessari nýju mynd hans. Miklar líkur eru á að þetta hlutverk Guðtúnar Gísladóttur geti þýtt al- þjóðlega frægð fyrir leikkonuna. Tarkovsky er einn viðurkenndasti leikstjóri heims. Meðal mynda sem eftir hann liggja eru Andrei Rublev (1966, sleppt 1971), Solaris (1972), Spegiílinn (1974), Stalker (1979) og Nostalgia (1983). -IM. JAZZ Aö spila eöa deyja Einsog frá hefur verið sagt í Helgarpósti er von á til íslands einum fremsta djasshugsuði um þessar mundir. Sá er saxafón- og klari- nettuleikarinn, tónskáldið og hljómsveitar- stjórinn Anthony Braxton. Hann kemur hingað ásamt píanistanum Marilyn Crispell og er það Grammið er stendur fyrir tónleik- um þeirra í Félagsstofnun stúdenta nú á sunnudagskvöld klukkan 21. Anthony Braxton var ellefu ára gamall þegar hann ánetjaðist djassinum — þá heyrði hann skífu með píanistanum Ahmad Jamal og í stað rokksins varð djassinn hans tónlist. Hann hreifst mjög af Paul Desmond og fór að læra á altósaxafón. 1966 gekk hann í AACM (Samtök til eflingar skapandi tónlistar) og komst þarmeð í kynni við þá fé- laga í Art Ensemble of Chicago. Um tíma bjó Braxton í París og lék þar í hljómsveitinni Circle ásamt Chick Corea, Dave Holland og Barry Altchule. Sú sveit hljóðritaði fræga skífu: Paris Concert (ECM 1118/9) og á Evr- ópuárunum hljóðritaði hann tvær skífur fyr- ir SteepleChase í Danmörku — In the Tradi- tion eitt og tvö — þarsem Tete Montiliu leik- ur á píanó, Niels-Henning á bassa og Tootie Heath á trommur. Það var Dexter Gordon sem átti að leika inná þessar skífur, en hann veiktist svo Nils Winther datt í hug að hringja til Parísar og fá Braxton til að blása bíbopp. Það gerir hann meistaralega og ekki er hann síðri í baliöðum einsog My Funny Valentine, Just Friends og Lush Live. Brax- ton kann sinn djass þó yfirleitt kjósi hann að leika utan þess hefðbundna og láta hljóma- gang og fasta sveiflu lönd og leið. 1977 kusu gagnrýnendur down beat stór- sveitarskífu Braxtons: Creative Music Or- chestra (Arista AL 4080) djassskífu ársins. Þetta er frábær skífa — verkin margbreyti- leg og óvenjuleg. Þarna má finna tvö stór- sveitarverk í klassískum djassanda og annað samið undir áhrifum frá Duke Ellington, þarna er einn mars og svo verk þarsem nú- tímatónskáldskapur evrópskur ríkir. Þess má og geta að Braxton hefur löngum verið kosinn klarinettuleikari ársins í down beat kosningum. Hingað kemur Braxton ásamt píanista — Marilyn Crispell. Hún er af skóla Cecil Tay- lors og þykir tækni hennar afburðagóð. Ein . af skemmtilegustu dúóskífum Brax- tons er sú er hann hljóðritaði ásamt píanist- anum Muhal Richard Abrams: Duets 1976 (Arista AL 4101). Þar má finna innanum verk Braxtons í evrópskum anda raggtæm ogyndislegan blússpuna. Hvað þau Braxton og Crispell leika í Félagsstofnuninni á sunnu- dagskvöld veit ég ekki, en eitt er víst að tón- leikarnir verða forvitnilegur og þeir er gam- an höfðu af tónleik The Art Ensemble of Chi- cago í Broadway um árið eða tónleikum Andrew Cyrilles í haust ættu ekki að láta þá framhjá sér fara. Anthony Braxton er einn af áhrifameiri djassleikurum veraldar um þess- ar mundir. Braxton hefur sagt: „Allt frá því ég var ellefu ára hefur kjörorð mitt verið: „Að spila eða deyja". Ef ég gæti ekki náð því marki er ég hef sett mér með sköpunargáfu minni, liði mér illa, en ekki hræðilega illa. En ég ætti erfitt með að fyrir- gefa ef ég reyndi ekki slíkt af fremsta megni. Eg hef alltaf dáðst að þeim sem hafa lagt líf sitt að veði, hvort sem það eru Harry Partch, Fats Waller eða Charlie Parker." KVIKMYNDIR Hver hlœr aö Regnboginn: Kúrekar norðursins. Islensk. Árgerð 1984. Stjórn: Friðrik Pór Friðriksson. Myndataka: Einar Bergmundur Arnbjörns- son og Gunnlaugur Þór Pálsson. Klipping: Sigurður Snœberg Jónsson. Aðalleikendur: Hallbjörn Hjartarson, Johnny King, menn og dýr á Skagaströnd o.fl. Kúrekar norðursins er með merkari heim- ildarmyndum sem undirritaður hefur aug- um litið. Kannski sú merkasta. Myndin greinir frá kántríhátíð sem haldin var á Skagaströnd sl. sumar að frumkvæði hins makalausa Hallbjarnar Hjartarsonar, meðhjálpara, veitingasölueiganda og kantrí- söngvara. Uppistaða myndarinnar er Hall- björn sjálfur; hann segir lauslega frá ferli sín- um sem viðskiptamaður, lagasmiður og söngvari, og hann kemur fram á sviði hátíð- arinnar og syngur hin óborganlegu lög sín þar sem flestöll rímorð kveðskaparins enda á á-i. En þarna eru samankomnir aðrir kántrísöngvarar Norðurlands, Johnny King alias Jón Víkingsson frá Húsavík, lókal káboj og nautabani, Siggi Helgi, Týrol og Gautar. Allir berjast þessir menn til þrautar á sviðinu hverjum? meðan áhorfendur syngja, klappa og öskra með. Meira er um að vera. Hestamenn spretta úr spori, klæddir lopapeysum og íþróttagöllum með kúrekahatt á höfði. Klár- arnir eru látnir prjóna, þeysa inn í hús eða frísa á Iðavöllum Skagastrandar. Þá eru kálf- ar snaraðir með hjólhestadekkjum, hátíðar- gestir faðmast glaseygir í yfirkaldaneyði- sandar-þoku og loks endar húllumhæið á timbraðri útimessu á skýjuðum sunnudags- morgni. Þar er Hallbjörn í kúrekabúningi og þjónar Kristi sínum sem meðhjálpari og for- söngvari; hann skrýðir klerkinn, ungan guð- fræðilauk að sunnan og syngur Áfram Krist- menn krossmenn við undirleik organistans á rokkorgel og samsöng kirkjukórsins. Yfir öllu sviðinu hanga svo einkennisorð hátíðar- innar, máluð á langa spýtu: HIÐ VILLTA VESTUR ER HÉR. Friðrik Þór og félagar gerðu Kúreka norðurs- ins í hasti; slógu Hans Petersen um filmu, keyrðu á loftinu norður, filmuðu í örfáa sól- arhringa og skelltu sér svo suður aftur og komu myndinni saman með viðkomu í London. Myndin er tekin á 16 mm standard- vél, filman síðan „blásin upp“ í 35 mm, sem gerir það að verkum að allar undirlýstar senur verða úr fókus. Kvikmyndatakan er eftir Ingólf Margeirsson oft leitandi og ómarkviss en stundum verða mótíf miskunnarlaust fyrir barðinu á lins- unni. Mörg atriðin eru alltof löng og ekkert samhengi í þeim. Hljóðið er ágætt, þótt stundum verði það loðið í skemmtiatriðun- um. I myndinni er ekki um neinn leik að ræða þar sem allir leika sjálfa sig með mis- jöfnum árangri. Og eiginlega er engin glóra í þessari mynd. „Kúrekar norðursins er ( senn kómísk og átakanleg lýsing á þjóðlífi I upplausn og menningu á kross- götum," segir Ingólfur Margeirsson m.a. umsögn sinni. Engu að síður er Kúrekar norðursins merkasta heimildarmynd sem gerð hefur verið hérlendis. Hún er í senn kómísk og átakanleg lýsing á þjóðlífi í upplausn og menningu á krossgötum. Myndin er óvart — alveg óvart — einstök heimild um ísland anno 1984, þar sem fjörbrotum íslenskrar menningar er lýst; undanhaldi hennar fyrir meðalmennsku, kunnáttuleysi, trúð- mennsku og erlendri lágmenningu. Hallbjörn Hjartarson er „laxnesk" per- sóna. Hann er sjálfmenntaður og einlægur, fulltrúi sakleysis. En hann er líka persónu- gervingur ameríkaníseringar, hrárrar lút- ersku, fúsks, ódrepandi einstaklingshyggju og framkvæmdaáræðis. Sennilega er Hall- björn íslenskastur allra íslendinga á líðandi stundu. Þegar upp er staðið að lokinni sýningu á Kúrekum norðursins og hláturstárin þerruð af hvörmum, seytlar einhver óhugnaður um líkamann því manni hefur verið bent á and- legt atgervi íslensku þjóðarinnar í dag. Og þá má spyrja: Hver er að hlæja að hverjum? Þess vegna er rammi Friðriks Þórs og félaga um hina nýju boðbera íslenskrar menningar óvart alveg réttur: Handvömm á hand- vömm ofan. HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.