Helgarpósturinn - 08.11.1984, Side 24

Helgarpósturinn - 08.11.1984, Side 24
24 HELGARPÓSTURINN Við sem eldri erum eigum áreið- anlega svipaðar minningar um kennsluhætti í barnaskólum. Inni í lokuðum kennslustofum sátu börnin í röðum, beindu ásjónu sinni að ströngum kennaranum sem sá um að allir héldu sig við efnið og lærðu það sem talið var hollt og gott upp- rennandi kynslóðum. Það ríkti agi á öllum hlutum og eins gott að sinna heimaverkefnunum líka til að fá ekki á baukinn. Svo voru það prófin. Þau voru hinn árvissi tengiliður foreldr- anna við líf hvers barns í skólanum. Nánast algildur mælikvarði á frammistöðu þess. Kennslukerfi og starfshættir af þessu tagi hafa verið á undanhaldi á undanförnum árum í samræmi við breyttar hugmyndir um árangur af þeim. Menn líta líka uppeldi öðrum augum en áður var — sérstaklega fagmenn í þessum málum, — en þó ekki allir. Sumir eiga erfitt með að skilja nýjungar í starfsháttum innan skóla, efast um gildi þeirra og telja að það sé að myndast mikil gjá milli skólastarfs og heimila. „Maður botnar lítið í hvað er eiginlega verið að kenna krökkunum," segir ráðvillt- ur faðir, „það er búið að breyta nöfn- um á flestum hlutum sem maður kannaðist við frá því maður var sjálf- ur í skóla." Vesturbæjarskólinn í Reykjavík er einn þeirra skóla hér sem gengið hafa hvað lengst í því að taka upp breytta starfshætti. Þar er hið svo- kallaða „sveigjanlega skólastarf" sem ræður ríkjum. Engin próf hald- in, engin skylda til að vinna heima- verkefni og engin stundaskrá af því tagi sem menn þekkja frá fyrri tíð. Nokkrir foreldrar efast raunar um að ráðamenn skólans viti fullvel hvað þetta skólastarf getur leitt af sér. „Það er lítið annað merkt í stundatöflu krakkanna en X og eins og við vitum þýðir X óþekkt stærð,“ segir eitt foreldri.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.