Helgarpósturinn - 08.11.1984, Page 27

Helgarpósturinn - 08.11.1984, Page 27
s ^^Fsem kunnugt er hugðist Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna bjóða út alla flutninga á fiskafurðum sínum til erlendra hafna á frjálsum markaði hér heima, en einhverra hluta vegna höfðu Eimskip og fær- eyskt skipafélag að nafni Star Shipping hlotið hnossið áður en hin skipafélögin á landinu höfðu svo mikið sem séð útboðsgögnin. Eins og gefur að skilja urðu íslensku skipafélögin, utan Eimskip náttúr- lega, mjög hlessa á þessari afgreiðslu mála, ekki síst fyrir þær sakir að nokkuð ljóst þykir að fyrrgreint skipafélag úr Færeyjum sé alltof lít- ið vexti til að annast þetta verkefni á móti Eimskip. Ný stjórn SH var kosin nýlega, og komu ungir og nýir menn inn í hana, en formaðurinn Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson og stjórnarformaðurinn Jón Ingvars- son sátu áfram. Yfirmenn skipafé- laganna sem urðu útundan í um- ræddu dæmi, væna nú þessa gömlu stjórnarmenn um að hafa klekkt á ungliðum stjórnarinnar með því að hafa komið einir þessu stóra verk- efni yfir á Eimskip. Þess má reyndar líka geta að Jón Ingvarsson, áður- nefndur stjórnarformaður SH, er sonur Ingvars Vilhjálmssonar sem situr í stjórn Eimskips.. . yrst við erum faán að ræða um menn á réttum stööum í einka- geiranum er kannski ekki úr vegi að nefna að Eimskip annast alla flutn- inga fyrir ÍSAL, en stjóri.arformað- ur í ÍSAL er Halldór H. Jónsson sem líka er stjórnarformaður í Eim- skip. . . O....................... aðeins vegna SH þessa dagana, heldur einnig SÍS. Astæðan er að Sambandið hefur hingað til ekki boðið skipafiutninga sína út. heldur látið eigið skipafélag sjá að öllu leyti um fiutningana. Petta er vænn biti, og telja hin skipafélögin að SIS geti náð mun hagstæðari kjörum á þess- um flutningum ef það leggur í frjálst útboð, og reyndar liggja fyrir tölur um að slíkt kæmi öllum samvinnu- mönnum til góða, hvort sem litið er til inn- eða útflutnings. En SÍS dauf- heyrist við þessum ráðlegging- um.. . TTrúnaðarmaður nokkur hjá Eimskip í Sundahöfn hefur verið fyrirtækinu erfiður ljár í þúfu. Málið er að hann hefur þótt helst til of dýr í sínum ábendingum á úrbætur, og ef þær hafa ekki komist í gegn, hafa verkamennirnir undir hans stjórn einfaldlega hótað vinnustöðvun, enda samstaða þeirra gríðarleg. Ekki var annað vitað en að þessi trúnaðarmaður hafi unað sér dável í starfi sínu, og kom það því starfsfé- lögum hans mjög á óvart þegar þeir sáu hann aka inn hafnarkantinn í Sundahöfn á dögunum á glænýjum gámatrukk (svokölluðum trailer). Trúnaðarmaðurinn var semsé orð- inn eiginn atvinnurekandi og kom- inn með þriggja ára samning við Herjólf um flutninga fyrir firmað tvisvar á dag og aukinheldur papp- íra upp á vasann um að fá að flytja undan nýja gámakrana Eimskips þegar tími gæfist frá Herjólfsflutn- ingunum. Verkamennirnir í Sunda- höfn og nú fyrrverandi starfsfélagar þessa manns, eiga enn enga skýr- ingu á því hvernig þessi láglauna- maður gat fengið lánafyrirgreiðslu til kaupa á þessum líka flotta trailer, aðra en þá að forráðamenn Eim- skips hafi hreinlega keypt trúnaðar- manninn út úr fyrirtækinu með þessu móti, enda frægt orðið hvað hann var orðinn þeim dýr í rekstri. . . ■ rétt Helgarpóstsins í síðustu viku um fyrirhugað partý hundrað manna úrvalsliðs ASÍ á veitinga- staðnum I Kvosinni á laugardags- kvöldið, vakti slíkan skjálfta í her- búðum samtakanna að um tíma leit út fyrir að hætt yrði við allan glaurm inn. Símalínur á skrifstofum ASÍ voru rauðglóandi, enda margir æfir útí verkalýðsfurstana að boða til glens og gamans mitt í heitum samningaviðræðum þeirra við at- vinnurekendur sem þá stóðu enn yfir. Fréttastjórar dagblaðanna í Reykjavík voru meðal þeirra sem slógu á þráðinn til ASÍ eftir að hafa lesið þessa frétt HP, en erindi þeirra var vitaskuld að biðja um leyfi til að fá að ljósmynda veisluna. Þeir fengu allir þvert nei. Engu að síður var Ijósmyndari af NT sendur út af örkinni á laugardagskvöldið. Hann komst með lagni inn fyrir veislu- dyrnar í Kvosinni þegar glaumur- inn stóð sem hæst og menn að skála í dýrum veigum. Þegar hann bjóst til að munda apparatið sitt á liðið fékk hann eftirfarandi afgreiðslu: Þjónn á veitingastaðnum óð að hon- um, greip hann föstu taki og dró hann að útgöngudyrunum með F R F F S S Sn. Kmm STYLE K MMSKl rM LOREAL SKÚM íhárið? Já — nýja lagningarskúmið frá l'Oréal: og hárgreiðslan verður leikur einn. dyggum stuðningi Ásmundar Stef- ánssonar forseta ASÍ sem hvatti þjóninn með þessum orðum: Gott hjá þér, gott hjá þér! Á meðan heyrðist dimmur hlátur Guðmund- ar „Jaka“ Guðmundssonar úti í sal. Það er af ljósmyndara NT að frétta að hann fékk útkallið borgað fyrir viðleitni en hafði lítið annað upp úr krafsinu. . . ESinn ósmekklegasti og grófasti þjófnaður blaða á milli er stuldur DV á Yfirheyrslu Helgarpóstsins, sem verið hefur fastur þáttur blaðs- ins frá upphafi. Fyrir nokkrum mánuð- um byrjaði DV að birta svonefnda ,,DV-Yfirheyrslu“, hreina kópíu af Yfirheyrslu HP að formi og lengd. Eins og lesendur HP vita fylgja Yfir- heyrslu Helgarpóstsins þrjár myndir; tvær hliðarmyndir og í midju ein mynd að öllu andlitinu. DV var lengi með tvær hálfprófíl- myndir, spegilmyndir af sömu mynd í stælingu sinni. í síðasta mið- vikudagsblaði DV brá hins vegar svo við að myndirnar tvær af Stein- grími Hermannssyni forsætis- ráðherra voru ekki lengur spegil- myndir heldur sitt hvor myndin og nær í prófíl. Þess má reyndar geta að sami Steingrímur Hermannsson var í Yfirheyrslu Helgarpóstsins fyrir tveimur tölublöðum. Nú bíða lands- menn spenntir eftir að DV bæti þriðju myndinni inn og fullkomni þjófnaðinn. Að lokum má skjóta því inn í, að annar fréttastjóri DV var spurður að því á förnum vegi hvers vegna í ósköpunum blað sem vildi halda virðingu sinni stæli jafn aug- Ijóslega efnisþætti sem Yfirheyrslu beint frá Helgarpóstinum. Frétta- stjórinn svaraði að bragði: „Þetta er bara lögmálið þegar hinn stóri sest á hinn litla." Og þá vitið þið það. . . HELGARPÖSTURINN 27

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.