Helgarpósturinn - 08.11.1984, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 08.11.1984, Blaðsíða 21
ÓPERA Carmen, miskunnarlaus og sexý Óperan Carmen e. Bizet í þýdingu Þor- steins Valdemarssonar. Hljómsveitarstjóri: Marc Tardue. Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir. Adalhlutuerk: Carmen: Sigríður Ella Magnúsdóttir, Micaela: Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Don José: Garðar Cortez, Escamillo: Simon Vaughan. Kór og hljómsveit íslensku óper- unnar. Leiktjöld: Jón Þórisson, lýsing: David Walters, búningar: Una Collins. Af þeim ríflega 40.000 óperum sem sögur fara af í heiminum frá upphafi, er varla nema rúmt hundrað sem mönnum þykir taka að nefna nútildags. Ég veit svosem ekki hvað titlarnir eru margir á efnisskrám óperuhúsa hér og þar, en eitt er víst, að það eru aðeins örfá verk sem telja má örugg göngustykki. Eitt þeirra er óperan Carmen eftir Bizet, sem íslenska óperan frumsýndi í Gamla bíói sl. föstudagskvöld. Og af hverju er Carmen sívinsæl? Afhverju er t.d. Fidelio eftir Beethoven ekki hálf- drættingur á við hana þrátt fyrir alla sína músíkölsku dýrð? Er það af því að tryggð Leonóru við maka sinn er ekki nógu spenn- andi á leiksviði? Ætli það ekki bara? í það minnsta virðast leikhúsgestir aldrei þreytast á að bera sig saman við hina „frjálsu" Carmen, miskunnarlausa og sexý og „óheppna öðlinginn" Don José og gráta þeirra grimmu örlög. Hvað sem hver segir er „libretto" þeirra Meilac og Halévy líka eitt hið magnaðasta sem samið hefur verið (eftir skáldsögu Mérimée) og gefur tónskáldinu ótal möguleika til að velta sér upp úr leik- húsbrögðum, sem stundum jaðra að vísu við að vera einum of augljós, jafnvel „billeg". En þetta virkar. Alltaf. Líka í Gamla bíó. Auðvitað er óðs manns æði að sýna Carmen á þessum stað. Að láta sér detta í hug að vera með sýningu sem krefst hátt í hundrað manns á sviðinu er í rauninni slík fásinna að maður getur ekki annað en dáðst að fantasíunni. Og það sem meira er: Þetta tekst furðanlega. Þrátt fyrir næstum lífs- hættulegar aðstæður tekst leikstjóranum, Þórhildi Þorleifsdóttur, að gæða sýninguna slíkum funandi krafti og markvissum vilja, að maður hlýtur að hrífast með og hrópa bravó í hjarta sínu. Það er samt enginn vandi að vera óhress yfir ýmsu: Alltof lítilli hljóm- sveit og daufri á köflum, afar misjöfnum söngvurum og fátæklegum og hugmynda- snauðum tjaldbúnaði. Búningarnir voru hinsvegar góðir og skrifast víst á Unu Collins og ljósabeiting David Walters reddaði vissu- lega ýmsu og sumu raunar frábærlega vel. I titilhlutverkinu er Sigríður Ella Magnús- dóttir. Hún hefur sannarlega margt og mikið til að bera sem söngkona og hún á margt gott skilið fyrir þessa Carmen sína. En ein- hvernveginn hreif hún mig ekki agnar ögn og er það eflaust útaf persónulegum fordóm- um á hlutverkinu, sem mér finnst að þurfi að leikast „galopið" tilfinningalega og af taum- lausri einlægni. Tillærðir „carmenskir" söngkækir segja mér í öllu falli ekki neitt. Hinsvegar kom Garðar Cortez mér á margan hátt á óvart í Don José, þrátt fyrir að hann væri dálítið fálmkenndur framan af og hefði ekki „legatóið" sem þarf í blómaaríunni. Það var einsog hann dytti stundum útúr hlut- verkinu augnablik, sem eflaust stafaði frum- sýningartauginni frægu og á eftir að lagast. En það var einhver réttur og einlægur tónn í þessu hjá honum og í lokin var hann bein- línis átakanlegur og söngurinn gullfallegur. En stjörnusigurinn átti svo sannarlega Olöf Kolbrún Harðardóttir sem Micaela og var söngur hennar í þriðja þætti hápunktur kvöldsins. Tilfinningalega var hún einlæg og sterk og röddin full af hárfínum og markviss- um blæbrigðum. Þó að ekki sé nema hennar vegna ætla ég að sjá Carmen aftur! Það má ekki gleyma minni hlutverkum, sem sum voru skipuð afbragðs fólki, einsog t.d. Sieglinde Kahman og Sigurði Björnssyni, Kristni Hallssyni og Katrínu Sigurðardóttur, sem öll sungu og léku af miklu öryggi og kórnum með börnum og fullorðnum, sem var til mikillar gleði. Og þetta leiddi hljóm- sveitarstjórinn Marc Tardue af miklum móð og öryggi sem hvergi brást. „Einhvern veginn hreif Sigríður Ella Magnúsdóttir mig ekki agnar ögn sem Carmen. Hins vegar kom Garðar Cortez mér á margan hátt á óvart," segir Leifur Þórarinsson i umsögn sinni um sýningu íslensku óperunnar á Carmen eftir Bizet. ROKK Bágborinn Bowie Dauid Bowie — Tonight Það hefur lengi talist til stórviðburða í poppheiminum þegar David Bowie sendir frá sér plötu. Ég efa að á undanförnum tíu ár- um hafi nokkrum popptónlistarmanni tekist að gera jafn margar góðar plötur og hann hefur gert og eins á ég erfitt með að koma auga á eitthvað sérlega lélegt sem frá hon- um hefur komið. Eftir velgengni plötunnar Let’s Dance, sem kom út í fyrra átti ég fremur von á að Bowie reyndi aftur fyrir sér með svipaðri tónlist og á nýju plötunni sem heitir Tonight, er að finna einhverja þá léttustu tónlist, sem komið hefur frá honum fyrr og síðar. Eftir að hafa hlýtt á fyrri hlið skífu þessarar var ég þess raunar fullviss að nú væri Bowie orðinn gamall og sáttur við tilveruna. Er tónlistin sem þar er að finna yfir höfuð fremur af- slöppuð og lítið spennandi. Tónlistin sem þar er að finna, er eitthvað það lélegasta sem hann hefur gert. Platan hefst á ágætu lagi, sem nefnist Lov- ing the Alien og er það langbesta lag fyrri hliðarinnar, þó svo að Arif Mardin geri heið- arlega tilraun til þess að eyðileggja það með strengjaútsetningu sinni. Mardin þessi er einn af virtari strengjaútsetjurum Banda- ríkjanna, hverju svo sem það sætir, því út- setningar hans eru yfirleitt með eindæmum sætar og glassúrlegar. Ef einhver er ekki sammála mér vísa ég til útsetninga hans fyr- ir Bee Gees á sínum tíma. Honum tekst líka að gera algerlega út af við hið ágæta gamla Beach Boys lag God Only Knows, sem er að finna á Tonight. Mér varð bara að orði þegar ég heyrði það: Fyrir hverja er David Bowie að gera plötur í dag? Þá eru einnig á fyrri hliðinni lögin Don’t Look Down og Tonight, sem bæði eru í reggae útsetningu. Þetta eru hvoru tveggja þokkaleg lög en heldur finnast mér útsetn- ingar þeirra máttlausar og aftur er Arif Mardin á ferðinni með skemmdarstarfsemi sína. Fyrri hlið Tonight er sem sé ekki í þeim gæðaflokki, sem maður hefur átt að venjast frá David Bowie. Það er svo sem ósköp þægilegt að renna þessu í gegn jafnframt því sem maður gerir eitthvað annað, en ég mæli ekki með því að fólk setjist niður til þess eins að hlusta á þessa tónlist. Sé plötunni snúið við er engu líkara en fyr- ir verði önnur plata, þar sem Bowie er likari sjálfum sér hvað gæðin varðar. Þar eru það einkum þrjú lög sem eru góð, þ.e. Neigh- bourhood Threat, Dancing With the Big Boys og Tumble and Twirl. Það síðastnefnda er raunar uppáhaldslag mitt á plötunni enn sem komið er. Það er leikið með kraftmikl- um fönktakti og er blásturshljóðfæraleikur- inn sérlega góður. Það er og margt skemmti- legt sem leynist í hljóðfæraleik lags þessa, svo sem kassagítarleikurinn nálægt enda þess. Þá er á seinni hliðinni að finna lagið Blue Jean, sem þó nokkurra vinsælda nýtur um þessar mundir. Er þar um þokkalegt lag að ræða, þó vissulega hafi Bowie oft komið betri og bitastæðari lögum inn á vinsælda- lista. Loks ber að geta lagsins Keep Forgett- in’ sem samið er af þeim Leiber og Stoller, en var upphaflega flutt af Chuck Jackson í kringum 1962 og síðar af Procol Harum. Er útgáfa Bowies af þessu ágæta lagi hin hressi- legasta og skemmtilegasta. Það er í rauninni óþarfi að fjölyrða um hljóðfæraleikinn, því hann er eins og best verður á kosið, þó vissulega mætti hann vera ævintýralegri og frumlegri á köflum. Það eru að nokkru leyti sömu hljóðfæraleik- ararnir á Tonight og léku á Let’s Dance, þ.e. trommuleikarinn góði Omar Hakim, flestir blásararnir og bakraddasöngvararnir, svo og ásláttarhljóðfæraleikarinn Sammy Figu- eroa. Þá er gítarleikarinn Carlos Alomar aft- ur genginn til liðs við Bowie og hann stendur alltaf fyrir sínu. Loks ber að geta þess að Bowie bregst ekki sem söngvari fremur en fyrri daginn. Seinni hliðin á þessari plötu stendur síður en svo að baki því sem var að finna á Let’s Dance en þessar plötur eru í sama flokki og Young Americans og Station to Station, sem fyrst og fremst eru skemmtiplötur en góðar plötur samt sem áður. Þess má svo að lokum geta að Bowie lofaði í viðtali við NME fyrir skömmu að á næstu plötu myndi hann taka fyrir djúpstæðari tónlist og er því enn von á góðu frá honum í framtíðinni. „Tónlistin er einhver sú lélegasta sem hann hefur gert," segir Gunnlaugur Sigfússon í dómi sínum um nýjustu plötu David Bowie, „Tonight". HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.