Helgarpósturinn - 08.11.1984, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 08.11.1984, Blaðsíða 8
Almenningsálitið skiptir hann engu máli. Sjálfur segist hann vera þrjár persónur. Hann gekk í Biblíubréfaskóla Hvítasunnusafnaðarins og alla tíð síðan hefur trúin verið sterkur þáttur í lífi hans. Hann trúir því að lögin sem hann semur komi að ofan. borgarinnar að hann kom fyrst fram opinberlega. Það var á kab- arett hjá íslenskum tónum í Aust- urbæjarbíói. Þar söng hann frekar en að þenja flygilinn tvö lög; ann- að þeirra var lagið „Lady of Spain“, sem Eddie Fischer hafði gert vinsælt, en hitt lagið hafði söngvarinn sett sjálfur saman og var þar jafnframt um hans fyrstu tónsmíð að ræða. Jón Nordal var úti í sal: „Sviðsskjálftinn var greinilegur hjá stráksa, en engu að síður virtist hann njóta sín verulega í söngnum, og feimnin sem einkenndi hann svo í tímun- um hjá mér, var augsýnilega svo gott sem horfin. Eftir á að hyggja kemur mér ekki á óvart að hann hafi haldið áfram á þessari braut, frekar en á píanósviðinu." Undir þetta tekur Svavar Gests hljóm- plötuútgefandi, sem einnig var staddur í Austurbæjarbíói þetta kvöld: „Þetta fyrsta lag hans fannst mér alveg ágætt, og gat ekki orðið hans síðasta." Hallbjörn ber Jóni Nordal góða söguna og segir hann hafa leyft sér að spila eftir eyranu fremur en að strögglast í gegnum nótnafárið. Síðari kennarar hans í skólanum gerðu það hinsvegar ekki, og Hall- björn ákvað því að hætta námi eft- ir aðeins tvö ár. Næsti viðkomu- staður var Keflavíkurvöllur. Þar var Hallbjörn í vinnu meira og minna næstu þrjú árin, fyrst við uppvask í eldhúsi, síðan í bygging- arvinnu sem handlangari, og loks við hreingerningar á skrifstofum hersins. Elísabet Kristjánsdóttir, sem nú starfar í eldhúsi Hótels Loftleiða, vann með Hallbirni við það síðastnefnda: „Hann var í alla staði mjög indæll starfsfélagi, ákaflega kurteis og kom vel fram við fólk.“ Elísabet segir að þau Hallbjörn hafi stytt sér stundir við hreingerningarnar með ýmsu móti, meðal annars söng. Eitt sinn voru þau að skúra skrifstofu eins af offíserum hersins þegar þau komu auga á skrítið apparat við skrifborð hans, einhverskonar upptökutæki með áföstum hljóð- nema. Tækið gaf frá sér þunnar grænar plastplötur með því sem sagt var í hljóðnemann. „Hallbirni datt strax til hugar að hljóðrita nokkra valinkunna skúringardú- etta með okkur. Ég veit að hann á enn nokkrar þessara grænu plast- platna með söng okkar, en ég er því miður búin að týna mínum," segir Elísabet. Einhvernveginn komust þessar hljóðritanir í hend- ur yfirmanna hersins. Þeir höfðu upp á söngdúettinum, og varð það úr, að hann söng nokkrum sinn- um í matarbragganum fyrir her- menn, hvort heldur sem það var í hegningarskyni eða ekki. Þetta fréttist út fyrir völlinn, og voru þau Hallbjörn og Elísabet fengin til að syngja á nokkrum árshátíð- um í Keflavík síðar meir. „Þetta voru lög eins og „Anytime" og „Ljúft er að láta sig dreyma“,“ man Elísabet. að var á Vellinum sem Hallbjörn kynntist svo kántrý-tónlistinni fyrir al- vöru. Hann segir sjálfur að það hafi verið söngstíll þeirrar tegund- ar tónlistar sem mest hafi snortið sig, svo og hljóðfæraskipanin. Hallbjörn kynntist líka bandarísk- um dáta af spænskum ættum þarna á Vellinum og var sá lúnk- inn á gítar. Þeir æfðu mikið saman og má segja að fyrir tilstilli þessa hermanns hafi Hallbjörn hlotið sína eldskírn í kántrýinu, enda var æfingarprógramm þeirra félaga fengið beint upp úr Kanaútvarp- inu þar sem sveitatónlistin var mest áberandi. Eftir Vallardvölina réðst Hall- björn til starfa á Hótel Vík við' Hallærisplanið í Reykjavík, þar sem hann var við símavörslu í eitt ár. Meðal starfsfélaga hans þar var færeysk kona á miðjum aldri. Dóttir hennar, Amy að nafni, leit oftlega inn á Víkina til að heim- sækja móður sína þegar hún átti leið í bæinn. Hallbjörn sá hana og hún sá Hallbjörn. „Ætli þetta hafi ekki verið ást við fyrstu sýn, því svo fast höfum við staðið saman alla tíð síðan,“ segir Amy, sem fluttist með Hallbirni norður til Skagastrandar um vorið. Þau hjónin eiga þrjú börn, Grétar Smára 24 ára, Kenny Aðalheiði 22 ára og Svenný Helenu 18 ára og eru þau öll búsett á Skagaströnd eins og foreldrar þeirra. Segja má að Hallbjörn hafi gerst altmúlígmaður eftir að hann fluttist aftur til heimabæjar síns. Fyrst var það frystihúsavinna með viðkomu í síldarsöltun á sumrin. Uppúr því setti hann á fót litla nýlenduvöru- verslun í bílskúr sem faðir hans átti. Kaupfélaginu á staðnum tókst að kæfa það framtak eftir tvö ár og fór verslunin á hausinn. Aftur byrjaði Hallbjörn í frystihúsi stað- arins, en nokkru síðar réðst hann svo sem pakkhúsmaður til Kaup- félags Skagstrendinga, þess sama og gert hafði einkaframtak hans gjaldþrota. If you can’t beat them, join them! En ekki var Hallbjörn búinn að vinna lengi hjá þessu kaupfélagi Skagstrendinga að það fór sömu leið og títtnefnt framtak hans í föðurbílskúrnum. Á haus- inn. Kaupfélag Húnvetninga á Blönduósi keypti leifarnar af þessu kaupfélagi, og var Hallbjörn gerður að útibússtjóra þess á Skagaströnd til næstu fimm ára. Að þeim tíma liðnum hóf Hall- björn rekstur umboðs- og heild- verslunar í plássinu, með innflutn- ing á frönskum fellihýsum, jap- önskum útvörpum, vindlakveikj- urum og hárspreyi að uppistöðu. Samhliða heildversluninni opnaði Hallbjörn líka matvöru- og gjafa- vöruverslun og þá búð rak hann þar til fyrir þremur árum, að Kántrýbær var opnaður. „Ertu nú endanlega orðinn geggjaður," átti ónefndur útvegsbóndi frá Skaga- strönd að hafa sagt við Hallbjörn af því tilefni. „Það má vel vera,“ svaraði Hallbjörn, „en ég hef þó mína vitleysu á þurru en ekki þú!“ Jafnframt þessum starfsferli fór Hallbjörn á nokkrar ver- tíðir sem kokkur þegar eigin rekstur heima í héraði gekk illa. Aukinheldur hefur hann verið ötull í félagsstarfi: Allt frá því hann fluttist aftur heim, lék hann með hljómsveitum á böllum, var fram- arlega í kirkjukór sóknarinnar í sextán ár, stofnaði bíó á staðnum við þriðja mann og er þar enn sýn- ingarstjóri, þó fyrirtækið hafi ver- ið selt hreppnum fyrir nokkru. Ungmennafélagið hefur notið góðs af starfsorku Hallbjarnar og þá ekki síður leikklúbbur Höfða- kaupstaðar. Guðmundur Haukur Sigurðsson, formaður hans, segir: „Hallbjörn er einn af okkar allra bestu leikurum og hefur mikla hæfileika á því sviði, enda hefur hann valist í flest stærstu hlut- verkin í uppfærslum okkar. Og hann er jafnvígur á gaman og al- vöru.“ Síðast en ekki síst hefur Hallbjörn gegnt starfi meðhjálp- ara við kirkju Skagstrendinga frá 1979, fyrst við þjónustu séra Pét- urs Ingjaldssonar en síðan hjá séra Oddi Einarssyni: „Starf Hallbjarn- ar í kirkjunni," segir Oddur „felst í því að skrýða mig, aðstoða við messugjörðina, kveikja á kertum og halda réttu hitastigi í kirkjunni, og ég get ekki sagt annað en að þessi störf sín leysi hann af stakri prýði. Hann nýtur þessa starfa, enda er ekki nokkur vafi á því að hann er mikill trúmaður. Hallbjörn er mjög þægilegur í viðmóti og ég get sagt að þar hefur hann hvergi breyst eftir að hann náði þessari landsfrægð sinni. Það helsta sem ég get sett út á manninn er að nú í seinni tíð hefur hann verið mikið í burtu og önnum kafinn við að skemmta og af þessu hafa hlotist vandræði í sókninni. Það er erfitt að ná í staðgengil fyrir hann, en ég get samt vel unnt Hallbirni þess að vilja ferðast, enda vill fólkið sjá hann. Hann skemmtir svo ríku- lega.“ Trúna hefur Hallbjörn frá for- eldrum sínum sem bæði voru heittrúuð. Hann er al- inn upp í guðsótta, og segir sjálfur að kirkjan hafi náð fljótt tökum á sér, ekki síst sakir þess fallega söngs sem þar er tíðkaður. Tveir Hvítasunnumenn komu til Skaga- strandar á barnsaldri Hallbjarnar, og hafði hann mikið yndi af að sækja sunnudagaskóla þeirra. Hann gekk i Biblíubréfaskóla Hvítasunnumannanna og gekk þar mun betur en í hinum al- menna skóla. Trúin hefur alla tíð síðan verið sterkur þáttur í lífi Hallbjarnar og hann efast ekki um að einhver himneskur máttur haldi verndarhendi yfir sér; jafn- vel lögin sem hann semji séu kom- in að ofan. I þessu sambandi nefn- ir Hallbjörn: „Ég hef alla tíð frá því ég fékk bílpróf verið ofboðslegur ökufantur, og farið milli Reykja- víkur og Skagastrandar í loftinu á þetta tveimur og hálfum, þremur tímum. Það er ekki fallegt að segja frá þessu, en á þessum ökufants- ferli mínum hef ég komist í hrika- legar hættur, reyndar svo rosaleg- ar að ég á enga skýringu á því hvernig ég hef komist lifandi frá þeim. Það er þá ekki nema ein- hver máttur verndi mig. Mér finnst ég reyndar aldrei vera al- veg einn í bílnum. Mér er reddað úr hættum." Arið 1979 sendi Hallbjörn frá sér sína fyrstu hljóm- skífu. Þetta voru nokkur hefðbundin dægurlög sem hann hafði sent Svavari Gests til gaum- gæfslu. Svavar hringdi nokkru síðar norður í Hallbjörn og sagði að sér litist dável á lögin og hvort hann vildi ekki senda sér fáein í viðbót svo hann hefði úr að velja á plötuna. Hallbjörn settist sam- stundis við píanóið heima í stofu hjá sér. Svavar Gests segir: „Mað- urinn er ákaflega vingjarnlegur og mjög músíkalskur. Hann hefur óvenjunæmt tóneyra og er gott dæmi um náttúrubarnið, sem er tónlistin í blóð borin. Ég lít fyrst og fremst á hann sem lagasmið. Hann er góður sem slíkur. Það eru mörg alveg skínandi dægurlög á þessari fyrstu plötu hans sem ég gaf út. Ég hygg þó að þau hefðu náð lengra ef aðrir en Hallbjörn sjálfur hefði flutt þau og sungið. Hann er einfaldlega ekki söngv- ara bestur.“ essari plötu var gefið nafn- ið „Hallbjörn syngur eigin lög“ og seldist hún ágæt- lega. Að minnsta kosti er hún ófá- anleg í dag. Hallbjörn segir sjálfur um lögin á þessari fyrstu skífu sinni: „Mér fundust þessi lög bera með sér einhvern kántrýblæ, enda hef ég í hyggju að gefa þau seinna út sem slík. Lögin voru hinsvegar bara útsett á hefðbund- inn hátt og ég þorði náttúrlega ekkert að mótmæla því.“ Jón ,,bassi“ Sigurðsson fékk næsta pakka frá Hallbirni að norð- an til útsetningar. Kántrýblærinn hafði ágerst á þessum nýju lögum, og það var reyndar að fyrra bragði sem Jón bassi spurði Hall- björn hvort þeir ættu nokkuð að vera að hika, heldur vinna efnið hreint og klárt í kántrýstíl. „Ég sagði jú eins og skot,“ segir Hall- björn við HP. Jón bassi segir aftur á móti um þetta samstarf þeirra: „Mér fannst dálítið erfitt að kom- ast að Hallbirni, ég meina, fatta hann almennilega. Mér fundust þessi lög hans svona lala og þóttist sjá að Hallbjörn væri ekki viss hvernig hann vildi koma þessu efni frá sér. Ég spurði hvort ég mætti krítísera hann. Hann svar- aði já, og að því búnu tók ég til við að tæta hann í mig. Hann varð mér ákaflega þakklátur fyrir það, varð staðfastari fyrir vikið, og enn er hann að þakka mér fyrir þetta. Það kemur meðal annars fram í þeirri gestrisni sem hann hefur sýnt okkur í Sumargleðinni ár eft- ir ár á ferðalögum okkar um land- ið, en í hvert sinn sem við höfum átt leið hjá Skagaströnd, hefur hann skellt upp rosaveislum fyrir okkur. Þetta er mjög einlægur maður.“ Sonur Jóns bassa, Sigurður Rúnar Jónsson, betur þekktur sem Diddi fiðla, átti mikinn þátt í gerð Kántrý II og Kántrý III, spilaði mikið undir á fyrri plötunni og tók upp og útsetti þá seinni. Hann segir um þessa tónlist Hallbjarnar: „Þetta eru ekki stór listaverk, miklu fremur mjög hefðbundin lög að uppbyggingu, en þau ná til fólks. Og um það er ekki nema gott eitt að segja. Ég virði Hallbjörn fyrir hans hjartalag og þá miklu trú sem hann hefur á sjálfum sér. Það er í rauninni aðdáunarvert hvernig hann nennir að rekast í þessum bransa, og má vera ýmsum öðrum músíköntum til eftirbreytni." Svavar Gests segir: „Það er mjög merkilegt hvað Hallbirni hefur tekist að gera einn og óstuddur. í raun er það kraftaverk. Sú frægð og umtal sem hann fékk þegar KR-ingarnir tóku hann upp á sína arma hefur sjálfsagt skilað honum áleiðis. Hvort það uppátæki þeirra var frekar gert í gamni en alvöru veit ég ekki, en hitt er víst að það sem Hallbjörn er að gera fellur í góðan 8 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.