Helgarpósturinn - 08.11.1984, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 08.11.1984, Blaðsíða 16
HELGARPÓSTURINN ELSKAÐUR HATAÐUR en lesinn. . . SYNINGAR Ásgrímssafn Bergstaöastræti 74 Líkt og undanfarin ár gengst Ásgrímssafn fyrir vetrarsýningu. Verkin, olíu- og vatnslita- myndir, sem eru í eigu safnsins, voru valin með hliðsjón af temanu „vetur". Safnið er opið á þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum kl. 13.30—16. Ásmundarsalur Freyjugötu 41 Hans Christiansen sýnir í Ásmundarsal 35 landslagsmyndir sem hann málar með vatnslitum. Sýningin er opin á virkum dög- um kl. 16—22 og um helgar frá 13—22. Síð- asta sýningarhelgi. Gallerí Borg Pósthússtræti 9 Eigi menn erindi niðrí miðbæ um helgina ættu þeir ekki að tvínóna við að koma við á Gallerí Borg og skoða herlegheitin sem þar eru til sýnis enda síðustu forvöð þar sem sýningu á verkum tveggja maddama er að Ijúka um helgina. Þær eru: Þorbjörg Hösk- uldsdóttir sem að þessu sinni sýnir olíumál- verk og teikningar; og Anna K. Jóhannsdótt- ir meö steinleirsverk sem hún hefur mótað í vasa, skálar og eyrnaskart. Á eftir er svo upp- lagt að hvíla lúin bein á Hótel Borg og hressa sig á rjúkandi kaffinu sem þar er borið fram. Sýningarnar eru opnar virka daga kl. 10— 18 og um helgar kl. 14 — 18. Þeim lýkur á mánudagskvöld. Gallerí Gangurinn Rekagranda 8 Samsýning tólf listamanna frá fjórum lönd- um stendur nú yfir í Gallerí Ganginum. Lista- mennirnir eru: Anselm Stalder, Helmut Fed- erle, Martin Disler, John M. Armleder og Klaudia Schiffle frá Sviss; Peter Angermann frá Þýskalandi; John van't Slot frá Hollandi; Daði Guðbjörnsson, Tumi Magnússon, Árni Ingólfsson, Kristinn G. Harðarson og Helgi Þ. Friðjónsson. Sýningin stendur út nóvem- bermánuð. Gallerí Langbrók Amtmannsstíg 1 Að þessu sinni er keramík til sýnis í Lang- brók. Þau verk hefur Borghildur Óskarsdóttir mótað. Galleríið er opið daglega; á virkum dögum kl. 12— 18 og um helgar frá 14 — 18. Gestum og gangandi gefst kostur á að berja verkin augum út næstu viku. Höggmyndasafn Ásmundar Sveinssonar við Sigtún „Vinnan í list Ásmundar Sveinssonar" er yf- irskrift sýningar sem stendur yfir í safninu. Á henni er sýnd hin tæknilega hlið högg- myndakúnstarinnar, s.s. tæki, efni og að- ferðir, og einnig höggmyndir þar sem mynd- efnið er „vinnan". Safnið er opið daglega frá kl. 10-17. Kjarvalsstaðir við Miklatún Mikill menningarauki er að listasetrinu Kjar- valsstöðum fyrir fagurkera höfuðstaðarins um helgina, því salarkynni þess verða prýdd listaverkum af ýmsum toga: Ásgerður Búa- dóttir, sú ótrauða listakona, sýnir vefnað í vesturgangi og vestursalnum sem hún deilir með Valgerði Hafstað, en hún sýnir þar mál- verk. Guttormur Jónsson opnar sýningu í aust- ursalnum á laugardaginn. Þar mun hann sýna 29 verk, unnin í tré, stein og trefja-stein- steypu. Þetta er 1. einkasýning Guttorms og stendur hún fram til 25. nóv. Steinunn Marteinsdóttir sem hugðist fara af stað með sýningu sína á keramíki þ. 27. október sl. en varð að fresta um viku eins og kunnugt er, sýnir í Kjarvalssal veggmyndir (lágmyndir), unnar í postulín, einnig vasa o.fl. Sýningu hennar lýkur þ. 18. nóv. Opnunartími Kjarvalsstaða er frá 14—22, daglega. Listasafn Einars Jónssonar við Njarðargötu Safnhúsið er opið yfir vetrartímann á laugar- dögumog sunnudögum frá kl. 13.30 —16 en höggmyndagarðurinn er opinn eins og verið hefur daglega frá kl. 11—18. Listamiðstöðin Hafnarstræti 22 Á laugardaginn kemur opnar Guðni Erlends- son sýningu í Listamiðstöðinni á 30—40 verkum en sýningu sína kallar hann „Leir- myndir". Vinnsla verkanna er með nokkuð óvenjulegum hætti því myndirnar eru silki- þrykktar! Guðni var eigandi leirkeraverk- stæðisins Eldstóarinnar frá 1975 — 80 og rak verslunina Númer 1 og veitingastaðinn Hornið ásamt Galleríinu Djúpinu. þetta er 1. einkasýning Guðna en hún er opin daglega kl. 14 —19 en eilítið lengur á fimmtudags- og sunnudagskvöldum eða til kl. 22. Sýning- unni lýkur þ. 18. nóv. nk. Listmunahúsið Lækjargötu 2 Þessa dagana stendur yfir málverkasýning Ómars Skúlasonar í Listmunahúsinu. Það eru collage-myndir frá 1976 en meginuppi- staðan eru tvær myndraðir, unnar á árinu 1984. Við myndgerðina er notuð blönduð tækni, s.s. málun, þrykk og klippingar. Einn- ig eru á sýningunni tvær myndir eftir þá Egil Eðvarðsson og örn Þorsteinsson. Sýningin er 2. einkasýning Ómars og er opin virka daga nema mánudaga, kl. 10—18 og um helgar frá 14 — 18. Næstsíðasta sýningar- helgi. Menningarmiðstöðin við Gerðuberg Sýning á teikningum eftir íslensk grunn- skólabörn stendur yfir í Menningarmiðstöð- inni og er efni þeirra um skaðsemi reykinga. Myndirnar eru til sýnis á venjulegum opnun- artíma hússins, á virkum dögum frá 16—22 og um helgar frá 14 — 18. Norræna húsið Kjuregei Alexandra Argunova sýnir verk sín í anddyri Norræna, alls 39 verk sem eru unn- in í efni (application) á árunum 1979 — 84, bæði myndir og veggteppi. Síðasta sýning- arhelgi. BÍÓIN ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ágæt ★ ★ góð ★ þolanleg o léleg Austurbæjarbíó Garp Bandarísk. Árg. 1983. Leikstjóri: Roy Hill. Eftir sögu John Irving. Aðalhlutverk: Robin Williams, Mary Beth Hurt. Sýnd í sal 1: Laugardag, kl. 5 og 9. Sunnu- dag, kl. 5, 7:30 og 10. Handagangur í öskjunni (What's Up Doc!) Bandarísk. Aðalhlutverk: Barbra Streisand, Ryan O'Neal. Gamanmynd. Endursýnd í sal 2, kl. 5, 7, 9 og 11. Banana-Jói Bandarísk-ítölsk. Aðalhlutverk: Bud Spenc- er. Sýnd í sal 3, kl. 5, 7, 9 og 11. Bíóhöllin Metropolis Hin sígilda, þögla mynd Fritz Lang frá árinu 1926. Nú endursýnd með hljóðbandi með Pat Benatar, Freddy Mercury, Bonny Tyler, Adam Ant, Jon Anderson. Framleiðandi: Georgio Moroders. Sýnd í sal 1, kl. 5, 7, 9, og 11. Ævintýralegur flótti Night Crossing Bandarísk. Árg. 1981. Handrit: John Mc- Greevey. Aðalhlutverk: John Hurt, Jane Alexander, Biau Bridges. Efni: Fjölskylda flýr frá A.-Þýskalandi í loftbelg. Sýnd í sal 2, kl. 5, 7, 9 og 11. Fjör í Ríó (Blame it on Rio) ★ Bandarísk. Árg. 1984. Leikstjóri: Stanley Donen. Aðalhlutverk Michael Caine, Joseph Bologna, Michello Johnson. Erótísk gamanmynd um tvo miðaldra feður sem fára til Ríó ásamt gjafvaxta dætrum sín- um til að hressa upp á tilveruna. Vandamál skapast er önnur dóttirin fer að sofa hjá pabba hinnar. Þunn og illa leikin mynd, gerð eftir vonlausu handriti. Sýnd í sal 3, kl. 5, 7, 9 og 11. Splash Bandarísk. Árg. 1984. Leikstjóri: Rpn How- ard. Aðalhlutverk: Tom Hanks, Daryl Hann- ah, John Candy. Gamanmynd. Sýnd í sal 4, kl. 5 og 7. Fyndið fólk II (Funny People II) ★ Ramm-amerísk. Leikstjóri og sögumaður: Jamie Ulys. Efni: Erki-bandíttar koma fyrir falinni myndavél og leggja gildrur fyrir blá- vötn, einkum og sér í lagi kvenkyns einkarit- ara af amerísku sortinni (því þær eru svo ævintýralega heimskar sem kunnugt er, og enn vitgrennri séu þær svartar). Sum atriðin eru býsna vel heppnuð en oft kann leikstjórinn sér ekki hóf í endurtekningum. Þannig verður myndin óþarflega langdregin og er að því leyti lakari en Fyndið fólk I. Sýnd í sal 4, kl. 9 og 11. Háskólabíó Eins konar hetja (Some Kind of Hero) Amerísk. Árg. 1983. Leikstjóri: Michael Pressman. Aðalhlutverk: Richard Pryor, Margot Kidder, Ray Scharkey, Ronny Cox. Gamanmynd. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Laugarásbíó Raggedy Man Ensk/amerísk. Árg. 1981. Leikstj. og framl.: William D. Withliff, Burt Weissbourd. Aðal- hlutverk: Sissy Spacek, Eric Roberts, Sam Shepard. Endursýnd kl. 5, 9 og 11. Frönskukennarinn (My Tutor) Aðalhlutverk: Caren Daye, Matt Lattanzi. S.k. gamanmynd. Efni: Nýbakaður mennt- skælingur nemur hjá frönskukennara sínum „bæði ból- og bóklega frönsku", eins og for- ráðamenn bíósins komast svo sniðuglega að orði. Sýnd kl. 7. Nýja Bíó Dalalíf ★ i íslensk. Árg. 1984. Leikstjóri: Þráinn Bertels- son. Framleiðandi: Jón Hermannsson. Kvik- myndataka: Ari Kristinsson. Aðalhlutverk: Eggert Þorleifsson, Karl Ágúst Úlfsson, Hrafnhildur Valbjörnsdóttir, Sigurður Sigur- jónsson o.fl..En Þráni verður alvarlega á í messunni hvað Dalalíf varðar. Allar hug- myndirnar eru hráar og óunnar, og þeim dengt saman svo útkoman verður hroð- virknislegur vanskapnaður.. .sagan sjálf verður ofhlaðin og ruglingsleg. . .Varla er hægt að tala um leik í Dalalífi.. .jafnvel fag- mennirnir komast í hann krappan. . . Svo er það tæknivinnan. Hún hlýtur að teljast það versta sem ein íslensk kvikmynd hefur boðið upp á hingað til. . . En Dalalíf er nógu góð í pakkið að mati framleiðendanna.. .Dalalíf stenst hvergi þær kröfur sem gerðar eru til manna sem Þráins Bertelssonar og Jóns Hermannsson- ar, jafnvel þótt létt gamanmynd sé annars vegar." — IM. Sýnd kl. 5, 7 og 9, sunnudag kl. 3, 5, 7 og 9. Regnboginn ★ Sjá umsögn í Listapósti. Ennfremur eru les- endur hvattir til að skoða Nærmyndina af að- alsmanni kántrýsins, Hallbirni Hjartarsyni sem fer með stærsta hlutverkið í myndinni. Sýnd í A-sal, kl. 3, 5, 7, 9 og 11. f Rauðklædda konan (Woman in Red) ★★★ Amerísk. Árg. 1984. Leikstjóri: Gene Wilder. Aðalhlutverk: Gene Wilder, Charles Gordin. Tónlist: Samin og flutt af Stevie Wonder. Sýnd í B-sal, kl. 3, 7.15 og 11.15. Söngur fangans (The Executioner's Song) Amerísk. Árg. 1980. Leikstjóri: Lawrence Chiller. Aðalhlutverk: Tommy Lee Jones, Rosanna Arquette, Christine Lahti, Eli Wall- ach. Byggð á atburðum úr ævi Gary Gilmore og gerð í samráði við hann. Handrit: Norman Mailer. Myndin er um einn af frægari föng- um Bandaríkjanna sem var sakaður um morð og stórglæpi sem hann játaði á sig. Gil- more var í framhaldi af því dæmdur til dauða árið 1977 en dómnum var skv. venju ekki framfylgt. Hinn dæmdi krafðist þess þó og var líflátinn í rafmagnsstólnum. Sýnd í B-sal, kl. 5 og 9. Handgun Amerísk. Árg. 1984. Leikstjóri: Tony Garn- ett. Aðalhlutverk: Karen Young, Clayton Day. Efni: Fjallar um fórnarlamb nauðgara, unga stúlku sem grípur til hefndaraðgerða. Skyldi hún senda hann með næsta mjólkur- bíl í þar til gert bú og leggja hann undir mjaltavél til vikuvistar? Frumsýnd í C-sal, kl. 3.10,5.10,7.10,9.10 og 11.10 Einmana stúlkukind (The Lonely Lady) Amerísk. Árg. 1983. Handrit: John Kershaw, Shawn Handall. Eftir samnefndri skáldsögu Harold Robbins. Leikstjóri: Peter Sassdy. Aðalhlutverk: Pia Zadora, Lloyd Bochner, Joseph Cali. Sýnd í D-sal,kl. 3.15, 5.15, 9.15 og 11.15. Síðasta lestin (Le Dernier Metro) ★★ Frönsk. Árg. 1981. Leikstjóri: Francois Truffaut. Aðalhlutverk: Gerard Depardieu, Catherine Deneuve. Myndin fjallar um leik- stjóra af gyðingl^gum uppruna sem neyðist til að stýra leikhusi nokkru úr felum þegar Þjóðverjar hafa hertekið París. Sýnd í D-sal, kl. 7 Beastmaster SýndíE-sal, kl. 3, 5,7, 9 og 11. Stjörnubíó Moskva við Hudson fljót (Moskva on the Hudson) Amerísk. Árgerð 1984. Leikstjóri: Paul Maz- ursky. Aðalhlutverk: Robin Williams, Maria Conchita. SýndíA-sal kl. 5, 7, 9 og 11:05. The Man Who Loved Women ★ Bandarísk. Árg. 1983. Leikstjóri: Blake Ed- wards. Aðalhlutverk: Burt Reynolds, Julie Andrews. „Hann getur ekki ákveðið hvaða konu hann elskar mest án þess að missa vitiö"!!! Hugs- ið ykkur vandann sem mannaulinn veröur að kljást við... Sýnd í B-sal, kl. 5, 7 og 9. Emmanúelle IV Strákar! Þegar þið eruð komnir í dulargervið, skimið þá vel í kringum ykkur, hlaupið fyrir næsta horn (ath. með bogið bak), passið að röddin þekkist ekki: Stjörnubíó-stopp-salur B - stopp - klukkan 23:00 - stopp - (góða skemmtun - stopp!). Educating Rita ★★★ Sýnd í B-sal, kl. 7. LEIKLIST Leikfélag Akureyrar Akureyri Nú geta Akureyringar farið að tryggja sér miða á gamanleikinn Einkalíf eftir Huglausa- Jóla sem sýnt verður á laugardagskvöld, 10. nóvember kl. 20:30. Fljót nú af stað! Lindarbær Lindargötu 9 Nemendaleikhúsið Lindarbær sýnir Græn- fjöðrung föstudaginn 9. nóv., sunnudaginn 11. nóv. og mónudaginn 12. nóv. kl. 20. Grænfjöðrungur er ævintýraleikur, fullur af kímni og fantasíu, veröld þar sem allt getur gerst. TÓNLIST Félagsstofnun stúdenta v/Hringbraut Á sunnudaginn kemur, 11. nóvember kl. 21, heldur altósaxafónleikarinn Anthony Brax- ton tónleika í Félagsstofnun ásamt píanó- leikaranum Marilyn Crispell. Braxton er vel kunnur jassáhugafólki; hann hefur leikið með mörgum frægum númerum, þ.á m. Max Roach, Archie Shepp og meðlimum Art En- semble of Chicago. Braxton hefur einnig unnið til margháttaðra verðlauna og verið kosinn besti klarinettuleikari ársins af virtum jasstímaritum. Jú, kappinn er víst jafnvígur á klarinettu og allar teg. saxafóna. 16 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.