Helgarpósturinn - 08.11.1984, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 08.11.1984, Blaðsíða 12
Á íslandi er merkilegt þjóðfélag, þó ekki sé nema vegna þeirra ógrynna merkja sem landsmenn hafa komið sér upp og klínt á svo til hvert einasta fyrirbæri sem tengist viðfangsefnum þeirra. Lúðrasveit austur á fjörðum, smáfyrirtæki suð- ur með sjó, félagsskapur fuglavina, glímusamband í gagnfræðaskóla; ekkert af þessu virðist vera starf- hæft nema það geti státað af ein- hverslags tákni sem minnir á tilveru þess. Annað þykir að minnsta kosti harla ómerkilegt. Og merkisfólk má það heita, liðið hérna á síðunni, meðal annars í þeim skilningi að allt á það að baki gerð nokkurra þeirra fjölmörgu merkja fyrirtækja eða félaga sem þjóðkunn mega teljast. Merki þessa fólks ber fyrir augu okkar nær dag- lega, ef ekki á göflum húsa, þá í blaðhausum eða greypt í neonljós nútímans. Vinnan að baki þeim var að gera þau þannig úr garði að þau næðu athygli. Svona merkisvinna getur verið söguleg á sinn sérstaka máta, enda er til mikils unnið að skapa einkenni fjölmennustu félaga landsins eða stærstu fyrirtækja þess. Og hér koma sögurnar... DÁLÍTIÐ ÓRÓLEGT MERKI — segir Gísli B. Björnsson, höfundur að tákni Sjón- varpsins. „Bíddu nú við, hvenær byrjaði Sjónvarpið sína starfsemi. Mig minnir það hafi verið einhverntíma í kringum 1966 og það hefur þá ver- ið skömmu áður en ég lauk við gerð þessa merkis, reyndar með dyggri aðstoð starfsfélaga minna," segir Gísli B. Björnsson ásamnefndri aug- lýsingastofu, en hann er höfundur sjónvarpssymbólsins sem allir ættu að þekkja. „Við hérna á stofunni fengum að vita um þetta verkefni með góðum fyrirvara og þannig hafði maður ekki þá afsökun að vera í tímahraki við gerð merkisins. Ætli ég hafi ekki verið einhverjar vikur að íullmóta þetta. Fyrst þegar ég setti þetta verkefni niður fyrir mér, komu mér í hug útgangspunktar eins og auga, spegill, skermur, stafurinn S, geislar og reyndar flest það sem má tengja sjónvarpi. Þegar merkið fór að taka á sig einhverja mynd, héldust flest ef ekki öll þessi atriði inni, og gott ef Hilmar Sigurösson, hönnuður F.l.l.-merkisins. þau er ekki öll að finna í endanlegu útkomunni." Hvernig er með svona merkja- vinnu, er þetta nokkuð sem dettur allt í einu inn í hausinn, eða er hug- myndin lengi að velkjast í kollinum? „Þetta er voðalega misjafnt. Yfir- leitt er þetta mjög Iangur prósess, miklu lengri en ég held að almenn- ingur geri sér grein fyrir. Það er að minnsta kosti mjög sjaldan sem svona merki verður til svona einn, tveir, þrír. Það fyrsta sem maður gerir er að reyna að útvega sér einhverja til- finningu fyrir því fyrirtæki sem unn- ið er fyrir, svo og sem gleggstar og mestar upplýsingar um starfsemina sem þar er innt af hendi. Þetta tekur yfirleitt sinn tíma og er erfitt viður- eignar, einkanlega þetta með upp- lýsingarnar. Á þessu stigi vinnsl- unnar hangir maður svolítið í lausu lofti. En svo koma þetta hundrað uppdrættir, kannski þúsund skissur. Stærstur hluti af því er náttúrlega hreint rugl og ómerkilegt pár út í loftið. Svo vinsar maður úr, þrengir möguleikana, og fyrr eða síðar glitt- ir í það hæfasta í þessum frumskógi hugmynda." Hvað tekur svona lagað langan tíma? „Ég held því fram að maður eigi að vera svona fjórar til átta vikur að vinna að einu merki, en með góðum pásum inn á milli. Mér finnst gott að demba mér í þetta í lotum, en gera kannski ekkert annað þess á milli en virða möguleikana fyrir mér. Spá í hlutina." Sjónvarpsmerkið er að verða tví- tugt. Ertu enn ánægður með það? „Já, svona tiltölulega. Mér finnst það hafa vanist vel. Að vísu hefur mér alltaf fundist það dálítið órólegt og klofið og gott ef það þarf ekki á einhverri andlitslyftingu að halda innan tíðar," segir Gísli B. Björns- son. HUGMYNDIN KOM VIÐ SÍMABORÐIÐ — segir Hilmar Sigurösson sem gerði merki F.Í.I. „Það var samkeppni um þetta merki á sínum tíma, og mitt merki var sem sagt hlutskarpast. Ég man ekki alveg hvenær þetta var, en er þó ekki enn búinn að gleyma því að ég fékk sextíu þúsund gamlar í verðlaun fyrir þetta, og kannski það varpi ljósi á það hvað langt er síðan þetta merki var teiknað," segir Hilmar Sigurðsson framkvæmda- stjóri á auglýsingastofunni Argus, en hann er höfundur að merki Fé- lags íslenskra iðnrekenda, því stíl- hreina og góða tákni F.I.I. „Það er dálítið merkilegt frá því að segja hvernig þetta merki varð til. Ég var búinn að velta því fram og aftur í kollinum á mér, og þess þá meira á rissblöðum, en svo virtist sem dæmið ætlaði aldrei að ganga upp. Svo var það einhverju sinni sem ég sat annarshugar við síma- borðið heima hjá mér og var eitt- hvað að krassa, að allt í einu, eins og neðan úr undirmeðvitundinni, rann merkið nær fullskapað fram úr pennanum mínum, bara si sona." Hvernig túlka^ðu þetta merki þitt? „Ég er með í merkinu upphafs- stafi félagsins, sem í sameiningu mynda nokkurs konar iðnaðarhús, og jafnframt má lesa út úr þessu ákveðna velgengni, fyrsti stafurinn sveigist upp á við eins og lína í línu- riti. Þetta eru þrír grunnþættir sem ég vann með frá því ég byrjaði að eiga við þetta verkefni." Það eru margir á því að þetta merki F.Í.I. sé eitthvert besta tákn fyrir félag í landinu. Ertu á því, að þetta sé þitt besta merki hingað til? „Ég er ekkert fjarri því að svo sé. Merkið hefur staðið af sér tímann með ágætum, og stendur enn fyrir sínu, finnst mér. En hvort þetta sé mitt besta? Er maður nokkurntíma dómari í sjálfs sín sök?“ FLETTI UPP í FUGLABÓKINNI! — segir Þórhildur Jóns- dóttir, höfundur Arnar- flugsmerkisins. „Vinna mín við þetta merki Arn- arflugs gekk eiginlega mjög fljótt fyrir sig. Það var gert svona einn, tveir, þrír, enda fékk ég svo til eng- an umhugsunarfrest eða undirbún- ingstíma undir þennan starfa. Þetta var því dálítið stressandi," segir 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.