Helgarpósturinn - 08.11.1984, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 08.11.1984, Blaðsíða 11
Þ ursaflokkurinn góðkunni hefur lokið upptökum á hljómplötu sem kunnugir segja að lofi firna- góðri músík. Útgáfudegi hefur þó verið frestað fram yfir áramót þar sem meðlimir sveitarinnar hafa staðið upp fyrir haus í gerð Stuð- mannakvikmyndarinnar Hvítir máfar. Upptökum á henni er nú lokið en frumsýning verður ekki fyrr en eftir áramót. í desember er hins vegar væntanleg á markað breið- skífa með lögum Stuðmanna úr myndinni. Stendur til að Stuðmenn fylgi henni eftir með uppákomum af einhverju tagi í jólamánuðinum. M.a. hyggja þeir Stuðmenn á tón- leikahald með styttri prógrömmum en tíðkast hafa þegar þeir hafa kveðið upp raust sína og hljóðfæra- slátt; hafa þær samkomur gjarnan leiðst út í allsherjar dansiball enda erfitt að forðast fótafiðring þegar Stuðmenn eru annarsvegar... v W andi utgerðarinnar eykst stöðugt og ekki síst eftir að fiski- fræðingar lögðu fram skýrslu um 200 þúsund lesta veiðikvóta á þorski á næsta ári sem þýðir 22% meiri samdrátt en ætlað var. Kunn- ugir í heimi stjórnmála er á einu máli um að þennan vanda leysi rík- isstjórnin á engan hátt nema með einu móti: Gömlu góðu gengisfell- ingunni. Er reiknað með 12,5% gengisfellingu innan tíðar og allt að 30% gengisfellingu til áramóta ef undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinn- ar eigi að standa undir þjóðarskút- unni. . . egar haft er í huga að bóka- útgáfa í landinu hefur dregist saman jafnt og þétt á undanförnum árum og verður til að mynda um næstu jól tuttugu prósent minni en í fyrra, mætti ætla að eitthvað sé skórinn farinn að kreppa hjá bókaútgef- endum. Að minnsta kosti er erfitt að ímynda sér að launaskrið skrifstofu- fólks í þessum geira atvinnulífsins sé mikið. Helgarpósturinn hefur þó fyrir satt að bókaklúbbur í Reykja- vík greiði skrifstofustúlku litlar 36.000 krónur í mánaðarlaun fyrir fjörutíu stunda vinnuviku. . . B SRB-féiagar eru ævasárir og gramir út í Dagsbrúnarmenn að loknu verkfalli eftir framgöngu hinna síðarnefndu við uppskipun úr skipum við Sundahöfn. 1 tvo sólar- hringa lömdu Dagsbrúnarverka- menn á verkfallsvörðum BSRB og mun það einsdæmi í sögu verka- lýðshreyfingarinnar að verkamenn reyni að veikja baráttu launþega- hreyfingar sem er í verkfalli. Eru nú uppi ýmsar sögusagnir meðal BSRB- félaga um tengsl Gudmundar J. Gudmundssonar formanns Dags- brúnar og Alberts Guðmunds- sonar fjármálaráðherra. Eins er tal- ið að Þröstur Ólafsson fram- kvæmdastjóri Dagsbrúnar hafi ekki verið nógu harður í þessum átökum að koma vitinu fyrir Dagsbrúnar- menn. . . F rétt Þjóðviljans um að sjálf- stæðismenn hafi átt viðræður við Alþýðuflokkinn um aðild að ríkis- stjórn mun vera komin frá Ólafi Ragnari Grímssyni. Ólafur á aftur á móti að hafa fengið hana hjá Sig- hvati Björgvinssyni sem plantaði henni á Allaballa svo aðstaða Kjart- ans Jóhannssonar veiktist fyrir fyrirsjáanlegar formannskosningar á flokksþingi krata síðar í mánuð- inum. .. v anskilin gerast nú allhrika- leg í kerfinu. Einna verst standa húsbyggjendur með fangið fullt af skuldum eins og nýlegt sjónvarps- leikrit fjallaði einmitt um. Ástandið mun vera mjög slæmt fyrir hús- byggjendur í Grafarvogi sem standa með fokheldar eignir og geta ekki haldið áfram að byggja vegna pen- ingaleysis, ekki selt vegna erfið- leika á sölumarkaði og ekki fengið áframhaldandi lán, því lánin fyrir hinu fokhelda húsi eru flestöll van- greidd. Bankakerfið á engin góð ráð handa þessum mönnum og bankastjórar vita því síður hvað gera á í málinu... mdivm Helgar- og vikuferðir í vetur M Glasgow ... frá kr. 8.850.- Edinborg ... frá kr. 9.211. London ... frá kr. 9.792. París .... frá kr. 13.850. Kaupm.höfn ... frá kr. 10.790. ... frá kr. 10.765.- Amsterdam ... frá kr. 12.191. Skíðaferðmvikur til Austurríkis frá kr. 22.098.- Kanaríeyjar lOdagar ... frá kr. 25.580.- Viðskiptaferðir: Skipuleggjum viðskiptaferðir hvert sem er í veröldinni. Ferðaþjónusta Vinaheimsóknir — Kaupstefnur — Einstaklingsferðir — Umboð á islandi fyrir Ferðaþjónusta ATLANTIK sér um að finna hagkvæmustu DINERS CLUB 09 Þaeailegustu ferðina fyrir viðskiptavini sina INTERNATIONAL Þeim að kostnaðarlausu- OTCHNTK FERÐASKRIFSTOFA, IÐNAÐARHÚSINU HALLVEIGARSTÍG 1, SÍMAR 28388 - 28580 • • ALLAR STORU DITLAPLOTURNAR 14 stk. í einum kosso Önnur söfn: Jimi Hendrix 1 3 stk. Eric Clapton 1 3 stk. Cream 7 stk. Bee Gees 17 stk. Kolling Stones 12 stk. Mjög góðir greiðsluskilmálar Upplýsingar í síma 687545 Kvöld- og helgarsími 72965 HELGARPÓSTURINN 11

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.