Helgarpósturinn - 08.11.1984, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 08.11.1984, Blaðsíða 6
INNLEND YFIRSÝN Þetta verður allt í lagi Það vakti hvað helsta athygli í umræðum formanna fjögurra stærstu stjórnmálaflokk- anna í sjónvarpinu sl. þriðjudagskvöld að þeir Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra og Þorsteinn Pálsson formaður Sjálf- stæðisflokksins voru ódeigir við að verja stjórnarstefnuna þrátt fyrir viðurkenningu á skipbroti launastefnu stjórnarinnar frá í haust. Nýgerðir kjarasamningar hafa raunar gert að engu marga mikilvægustu þætti þeirrar endurskoðunar á stjórnarstefnunni sem gerð var sl. sumar. Þar á ofan bætist staðfest óánægja innan Framsóknarflokks- ins með stjórnarsamstarfið og þar á meðal vaxtaaðgerðirnar sem sjálfstæðisflokks- menn höfðu fram. Innan Sjálfstæðisflokksins eru líka ólgandi umbrot. Nokkuð berorðar yfirlýsingar þing- flokksformanns flokksins í fjölmiðlum ný- lega um að þingflokkurinn verði að gera ým- is stór mál upp við sig á allra næstu dögum staðfesta þau, þó svo að aðrir talsmenn flokksins hafi gætt meiri varkárni í yfirlýs- ingum við fréttamenn. Af samtölum við áhrifamenn á vettvangi stjórnmálanna má og ráða það að Sjálfstæð- isflokkurinn er nánast tvístraður vegna deilna um framhaldið í stjórnarsamstarfinu við Framsókn. Þorsteinn er sagður berjast með oddi og egg fyrir því að stjórnarsam- starfinu verði haldið áfram en þó aðeins þannig að skipt verði um menn í ráðherra- stólunum. Allar líkur eru á því að slíkar breytingar verði gerðar alveg á næstu dög- um og öðlist Þorsteinn þar með ráðherra- dóm. Ekki þó átakalaust, en það ríður á miklu fyrir hann, formannsstöðu hans vegna, að geta sýnt árangur af yfirlýsingum um aðgerðir í efnahagsmálum. Sú spenna sem virtist ríkja milli þeirra Þor- steins og Steingríms um tíma í haust virðist hafa dvínað og lætur Steingrímur nú hafa eftir sér ákveðnari yfirlýsingar um að hann telji mjög æskilegt að fá formann Sjálfstæðis- flokksins inn í ríkisstjórnina. Sjónvarpsáhorfendur sáu það svo sl. þriðjudagskvöld að formennirnir voru hinir glaðbeittustu og stóðu eins og klettar við að bera af sér spjótalög stjórnarandstæðing- anna. Það var ekki á þeim að sjá að hrakleg staða stjórnarinnar og gnæfandi erfiðleikar í efnahagsmálum sem framundan eru og bíða lausnar hafi á nokkurn hátt áhrif á fram- hald stjórnarsamstarfsins. Þrátt fyrir að þeir hefðu ekki neinar lausn- ir á takteinum og gæfu litlar vísbendingar um aðgerðir, hreyktu þeir sér af fyrri árangri stjórnarinnar við að lækka verðbólguna. Viðkvæðið var aðeins að stjórnin hefði hrak- ist af leið nú um sinn en gripið verði til að- gerða á næstunni sem leiða muni á beinar brautir á ný til framfara og nýsköpunar í at- vinnulífinu. Þingmaður í lykilstöðu innan Sjálfstæðis- flokksins segir í samtali við HP að sú mikla umræða sem á sér stað innan flokksins nú um stundir snúist miklu fremur um hvernig bregðast skuli við efnahagsvandanum en það hvort skipta þurfi um menn í stjórninni. Þó viðurkennir hann að sú umræða snúist ekki eingöngu um efnahagsaðgerðir heldur og það hvernig efla megi styrk og tiltrú stjórnarinnar um leið, þar sem fylgi hennar hefur dvínað skv. skoðanakönnunum upp á síðkastið. Hann segir almennt sjónarmið að það sé bæði eðlilegt og æskilegt að formaður flokksins eigi sæti í ríkisstjórninni. Það sé engum leiðum lokað í þessu efni en það þýði þó ekki það að verið sé að kanna slíka mögu- leika beint. Hann vill halda því fram að um- ræður í fjölmiðlum undanfarið um væntan- legar mannabreytingar í stjórninni hafi ver- ið sprengdar langt upp fyrir raunveruleik- ann. Sjónvarpsáhorfendur á þriðjudagskvöldið urðu vitni að því að Kjartan Jóhannsson, for- maður Alþýðuflokksins, átti í hinum mestu brösum við að bera af flokknum grunsemdir um mögulega þátttöku flokksins í stjórninni. Margir hafa slegið því nánast föstu að Al- þýðuflokkurinn væri á leið í slíkt samstarf en þó Kjartan hafi svitnað í sjónvarpssal bendir Erfidara kjörtímabilið framundan hjá Reagan Ronald Reagan hefur unnið kosningasigur sem á sér aðeins eitt fordæmi í bandarískum forsetakosningum. Walter Mondale náði ekki meirihluta nema í einu fylki, átthögum sínum Minnesota. Eina hliðstæðan er for-- setakosningarnar þegar Richard Nixon varV endurkjörinn og frambjóðandi demókrata varð að sætta sig við kjörmenn eins fylkis, Massachusetts. Allir vita hvað Nixon varð úr glæsilegum sigri sínum, afsögn með smán úr forsetastöð- unni. Enginn býst við að góðlátlegi landsfað- irinn Reagan komi sér í slíkar ógöngur. En sigur sinn vann hann með þeim hætti, að ekki verður sagt að kosningabaráttan hafi auðveldað honum að fást við verkefnin sem við blasa á kjörtímabilinu. Þar að auki færist aldur yfir forsetann, í lok kjörtímabilsins verður hann 77 ára. Reagan vann traust bandarískra kjósenda með því að höfða til þjóðernismetnaðar þeirra og bjartsýni. Uppgangstími í atvinnu- lífi að loknu mesta krepputímabili á fjórum áratugum, sem náði hámarki undir hans stjórn, var undirstaðan að kosningabaráttu sem háð var með auglýsingatækni og skír- skotun til þjóðlegra tákna. Mondale var látið eftir að ræða pólitísk viðfangsefni eins og ríkisskuldir, atvinnuleysi, viðskiptahalla, kjarnorkuvopnakapphlaup. Á slíkt vildu þrír fimmtu kjósenda ekki hlusta. Þeir fylktu sér um kjörorðin í sjónvarpsauglýsingum forset- ans: „Það morgnar í Ameríku. — Bandaríkin standa á ný hnarreist í heiminum." En vandamálin hafa ekki horfið við kosn- ingasigur Reagans. Atvinnuleysið er meira en þegar hann tók við völdum. Bandaríkja- mönnum neðan við fátæktarmörkin hefur fjölgað verulega og eru orðnir 35 milljónir. Vaxtagreiðslur af aukningu ríkisskulda gera betur en éta upp allan sparnað sem átt hefur sér stað í rekstri ríkisins í stjórnartíð Reag- ans. Halli á utanríkisviðskiptum og ríkissjóði er fjármagnaður með aðstreymi fjár erlendis frá, og fyrir þann straum getur tekið að veru- legu leyti, þegar ofmetinn dollar tekur að falla nær eðlilegri stöðu um leið og metvext- ir færast niður á við. Svar fjármagnsmark- aða við endurkjöri Reagans var veruleg lækkun á gengi Bandarikjadollars. Hafi Reagan einhver úrræði til að mæta þeim vanda sem við blasir, er þeim haldið vandlega leyndum. Kosningastefnuskrá flokks hans hefur ekkert til slíkra mála að leggja, nema almennar yfirlýsingar. Henni réðu menn sem lögðu megináherslu á að heita því að koma á bænahaldi í barnaskól- um, banna fóstureyðingar og fjölga aftökum sakamanna. Yfirburðasigur Reagans nýttist ekki flokki hans til að bæta hlut sinn á þingi svo um munaði. í Öldungadeildinni virðist meiri- hluti repúblíkana, þegar þetta er ritað, hafa rýrnað. í Fulltrúadeildinni hafa þeir bætt hlut sinn, en ekki nóg til að ráða gangi mála ásamt íhaldssömum demókrötum. Til þess hefðu þeir þurft að fjölga sínum mönnum helmingi meira en þeir gerðu. Viðbót repú- blíkana virðist ætla að verða 12 fulltrúa- deildarsæti. Af einstökum mannaskiptum á þingi sætir fall Charles Percy, öldungadeildarmanns repúblíkana frá Illinois, mestum tíðindum. Hann var merkisberi frjálslyndari manna í flokki sínum og formaður utanríkismála- nefndar deildarinnar. Nú stendur næstur þeirri miklu valdastöðu Jesse Helms, öld- ungadeildarmaður frá Norður-Karólínu, sem sigraði vinsælan fylkisstjóra úr röðum demókrata í einhverri óþverralegustu kosningabaráttu í öllum viðureignum ársins. Helms er yst í hægra armi flokks síns, sér- stakur verndarvættur bakhjarla dauðasveit- anna í E1 Salvador, sem búið hafa um sig í Bandaríkjunum og stjórna illvirkjum þaðan. Helsta von flokksbræðra Heims er að hann meti meira að halda formennsku í landbún- aðarnefnd Öldungadeildarinnar, þar sem hann hefur notað yfirburðaaðstöðu til að hygla tóbaksbændum í fylki sínu, en að sækjast eftir formennsku í utanríkismála- nefndinni, sem yrði að meirihluta skipuð andstæðingum öfgasjónarmiða hans. Að öllu samanlögðu hefur aðstaða Reag- ans til að ráða gangi mála á þingi heldur versnað en batnað við kosningaúrslitin. Þrátt fyrir fylgisaukningu í Fulltrúadeildinni, á hann á brattann að sækja gagnvart þing- inu. Þar kemur einkum tvennt til. Reagan er að hefja síðara kjörtímabil sitt, og því eiga flokksbræður hans á þingi ekki eins mikið undir honum og áður. Þessa gætir í vaxandi mæli eftir því sem á kjörtímabil forsetans líð- ur. „Hölt önd“ heitir í daglegu tali sá banda- rískur stjórnmálamaður, sem er á síðasta kjörtímabili og enginn á neitt undir til lang- frama. Eftir að fram á mitt kjörtímabil kem- ur, lendir Reagan í hópi „haltra anda“. eftir Ómar Friðriksson nú flest til að aldrei hafi verið neinar alvar- legar þreifingar í þessa átt, rætur þessára sögusagna megi frekar rekja til óróleika inn- an flokksins og deilna um forystustöður. Ýmsir vilja einnig gera lítið úr þeim óró- leika sem ríkir innan Framsóknarflokksins og birtist í leiðurum NT. Forystan byggi enn á verulegum stuðningi flokksmanna við áframhaldandi stjórnarsamstarf en „upp- hlaupið" megi rekja til ákveðinna afla yngri manna sem fylkt hafi liði reiðubúnir að snúa sér til vinstri að gömlum sið. Hefur HP það eftir ónefndum heimildarmanni sem vel þekkir til að menn hafi rökstuddan grun um að formaðurinn hafi veitt leiðarahöfundi NT ofanígjöf fyrir málflutninginn. Hefur ekki heyrst bofs frá ritstjóranum síðan um málið. Það virðist því ríkja sú staða á stjórnar- heimilinu að stjórnin og æðstu áhrifamenn flokkanna vinni að því að koma sér saman um aðgerðir sem duga til áframhaldandi stjórnarsamstarfs án verulegra mannabreyt- inga. Nú mun Þorsteinn nær örugglega ganga inn í stjórnina og samkvæmt heimild- um HP er talið mjög líklegt að Geir Hall- grímsson utanríkisráðherra muni þá víkja. „Hann skilur iíka manna best formanns- vandamálin í flokknum," segir þingmaður í stjórnarandstöðu. Háttsettur sjálfstæðis- maður vill þó bera það til baka og segir ekk- ert vera sem bendi til þess, þó að hann viður- kenni að líklegt sé að Þorsteinn fari inn í stjórnina. Hann bendir líka á þann mögu- leika sem algengur er erlendis í samsteypu- stjórnum að skipting ráðuneyta verði stokk- uð upp innan stjórnarinnar án nokkurra mannabreytinga. Það virðast því vera að skýrast línur frá því sem var þegar talað var um yfirvofandi kosningar eða róttækar mannabreytingar í stjórninni, yfir í það að formanni Sjálfstæðisfiokksins verði veitt innganga, e.t.v. samhliða uppstokkun ráðu- neyta milli flokkanna. En þjóðin bíður að- gerða. Ekkert bólar á þeim. eftir Magnús Torfa Ólafsson Löngu áður er fyrirsjáanlegt að barátta hefst um hverjir skuli ráða Repúblíkana- flokknum. Hægri öflin, sem Reagan hefur laðað að flokknum án þess að gera þeim eins til hæfis og þau ætlast til, hafa einsett sér að ná flokkskerfinu á sitt vald. Þeim tókst þetta við undirbúning flokksþings í ár. Þar með er ekki sagt, að þeim veitist auðvelt að tryggja sér drottnunaraðstöðu við val forsetaefnis 1988. Undirbúningur að þeirri viðureign er þegar hafinn. George Bush varaforseti hefur gefið ótvírætt til kynna, að hann telur sig sjálfsagðan arftaka Ronalds Reagans. Ekki er hann hægri mönnum að skapi. Yfirlýstur andstæðingur hægra liðsins er Howard Baker. Hann var snjall leiðtogi meirihluta repúblíkana í Öldungadeildinni á síðasta kjörtímabili, en gaf ekki kost á sér til endur- kjörs. Áform hans er að létta af sér þing- skyldum til að eiga hægara með að hefja skjóta og skelegga baráttu fyrir að hljóta út- nefningu flokks síns til forsetaframboðs að fjórum árum liðnum. Auk þeirra tveggja, Bush og Bakers, er vitað um þó nokkra aðra, sem hafa augastað á forsetaframboði, og er Kemp fulltrúadeildarmaður þeirra kunnast- ur. Því eru fyrirsjáanlegir tvennskonar flokkadrættir í flokki forsetans, annars veg- ar um svipmót og stefnu flokksins, hins veg- ar milli forsetaefna. Þessar viðureignir koma Reagan þeim mun verr í stjórnarstörfum, sem ríkisstjórn hans sjáifs og starfslið í Hvíta húsinu er þekkt fyrir innbyrðis ýfingar og valdastreitu. Að verulegu leyti stafar þetta af starfsháttum forsetans. Hann hefur ekki fyr- ir því að kynna sér mál til hlítar, heldur tekur ákvarðanir að ráðum þeirra, sem hafa að honum greiðastan aðgang og velur menn til starfa eftir kunningsskap frekar en hæfileik- um. En framar flestum öðrum forsetum hef- ur Ronald Reagan aðstöðu til að brjótast út úr þessari ljónagryfju, ef valdastreituhópar kreppa að honum. Urslit kosninganna sýna að hann hefur fágætan hæfileika til að skír- skota beint til bandarísks almennings, og það getur hann haft fyrir svipu á óstýrilátt þing. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.