Helgarpósturinn - 08.11.1984, Síða 5

Helgarpósturinn - 08.11.1984, Síða 5
lS ins og skýrt hefur verið frá í sumum fjölmiðlum stýra og stjórna einungis konur næsta Aramóta- skaupi sjónvarpsins. Hins vegar hafa birst alrangar upplýsingar um leikaravalið í skaupið, og birti DV nýlega í Sandkorni sínu lista af nöfn- um leikara sem hvergi stenst. HP hefur hins vegar fengið öll nöfn leik- aranna sem koma fram í Áramóta- skaupinu og birtir þau hér með Sandkornsblaðamönnum og öðrum lesendum blaðsins til skemmtunar: Edda Björgvinsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Þórhallur Sigurdsson (Laddi), Gísli Rúnar Jónsson, Kjartan Bjargmunds- son og Pálmi Gestsson. . . u mboðssamningurinn sem fyrirtækið Marbakki í Kópavogi náði nýlega við einkaaðila á Spáni um sölu á íslenskri rækju, mun að öllum líkindum gera firmað að einu af stóru nöfnunum í útflutningi landsmanna. Samningur þessi gildir til næstu fimm ára og kveður á um að Marbakki útvegi Spánverjum ákveðið lágmarksmagn á þeim tíma, nánar til tekið 2000 tonn, visst magn á ári sem fari stigvaxandi út tímabilið. í þessum samningi er ekki minnst um vert að hann er miðaður við hæsta heimsmarkaðsverð hverju sinni. í eðlilegu árferði fást 200 krónur fyrir kílóið af rækju, og getur þessi samningur því þýtt fyrir Marbakka allt að 400 milljónum króna. Fyrirtækið hefur þegar tryggt sér alla rækju frá Niðursuðu- verksmiðjunni á Isafirði og Sigló hf. á Siglufirði til þessa útflutnings. .. í ÁSKRIFT — inn um bréfalúguna á föstudagsmorgni Fyrir ykkur öll sern ekki getið hugsað ykkur helgi án Helgarpóstsins Áskriftarsími 81511 ÞAÐ ERUAÐ MINNSTA KQSO TVEIR HLUTIR ÓMISSANDI FYRIR ÞIG Á FERÐAL(3GUM Njótið lífsins og látið ykkur líða vel Verið velkomin Að sjálfsögðu erum við með í pakkaferðum Flugleiða HELGARPÖSTURINN 5

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.