Helgarpósturinn - 08.11.1984, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 08.11.1984, Blaðsíða 13
Þórhildur Jónsdóttir gerði Arnarflugsmerkið. Gísli B. Björnsson, höfundur sjónvarpsmerkisins. Þórhildur Jónsdóttir á auglýsinga- stofunni Örkinni. „Grunnhugmyndin að þessu merki er ekki komin frá mér sjálfri, því þeir hjá flugfélaginu tóku ekki annað í mál en örn yrði uppistaðan í symbólinu. Þannig má segja að eitt af mínum fyrstu verkum hafi verið að fletta upp í fuglabókum. Ég vona bara að ég hafi fundið rétta fugl- inn..!“ Voru margar skissur horfnar ofaní ruslakörfuna áður en endan- lega teikningin varð til? „Þær voru ekki margar. Það má segja að ég hafi unnið þetta verk- efni í einni stífri lotu. Fyrirvarinn var skammur sem fyrr segir og stofnfundur félagsins yfirvofandi." En varstu svo ánægð með útkom- una? „Er maður nokkurntíma ánægð- ur með það sem maður er að gera. Vonandi aldrei svo 'að maður telji sig ekki geta gert betur.“ Nú er þetta merki Arnarflugs að finna á fjölmörgum stöðum. Þér finnst það ekkert óþægilega áber- andi? „Nei, að minnsta kosti ekki svo að það fari í taugarnar á mér. Mér finnst ég ennþá eiga heilmikið í því, þó svo megi heita að það sé orðið al- menningseign." Rétt eins og um önnur áberandi merki hlýtur að hafa komið upp orðrómur um að þetta merki væri stolið eða harla líkt einhverjum öðr- um, er ekki svo? „Jú, blessaður vertu, það er sífellt verið að minna mig á þetta eða hitt merkið sem sé nú ekki svo ósvipað Arnarflugsmerkinu, og þá flýtur jafnan spurningin með: Var þetta kannski fyrirmyndin? En nei, þetta merki mitt er gripið algjörlega frjálsri hendi. Það er aldrei um það að ræða að fólk sem fæst við svona hluti steli beint frá hvert öðru, þó hinsvegar séu menn undir áhrifum frá hinu og þessu sem þeir festa hug- ann við. En það gildir nú líka um alla aðra sköpun,“ segir Þórhildur Jónsdóttir. Þröstur Magnússon vann B.S.R.B.-merkið. ALLT MIÐAST VIÐ EINFALDLEIKANN — segir Þröstur Magnússon er gerði B.S.R.B.-merkið. „. . .ah, að spyrja mig um ártöl. . . Nei, ég man ekkert lengur hvenær ég dró þetta merki upp. En ég gæti kannski flett því upp fyrir þig, bíddu. . . 1968, það var ártalið.“ Þá vann Þröstur Magnússon samkeppni um gerð merkis fyrir Bandalag starfs- manna ríkis og bæja, B.S.R.B. „Jú, það var víst einhver aragrúi af hugmyndum sem barst í þessa keppni, mest he’.d ég nú samt að hafi verið ettir krakka og einhverja föndrara eins og jafnan í svona lög- uðu.“ Þetta merki þitt telst mjög einfalt, ekki rétt? „Jú, enda þarf allt að miðast við einfaldleikann þegar svona merki er annarsvegar. Jafnvel þó að efnið sem fengist er við sé í sjálfu sér margbreytilegt og feli í sér flókna þætti, þá verður táknið eftir sem áð- ur að vera einfalt í heild sinni. Að öðrum kosti grípur augað það ekki. Og þá er til litils unnið, ef enginn tekur eftir einkenninu." Út frá hverju gekkstu við vinnslu B.S.R.B.-merkisins? „Hlekk.” Sem er vitaskuld lýsandi fyrir við- komandi félag? „Akkúrat." Útfærslan á hlekknum hefur lík- ast til tekið sinn tíma? „Það má segja að hún hafi tekið nær allan tímann af þessu verkefni, því það er nú einu sinni svo með verk sem þessi, að hreinteiknunin tekur langsamlega minnsta tímann og er varla teljandi. Hugmynda- vinnan, rissið, getur hinsvegar var- að í vikur og allt upp í mánuð.“ Hvað viltu segja um þetta merki þitt^sextán árum eftir fæðingu? „Ég held það hafi náð tilgangi sín- um. Þetta er eitt af þeim merkjum sem fólk tekur eftir. Ög man. Það er ekki minnsta atriðið.” En finnst þér þú eiga eitthvað í því lengur? „Nei, það er nú varla. Maður er með þetta tákn fyrir augunum nær alla daga, og mörgum sinnum á dag þessar síðustu vikur, þannig að mér finnst orðið þetta merki vera bara eitt af þessum óteljandi symbólum sem svífa látlaust í kringum rnann.” -SER. HELGARPÓSTURINN 13

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.