Helgarpósturinn - 08.11.1984, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 08.11.1984, Blaðsíða 15
CUNGS IGA ER PETER S0BY KRISTENSEN, FRÁFARANDI DÓSENT í DÖNSKU VIÐ HÍ, í HELGARPÓSTSVIÐTALI að afstrakt og eiga erfitt með að einbeita sér að nýju, erlendu tungumáli. Þar fyrir utan skortir marga kennara sem kenna dönsku á lægri stig- um grunnskólans nægilega kunnáttu í málinu. Sumir þeirra, sem e.t.v. hafa aðeins stúdents- próf, neyðast hreint og beint til að kenna dönsku. Og jafnvel þótt kennarar hafi stundað nám við Kennaraháskóla íslands er danska þar aðeins kennd sem valfag. í menntaskólunum, þar sem möguleikar á breytingum í kennslu eru miklu rýmri og kenn- arar almennt vel menntaðir, er danska aðeins skyldugrein þrjár fyrstu annirnar. Þannig að ís- lenskir nemendur lesa almennt ekki dönsku eft- ir 17 ára aldur. Þetta er fáránlegt, t.d. ef tekið er mið af því að í ýmsum greinum við HÍ er enn býsna algengt að lesa þungar námsbækur á dönsku. Nýstúdent í lagadeild á t.d. ekki sjö dag- ana sæla að komast í gegnum 50 bls. á dag af tyrfnum dönskum texta. Þess vegna finnst mér að sú grundvallarbreyt- ing sem beri að gera á dönskukennslu í íslensk- um skólum sé að færa hana ofar. Þannig nýtist námið nemendum betur og auk þess eru kenn- arar á efri stigum grunnskóla og í framhalds- skólum almennt mun betur menntaðir í dönsku en þeir á lægri stigum grunnskólans." EINSTAKLINGSDÝRKUN ÍSLENDINGA HÆTTULEG — Og hvernig hefur þér svo líkad búsetan hér þessi tíu ár? „Vel, í heild, ég hef upplifað mikið. Starf mitt sem námsstjóra hefur falið í sér heilmikinn þeyt- ing um landið, og svo hef ég notað tækifærið á sumrin og ferðast með fjölskyldu minni um landið mér til mikillar ánægju. Hér er gott fólk, falleg náttúra! En allan tímann hef ég þó verið búsettur í Reykjavík, en ég hefði svo gjarnan viljað eiga þess kost að búa svo sem eitt ár úti á landi. Hefði ég verið apótekari hefði ég kannski fengið tækifæri til að búa á Ólafsvík og upplifa mannlífið þar. Þeir eru bara hálfir íslend- ingar sem aðeins hafa búið í Reykjavík!" — Hvad finnst þér jákvædast við íslenskt mannlíf? „Mannfæðin, smæðin, sem gerir það að verk- um að auðvelt er að komast í samband við fólk. Ég neita því ekki að oft hef ég orðið leiður á há- skólalóðinni hérna, en kosturinn við íslenska háskólann er svo aftur sá að hann er ekkert bákn, administrasjónin er það lítil að maður hef- ur yfirsýn. Það er jákvætt að vera tengdur stofn- un sem ekki er stærri en þetta og geta náð góðu sambandi bæði við samstarfsmenn og nemend- ur. Þetta hefur haldið aftur af mér að hverfa heim til Danmerkur." — En hvað finnst þér svo neikvœðast? „Að mínu mati er það einstaklingshyggjan eða-dýrkunin hér sem er hættulegust. Sögulega á hún sína skýringu í því á hve örskömmum tíma Island breyttist úr bændasamfélagi yfir í iðnaðarsamfélag, sem hafði ákaflega mörg upp- eldisleg og félagsleg vandamál í för með sér. Það er hreint ótrúlegt að tvær kynslóðir íslend- inga skuli hafa gengið í gegnum þá þróun sem tók um 3—400 ár i löndum Mið-Evrópu. I þessu sambandi hef ég alltaf haft mjög mik- inn áhuga á ritverkum Matthíasar Jochums- sonar. Það er greinilegt að hann varð snemma mjög meðvitaður um þá hættu sem of mikil ein- staklingshyggja eða -dýrkun gæti haft í för með sér og tók í sumum verkum sínum sterka hug- myndafræðilega afstöðu gegn henni. Mér finnst það koma skýrt fram í Skugga- Sveini, að Matthías sé einmitt á móti dýrkun á hetjunni einmanalegu, „den store, stærke en- er“, eins og við þekkjum hana t.d. úr kúreka- myndum; að í því leikriti sé Matthías að benda á að hin jákvæðu gildi í lifinu felist í að segja skil- ið við einsemdina og halda til byggða og að þar skuli menn búa saman og rækta jörðina, hjálpa hverjir öðrum „i et socialt fællesskab". Ég er viss um að ástæðan fyrir vinsældum Skugga-Sveins, einkum meðal áhugaleikhúsa úti á landi, stafar ekki síst af því að margir ls- lendingar hafa varðveitt með sér — meðvitað og ómeðvitað — þennan „anti-individualisme“, sem kemur fram í leikritinu. Það er líka eins gott, því fái einstaklingsdýrkunin að blómstra hér skefjalaust er voðinn vís! Hún er eyðandi afl sem hreinlega gæti splundrað íslensku samfé- lagi .. . Annað atriði er aðjjað hefur verið og verður áfram höfuðverkur islendinga að ná jafnvægi milli eigin sjálfsmyndar og utanaðkomandi áhrifa; þeir mega hvorki einblína um of á eigið ágæti — í anda þjóðrembu — né heldur taka nýj- ungar, s.s. í skólamálum eða bókmenntarann- sóknum, hráar upp eftir öðrum þjóðum. Það skiptir miklu máli að fylgjast með hrær- ingum annars staðar, en hitt er svo aftur annað mál að samanburður á íslandi við önnur lönd getur verið fallvaltur, ef ekki bara út í hött. Var- hugavert að segja einfaldlega: Við erum 10—15 árum á eftir tímanum. Það sem géfðist t.d. í dönsku þjóðlífi á tímabilinu 1720—1984 gerðist áíslandiu.þ.b. 1890—1984. Innáslíkahlutikem ég einmitt í verki sem ég er með í smíðum um samskipti raunsæispostulans Georgs Brandes og íslendinga." GEORG BRANDES OG ÍSLENDINGAR — Hvers vegna valdirðu það viðfangsefni? „Ef til vill fyrst og fremst til að reyna að kom- ast til botns í hvaða sálfræðileg mynstur búa að baki því að nýlenda gerist sjálfstæð þjóð; hvern- ig mögulegt er að öðlast sjálfstæði án þess að lenda í stríði o.þ.h. Þetta dæmi sýnir líka hversu stór misskilningur getur skapast á milli þjóða vegna ólíkrar túlkunar á hugtökum eins og frelsi. Auk þess var síðasti hluti 19. aldar mjög skemmtilegur tími í sögu Islands og Danmerkur, við upphaf íslensks nútíma, bæði í þróun þjóð- félagsins og bókmenntanna. Sögur Gests Pálssonar sýna t.d. vel fallvalt- leika þess að bera íslenskt samfélag beint saman við þróuð iðnaðarsamfélög. Hann reyndi að beita aðferðum miðevrópskra og skandinav- ískra rithöfunda við að greina íslenskt samfélag, einkanlega „borgarsamfélagið" í Reykjavík, samkvæmt formúlum Brandesar, en það gekk ekki upp vegna þess að Reykjavík var á þeim tíma aðeins 3.500 manna þorp! Hins vegar er lýsing Gests, sú er hann setti fram í fyrirlestra- formi 1888—89, einhver besta lýsing á borginni sem ég hef lesið og sumt af því sem hann benti á þá, á við enn þann dag í dag. Þarna tókst Gesti semsé ekki fremur en mörg- um öðrum að finna jafnvægið á milli sjálfsmy nd- arinnar og erlendra áhrifa. Haildór Laxness heimsborgari par excellence, var fyrsti íslend- ingurinn sem tókst það í skáldskap, og á mjög sjálfstæðan hátt.“ #/AMBIVALENSEN MELLEM DET INDADVENDTE OG DET UDADVENDTE.. /' - — Og nú ert þú á förum aftur heim til Dan- merkur eftir tíu ára starfhér. Er þér farið að leið- ast? „Nei, síður en svo. En mér hefur ætíð fundist óskynsamlegt að gegna sama starfi lengur en svona 5—10 ár. Á þeim tíma er maður búinn að gefa það sem maður hefur að gefa og læra það sem hægt er að læra við gefnar aðstæður. Svo hafa þessi 10 ár verið býsna erilsöm. Ég hef unnið hér á íslensku kaupi og fæ í dag 25 þús. kr. á mánuði fyrir háskólakennsluna. Það hefur náttúrlega þýtt að ég hef oft þurft að hafa fleiri járn í eldinum en ég hefði kært mig um, til að bjarga fjárhagnum. Nú hef ég fengið starf við lýðháskóla í Hörs- holm rétt norðan við Kaupmannahöfn. í nýja starfinu reikna ég með að fá meiri tíma til þýð- inga og ritstarfa en ég hef haft hér. Væri ég at- vinnulaus í Danmörku fengi ég reyndar sömu krónutölu í atvinnuleysisbætur og ég fæ í lekt- orslaun hér...“ — Hvað með framtíðardraumana? „I stærra samhengi verð ég nú að viðurkenna að mig dreymir um samnorrænt sambandsríki — forbundsstat — svipað því og suma Dani dreymdi um í kringum 1904 þegar sjálfstæðis- barátta íslendinga stóð sem hæst... En svona prívat, þá vonast ég til að geta kom- ið á betra jafnvægi á milli ytri og innri þarfa, ef svo má segja, „ambivalensen mellem det ind- advendte og det udadvendte". Ég hef jafn ríka þörf fyrir að skrifa einn út af fyrir mig og starfa með stórum hópi af fólki. Og í framtíðinni mun ég hvað sem öðru líður halda áfram íslandskynningu minni í Dan- mörku með þýðingum og skrifum. Núna er ég t.d. að baksa við að þýða fyrsta kaflann úr skáld- sögu Einars Kárasonar, Þar sem djöflaeyjan rís, og nokkur ljóð eftir Birgi Svan Símonarson, sem hvorutveggja munu birtast í dönskum tímarit- um bráðlega. Svo er á döfinni að taka saman úr- val ljóða ungra skálda, nýgræðinganna svokall- aðra, og snara á dönsku. Þannig að þegar ég held héðan innan skamms, verð ég beinlínis með ísland í farteski mínu...“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.