Helgarpósturinn - 13.12.1984, Síða 16
/
BÓKMENNTIR
Húsfreyjan á Gljúfrasteini
Edda Andrésdóttir rœdir við Auði Sveins-
dóttur Laxness:
A Gljúfrasteini.
Viðtalsbók. (285 bls.).
Vaka 1984.
Edda Andrésdóttir hefur tekið sér fyrir
hendur að setja saman samtalsbók við Auði
Sveinsdóttur. Laxness, húsfreyju á Gljúfra-
steini í Mosfellssveit. i 32 köflum á tæpum
300 síðum renna þær saman yfir lífshlaup
Auðar.
Frásögnin hefst á æsku Auðar á Eyrar-
bakka og í Reykjavík. Síðan segir frá skóla-
göngu og störfum að henni lokinni. í þessum
köflum er að finna margar skemmtilegar
myndir og minningar frá lífinu í gömlu
Reykjavík, Reykjavík áranna milli stríða, og
gefa þær frásögn Auðar mjög hugþekkan
blæ sem haldið er út alla bókina.
Auður kynnist Halldóri Laxness þegar hún
er rúmlega tvítug og má segja að úr því sé öll
saga hennar mörkuð af honum og hans til-
veru.'
Rakin er saga þeirra fyrstu kynna og skal
enginn eiga þar von á berorðum uppljóstr-
unum. Við fáum mynd af ungri stúlku sem
heillast af skáldinu sem er 16 árum eldri,
sambandið er lengi að þróast og þau giftast
að lokum í kyrrþey. Ekki fáum við að kynn-
ast hlið skáldsins á þessu máli að ráði. Sú
mynd af honum sem þarna kemur fram er
öll utanfrá séð, hann virðist furðu sinnulaus
framanaf um þessa konu og lætur sína vinnu
hafa algeran forgang og má út frá ákveðnu
sjónarhorni kalla það bæði sjálfselsku og eig-
ingirni. En ætli mikil listaverk séu sköpuð án
þess og þá köllum við sama fyrirbærið
vinnuögun og einbeitingu.
Auður og Haildór giftast í stríðslok. Þau
flytjast þá að Gljúfrasteini og segir nokkuð af
lífinu þar á bæ. Það markast annarsvegar af
einangrun og erfiðleikum við að búa svo
fjarri Reykjavík en hinsvegar af friðsæld
sveitarinnar með fjölbreyttum gestakomum
og boðum, til að mynda eru lengi haldnir þar
tónleikar þar sem fram koma heimsfrægir
tónlistarmenn.
Eftir að þau Auður eru gift og einkum eftir
að Halldór hefur fengið Nóbelsverðlaunin
lendir líf þeirra að verulegu leyti í ferðalög-
um. Frásögnin af Nóbelsverðlaununum er
bæði fróðleg og skemmtileg og lýsir vel við-
brögðum hér heima og erlendis við þeim.
Eftir það segir frá heimsreisu þeirra hjóna.
Þá finnst mér frásögnin verða óþægilega
upptalningarkennd, örstutt er sagt frá mörg-
um stöðum þar sem þau koma en margt af
því skilur lítið eftir. Reyndar rofnar þessi
upptalning sem betur fer af og til af lifandi
frásögnum af eftirminnilegu fólki sem verð-
ur á leið þeirra.
Frá seinni árum verður jafnvægi frásagn-
arinnar betra; er þar jöfnum höndum sagt
frá ferðalögum og langdvölum erlendis og
lífi og starfi hér heima. Má þar til dæmis
nefna skemmtilegar frásagnir af ýmsu sem
gerist í tengslum við kvikmyndun Brekku-
kotsannáls.
Þegar maður fær bók af þessu tagi í hend-
ur veit maður ekki alveg á hverju skal eiga
von. Auðvitað kitlar mann forvitnin um
einkalíf og einkahagi frægs fólks. Þessi, jafn-
eftir Gunnlaug Ástgeirsson
vel illkvittnislega, forvitni um náungann er
mjög rík í íslendingum og ber bókamarkað-
urinn þess glöggt vitni. Ef maður á að vera
svolítið bókmenntalegur má vissulega segja
að upplýsingar um einkalíf skáldsins mikla
varpi ljósi á hans höfundarverk og getur
aukið skilning samtíðar og framtíðar á hon-
um. Ef þetta sjónarmið er haft í huga er ekki
sérlega mikið á þessari bók að græða.
Þegar á allt er litið birtir þessi bók helst
mynd af merkilegri konu sem hefur haft það
fyrir ævistarf að vera eiginkona mesta
skálds okkar á þessari öld og þess frægasta.
Sú kona á fjölbreytta lífsreynslu að baki, en
ég hef það á tilfinningunni að ég kynnist
henni ekki nema til hálfs í þessari bók. Ég
held að ástæða fyrir því sé sú að höfund hef-
ur skort stefnu við samningu bókarinnar eða
hörku til að fylgja þeirri stefnu eftir.
Þrátt fyrir þá ágalla sem síðast voru taldir
er hér um að ræða mjög hlýlega bók sem er
oftastnær skemmtileg aflestrar. Eftir situr
mynd af mikilhæfri manneskju sem lesandi
vill gjarnan kynnast betur.
ROKK
Bubbi út úr blindgötunni
Das Kapital — Lili Marlene
Fyrr á þessu ári komu út tvær plötur þar
sem Bubbi Morthens átti hlut að máii. Hann
var þá sakaður um offramleiðslu á tónlist
sinni og fleira í þeim dúr og miðað við það
sem hann var þá að gera, var það að mínu
mati réttmæt gagnrýni. Samt sem áður skell-
ir hann skollaeyrum við og sendir nú frá sér
sína þriðju plötu á þessu ári og eftir því sem
ég fæ best heyrt þá hefði þetta átt að vera
eina platan hans. Bubbi er nú með nýja
hljómsveit og að öllum líkindum er Lili Mar-
lene besta rokkplata sem hann hefur sent frá
sér til þessa. Hún er að vísu ekki gallalaus en
samt sem áður á heildina litið nokkuð góð.
A þessari plötu er að finna að minnsta
kosti fimm góð lög. Þau bestu eru Blindsker
og Snertu mig, sem hafa bæði til að bera
góðar laglínur, ágæta texta og síðast en ekki
síst eru útsetningar þeirra nokkuð góðar og
þá sérstaklega þess fyrrnefnda. Þar nýtur
Das Kapital aðstoðar Arnþórs Jónssonar,
sem leikur á selló og gefur leikur hans laginu
aukna dýpt, og saxófónleikarans Jens
Hanssonar, sem gefur aukinn kraft og er ég
raunar hissa á að þeir skyldu ekki nota hann
meira en í þessu eina lagi. Þá eru lögin
Launaþrællinn, Svartur gítar og Giftu þig 19
einnig góð. Það síðastnefnda er greinilega
samið undir áhrifum frá Chuck Berry, svo
sem heyra má á gítarleiknum en ég held að
það hefði mátt gefa lagi þessu enn meira líf
með því að bæta í það gamaldags rokk og ról
píanóspili. 10000 króna frétt og Bönnum
verkföll eru kraftmiklir rokkarar sem hefðu
sjálfsagt skilað sér betur ef meira hefði verið
lagt í útsetningar þeirra. Mike Pollock syng-
ur svo Fallen Angels, sem einnig er mjög
þokkalegur rokkari. Það eru eiginlega ekki
nema tvö lög á plötunni sem ekki hrífa mig
neitt og það eru Lili Marlene, sem ég var bú-
inn að fá leið á eftir að hafa hlustað á það
tvisvar eða þrisvar sinnum og Leyndarmál
frægðarinnar, en það er dæmigert Bubba-
lag. Raunar margendurtekin laglínutugga.
Það er greinilegt að Bubbi er nú um þessar
mundir að reyna að brjóta sér leið út úr
þeirri blindgötu sem hann var kominn í sem
lagahöfundur og það tekst honum í flestum
tilfellum á þessari plötu, þ.e. nema í Leynd-
armáli frægðarinnar og það er verulega fín-
ar laglínur að finna í Blindsker og Snertu
mig.
Það sem mér finnst helst ábótavant við
plötuna er að hljóðfæraleikurinn er ekki
nógu fjölbreyttur og sakna ég þess að Björg-
vin Gíslason skyldi hætta í hljómsveitinni áð-
ur en hún lék inn á þessa plötu, því ég er viss
um að leikur hans hefði lyft tónlistinni mikið
upp. Þá finnst mér saxófónninn skammar-
lega lítið notaður en sellóið setur skemmti-
legan svip þar sem það er að finna. Bassaleik-
ur og trommuleikur er víðast hvar þéttur en
gítarleikurinn er helst til einhæfur. Þá hefði
og mátt gera tónlistina skemmtilegri með
fleiri skemmtilegum röddunum.
I byrjun árs var ég alveg búinn að afskrifa
Bubþa Morthens en hann hefur svo sannar-
lega rifið sig uþp úr ládeyðunni og sýnir nú
með Das Kapital að hann er fær um að gera
ágæta hluti ennþá, en þó vantar enn herslu-
muninn á að hann vandi nóg til verksins.
Pax Vobis og Kikk
Eftir fremur dauft ár í íslenskri hljómplötu-
útgáfu hefur aðeins lifnað yfir nú á síðustu
vikum. Nú fyrir skömmu komu út á vegum
Steina hf. tvær plötur með hljómsveitum
sem óneitanlega verða að teljast í hópi
þeirra efnilegri hér á landi um þessar mund-
ir. Það eru Pax Vobis og Kikk, en í raun eiga
þessar hljómsveitir lítið annað sameiginlegt
en það að vera nú að senda frá sér sínar
fyrstu plötur.
Tónlist Pax Vobis á rætur að rekja til tölvu-
poppsins svokallaða en samt sem áður er
varhugavert að koma þeim fyrir þar í flokki.
Raunar er hægt að segja nánar til um hvað-
an áhrifin eru komin, því á köflum hljómar
hljómsveitin sem vasaútgáfa af Japan og er
margt sem hjálpast að til að svo sé. í fyrsta
lagi syngur Ásgeir Sæmundsson mjög líkt og
David Silvian og í öðru lagi svipar bassaleik
Skúla Sverrissonar mjög til leiks Mick Karn.
Þessir strákar eru báðir ágætir á sínu sviði en
þó tekur maður einhvern veginn eftir bassa-
leiknum. Það er samt greinilegt að Skúli er
hinn liðtækasti bassaleikari. Raunar er Pax
Vobis þétt og jöfn hljómsveit, það er bara
meira gert úr bassaleiknum hjá þeim heldur
en oft á tíðum gítarleiknum og hljómborðs-
leiknum.
Það sem mér finnst neikvæðast við þessa
plötu Pax Vobis er hvað hún er ófrumleg og
eftir Gunnlaug Sigfússon
nánast gamaldags. Ekki svo að skilja að ekki
sé alltaf verið að gera gamla og margreynda
hluti í rokkbransanum, því það gerist nánast
á hverjum degi, heldur var þessi tónlist vin-
sæl í Bretlandi fyrir svo sem tveimur eða
þremur árum og þegar hún skýtur upp koll-
inum hér í dag virðist hún á köflum svolítið
þreytt.
Raunar er tónlist Kikk ósköp lítið frumleg
en sú tegund rokktónlistar sem þau leika er
mun klassískari en hjá Pax Vobis.
Það eru einkum tveir meðlimir Kikk sem
mest ber á, hin ágæta söngkona þeirra, Sig-
ríður M. Beinteinsdóttir og gítarleikarinn
Guðmundur Jónsson. Annar hljóðfæraleik-
ur er lítið áberandi en traustur og má til
dæmis benda á einfaldan og látlausan hljóm-
borðsleik Nikulásar Róbertssonar, sem
mætti vera svolítið ævintýralegri en hann
er, þó hann veiti góða fyllingu.
Lögin eru öll fremur jöfn að gæðum og
hirði ég ekki um að telja þar eitt öðrum frem-
ur, en þess ber að geta að þau eru ekki nema
sex. Þrátt fyrir það er plata þessi lítið styttri
en plata Pax Vobis, sem hefur að geyma átta
lög. Það leiðir hugann að því að í raun eru
flestar íslenskar poppplötúr of stuttar til þess
að geta talist eiginlegar LP-plötur, þar sem
lágmarkslengd er í kringum sextán mínútur
en þær íslensku iðulega ekki nema tólf til
þrettán.
Annars verður ekki annað sagt um þessar
tvær skífur en að þar sé um að ræða hin
ágætustu byrjendaverk og vel þess virði að
þeim sé gaumur gefinn.
JAZZ
Framsókn Mezzoforte
Mezzoforte: Risino — Steinar records STE LP
06)
Þá er sjöunda breiðskífa Mezzoforte út-
komin og sú hin fyrsta sem ekki er gefin út
á íslandi heldur innflutt frá Bretlandseyjum.
Piltarnir eru þó fluttir frá þeim eyjum og Ey-
þór, Friðrik og Gunnlaugur hafa undanfarið
leikið bíbopp á bjórkrám bæjarins ásamt
bassaleikaranum Tómasi R. Einarssyni.
Þeim leik er lokið að sinni enda mikið að
gera hjá Mezzoforte-piltunum við æfingar
fyrir stórtónleikana í Háskólabíói á sunnu-
daginn kemur.
I mínum eyrum hljómar Rising betur en
nokkur önnur skífa sveitarinnar. Veldur því
margt. Hljómsveitin er enn kraftmeiri og
samanþjappaðri en fyrr, hinn gerilsneyddi
hljómur í rýþmanum er horfinn og dúllu-
söngurinn hallærislegi sömuleiðis. Laglín-
urnar eru kannski ekkert betri en fyrr en
skífan heilsteyptari. Djassbragðið er líka
sterkara og einleikurinn markvissari. Upp-
hafsverkið er eftir þá alla, en önnur lög
semja Eyþór Gunnarsson og Friðrik Karls-
son. Höfundareinkenni hvors um sig eru
nokkuð skýr og oftast einhver minni frá
eldri verkum í þeim nýju — stundum nokkuð
sterk.
Mezzoforte hafa fengið tvo hljóðfæraleik-
ara til liðs við sig — ásláttarleikarann Frank
Ricotti og saxafónleikarann Dale Barlow.
Barlow blæs bæði í Northern Comfort og
Fiona, eru sólóar hans ágætir og stundum
dálítið Ammonslegir; en mikið hefði verið
gaman að fá einhvern stórsnilling til að blása
þessa sólóa. Eyþór og Friðrik fara á kostum
í lögum þessum báðum og það gera þeir oft-
ar, ekki síst í Blizzard, hinu stórgóða verki
Eyþórs þar sem hann spinnur á flýgilinn.
Það er firnagóður djass. Check it out eftir
sama höfund er líka til yndisauka. Þar
hljóma raftólin einsog stórsveit og rýþma-
leikararnir fara á kostum í kjötkveðjusveiflu.
Ekki má heldur gleyma fögru verki Friðriks,
Rising, sem hefst á ljóðrænu bassans. Þó
Eyþór og Friðrik séu í sviðsljósinu einsog
markakóngar í fótbolta má ekki gleyma að
Jóhann Ásmundsson bassaleikari og Gunn-
laugur Briem trommari eru sú kjölfesta er
þeir byggja á og kannski á aukinn þroski
þeirra ekki sístan þátt í gæðum þessarar
skífu.
Auðvitað er margt sem mætti vera betra
— eða öðruvísi. Tónsmíðarnar mættu vera
djarfari, sólóarnir lengri, rýþminn frjálsari
og tónalitirnir fjölbreyttari — en listrænn
metnaður þeirra félaga er ekki einráður,
markaðslögmálin láta ekki að sér hæða.
Vonandi halda Mezzoforte-piltarnir áfram
að leika sem mest og best og ef næsta skífa
þeirra ber af þessari einsog þessi af Yfirsýn
verður hátíð í islenska djasskotinu. Það
verður gaman að heyra hvað þeir hafa uppá
að bjóða í Háskólabíói á sunnudaginn.
16 HELGARPÓSTURINN