Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 3
seyði, að efni í spennandi skáldsögu Jólaóratóríuna í Sunne — það atriði Afganistan. Þar kynntist ég yndis- var að byrja að festa rætur innra límdist við mig fyrir nokkrum árum legu og bjartsýnu fólki í þorpi einu. með mér. En þetta með að flytja þegar ég var á ferðalagi austur í Það fólk flutti Jólaóratóríuna í bíl- skúr. Ég var búinn að hugsa lengi um það, hvernig ég gæti fært mér þessa sögu í nyt. Og hvernig ég gæti komið henni til Sunne. Og svo pass- ar hún svo ljómandi vel þarna og er svo sönn að það skiptir engu máli þótt hún hafi ekki gerst alveg svona. Þú veist að hluti Jólaóratórí- unnar gerist í Ástralíu og á Nýja Sjá- landi. Eg valdi mér þorp á Nýja Sjá- landi — fann það bara á kortinu og svo rissaði ég upp ímyndaða mynd af þorpinu. Þarna er pósthúsið, sagði ég, og þarna vegurinn út í sveitina og þarna Stoppar rútan og þarna eru verslanirnar. Smám sam- an tók þorpið á sig nákvæma mynd í huga mér — ég fór í gönguferðir um götur þess í huganum og fannst eiginlega að ég ætti heima þar. Þeg- ar ég var búinn að skrifa söguna, þá fór ég þarna suður á Nýja Sjáland til að rannsaka hvernig þorpið liti út i raun og veru. Og þú getur imyndað þér hvernig mér varð við þegar ég komst að því að þorpið var ná- kvæmlega eins og ég hafði ímynd- að mér. Þorpið sem ég hafði skáld- að og hugsað mér — var raunveru- lega til! Og með sömu kerlingu á pósthúsinu! Hvað segirðu um þetta, kæri vinur?" GALDURINN Hann hefur verið á stöðugum ferðalögum síðan í fyrravetur þegar hann fékk verðlaunin frá Norður- landaráði. Norðurlandameistarinn í bókmenntum hverju sinni er oft eft- irsóttur eins og poppgrúppa, stefnir stöðugt út og suður til að lesa úr verkum sínum eða hitta hópa sem vilja fræðast eitthvað af honum. Og um hvað er fólk stöðugt að spyrja? „Það spyr um „galdurinn" — hvernig í fjáranum maður fari að þessu. Og fyrir mér er þetta einfalt. Maður segir sögu. Segir sögu af fólki. Og því hve lífið getur verið merkilegt og skrítið, hve sorglegt það getur verið og erfitt. Ég er oft að lýsa tilfinningum sögupersóna — til- finningum sem mig langar sjálfan til að hafa, eða vita hvernig það er að ganga um og vera einhver allt ann- ar en ég er, hafa allt aðrar tilfinning- ar og kenndir en ég hef. Ég kynnist þessu helst með því að skrifa um það. Ég segi sögu af fólki með til- finningar, ákveðinn vilja eða vilja- leysi og svo framvegis. Þetta skilur nú hvert barn, ekki satt! Núna er ég rithöfundur sem kemst ekki til þess að skrifa! Það er ný tilfinning. Kannski skrifa ég um þann fugl næst. í haust kom út eftir mig bók um Indland. Eftir áramótin byrja ég að skrifa nýja skáldsögu. Mig klæjar í fingurna eftir að sitja við ritvélina, handfjatla skriffærin, pappírinn á borðinu og þessa hluti sem ég þarf að hafa í kringum mig. Ég hef vinnuherbergi úti í bæ. Og þegar ég vakna hlakka ég til skrif- tarnarinnar í herberginu mínu — ég rölti þessa stuttu vegalengd að heiman og síg inn í sérstakt ástand, breytist í frásegjandi dýr. Og eins og þú veist, þá er maðurinn frásagnar- dýr.“ -^N I UJ^ARVERK- f ERFINGJARNIR eftir William Golding Erfingjarnir er ein stórbrotnasta skáidsaga sem rituð hefur verið á þessari öld - snilldarafrek ímyndunaraflsins, könnun á glötuðum heimi Neanderdalsmannsins. Erfingjarnir er glæsileg uppskera rannsókna í mannfræði, fornleifafræði, aldalangra vangaveltna um frummanninn, hinn náttúrlega mann, - og skáldskapargáfu William Golding. Hvergi hefur hinn frumstæði maður verið raungerður með jafn frjóu ímyndunarafli og í Erfingjunum, bókmenntaverki sem m.a. hefur verið kallað: „ótrúlegt og frumlegt þrekvirki"! Öskub^11' arfttan 1 'tti kvenflá WtLUAM golding GJARNir Öskubuskuáráttan er ögrandi, áhugaverð og umdeild - sannkölluð óskabók kvenna. Bókhlaðan ÖSKUBUSKUÁRÁTTAN Er SJÁLFSTÆÐI það sem konur raunverulega vilja? Colette Dowling svarar spurningunni neitandi í Öskubuskuáráttunni, metsölubókinni sem kom konum um allan hinn vestræna heim til að skjálfa af geðshræringu (og reiði). Hún heldur því fram að innst inni vilji konur láta sjá fyrir sér ogfáfullkomna tilfinningalega vernd. Þæróttist sjálfstæðið eins og pestina. „Óttinn felst í því að ef við stöndum raunverulega á eigin fótum, munum við að lokum verða ókvenlegar, óaðlaðandi og án ástar." Öskubuskuáráttan er bókin sem hneykslaði, kom við kaunin á mörgum og flestar konur gátu séð sjálfar sig í. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.