Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 17
BÓKMENNTIR Að lifa sorg sína eftir Gunnlaug Ástgeirsson Vésteinn Lúdvíksson: Maður og haf. Skáldsaga. (100 bls.) Mál og menning 1984. Vésteinn Lúðvíksson hefur ekki verið við eina fjölina felldur á rithöfundarferli sínum. Árið 1968 gaf hann út nýstárlegt smásagna- safn, Átta raddir úr pípulögn, árin 1971-72 sendi hann frá sér mikla skáldsögu, Gunnar og Kjartan og gerðist með henni forgöngu- maður þeirrar stefnu í bókmenntum sem kölluð hefur verið nýraunsæi og var einna mest áberandi á síðasta áratug. Þeirri línu hélt hann í Eftirþönkum Jóhönnu (1975) og leikritunum Stalín er ekki hér (1977) og Hemmi (1980). I Sögum úr borginni okkar (1981) kveður við nokkuð annan tón, þar víkur hversdagsraunsæið aðeins í skuggann fyrir frjálslegri túlkun veruleikans. í sögun- um af Sólarblíðunni sem komið hafa út tvö síðastliðin ár eru hefðbundin mörk raun- veruleika og ímyndunar rófin og atburðir af ætt ævintýra og þjóðsagna gerast eins og ekkert sé eðlilegra í annars tiltölulega raun- særri hversdagsveröld aðalpersónunnar. í Maður og haf gengur Vésteinn ennþá lengra á þessari braut. Maður og haf er stutt skáldsaga ef tekið er mið af síðufjölda og lengd texta, en það útaf fyrir sig segir ekki nema takmarkaða sögu. Sagan skiptist í 64 örstutta kafla og er hver þeirra afmörkuð efnisleg heild og yfirleitt skiptir um svið milli kafla. Skiptingar frá einu sviði yfir á annað eru því fremur örar í frásögninni. Þessar öru skiptingar eru snar þáttur í heildarformgerð sögunnar því hún er byggð upp sem draumur eða martröð, draumur sem hefur ákveðna stefnu en er engu að síður fullur af útúrdúrum og óvænt- um atvikum. Aðalpersóna sögunnar er Jóhannes end- urskoðandi sem nýlega hefur misst eigin- konu sína sem hann tregar sáran. Hann hef- ur drukkið stíft undanfarna daga því hann kann ekki að bregðast við sorg sinni. Frá- sögnin getur síðan að sumu leyti verið end- urminning um þvæling hans að undanförnu en einnig draumur eða martröð eða óljós blanda af hvoru tveggja. Lýst er ferðalagi sem Jóhannes leggur í. Þeir staðir sem hann lendir á eru flestir innan veggja blokkarinnar þar sem hann býr, þó húsaskipan sé ekki alltaf á hreinu, en sögunni víkur einnig út fyrir þennan meginramma. Á ferðalaginu mætir Jóhannes mörgu fólki, sumum mætir hann hvað eftir annað og mynda þau stefnu- mót samfellu í frásögninni, verða eins og stef með breyttri endurtekningu sem halda sög- unni saman. Fólkið sem Jóhannes mætir er af margvís- legum toga. Þar má til dæmis nefna sjó- manninn, sem verður eins konar fylgisveinn hans á ferðalaginu, bæði verndari og sá sem drífur hann áfram. Nokkrar konur koma fyr- ir hvað eftir annað. Nuddkonan á hæðinni fyrir neðan á mann sem alltaf er að bóna bíl- inn og reynir stöðugt að forfæra Jóhannes. Blaðakonunni beinskeyttu er Jóhannes nokkuð hrifinn af, en tveir lítt geðslegir drjólar fylgja henni stöðugt og fæla hann frá. Einnig er konan sem Jóhannes óttast og þannig mætti áfram telja. Þetta fólk sem þarna þvælist um í martröð Jóhannesar er reyndar hver um sig skýrt af- mörkuð persóna, með sérstaka eiginleika, en fyrst og fremst holdgerfingar ákveðinna eiginleika í eðli Jóhannesar sjálfs, eiginleika og tilfinninga sem hann gengur til fundar við í sögunni. Það er í rauninni hann sjálfur og hans eigin tilfinningar sem hann er að glíma við á sínu draumkennda ferðalagi. Ferðalagið er því leit hans að sjálfum sér, en um leið er það flótti hans undan sjálfum sér. Hann þráir að komast til hafs og stund- um heyrir hann sjávarniðinn í fjarska, en hafið er tákn fyrir það sem hann sækist eftir, sátt við sjálfan sig og umhverfið. Um leið forðast hann eða er tregur til að leggja það á sig sem þarf til þess að komast til hafs og á leiðarenda kemst hann ekki þó það láti nærri. Það er óhugnaður yfir ferðalagi Jóhannes- ar. Fyrir hann ber hryllingsfulla atburði, eins og gengur í martröð, atburði sem eru hver með sínum hætti tákn fyrir þá ógn sem að manninum steðjar. Reyndar er öll sagan full tákna sem vísa í hinar fjölbreytilegustu áttir og er lesanda skilin eftir ærin þraut að ráða þau öll. Mörg þeirra lúta þó að glímunni við tilveruna, vandann að vera til og lifa í þess- um heimi, vandann að mæta gleði og sorg. Það er sorgin sem Jóhannes er fyrst og fremst að leita huggunar við — eða flýja. En til þess að yfirvinna sorgina verður hann að lifa hana til botns í leyndustu stöðum hug- skots síns. Hann verður að moka þar út úr saggafullum skúmaskotum, horfa augliti til auglitis á sjálfan sig, en það getur hann að- eins í táknum hlaðinni martröð, martröð sem hann er ekki einu sinni sjálfur viss um hvernig ráða skuli. Stíll sögunnar er sérkennilegur og nokkuð óvæntur í sögu af þessu tagi. Setningar eru yfirleitt stuttar en efnishlaðnar. Málfarið verður stundum upphafið og hátíðlegt, stundum með þjóðsagnablæ og stundum mjög formlegt í framsetningu. Oft stingur stíllinn undarlega í stúf við draumkennda og ruglingslega frásögnina. Með þessum hætti myndast andstæður sem orka sterkt á les- anda og vekja iðulega furðu hans. Stundum virkar þessi stíll mjög vel, en það hendir einnig að hann virkar ekki eins vel og nálg- ast þá að verða ofhlaðinn og tilgerðarlegur. Einatt er stíllinn margræður, hlaðinn vísun- um og táknum sem auka verulega dýpt sög- unnar. Ég trúi því að auðvelt sé að skilja þessa sögu fleiri en einum skilningi. Einna beinast ligg- ur við sú sálfræðilega túlkun sem hér að framan hefur verið miðað við. En mér sýnist einnig að þjóðfélagslegur skilningur eða pólitískur sé vel mögulegur. Bæri þá að líta frekar á þau tákn sem vísa til ofbeldis, hræsni, undirlægjuháttar o.s.frv. og vel má líta á persónur sem fulltrúa einstakra þjóðfé- lagshópa. Fram kæmi þá heldur dökk mynd af veröldinni sem við búum í. Kannski er Jó- hannes einnig tákn ráðvilltrar þjóðar sem glatað hefur því sem henni þykir vænst um. En þetta verður hver og einn lesandi að gera upp við sig, ég er aðeins að benda á að skiln- ingsmöguleikarnir eru fleiri en einn og fleiri en tveir. Með þessari sögu hefur Vésteinn Lúðvíks- son aukið nýrri vídd við höfundarverk sitt. Sögu sem lesandi áttar sig ekki alveg á við fyrsta lestur en verður honum þeim mun hugstæðari þegar frá líður. 14 -> Kapphlaup um lesendur Baráttan um vinsaeldir les- enda/kaupenda er nú að nálgast hápunktinn. Vís- indalega unnirin vinsældalisti út- gefenda og bóksala hefur nú tek- ið á sig mynd — og hætt við að bækur ýtist upp eða niður eftir þeim lista dagana til jóla. Menn geta því farið að veðja um út- komuna. Söluhæsta bókin er núna Á Gljúfrasteini, samtalsbók Auðar Sveinsdóttur og Eddu Andrésdóttur. Lesendur hafa greinilega áhuga á að kynnast stórskáldi sínu frá nýju sjónar- horni. Og væntanlega mun bókin þeirra Auðar þykja nauðsynlegt innlegg í Laxnessfræði framtíðar- innar. Listinn yfir söluhæstu ís- lensku bækurnar lítur annars svona út: 1. Á Gljúfrasteini 2. Guðmundur skipherra Kærnested 3. Ekkert mál 4. Jón G. Sólnes (Halldór Halldórsson skrifaði) 5. Við Þórbergur (Gylfi Gröndal ræddi við Mömmugöggu) 6. Með kveðju frá Dublin (bók Árna Bergmann) 7. Lífið er lotterí (Ásgeir Jakobs. og Alli ríki) 8. Eysteinn í baráttu og starfi 9. Alfreðs saga og Loftleiða 10. Gefðu þig fram Gabríel (Snjólaugarbók Bragadóttur) 18 S.UGLUR 398.- NÝJUNG I ISLENSKRI BOKAÚTGÁFL SÝTt ISLfJfKT \F\KRVT « ugIu-veR®- 350.- NÝ ÞÝDD SKÁLSDAGA UGLU-VERf 448.- »4t»sa 398.. Kaupið hefur farið lækkandi, bókarverð hækkandi, æ fleiri verða að hugsa sig um tvisvar áður en þeir kaupa bók hvort sem er til gjafa eða handa sjálfum sér. Bókin er orðin munaðarvara og við svo búið má ekki standa. Mál og menning hefur ákveðið að bregðast við þessu með þvi að gefa út vandaðar kiljur, UGLUR, á verói sem er helmingi lægra en meðalverð innbundinna bóka. Á þessu hausti koma út 6 UGLUR. Tvær nýjar skáldsögur, Meö kveðju frá Dublin eftir Árna Bergmann og Jólaóratórían eftir Göran Tunström, verða jafnframt gefnar út innbundnar, en 4 bækur fást ein- töm göngu sem UGLUR. Þetta eru hin vinsæla bók Astrid Lindgren, Bróð- ir minn Ljónshjarta (BARNA UGLA), sem flestir þekkja eftir þættina i sjónvarpinu, Snorra-Edda, sem Heimir Pálsson hefur búið til prent- unar eftir handriti Konungsbókar (SÍGILD UGLA), nýtt leikrit Ólafs Hauks Simonarsonar, Milli skinns og hörunds (LEIKUGLA), sem sýnt hefur verið i Þjóðleikhúsinu i haust og hlotið mikla athygli og aðsókn, og loks reyfari fyrir kröfuharða lesendur, Ógnarráðuneytið eftir Graham Greene (NÁTTUGLA), i þýðingu Magnúsar KjartanssQnar. UGLURNAR verða i stóru broti og frágangur ekki siður vandaður en gerist með innbundnar bækur. Og verðið er viöráðanlegt fyrir hvern þann sem — hvað sem liöur nýju afþreyingarefni — ekki vill vera bóklausmaöur. UGLA — BÓK FYRIR ÞIG Mál yefum cjóðar bœkur og menning HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.