Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 8
Birgir Sigurðsson rithöfundur: Almenningur les bækur Bókaútgáfa á íslandi kemst jafnan í brennidepil þjóðfélagsumræðu einn eða tvo síðustu mánuði hvers árs, þegar útgefendur senda bækur sínar á markað. í ár er mönnum tíð- rætt um að ,,bókin“ eigi nú mjög í vök að verjast og að að henni sé sótt úr ýmsum áttum: Stjórnvöld pína hana með skattlagningu þannig að verð bóka er kannski orðið of hátt. Efnahagsástandið á Fróni er nú með þeim endemum, að venjulegt launafólk verður að hugsa sig vand- lega um, ætli það að eignast bók til að gleðja sig við um jólin. Og sú upp- lýsta alþýða sem áður las þessi reið- innar býsn er nú búin að snúa baki við bókinni og starir sig rauðeygða á myndspólur og kvikmyndir — hef- ur ekki lengur tíma eða nennu til að fletta bókarsíðum. Reyndar vill sá sem hér skrifar ekki taka undir neinn söng um dauða bókarinnar, því að góð bók mun áfram verða talin brúklegur miðill — og ekki er að sjá að bókaút- gefendur, hvað þá rithöfundar, séu á þeim buxunum að leggja upp laupana. Einhverja trú hafa þeir enn á lesendum, því að rithöfundur án lesenda þrífst naumast lengi og út- gefandi varla heldur. „Ég lít á þessa video-væðingu sál- arinnar, sem nú blasir við okkur sem eins konar skítmokstur í poka,“ sagði Birgir Sigurðsson rithöfundur og varaformaður Rithöfundasam- bands íslands, þegar blaðamaður ræddi við hann um breytt viðhorf í bókarmálum. „Þessi poki Sem ég hugsa mér, er mannleg vitund. Og mannleg vit- und sem er fyllt af rusli fyllist jafn- framt af tómleika. Og sá tómleiki verður ekki burtu tekinn með því að moka enn meira rusli. Það verð- ur þannig afturhvarf til bókarinnar — eða einhvers jafngildis hennar." Birgir hefur augsýniiega óbilandi trú á því að á íslandi sé vakandi áhugi fyrir hendi og vilji fólks til að fyigjast með störfum rithöfunda. Hann vinnur dag hvern við skriftir, er kominn í skrifkompu sína í rauða- býtið og vinnur þar til hann er úr- vinda. „Eiginlega óttast ég enga sam- keppni við bókina. Það getur að vísu verið að þessa dagana séum við að tapa orrustu. En við erum ekki að tapa neinu stríði. Það er nefnilega þannig með þessa nýju af- þreyingarmiðla, svo sem mynd- bönd, að það er sama hversu góða hluti þeir færa áhorfandanum — það næst aldrei þetta trúnaðarsam- band sem ríkir á milli góðs höfundar og góðs lesanda. Því er þó ekki að leyna, að nú eru nokkuð erfiðir tímar. Það er núna sem flóðgáttir ruslatunnunnar hafa opnast. Jafnframt vil ég benda á —■ og raunar undirstrika mitt í þessari umræðu um tapaða orrustu — að það er mikill misskilningur að al- menningur lesi ekki. Aðsókn að bókasöfnum segir sína skýru sögu. En það getur afturámóti verið að fólk kaupi ekki eins mikið af bókum og áður. Menntamönnum, þeim sem aðeins umgangast sína líka, hættir svo oft til að vanmeta al- menning. Almenningur er ekki sauðheimskur að glápa á mynd- bönd alla daga. Fjöldi fólks vill lesa og eiga bækur. Straumur fólks í bókaklúbbana sýnir þetta m.a. Það er fyrir hendi rík þörf á að eignast bækur, að hafa þær hjá sér. En bæk- ur eru einfaldlega of dýrar. BÓKIN - KJARNI ÞJÓÐMENNINOAR Það er sorglegt, að á meðal þjóðar sein hefur haft bókina, skáldskap- inn, sem kjarna sinnar menningar um aldir og þar sem bækur hafa verið tilfinningalega dýrmætustu eigur manna, að þar skuli nú vera svo komið að stór hluti þjóðarinnar hefur ekki efni á að eignast bók. Þessu verður að breyta," segir Birg- ir með þunga. Við spyrjum þá — hvernig? Eiga stjórnvöld að skipta sér af þessu fjöreggi menningarinn- ar? Vantar okkur menningarpóli- tík? „Ég hef alltaf verið efins um menningarpólitík," segir Birgir. „Að minnsta kosti ef sú pólitík er harkalega rekin. En hið opinbera verður að hafa einhverja menning- arlega viðmiðun. Það sýnist ekki ósanngjarnt að í þeirri viðmiðun fel- ist meðal annars það, að fólk hafi efni á að eignast bók, að fólk geti eignast dýrmætan skáldskap. Fyrsta stigið í átt að þessari við- miðun er að fella niður söluskatt af bókum." EINLÆGNI OG TRÚMENNSKA í tæknivæddu þjóðlífi og heimilis- lífi nútímans eru menn að gera því skóna, að hlutverk rithöfunda hljóti að breytast — að þeir verði reknir út úr sínum rykugu skonsum og fengin tölva í stað blýants? „Hlutverk rithöfundar breytist í eðli sínu ekki. En það má vel vera að aðferðir hans breytist, aðferðir hans við að koma skáldskap sínum frá sér. En í raun er þetta ósköp ein- falt: Maðurinn kemst aldrei hjá því að sýna einlægni, trúmennsku við sjálfan sig, ef hann ætlar ekki að verða trúður eða lifandi tæknibrella í apparatinu miðju. Ég held að eftir því sem tæknin verður meira yfir- þyrmandi vegna þess að markaðs- öflin stýra henni, þá leiti menn jafn- vel til bókarinnar, flýi undan tækn- inni. Það stendur nefnilega yfir stríð um sálir. Ég er bjartsýnismaður. Ég álít að það sé ekki mögulegt að um- móta manneskjuna eftir einhverj- um stjórnarfars; eða efnahagsleg- um forsendum. Ég held að 1984 geti aldrei orðið algjör veruleiki. En vissulega sjáum við 1984-einkennin allt í kringum okkur. A meðan einn maður þorir að segja já eða nei sam- kvæmt sinni eigin sannfæringu og það þótt líf hans og limir séu í hættu vegna hennar, þá verður mann- eskjan ekki drepin. Og þar með ekki skáldskapurinn. Ég sé í ungu fólki núna nákvæm- lega sömu þörfina fyrir vináttu, ást og einlægni og þegar við þau eldri vorum ung. BJARTSÝNT, UNGT FÓLK Ég verð núna sí og æ var við áhuga ungs fólks sem ég umgengst á eldri höfundum. Okkur, þeim eldri, hætt- ir til að gleyma því að börn hafa sín- ar þarfir og það eru þarfir sem hvorki við né útgefendur stjórnum. Mér finnst t.d. að unga kynslóðin sé ekki eins þrúguð af svartnætti tíðar- innar sem grúfir yfir heiminum — eins og mín kynslóð var. Það er eins og æska nútímans gefi sér meiri frið til að lifa sem einstakling- ar og njóta þess að vera til — fremur en mín kynslóð gerði. Þegar ég var ungur var eins og atómsprengjan væri þegar fallin í sálum okkar. Við vorum eins og einhver örverpi atómsprengjunnar. „Við“, segi ég og vil þó ekki viðurkenna að ég falli í þennan hóp örverpa." Birgir sýnir blaðamanni merki um að hann vilji hverfa aftur inn í vinnukompu sína, horfir áhyggju- fullur á athugasemdir á blaði eins og hann berjist við að halda hugsana- þræði sem blaðamaður var svo frekur að rjúfa. Svo ég spyr bjart- sýnismanninn Birgi hvers vegna hann skrifi: „Fyrst og fremst gerir maður þetta fyrir sjálfan sig og sinn eigin sannleik. Ef svo vill til að ein- hver eða einhverjir aðrir eru sam- mála mínum sannleik, þá er það ágætt — en það er ekkert sem rit- höfundur á heimtingu á.“ BARNABOKMENNTIR Barnabœkur í skólum Sölvi Sveinsson: Barnabækur í skólum. Kennsla barnabókmennta í skólum er til- tölulega nýtilkomin og að mestu líklega bundin við framhaldsskóla. Boðið er upp á námskeið í barnabókmenntum í flestum fjöl- brautaskólum og sumum menntaskólum; raunar eru barnabækur skyldunám í Fóstur- skólanum og á uppeldisbrautum í öðrum skólum. Og í Háskólanum og Kennarahá- skólanum geta stúdentar lagt stund á þessar bókmenntir að einhverju leyti. Tilgangur kennslunnar er auðvitað sá, að væntanlegir uppalendur, foreldrar, fóstrur og kennarar, hafi einhvern grundvöll að byggja á þegar þeir velja bækur handa börnum og ungling- um. Fjallað er um bækur í sögulegu sam- hengi, svo nemendur fái sýn yfir hið helsta, sem börnum og unglingum hefur verið boð- ið upp á, auk þess sem lesnar eru allmargar bækur af ýmsu tagi. Þetta er sérstæð kennsla að því leyti, að þorri nemenda er á unglingsaldri eða litlu eldri. Námsefnið er þeim því að nokkru leyti tamt, á sinn hátt, en þeir nálgast það nú frá öðru sjónarhorni. Þá er þess að gæta, að barnabækur eru ekki lítill hluti þeirra bókmennta, sem gefn- ar eru út ár hvert. Af 1179 titlum í Bókaskrá Landsbókasafns fyrir árið 1981 eru 159 ætl- aðir börnum, þar af 128 skáldsögur, raunar flestar stuttar. En þetta eru ekki ómerkilegri bækur en aðrar, og því er jafnsjálfsagt að nemendur lesi nokkur sýnishorn þeirra sem annarra bókmennta. Þegar kennsla barnabókmennta hófst var engin barnabókmenntasaga til, og baukaði hver í sínu horni, en 1981 kom út rit Silju Aðalsteinsdóttur, íslenskar barnabœkur 1780—1979, mikið að vöxtum (402 bls.) og nauðsynleg handbók öllum þeim, sem við barnabækur sýsla. Þar er rakin saga barna- bóka heima og erlendis, og fjallað um flestar greinir þeirra bókmennta, sem börnum hafa verið ætlaðar, dæmisögur, þjóðsögur, ævintýri, bernskuminningar, afþreyingar- sögur, fræðibækur, raunsæjar skáldsögur, myndabækur o.s.frv. Framsetning er öll skýr og hressileg, vitnað er í fjölda rita og myndir prýða bókina, flestar úr barnabók- um. Auðvitað eru ekki allir sammála dóm- um Silju um einstakar bækur eða höfunda, en það hnikar ekki því, að Islenskar barna- bækur 1780—1979 er náma fróðleiks um börn og bækur; vonandi verða menn seint sammála um gildi allra bóka og höfunda. í lok ritsins er geysihagleg skrá yfir íslenskar barnabækur. Slíkar skrár láta að jafnaði lítið yfir sér á prenti, en þeir einir vita sem í hafa komist, hvaða vinna liggur að baki. Bóka- skrár verða seint fullþakkaðar, því að þær spara öðrum einatt mikla leit og fyrirhöfn. Og nú er komið á markað kennslukver um barnabókmenntir eftir Silju, Bókmennta- kver Máls og menningar. Barnabók- menntir, eins konar skemmri skírn í fræð- unum. I formála segir Silja, að það sé „til- raun til að búa til námskeið í barna- og ungl- ingabókmenntum, en því er ekki ætlað að vera forskrift heldur safn ábendinga sem nota má að vild". Kverið er 48 bls. og skiptist í 5 kafla, almennan inngang, ævintýri og dæmisögur, myndabækur og teiknimynda- sögur, bækur handa ungum lesendum og loks skáldsögur. í hverjum kafla eru skil- eftir Sölva Sveinsson greiningar og farið nokkrum orðum um sögu hverrar greinar eða gildi hennar, vikið að einstökum verkum og sett upp greining- ardæmi. Hverjum kafla fylgja síðan mörg verkefni. Auk þess eru nokkrar myndir úr barnabókum og fylgja þeim ágætar ábend- ingar. Þetta erfurðuefnismikið kver og verkefni það mörg, að ekki er ætlandi að fara yfir þau öll á einu misseri, enda bókin ætluð til úr- vals. Gert er ráð fyrir að hver og einn hafi talsvert svigrúm til bókavals, sem er til hægðarauka að því leyti að sum rit sem vís- að er á eru nú harla torfengin (t.d. Bjössi á Tréstöðum). Á hinn bóginn krefst þetta fyrir- komulag meira skipulags, svo að tiltekin markmið náist. Ég hef frekar kosið að leggja fram ákveðna skrá um einstakarTiækur og höfunda. Hún er lögð til grundvallar, en auk þess leggja nemendur sjálfir til bækur í púkk- ið. Verkefnin í kverinu eru það ítarleg, að all- ir geta fundið eitthvað við hæfi. Ég hef ákveðnar efasemdir um að nákvæm grein- ing bóka sé til góðs, og þykist auðvitað byggja á reynslu. Þegar verkum er sundrað til að kanna innviði þeirra týnist söguþráð- urinn ósjaldan, og í huga fjölda nemenda verður greiningin markmið í sjálfri sér, en ekki sem tæki til þess að beita á bækur. Væn- legast er að velja úr einstök atriði, sem best henta hverri sögu, fá en afmörkuð. Þó skal ég enga dul draga á það, að greiningin í skáldsögukaflanum dregur einkar vel fram muninn á góðum og vondum bókum og gæti vel hentað eldri nemendum. Að öllu samanlögðu er barnabókmennta- kverið handhægt í kennslu, þar er þjappað saman fróðleik og lögð fram verkefni, sem allir geta moðað úr. Að lokinni yfirferð ættu nemendur að hafa öðlast sæmilegt yfirlit yfir barnabækur fyrr og nú, lesið tilteknar bæk- ur og sögur að eigin vali og lagt á þær mat. 8 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.