Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 20
BÓKMENNTIR Lœsilegir heimildaþœttir Elías Snœland Jónsson: ALDARSPEGILL. ÁTÖK MILLISTRÍDA Bók Elíasar geymir fjóra ótengda sögu- þætti, um og yfir 50 síður að lengd. Ótengda efnislega, en ekki ósamstæða. Þrír gerast á sama tíma, skömmu eftir 1930, og hinn fjórði nokkrum árum áður. Þrír byggjast að verulegu leyti á lögreglurann- sóknum og sakamálum, og allir eru sann- fræðilega unnir, án þess að skáldað sé í eyð- ur, þótt hins vegar sé fyllsta rækt lögð við lipra og aðgengilega frásögn, og tekst Elíasi það mætavel. Síðasti þátturinn, sá sem ekki styðst við gögn dómstóla, fjallar um hinn alræmda nauðungarflutning Hannibals Valdimars- sonar frá Bolungavík vorið 1932. Þar var þá verkfall. Hannibal var frammámaður Alþýðu- sambands Vestfjarða, og beittu atvinnurek- endur sér fyrir því að bægja honum frá af- skiptum af verkfallinu. Heimildaskrá Elíasar sýnir, að hann hefur ekki notað þátt um þennan atburð, nokkuð áþekkan hans eigin frásögn, sem birtist fyrir nokkrum árum í bók um Gúttóslaginn eftir Ólaf R. Einarsson og Einar Karl Haraidsson. Það er að vissu leyti tvíverknaður að hann skuli nú hafa unnið þetta efni upp að nýju, en hann gerir það ágætiega og að ýmsu leyti rækilegar en þeir hinir. M.a. styðst hann við frásögn Hannibals sjálfs. Svo rekur hann töluvert af einkar óþveginni ritdeilu Vest- fjarðablaðanna um málið, og kann að vera umdeilanlegt hve mikið hann tekur upp af persónulegum svívirðingum um málsaðila. Þátturinn frá þriðja áratugnum fjallar um smygl á spíritus, sem mikið virðist hafa verið fluttur inn frá Þýskalandi á bannárunum. Sagt er frá nokkrum smyglmálum, en aðal- lega einu mjög stóru og flóknu. Lögreglu- og dómsrannsóknir eru þar aðalheimildirnar. Ekki koma þar öll kurl til grafar, a.m.k. 1500 lítrar af spíra voru geymdir á Hornströndum án þess dómstólar upplýstu hvað um þá varð, og má nú vænta þess að gamlir Horn- strendingar kunni að botna sögu Elíasar. Minningar í lágmarki Gylfi Gröndal: VID ÞÓRBERGUR. Margrét Jónsdóttir, ekkja Þórbergs Þóröarsonar segir frá. Eins og margir vita er Margrét Jónsdóttir, „Mammagagga", bæði merkileg persóna út af fyrir sig og hefur gegnt merkilegu hlut- verki í bókmenntasögunni sem eiginkona Þórbergs, vafalaust virkara hlutverki en ger- ist um maka rithöfunda. Minningabók henn- ar hlýtur því að vekja athygli. Og víst verðskuldar bókin athygli. Hún er prýðilega læsileg, og ýmislegt er líka í henni fróðlegt, en þó minna en sumir lesendur kynnu að æskja. Sem æviminningar Mar- grétar og sem upplýsinganáma um þau Þór- berg er bókin nefnilega í efnisminnsta lagi. Þetta eru svona glimps, neisti og neisti, eng- in samhangandi frásögn. Bókin er 30 smákaflar, 4—10 síður. Allir geyma þeir eitthvað af raunverulegu minn- ingaefni, en það er ekki alls staðar mikið. Rýrast er það í kafla sem helgaður er Jóni Thoroddsen (Skúlasyni) skáldi. Þar hefur Margrét eftir Þórbergi hve illa honum hafi orðið við helfregn Jóns, en hann dó löngu áður en þau Þórbergur kynntust. Einnig hvernig hún sjálf frétti lát hans. Úr þessu verður heill kafli með því að nota minning- argrein Þórbergs um Jón og rifja upp heil- mikið um fjölskyldu hans og æskuheimili, al- kunnan fróðleik, hvort sem Margrét hefur nú munað þetta eða Gylfi gáð í bók. Það sem nýtt er eða persónulegt frá Margréti í þess- um kafla tekur minna rými en ein saman upptalningin á systkinum Jóns. í kafla um Bréf til Láru eru hlutföllin hagstæðari og smá-upprifjanir Margrétar býsna merkileg- ar. En uppistaðan í kaflanum er sótt í Þjóð- viljagrein um Láru og svo í bókina sjálfa. Að vefa svona saman er íþrótt sem enginn kann betur en Gylfi Gröndal, enda þraut- reyndur viðtalsbókahöfundur. Hann leggur allt efnið í munn Margréti, lætur sem hún þylji yfir sér allar tilvitnanir, ættfærslur o.s.frv. Hann gerir hvern kafla að afmark- aðri og vel upp byggðri heild. Hann stráir um textann tilsvörum, væntanlega orðrétt- um eftir Margréti, sem hafa mjög sterkan og skemmtilegan persónulegan blæ. Þau eru samtals lítið brot af bókinni, en verða samt mótandi fyrir hana og réttlæta þá staðhæf- ingu káputextans að bókin sé „lifandi og snjöll lýsing á sterkum og litrikum persónu- leika“. í öðrum köflum eru lengri og heillegri frá- sagnir Margrétar sjálfrar, en mjög mikið af þeim varðar dulræn atvik af einu eða öðru tæi sem hent hafa hana sjálfa eða vini henn- ar og ættingja. Það er gagnfróðlegt að sjá hve miklu hlutverki slík atvik hafa gegnt í eftir Helga Skúla Kjartansson Þessi þáttur er. einna þyngstur aflestrar í bókinni, vegna þess að atburðarásin er bæði flókin í sjálfu sér, verður óljósari fyrir það að mannanöfnum er sleppt (sem þó er laukrétt að gera), og Elías kýs að segja frá atvikum í þeirri röð sem þau upplýsast, sem sagt að fylgja yfirheyrslunum nokkurn veginn í tímaröð, sem kallar fram spennu, en flækir hins vegar málið með lausum endum og fölskum vísbendingum. Ég held að spennan réttlæti alveg flækjurnar. Fremsti og lengsti þátturinn fjallar um mál nokkurra andalækna og straum- og skjálfta- lækna sem sættu kærum fyrir skottulækn- ingar eftir að hert var á banni við þeim 1932. Dómsmálin eru rakin eftir sínum gögnum og talsvert gripið niður í blaðadeilur sem um þau snerust. Miðað við ótæpilegar tilvitnanir í blaðadeilur um Hannibalsmálið er samt furða hvað Elías tekur lítið upp af hinum frá- bæru deilugreinum Vilmundar landlæknis gegn andalæknunum; þó trakterar hann okkur á nokkrum helstu gullkornunum. tilveru Margrétar og í heimilislífi þeirra Þór- bergs. Frá einhverjum þeirra hefur áður ver- ið sagt á prenti, en meirihlutanum ekki, að ég best veit. Á kápu er lofað frásögnum af ástamálum Margrétar í Reykjavík. Jú, þar er ástarljóð til hennar eftir nafngreindan mann og ögn meira. Svo er Margrét komin á áttræðisald- ur, og þá er allt i einu til einhver „Jón Þór Einarsson, sonur minn“. Sem hverfur úr sög- unni jafnskjótt og hann birtist. Þetta eru sem sagt engar samfelldar æviminningar og eng- in yfirheyrsla um einkamál. Á kápu er líka — alveg réttilega — talað um „konuna sem gerði honum kleift að stunda sína list heill og óskiptur". Undir þann punkt fellur alveg prýðileg lýsing á því hvað Þórbergur varð undrandi þegar Mar- grét ákvað skyndilega að kaupa þeim íbúð og var þá búin að öngla saman fyrir útborgun- inni. En þetta er líka nánast það eina um fjár- mál þeirra hjóna, svo að ég er jafn-undrandi á þessu og Þórbergur sjálfur þó ég hafi lesið Þá er einn þáttur ónefndur: „Slagurinn um hakakrossinn", og fjallar um þrjú mál, tvö sprottin af óvirðulegri meðferð kommúnista á hakakrossfánum, á Siglufirði og í Reykja- vík, eftir að þýskir nasistar gerðu það flokks- merki sitt að opinberum stjórnarfána, en hið þriðja spratt af ádeiluskrifum Þórbergs Þórð- arsonar um þá sömu nasista og leiðtoga þeirra í Alþýðublaðið. Rauði þráðurinn er kröfur Þjóðverja eða fulltrúa þeirra um refs- ingar fyrir þetta athæfi allt saman, og hin skilningsríka afstaða íslensku stjórnarinnar og sjálfs Hæstaréttar til þeirra krafna. Sam- úð Elíasar er greinilega með Þórbergi og Al- þýðublaðinu, engin með Hitler eða Hæsta- rétti, óljósara um kommúnista. (Á sama hátt nýtur Hannibal fulls stuðnings höfundar og fylgismenn hans, en vægrar andúðar kennir í garð spírasmyglara og andalækna, þótt þeir þættir séu í sjálfu sér miklu hlutlausari.) í formála er óljóst gefið í skyn að fleiri bækur áþekkar muni fylgja á eftir, og væri þá vel: Þessi lofar góðu. Þannig dregur Margrét býsna þröng mörk um það sem hún lætur hafa eftir sér. En þeg- ar þau Gylfi fara að rifja upp atburði sem Þórbergur lýsir sjálfur í bókum sínum eða kunnir eru á annan hátt (t.d. samstarf Þór- bergs við Matthías Jóhannessen, samband hans við Viðfjarðar-Skottu og Lilluheggu, eða Baltikaför þeirra hjóna), þá kann Mar- grét að leggja orð í belg á eftirminnilegan hátt og leggja í púkkið fróðleikskorn sem betra er að eiga en týna. Þess vegna er sjálfsagt fyrir alla Þórbergsunnendur að lesa minningar Margrétar. Gylfi Gröndal er ekki bara flinkur skrásetj- ari, eins og ég vék að fyrr í þessu máli, held- ur kann hann líka að vanda sig. (Hvílík bless- uð viðbrigði fyrir ritdómara í jólatörn.) Alls konar frágangsatriði eru í prýðilegasta lagi, og ég get aðeins bent á tvo hnökra: íslenski textinn af grafskrift Þórbergs hefur varla verið sunginn við útför hans undir sama lagi og esperantótextinn, því að hann heldur ekki bragarhættinum í þýðingu. Og áður óbirt vísubrot eftir Þórberg, „Skúffelsi", er birt með ritvillu sem spillir brag, en réttur texti sést á mynd af handriti Þórbergs. Ann- ars á Gylfi þakkir skildar fyrir fyrsta flokks handverk, og þau Margrét bæði fyrir bók sem vert er að lesa, þótt færra standi raunar í henni en við, lesendurnir, myndum allra helst kjósa. 18 Ydd og Orð sem elta fugla Þessa taugaspennudaga, þegar höfundar og útgef- endur bíða eftir viðtök- um bókakaupenda og gagnrýn- enda veröur það að teljast at- hyglisvert áræði af litlu forlagi að senda frá sér Ijóðabækur — þennan viðkvæma gróður úr kál- garði bókmenntanna, því sjald- gæft er að Ijóðabækur seljist í viðlíka mæli og reyfarar eða ævi- sögur. „Ydd" heitir nýjasta Ijóðabók Þórarins Eldjárns. Órímuð Ijóð, en þótt svo sé þarf enginn að óttast að Ijóð Þórarins séu ekki eftirminnileg og hnyttin. Árni Larsson gefur nú út tvær Ijóðabækur. Langt er síðan heyrðist frá Árna á Ijóðamarkaði, en hann er einkar smekkvís og fágaður höfundur. „Orð elta fugla" og „Góðvonarhöfuð" heita bækur hans. Ljóðvinir fá einnig í hendur Ijóðasafn Þorsteins frá Hamri, allar átta Ijóðabækur hans sem spanna yfir um þrjá áratugi. Það er Iðunn sem gefur safnið út, heilmikinn, fallegan doðrant eins og hæfir þessu góða skáldi. 21 MAÐUR OG Er lif mannsins ferðalag innan um tákn og myndir, sem hann getur aldrei skilið til fulls, nema hann skilji sjálfan sig fyrst? í verki Vésteins Lúðvikssonar, Maður og haf, er spurt um frumskilyröi mannlegs lifs, um möguleika mannsins til aö skilja ÁRNI BERGMANN ÞEL Hvað kom fyrir Einar á Spáni? Hvers vegna lifir Una eins og með hálfum huga? Sögumaður þessarar sérstæðu og spenn- andi skáldsögu reynir að ráða i rúnirnar — og áttar sig um leið á eiginlifi. Svið Þels er ísland og Spánn, og upprifjanir og bein frásögn skrifast á. Óvenjuleg bygging sögunnar magnar spennuna stig af stigi, og söguefnið lætur engan ósnortinn. Álfrún Gunnlaugsdóttir hefur áður sent frá sér smásagna- safniö Af manna völdum (1982), sem hlaut mjög góða dóma. Verökr. 778.— Félagsverö kr. 661.— MEÐ KVEÐJU FRÁ DUBLIN Óvænt ástarævintýri i Suður- Frakklandi veróur til að rifa Björn, aðalpersónu þessarar óvenjulegu sögu, úr friðsælum hvunndagsheimi hins miðaldra kennara. Hann eltir stúlkuna til irlands, þar sem hann kemst i samband við skæruliða irska lýðveldishersins. Þegar Björn snýr aftur til isiands, er hann flæktur i átök, þar sem engum erhlift. VÉSTEINN LÚÐVIKSSON nýjar ISLENSKAR SKÁLDSÖGUR ÁLFRÚN GUNNLAUGSDÓTTIR Með kveðju frá Dublin er bæði spennandi og umhugsun- arverð skáldsaga eftir Árna Bergmann, sem áður hefur sent frá sér endurminningarnar „Miðvikudagar i Moskvu'' og skáldsöguna „Geirfuglarnir". Bók Árna verður gefin út bæði innbundin og sem UGLA. Verökr. 778.— Félagsverö kr. 661.— UGLU-verökr. 398.— HAF aðstæður sinar, sambúð við annaö fólk og ekki sist sitt innra sjálf. i þessari sögu er kafað i sálardjúpin eftir leiðum skáld- skaparins. Maður og haf gerir kröfu til lesenda sinna og launar þeim vel. Verökr.698,— Félagsverö kr. 593,— cjefutn cjóðar bœkur og menning 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.