Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 21
BOKMENNTIR Veöur á súðum Halldór Halldórsson: Jón G. Sólnes segir frá uidburdaríkri og stormasamri œvi. Jón G. Sólnes er mikil samtalsbók. Sögu- hetjan hefur orðið nærri því út í gegn, og það lítur a.m.k. sannfærandi út að textinn sé tek- inn beint og lítt breyttur upp úr samtölum. Blærinn er allur eins og talað sé hispurslaust af munni fram. Sögumaður er galvaskur, sleggjudómaglaður, en virðist býsna hrein- skilinn, þéttmontinn óneitanlega, eh játar líka á sig ýmislegt sem betur hefði mátt fara, og er stórorður um það eins og annað. Það sem skrásetjari segir í eigin nafni er í flestum köflunum hvorki mikið né nein aðal- atriði. Þar með er ekki lítið gert úr hlut Hall- dórs, því að það er mikil íþrótt og vinnufrek að velja úr orðræðu sögumanns svo að vel fari. Og oftast nær ferst Halldóri það Iiðlega úr hendi. Efnisröð er að vísu ekki mjög skipuleg, endurtekningar talsverðar í smá- atriðum, og fjarska mikið um lausa enda, at- hugasemdir Jóns um hitt og þetta án þess að ókunnugur lesandi sé mikið settur inn í efn- ið. En þetta hygg ég sé að miklu leyti með ráðum gert til þess að halda eðlilegum sam- ræðublæ á köflunum og leyfa frásagnarstíl Jóns að njóta sín. Það er helst í sumum seinni köflunum að endurtekningar verða þreyt- andi, efnisskipun ekki nógu vönduð. Og svo er lokafrágangur textans óvandaður, dálítið um málgalla, kommusetning út í hött og tals- vert af sýnilegum prentvillum. Ólíkt því sem algengt er í minningabók- um, þá afgreiðir Jón Sólnes bernsku sína og uppvaxtarár í stuttu máli, hressilegu þó það sem það nær. Á starfsárunum verður frá- sögnin miklu breiðari, en missir þó í engu hressileikann eða sögugleðina. Besti hluti bókarinnar eru kaflar II, III og IV, um banka- störf Jóns og Akureyrarpólitík og jafnframt einkahagi hans. Þetta eru um 100 síður. Svo kemur jafnlangt mál um þingframboð og landsmál á 8. áratugnum. Þar er þetta orðið öllu langdregnara og snýst óttalega mikið um það hverjir hafi stutt Jón til hinna og þessara metorða og hverjir ekki (og þá af hverju í ósköpunum ekki). Þar er heill kafli um það að Jón var ekki boðinn fram af Sjálf- stæðisflokknum 1979, og er hann að því leyti með sérstökum blæ, að Halldór talar þar miklu meira í eigin nafni og bregður sér í búning rannsóknarblaðamannsins sem vitnar í samtöl sín við fjölda fólks, nafn- greinds og ónafngreinds. En sjónarhorn Halldórs er nákvæmlega hið sama og Jóns sjálfs: Að grafa upp hverjir voru vondir við Jón og hvaða hvatir lágu að baki. Þarna tekst að gera hlut Halldórs Blöndal nokkuð slæman, sérstaklega fyrir það hvað hann hafi frá fyrri tíð staðið í mikilli þakkarskuld við Jón og konu hans; og svona er allt á þessu há-persónulega sniði: Hvernig vinátta Jóns við hina og þessa rofnaði eða ekki rofn- aði o.s.frv. Það hvarflar ekki að Halldóri að fara neitt að rannsóknarblaðamennskast út í það hvort það hefði verið sterkt eða veikt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hafa Jón í fram- boði ‘79. Þaðan af síður hvort Jón hafi verið góður eða vondur þingmaður. Og svo gerir hann lesanda sínum þann merkilega grikk að slíta kaflann um Kröflu út úr réttri tíma- röð og hafa hann á eftir kaflanum um fram- boðsmálin ‘79. Ég legg til að hann sé lesinn á undan. Kröflukaflinn er raunar eins og önnur mál- efnaumræða í bókinni, að sjónarhornið er alltaf hjá Jóni sjálfum sem slær fram hinu og þessu sér til málsbóta án þess að lesandi sé á nokkurn hátt settur í aðstöðu til að meta hlutina. Lítið dæmi: Byggðalínan er nefnd tvívegis. „En svo kom inn í þetta að byggða- línan er sett upp, og þá rakst þetta tvennt á.“ „Ólafur gerði okkur grikk með því að setja byggðalínuna á oddinn og eyðilagði allt fyrir okkur. Ef hún hefði ekki komið svona fljótt hefðum við haft meiri byr.“ En það er ekki sagt hvenœr byggðalínan kom, eða hvernig þá stóð á við Kröflu, eða hvort unnt hefði verið að hægja á Kröfluframkvæmdum vegna byggðalínu. Svona er bókin öll: End- arnir of lausir til að maður sannfærist um eitt eða neitt, en þó fortek ég auðvitað ekki að eftir Helga Skúla Kjartansson málflutningur Jóns varpi einhverju nýju ljósi á málin fyrir þeim lesendum sem eru nógu vel inni í hlutunum fyrir. Á eftir Kröflu koma palladómar Jóns um fjölda stjórnmálamanna, en þar fyrir utan er bókin full af mannlýsingum og skyndidóm- um um fjölda fólks. Yfirleitt er þetta nokkuð jákvætt, alltaf hressilegt, en getur líka orðið makalaust smekklaust (og þá væri smekk- laust í ritdómi að vekja athygli á einstökum dæmum). Loks stuttir kaflar um síðustu árin og póli- tíska upprisu Jóns til bæjarstjórnarsetu á Ak- ureyri. Þar fer hann nú heldur betur á kost- um í hreinskilninni: Hann hafði engan áhuga á trúnaðarstarfinu sem slíku, bara að rétta hlut sinn eftir missi þingsætisins. Hann hefur þá sannfæringu að samstarf Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks sé farsælast á Akureyri. Samt fannst honum sjálfsagt að reyna „að gera þeim skráveifu" með því að mynda meirihluta án framsóknarmanna. Það vildi hann endilega gera með Kvenna- framboðinu, og á þó varla nógu stór orð um fyrirlitningu sína á því og málefnum þess. Ó.s.frv., alveg frábært! Þetta er sem sagt gölluð bók. En hún verð- skuldar enga falleinkunn. Hún er auðlesin, einkar hressileg, og — fyrir lesanda sem tekst að sætta sig við hvað hún er og hvað hún er ekki — heilmikill skemmtilestur. I 20 -> Þeir trúuðu fá iíka sitt g úr því að við nefnd- um nafn prestsins: Þeir trúuðu fara ekki í jóla- köttinn í ár (nema þeir endilega vilji) — Skálholt gefur að vanda út bækur sem tengjast kristilegu efni og bókaútgáfan Salt lætur ekki sitt eftir liggja. ,,Að Ijúka upp Biblíunni" heitir þýdd bók frá Saltinu og reyndar er Biblían sjálf á markaðnum og kostar núna á áttunda hundraðið. Og í sömu svifum og við handleikum Biblíuna hoppar upp í hendurnar bók sem tengist henni: „Bréf til Þórðar frænda" eftir Úlfar Þormóðsson, en Úlfar er einmitt einn örfárra íslenskra manna, sem dæmdir hafa verið fyrir guðlast (já, já, Úlfar — klám líka) og finnst okkur á HP það helv. . . hart, því að þessi snöfuryrti og skemmtilegi rithöfundur er með þeim trúaðri hér úti á eyju hins himneska friðar (ekki satt Úlfar?). -> 24 LESNING Aldarspegill? Hvað skyldi það nú vera? Jú, bókaflokkur, sem spegla mun örlagaríka atburði og ólgandi mannlíf á fyrri hluta þessarar aldar. Fyrsta bókin er nýkomin á markað og ber undirtitilinn Atök milli stríða. Þetta er forvitnileg bók fyrir fólk á öllum aldri og því tilvalin jólagjöf. Elías Snæland Jónsson hefur skráð þessa áhugaverðu heim- ildaþætti. Hann byggir á traust- um gögnum og færir efnið í einkar læsilegan búning með léttum undirtón þar sem við á. Andalæknar dregnir fyrir rétt Deilt um haka- krossfána nasista. Stórsmygl á bannárunum... Hannibal handtekinn í Bolungarvík... Lilandi og áhugaverö lesning! Sidumúla 29 Sími 32800 LIFANDI HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.